Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 43 Hestamót Mána: Hylling dæmd úr leik — Kirkju- bæjarhestar efstir í gæðingakeppni Sögulegur sprettur. Hylling kemur fyrst I mark en vmr dæmd úr leik. Nestu hestar eru Léttir, sá dökki, og lengst til vinstri sér í höfuðið á Rúdolf. Léttir var dæmdur koma á undan í mark en sjónarvottar töldu að Rúdolf hefði haft vinninginn. En það sem vekur mesta athygli er það að Léttir var sagður tveim sekúndubrotum á undan samkvæmt mælingu tímavarða. Ljósmynd Valdimar Kristinsson Tveggja daga móti hestamanna- félagsins Mána á Suðurnesjum lauk á níunda tímanum á sunnu- dagskvöld. Mótið hófst á laugar- dag með gæðinga- og unglinga- keppni, gæðingaverðlaun voru af- hent í byrjun dagskrár á sunnudag og síðan hófust kappreiðar. Óhagstætt veður var báða dagana, rigning á laugardag og þungskýjað og vindgjóla á sunnudag. í gæðingakeppninni sigruðu Kirkjubæjarhestar í báðum flokkum, Laski 1 A-flokki og Haki í B-flokki, sami eigandi er að báðum hestunum, Maja Loe- bell og sat hún báða hestana. I kappreiðum voru tímar frek- ar slakir og var þar um að kenna miklum mótvindi. Má því segja að miðað við aðstæður hafi tím- ar verið allþokkalegir. Kærur og klögumál voru í hávegum höfð á kappreiðunum og var meðal annars eitt hross dæmt úr leik. Var það hlaupadrottningin Hylling en hún tapaði sínum fyrsta spretti í undanrásunum og var þar um að kenna lélegri ræsingu. Var ekki annað að sjá en ræsir væri óþarflega bráðlát- ur þá sem oftar en mikið var um að hestar væru á skakk og skjön þegar ræst var. í úrslitum í átt- ahundrað metra stökkinu sneri einn hestur bakhlutanum í þá stefnu sem hlaupið var þegar ræsir lét flaggið falla og fleiri dæmi mætti nefna. En ástæðan fyrir brottvikningu Hyllingar úr keppni var sú að þegar ræst var í úrslitasprettinn skall Hylling utan í Létti og kærði knapinn á Létti þetta atvik og hélt því fram að hleypt hefði verið fyrir sig og tók dómnefnd þá ákvörð- un að dæma Hyllingu úr leik, en knapinn fékk að keppa áfram! í 250 metra skeiði sigraði Hjörtur. Er þetta hans fyrsti sigur í þessari grein og virðist hann óðum vera að treysta sig í sessi með þeim bestu. Annar varð Jón Haukur og má segja það sama um hann. í 150 metrunum sigraði Júpit- er á 15,6, Frigg varð önnur og nýr og óþekktur hestur, Bliki, í þriðja sæti. Vani Erlings Sig- urðssonar, sem sigraði á Hvíta- sunnukappreiðum Fáks lá ekki. í brokkinu sigraði hin nýja stjarna, Álfur, á 38,4 sek. Betri tími en hann náði hjá Fáki og var þessi hestur það eina já- kvæða sem sást í brokkinu. Annars kitlaði það óneitanlega hláturtaugarnar að sjá suma „brokkgammana geysast" eftir brautinni og eftir á spurði mað- ur sjálfan sig hver væri tilgang- urinn með slíkum sýningum. En nóg um það. Spóla endurheimti sigursæti það sem hún hefur oftast skipað í 350 metrunum en eins og menn muna tapaði hún óvænt á Fáks- kappreiðunum. Örvar hélt upp- teknum hætti í 800 metrunum og sigraði nokkuð örugglega og bíður maður spenntur eftir að sjá hann keppa við Cesar en það verður væntanlega á fjórð- ungsmótinu á Melgerðismelum. I heild voru þetta frekar leið- inlegar kappreiðar og má þar um kenna kærum og klögumál- um sem gengu á víxl. Ræsir var í einu orði sagt lélegur. Einnig má benda á þá staðreynd að þegar dagskrá stendur yfir í meira en sjö tíma á