Morgunblaðið - 08.06.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 08.06.1983, Síða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 Karlakór Reykjavíkur Tónlíst Jón Ásgeirsson Karlakór Reykjavíkur hélt sína árlegu tónleika fyrir styrktarfé- laga í síðustu viku og var efn- isskráin létt og skemmtileg. Það sem gaf tónleikunum sérstakan blæ var einsöngur Kristjáns Jó- hannsonar. Kristján virðist enn vera að bæta við sig og var söngur hans yfirvegaður og fallega út- færður, t.d. í Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson. Allsherjar Drottinn, eftir Franck, Póstekill- inn frá Lonsjúmo, eftir Adam og La Dansa, eftir Rossini, voru öll sungin með miklum tilþrifum, enda var Kristjáni fagnað vel af áheyrendum. Svona eins og til að halda venjuna hófust tónleikarnir á tveimur skandinavískum söngv- um og þriðja lagið var svo Sumar- nótt eftir Árna Thorsteinsson. Sumarnótt er fallegt lag og mjög vel raddsett, enda var Árni gott tónskáld. Söngur kórsins var góð- Kristján Jóhannsson. ur í þessum lögum. Á eftir einsöng Kristjáns frumflutti kórinn nýtt lag eftir söngstjórann, við kvæði eftir Kristján Röðuls, er heitir Samspil. Lagið er nokkuð sundur- laust en góðir kaflar í því. Næsta lag var einnig frumflutt í gerð fyrir karlakór. Það er eftir Jónas Tómasson, við kvæði eftir Stein- unni Sigurðardóttur og heitir Þekkirðu tímana. Lag Jónasar er fallegt, nokkuð laust í gerð, en hugljúf tónsmíð. Eftir hlé söng kórinn tvö lög eftir Brahms, hinn klassíska söng ferjudráttarmanna á Volgu, kór úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach og að síðustu Vínarvalsa eftir Johann Strauss. Kórinn söng þessi lög vel en fyrir undirritaðan var Vöggu- vísan eftir Brahms og ferju- mannasöngurinn best fluttu lögin. í heild voru tónleikar kórsins einkar glaðværir og átti Kristján Jóhannsson stóran þátt í að gera þessa tónleika eftirminnilega skemmtilega. Páll P. Pálsson á mjög gott með að draga fram það létta og skemmtilega í tónlistinni, enda ríkti mikil glaðværð í söng kórs- ins, sem naut góðrar aðstoðar Guðrúnar A. Kristinsdóttur píanóleikara. Jón Ásgeirsson. Misjafnlega máð fingraför Hljóm- plötur Sigurður Sverrisson. Bubbi Morthens Fingrardr Steinar hf. Hin svonefnda „acoustic" tón- list, þ.e. órafmögnuð, hefur aldr- ei höfðað til mín, nema þá kannski eitt og eitt lag. Því verð ég að segja Bubba Morthens það til hróss, að mér hefur tekist í fyrsta sinn — og það án teljandi erfiðleika — að hlýða á „acoustic“-plötu hans endanna á milli mörgum sinnum. Reyndar eru rafmögnuð hljóðfæri notuð á þessari plötu líka, en allt yfir- bragð hennar er með fyrrgreind- um hætti, þ.e. „acoustic". Það er þess virði, að staldra aðeins við og renna yfir feril Bubba Morthens frá því hann sló fyrst í gegn fyrir rúmum þremur árum með plötunni ísbjarnar- blús. Síðar sendi hann frá sér sólóplötuna Pláguna og nú Fingraför. Auk þessa gaf hann út breiðskífu með Utangarðs- mönnum, aðra sex laga, auk safnplötu, sem m.a. hafði að geyma nokkur eldri laga Utan- garðsmanna og upptökur, sem ekki höfðu áður verið þrykktar á plast. Ofan á allt þetta er hann forsprakki hljómsveitarinnar Egó og sá flokkur sendi frá sér tvær stórar plötur á síðasta ári. Alls eru þetta sex breiðskífur, auk safnplötu og sex laga plötu. Hreinasta undur hvað maðurinn afkastar. Og í afköstunum leynist kannsi innst inni veikasti punkt- urinn á þessari nýjustu sólóplötu hins óumdeilanlega foringja ís- lenskrar dægurtónlistar í dag. Mér finnst nefnilega í sumum laganna, að um endurtekningar sé að ræða frá ísbjarnarblúsn- um. Kannski er það að vissu leyti eðlilegt þegar horft er til þess að yfirbragð þessarar plötu er um sumt svipað og önnur hlið- in á þeirri frumraun Bubba. Lagið Lennon finnst mér ég endilega hafa heyrt áður og þá á ísbjarnarblúsnum, hugmyndin er a.m.k. sú sama. Þótt Bubbi sé auðvitað alltaf hann sjálfur finnst mér stundum örla á greinilegum áhrifum héð- an og þaðan og ekkert við það að athuga. Dylan-daunninn er skammt undan í laginu Afgan og í tveimur öðrum lögum finnst mér sterk tengsl við annars veg- ar Arlo Guthrie og hins vegar Leon Redbone. Það kann að vera að mér skjátlist, en ég held ekki. Samvinna Bubba og Megasar hefur eðlilega vakið feikilega at- hygli, enda tekst hún frábærlega á þeim tveimur lögum sem Meg- as syngur. Fatlafól hefur glumið linnulaust í útvarpinu, en Heil- ræðavísurnar hafa ekki slegið eins í gegn. Ég fer hins vegar ekki ofan af því að vera Megasar á þessari plötu gefur henni