Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
51
Hollandspistill:
Vagnasmiðir
Hollendinga o.fl.
Til þess að gera sér grein fyrir
því hversu erfitt starf það var að
setja saman vagn hér fyrr á tím-
um er hægt að byrja á því að velta
fyrir sér innihaldi orðanna „Mikill
sviti og lítið af bjór“. Þessi orð eru
höfð eftir Suður-Hollenskum
vagnasmið, sem vildi með þeim
koma á framfæri að á þeim tíma
sem vagnaframleiðsla var hand-
verk að um erfitt starf og illa
launað hafi verið að ræða. Vagna-
framleiðslan var að mestu leyti
háð vilja og óskum kaupenda t.d.
bænda, og svo illa launuð að oft á
tíðum urðu fjölskyldur vagna-
smiðanna að steypa sér í miklar
skuldir til þess að ná sér í efni til
vinnslu. Greiðsla fyrir vinnu átti
sér líka oft á tíðum stað ári síðar
en afhending vörunnar fór fram.
Á sýningunni, sem haldin er í
Árbæjarsafni Hollendinga, þ.e.
„Het Openluchtmuseum" rétt hjá
Arnheim, til heiðurs þessari liðnu
atvinnugrein, er margt að sjá sem
gefur skýrari mynd af vinnuað-
ferðum og tækjum sem notast hef-
ur verið við. Sýningunni hefur
verið komið fyrir í einu af þeim
fjölmörgu húsum sem standa á
svæðinu og hafa verið endurbyggð
þar. Safnið sjálft var opnað 1918
og sótti fyrirmynd sína til Skand-
inavíu. í dag er óhætt að fullyrða
að það gefi mjög góða mynd af
þeirri þróun sem hefur átt sér stað
í sögu atvinnu og lífshátta. Sýning
sem þessi um vagnasmíðarnar er
aðeins ein af fjölmörgum sem eru
í gangi hverju sinni. Þannig er
„skærlistinni" gerð skil þetta
sumarið auk orgelsmíða svo nokk-
uð sé nefnt. Það væri þó til lítils
unnið erfiðið ef ekki væri hægt að
fá Hollendinga nútímans til þess
að velta fyrir sér þeim menningar-
verðmætum sem þeir eiga. Reglu-
legar ferðir skólanna í safnið eru
daglegur viðburður og er víst er að
þær auka mjög skilning á vinnu-
aðferðum og lifnaðarháttum fyrri
tíma jafnvel þó svo þeir séu orðnir
úr sér gengnir.
„Góðir siðir“ á uppleið aftur
Töluvert hefur verið rætt um
það í Hollandi upp á siðkastið að
bækur sem fjalla um hinn rétta
umgengnismáta eru með mest
seldu markaðsbókum hér. Gerð
hefur verið ábyggileg könnun um
það hvort hér sé í raun um að
ræða að Hollendingar séu að
hugsa um að bæta ráð sitt og taka
upp pjatt og prjál fyrri tíma.
Niðurstaðan er að á tímum auk-
inna efnahagserfiðleika leggi
menn meir upp úr því að líta vel út
og þá ekki síst vegna atvinnuum-
sókna. Þetta hefur leitt til þess að
alls kyns „hegðunargæslustöðvar"
hafa hreiðrað um sig á markaðn-
um. Einkaritaraskólar hafa tekið
nýtt flug og hvort okkur líkar bet-
ur eða verr virðist ekkert útlit
fyrir að þessar stofnanir séu að
líða undir lok á þessum tímum
aukins jafnréttis.
Johann Cruijff kveður Ajax
Það er nú útséð um það að Jo-
hann Cruijff leiki framar með
Ajax. Þessi frægasti fótboltamað-
ur Hollands fyrr og síðar vill víst
eki sætta sig við þá staðreynd að
hann sé ekki eins ómissandi og
hann hefur haldið fram. Cruijff
sem nú er 36 ára gamall og gegn-
um tíðina einn hæst launaði leik-
maður fótboltaiðnaðarins hefur á
einn eða annan hátt ekki náð að
ganga þannig frá sínum málum að
hann þyrfti ekki að keppa meir til
að afla sér og sínum viðurværis.
Framkvæmdastjóri Ajax hefur
sagt að ekki komi til greina að
hafa Cruijff á þeim sérsamning-
um sem hann hefur verið á síðasta
eitt og hálft ár. Hann hefur fengið
ákveðna prósentu af aðgangseyr-
inum sem hefur þýtt að hann hef-
ur haft u.þ.b. þrítugföld árslaun
verkamanns, aðeins af aðgangs-
eyrinum. Cruijff gengur með
nokkur atvinnutilboð upp á vas-
ann t.d. frá Feyenoord þar sem
Pétur Pétursson lék á sínum tíma.
Aðdáendur Ajax koma til með að
verða heldur óhressir með þessa
ákvörðun framkvæmdastjórans
sem sagt hefur að það sé ekki
rekstrarfræðilega hagkvæmt að
hafa svona gamlan mann á þess-
um háu launum.