ekki stærra móti eru menn orðnir þreyttir og slæptir og fáir eða jafnvel enginn hefur gaman af því sem á að vera til skemmtunar. En verst af öllu vondu var þó mótskráin, var hún yfirfull af stafsetningar-, vélritunar- og jafnvel hugsanavillum. Var lík- ast því að átta ára krakkar hefðu séð um gerð hennar. Fyrir um tveim árum voru félagar í Mána komnir með gott orð á sig fyrir hestamótshald og gengust þeir fyrir metamótum auk fé- lagsmótanna. En nú er öldin önnur og virðist þeim eitthvað hafa förlast. Ættu þeir að taka sig á í þessum efnum því einu sinni var gaman á Mánagrund. En úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur gæðinga: 1. Laski frá Kirkjubæ. Eigandi og knapi: Maja Loebell. Ein- kunn 8,14. 2. Bára frá Arnþórsholti. Eig- andi og knapi: Jón Þórðarson. Einkunn 7,87. 3. Kolbakur frá Garðsauka. Eigandi: Hákon Kristinsson. Knapi: Guðmundur Hinriks- son. Einkunn 7,85. B-flokkur gæðinga: 1. Haki frá Kirkjubæ. Eigandi og knapi: Maja Loebell. Ein- kunn 8,30. 2. Díor úr Húnavatnssýslu. Eig- andi Hallgrimur Jóhannes- son. Knapi: Þórir Ásmunds- son. Einkunn 8,12. 3. Bliki frá Höskuldsstöðum. Eigandi: Brynjar Vilmund- arson. Knapi: Olil Amble. Einkunn 8,09. Unglingar 10—12 ára: 1. Þorvaldur Helgi Auðunsson á Ými 7,35. 2. Jón Guðmundsson á Gæfu 7,33. 3. Sigríður Geirsdóttir á Óðni 6,35. Unglingar 13—15 ára: 1. Sigurður Kolbeinsson á Flug- ari 7,98. 2. Unnur Guðmundsdóttir á Skyggni 7,71. 3. Guðmundur Snorri ólafsson á Eldi 6,41. 150 metra skeið: 1. Júpiter. Eigandi og knapi: Sigurbjörn Bárðarson á 15,6 sek. 2. Frigg. Eigandi: Hörður G. Al- bertsson. Knapi: Sigurður Marínusson á 16,2 sek. 3. Bliki. Eigandi: Lúðvík Ás- mundsson. Knapi: Erling Sig- urðsson á 16,3 sek. 250 metra skeið: 1. Hjörtur. Eigandi: Margrét Helgadóttir. Knapi: Þórður Jónsson á 24,2 sek. 2. Jón Haukur. Eigandi: Har- aldur Siggeirsson. Knapi: Sævar Haraldsson á 24,6 sek. 3. Fannar. Eigandi: Hörður G. Albertsson. Knapi: Aðal- steinn Aðalsteinsson á 25,2 sek. 300 metra brokk: 1. Álfur. Eigandi: Gísli B. Björnsson. Knapi: Þórður Jónsson á 38,4 sek. 2. Trítill. Eigandi og knapi: Jó- hannes Þ. Jónsson á 42,0 sek. 3. Krapi. Eigandi og knapi: Eygló Einarsdóttir á 44,0 sek. 250 metra stökk: 1. Léttir. Eigandi Guðbjörg Þorvaldsdóttir. Knapi: Sigur- laug Anna Auðunsdóttir á 19,2 sek. 2. Rúdolf. Eigandi: Kristján Benjamínsson. Knapi: Hinrik Bragason á 19,4 sek. 3. Eron. Eigandi: Sveinbjörn Steingrímsson. Knapi: Róbert Jónsson á 19,6 sek. 350 metra stökk: 1. Spóla. Eigandi og knapi: Hörður Þ. Harðarson á 25,4 sek. 2. Tvistur. Eigandi og knapi: Hörður G. Albertsson á 26,3 sek. 3. Don. Eigandi: Hallgrímur Jó- hannesson. Knapi: Helgi Ei- ríksson á 26,4 sek. 800 metra stökk: 1. Örvar. Eigandi og knapi: Róbert Jónsson á 62,5 sek. 2. Þristur. Eigandi Hörður G. Albertsson. Knapi: Hörður Þ. Harðarson á 63,4 sek. 3. Snarfari. Eigandi og knapi: Jón ó. Jóhannesson á 65,5 sek. VK T0PPLEIKUR Lím og kílti Irá 'Þvottahúsið Auðbrekku 41, Kóp. Sími 44799. Laugardalsvöllur — 1. deild Breiðablik í kvöld kl. 8 tl» Ferðaskrtfstofan ÚTSÝIM Austurstræti 17, sími 26611. Seljum TÖLVUPAPPÍR f\°X^ KR rfrw 1111FORM PRENT H verf isgötu 78, simar 25960 - 25566. HOTEL ÞJONUSTA SKÚLAGÖTU 30 simar A 23 88 & 2 33 88 Ofurkraftur — ótrúleg ending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.