stórkostlegt gildi. Það er jafnvel að hann skyggi á Bubba sjálfan. Bubbi hefur um langt skeið verið okkar besti textasmiður. Á Fingraförum finnst mér honum hins vegar hafa fatast listin ei- lítið. Boðskapurinn er alltaf til staðar, en framsetning hans er í sumum tilvikum mjög stirður í textunum. Ég held það hefði ekki sakað að láta einhvern renna yfir textana og sníða stærstu nibburnar, af því ég veit að Bubbi leggur sjálfur allan sinn metnað í verk sín. Metnaðurinn er kannski blundað ögn að þessu sinni. Hvað um það, Fingraför er um margt sannfærandi plata þótt á stundum séu lögin dálítið keim- lík innbyrðis. Söngurinn hjá Bubba er aftur á móti sá besti frá honum á plötu og blæbrigðin ótalmörg í lögunum tólf. Ég ætla mér ekki að tína út einstök lög að þessu sinni, læt öðrum það eftir. Ekki er hægt að skilja við plötuna án þess að geta umslags- ins. Ég held ég megi segja, að sjaldan hafi eins vel tekist til með gerð umslags hér á landi, og hefur sá þáttur í plötubransan- um þó tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Leikhópurinn fri Folketeatret í Kaupmannahöfn. Berlín 1932 Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóöleikhúsið: Gestaleikur frá Folketeatr- et í Kaupmannahöfn. LILLE DU - HVA’NU? eftir Preben Harris. Kveðja til framtíðarinnar frá fjórum leikurum og ein- um píanóleikara. Byggt á verkum Kurt Tuch- olsky. Leikmynd og búningar: John Lindskov. Dansahöfundar: Solveig Östergaard. Leikstjóri: Preben Harris. FOLKETEATRET í Kaup- mannahöfn hefur lengi átt góð samskipti við Þjóðleikhúsið. Um gagnkvæmar heimsóknir hefur verið að ræða. Meðal þess sem Folketeatret hefur sýnt hér er leikrit eftir Soya árið 1958 og sama ár fór Þjóðleik- húsið með Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson til Kaup- mannahafnar. í tilefni 125 ára afmælis Folketeatret (reyndar í fyrra) nýtur það gestrisni Þjóðleik- hússins og kemur hingað með verk eftir Preben Harris sem byggt er á textum eftir þýska rithöfundinn Kurt Tucholsky. Leikritið er í kabarettformi og á að gerast í Berlín 1932. Kurt Tucholsky fæddist í Berlín 1890. Hann var snemma virkur í andófi gegn nasisma, samdi fjölmargar blaðagreinar þar sem hann deildi hart á þróun mála í Þýskalandi. í bók- um hans er skopið að mestu ráðandi, en einna best tókst honum upp í vísnatextum sem urðu vinsælir og eru til marks um áhrifamátt slíkra hluta. Höfundar eins og Wolf Bier- mann hafa til dæmis ýmislegt lært af Tucholsky. En ekki má gleyma stærstu fyrirmyndinni: Bertolt Brecht. Tucholsky var sviptur ríkisborgararétti 1933 og bækur hans bannaðar og síð- an brenndar. Eymdartilvera fjarri átthögum varð til þess að hann kaus að fremja sjálfs- morð 1935 í Gautaborg. Preben Harris er mjög hrif- inn af Tucholsky, kallar hann „einn af framsýnustu höfund- um sögunnar". Harris telur tíma Tucholskys minna á okkar tíma: „Háð hans og skilningur á eigin tíð, miðlar ótalmörgu um okkur sjálf og okkar vanda- málaríku tið — og það þó svo hann hafi látist fyrir bráðum 50 árum.“ Harris er að sjálfsögðu að ávarpa danska landa sina þegar hann fullyrðir að margt sé líkt með samfélagi nútímans og Hitlerstímunum í Þýskalandi, talar um „hráar hugmyndir" Hitlers sem reyndust „góð sölu- vara meðal almennings, sem varð sífellt úrræðalausari". Ég legg ekki dóm á þessi orð og ekki heldur hvort íslendingar eigi að taka þau til sín, en lík- legt er að svo sé af því að Þjóð- leikhúsið á hlut að máli um flutning verksins hér. Ádeila Tucholskys er bundin þeim tímum sem hann lifði, hitti beint í mark í Þýskalandi á fjórða áratugnum. Sýning Folketeatret verkar aftur á móti á undirritaðan fremur sem heimild en lifandi ádeila. Vissulega eru varðnaðarorðin þörf því að fátt vitum við um hvað framtíðin ber í skauti sínu. Ég efast samt um að þessi kabarett nálægt Unter den Linden í Berlín hafi skotið áhorfendum skelk í bringu, fyllt þá ugg um komandi tíma. Skemmtigildið er það sem mestu skiptir. Ágætir leikarar Folketeatret gerðu líka sitt besta til að kæta áhorfendur með kabarettblöndu sinni. Verkið var fagmannlega unnið, snyrtilega er kannski rétta orð- ið. Preben Harris leikstýrði sjálfur, leikarar voru Troels Munk, Holger Perfort, Bende Harris og Ole Möllegaard. Poul Erik Christensen lék á píanó. Hér var á ferð kabarett í gamalkunnum stíl sem fékk okkur til að minnast hinna ógnvænlegu tíma í samfélagi valdsiirs, en einkum skoplegu hliðanna sem vissulega eru alls staðar og alltaf með líkum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.