Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 49 „Eldflóðið steypist ofan hlíð, undaðar moldir flaka.“ Mesta tjónið af völdum Etnugosa er landeyðingin. Þar sem áður voru skógar og ræktarlönd bændai a er nú víða aðeins svört og lífvana hraunstorkan. Sú illa norn „Etna, sú illa norn. Hún virð- ist ekki há undir himninum en að kynnast henni, ó, þvflík tign og töfrakynngi.“ Enski rithöfundurinn D.H. Lawrence lýsti með þessum orð- um eldfjalíinu Etnu á Sikiley, sem nú hefur ausið eldi og eim- yrju yflr landið um kring í rúma tvo mánuði og á trúlega eftir að gera það í marga mánuði enn. Skógur, akurlendi og einstök mannvirki hafa orðið eldflóðinu að bráð, en sem betur fer hafa litlu þorpin í nágrenni fjallsins sloppið til þessa þótt ekki hafl mátt miklu muna. Það er gömul saga, að inn- angengt sé á milli Snæfells- jökuls og Etnu, en ekki er ástæða til að taka hana of bókstaflega því að Snæfells- jökull hefur sofið vært í ár- þúsundir en Etna er eitt af virkustu eldfjöllum í heimi og gýs að jafnaði 10 til 20 sinnum á öld. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að hún gaus síðast. Eldmessur hafa margar ver- ið fluttar í litlu þorpskirkjun- um og vafalaust eiga Sikiley- ingar sína eldklerka, sem með trúarhitanum einum saman geta skipað hraunflóðinu að standa kyrru við sikileyska „systrastapa". Þeir vita það líka, að guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur, og þess vegna hefur margt verið gert til að hafa áhrif á hraun- rennslið. í þeim efnum var reynslan, sem fékkst í Vest- mannaeyjagosinu 1973, höfð til fyrirmyndar, bæði hvað varðaði að kæla hraunið og líka hitt, sem gaf betri raun, að ýta upp varnargörðum og breyta með því framrás hraunstraumsins. Um miðjan síðasta mánuð var hraunelfurin komin sjö kílómetra frá fjallinu og stefndi óðfluga í átt að bænum Nicolosi í fimm kílómetra fjarlægð. Nú voru góð ráð dýr. Kælingin hafði ekki gengið sem skyldi því að hraunið er mjög þunnfljótandi og þess vegna var ákveðið að reyna það, sem engum hafði dottið í hug áður, að ráðast til atlögu við eldstöðina sjálfa. Sprengja skarð í gígbarminn og veita nornaseyðnum í aðrar áttir. Var fenginn til þess verks sænskur sérfræðingur, mikill kunnáttumaður í meðferð sprengiefna. Sprengjurnar rufu gíginn og glóandi hraunið byltist með boðaföllum út um skarðið og niður fjallshlíðina. Að vísu ekki með þeim krafti, sem vonast hafði verið til, en þó létti nokkuð á þunganum í aðrar áttir og þegar síðast fréttist var öllu óhætt enn f Nicolosi. Rúmir tveir mánuðir liðnir frá upphafi gossins, sem ógnar öllu lífi í nánd við fjallið Jarðfræðingar og aðrir vísindamenn víðsvegar að hafa fylgst með gosinu fri upphafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.