Merkur fundur
Dagbók ungs gyðings sem var í
felum í síðari heimsstyrjöldinni í
Amsterdam fannst í síðustu viku.
Bókin sem hefur nú verið rannsök-
uð hefur vakið töluvert mikla at-
hygli og það ekki síst vegna þess
að sá sem ritaði hana er enn á lífi.
Hann gegnir hárri stöðu hjá
SHELL og hafði iátið breyta nafni
sínu til þess að losna undan
stríðsminningunum. Það sem þó
hefur vakið mesta athygli við
þessa uppljóstrun er að sami mað-
ur samdi handrit að kvikmynd
sem gerð var og tekin af þeim sem
voru í felum. Þessi mynd er ein-
stæð sinnar tegundar því hvergi
annarsstaðar í Evrópu er vitað til
þess að slík mynd hafi verið fram-
leidd. Mynd þessi er geymd í
bankahólfi og hann hafði ekki
hugsað sér að leyfa sýningu á
Þetta eru smámunir einir og
getgátur. En svo kemur veruleg
villa í hinni stuttu frásögn höf-
undarins um landnám Þrándar
mjóbeins. Hann segir, að lang-
flestar þær eyjar sem nefndar
hafa verið hér að framan og hann
telur líklegt að Þrándur hafi num-
ið, liggi undir Snæfellsnessýslu.
Þetta er rangt og stafar af ókunn-
ugleika höfundarins. Það er ekki
aðeins smábýlið Sauðeyjar og
næstu eyjar sem eru í Barða-
strandarsýslu, heldur allar Vest-
ureyjar ásamt Bjarneyjum, og
hefur svo verið síðan núverandi
sýslumörk voru sett, að því er ég
best veit. Engin eyja norðan
Klofningsfjalls og Elliðaeyjar á
Breiðafirði liggur undir Snæ-
fellsnessýslu. Dalamenn og
Barðstrendingar hafa einhvern
tíma skipt þeim bróðurlega á milli
sín, og þar við situr.
Þótt ég hafi gert þessar létt-
vægu athugasemdir við bók Har-
alds Matthíassonar, er hún góð og
stórfróðleg. Og hin þarflegasta
mun hún vera öllum almenningi,
er einhverju lætur sig varða land-
námið og sögu þess. Mér var hún
kærkomin gjöf. — Ef álíka leið-
beininga- og upplýsingarit væru
látin fylgja hinum stærri Islend-
inga sögum í hinni vönduðu út-
gáfu Hins íslenska fornritafélags,
í stað hinna þrautleiðinlegu for-
mála sem fylgja sumum bindun-
um, mundi það auka lestur þeirra
að miklum mun. Svo ekki sé nú
minnst á Sturlungu. Hún bíður
beinlínis eftir slíku ritverki.
Þarfari iðja hefði það verið svo
vel verkfærum manni sem dr.
Finnboga Guðmundssyni lands-
bókaverði, að skrifa álíka bók en
að kippa íslendinga sögu Sturlu
Þórðarsonar út úr Sturlungu og
gefa hana út sem sjálfstætt rit-
verk. Þess var síður þörf. Að vísu
skaðar það ekki einn eða neinn.
Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Og
nokkrar myndir vel gerðar eru í
útgáfu Finnboga.
8. maí 1983,
Bergsveinn Skúlason.
henni fyrr en hann væri látinn.
Um þessar mundir veltir hann því
fyrir sér hvort hann breyti ekki út
af þessari ákvörðun sinni þar sem
dagbókin er komin í ljós. Sagt hef-
ur verið að þessi dagbók sem
fannst standi langt að baki dag-
bók Önnu Frank hvað bókmennta-
legt gildi snertir.
Landkynning af
bestu tegund
Mezzoforte hefur gert það gott
Vagnagerð A.D. Groot te Uden um
1900. Maðurinn til vinstri milli kon-
unnar og barnanna er vagnasmið-
urinn. Maðurinn lengst til hægri
með svuntuna er að öllum líkindum
þorpssmiðurinn. Á myndinni sjist
ennfremur nokkrar tegundir vagna.
hér í Hollandi síðustu vikurnar.
Þeir hafa verið mikið leiknir bæði
í útvarpi og í sjónvarpi. Það er
líka greinilegt að sú mynd sem
sýnd hefur verið í sjónvarpinu
með laginu Garden Party hefur
þótt falleg. Þessi landkynning
þeirra er þó að því leyti sérstök að
hún nær til hóps sem venjulegar
landkynningar láta að mestu
ósnertan — unglinganna. Vitað er
að töluverður aðdáendahópur hef-
ur myndast um list þeirra og
flutning hennar.
Sjón er sögu ríkari
Þaö borgar sig svo sannarlega að líta inn til okkar þegar þig vantar
húsgögn því hvergi nokkursstaöar er eins stórkostlegt úrval af góö-
um húsgögnum á hagstæöu verði.
Greiðsluskilmálar í 6—8 mánuði.
HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA
HUSGACNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK 8 91-81199 og 81410