Morgunblaðið - 08.06.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
61
iMl?akandi
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
ny if
Duran Duran
Þesslr hringdu . . .
Langar að fá
Duran Duran
á listahátíð
Ingvar og Siggi, tólf ára Hafn-
firðingar, hringdu og höfðu eft-
irfarandi að segja: — Okkur
langar til að fá Duran Duran á
iistahátíð. Það er mjög eftirsótt
hljómsveit hér á landi og t.d. var
„Ríó“ með D.D. uppseld í mörg-
um plötubúðum. Þess vegna
hvetjum við listahátíðarnefnd til
að gera allt sem hún getur til að
fá hljómsveitina hingað.
Geta ekki ákveðið
sig með löngum
fyrirvara
Þórunn Lárusdóttir, hjá Ferða-
félagi íslands, hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Það var
smápistill í dálkum Velvakanda,
þar sem verið var að kvarta yfir
því að við auglýstum ekki farar-
stjórana okkar. Orsök þessa er
aðallega sú, að oft er ekki búið
að ákveða hverjir verða farar-
stjórar í einstökum ferðum, þeg-
ar farið er með auglýsingarnar í
blöðin í miðri viku. Það eru
sjálfboðaliðar, sem sjá um farar-
stjórnina hjá okkur og geta oft
ekki ákveðið sig með löngum fyr-
irvara. Ég vona nú, að þetta
komi ekki að sök hjá fólki, því að
venjulega les ég það inn á sím-
svarann á föstudagskvöldum,
hverjir verða fararstjórar í helg-
arferðunum, svo fremi sem upp-
lýsingar um það eru fyrir hendi.
Astkæra, ylhýra
málið
Gerða hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: '— Alltaf sárn-
ar mér jafnmikið þegar ég verð
vitni að því að fólk fer gálaus-
lega eða beinlínis vitlaust með
ástkæra ylhýra málið. Verst
þykir mér þó, þegar það tekur
upp á því að rugla saman orðtök-
um eða föstum orðsamböndum
málsins, og jafnvel gera tvö að
einu. Þannig hef ég séð orða-
sambandinu að detta i hug og
koma til hugar verða að mál-
skrípinu „detta til hugar"; orð-
tökin að fara með sigur af hólmi
og bera sigur úr býtum verða að
„bera sigur af hólmi“. Og hver
kannast ekki við þegar sagt er
„að taka djúpt í árina“ í stað „að
taka djúpt i (með) árinni". Ég
get ekki að þvi gert, en ég verð
ævinlega bálreið, þegar ég þarf
að sitja undir slikri ruglandi.
Stöndum með Samhjálp
9518-1945 skrifar:
„Velvakandi!
Mig langar til að færa Sjón-
varpinu kærar þakkir fyrir að
endurtaka þáttinn „Lifið við mig
leikur nú“, þar sem flutt voru lög
fyrri kennurum sínum, sem hann
hafði e.t.v. einna mestar mætur á,
Björn M. Ólsen, skörung í norrænum
fræðum, heldur gerir hann úr hon-
um einn af mestu fræðimönnum á
Norðurlöndum (en slíkt hefðu fáir
íslendingar á þeim árum þorað að
segja). Og hann varar sérstaklega
við því að telja hann lítilsháttar
jarðfræðing. Slíkur er dómur Helga
Pjeturss um Þorvald Thoroddsen að
ævilokum, en það er ekki góður dóm-
ur um íslenzka nútímamenningu, ef
hún gerir blákalda Iygi um þessi at-
riði að „opinberum sannleik".
Sérstök ástæða er til að minna á
það, af hve miklum skilningi á erf-
iðri aðstöðu Þorvalds gagnvart sér,
byrjandanum, Helgi skrifar í eftir-
mælunum um þessa viðureign. „En
engan hvet ég til að dæma Þ.Th. hart
fyrir það hvernig hann snerist við
þessu máli. Eftir að ég hef stundað
vísindalegar rannsóknir í 25 ár og
fundið margt og mikið nýtt, þá er
niðurstaða mín sú að mjög mörgum,
ef til vill flestum, mundi hafa farizt
líkt og honum, ef jafn alvarlega
hefði á þá reynt. Því að próf. Þorv.
Thoroddsen komst þarna í mjög al-
varlega mannraun. Þarna var byrj-
andi sem í upphafi rannsókna sinna
réð gátur, sem Þ.Th. hafði reynt sig
við í mörg ár, með litlum árangri.
Hefðist þetta fram, þá virtist honum
sem skyggt mundi verða mjög
háskalega á sig, einmitt á þeim árum
sem honum kom það bagalegast.
(Nýall 2. útg. s. 419).
Þegar Islendingar hafa loksins
áttað sig á því að þeim ber að hafa
heldur það sem sannara reynist, og
þá sérstaklega um áminnzt höfuð-
atriði í vfsindasögu, verður lokið
„deilunum" um löngu liðna viðureign
tveggja afreksmanna í vfsindum —
en fyrr ekki.“
af plötu, sem Samhjálp gaf út f
fyrra til styrktar starfsemi sinni.
Það er einhver sú besta plata, sem
ég hef hlýtt á.
Það er annars undrunarefni,
hversu lítið hefur borið á starfi
Samhjálpar. Félagið rekur vist-
heimilið Hlaðgerðarkot í Mos-
fellssveit, þar sem fjöldi umkomu-
lausra og vinasnauðra utan-
garðsmanna hefur fengið að-
hlynningu og alla mögulega hjálp
til að geta fótað sig í lífinu á nýjan
leik, en þetta starf virðist að
mestu hafa farið framhjá
fjölmiðlum okkar.
Útgáfustarfsemi Samhjálpar er
sér kapituli og á að ég held enga
hliðstæðu hér á landi. Bækurnar
„Krossinn og hnífsblaðið",
„Hlauptu, drengur, hlauptu" og
„Láttu mig gráta“, þekkja allir,
ungir sem aldnir. Sama er að
segja um plöturnar tvær, sem fé-
lagið hefur áður gefið út í fjáröfl-
unarskyni fyrir starfsemi sína.
Þær hafa verið vinsælar í óska-
lagaþáttum útvarpsins á undan-
förnum árum.
Og nú var ég að fá fjórðu bókina
í hendur, „Carina", heitir hún og
vil ég leyfa mér að vekja sérstaka
athygli á þessari bók.
Stöndum með Samhjálp og sýn-
um í verki, að við kunnum að meta
það sem vel er gert.“
Hvað er það
sem veldur?
Sjómaður skrifar:
„Velvakandi.
Varðandi þá grein, sem birtist í
Morgunblaðinu 15. marz og bar yf-
irskriftina „Hugleiðingar um sjó-
setningu gúmbjörgunarbáta", vil
ég lýsa yfir undrun minni yfir að
þeir sem börðust harðast fyrir
lögleiðingu Sigmundsgálgans, og
að því að mér fannst meira af
kappi en forsjá, og létu frá sér
fara mörg stóryrði (í bundnu og
óbundnu máli) í garð Hjálmars R.
Bárðarsonar siglingamálastjóra,
skuli ekki hafa látið til sín heyra.
Hvað er það sem veldur? Eru þeir
kannski á annarri skoðun núna
varðandi Sigmundsgálgann?
Ég vil þakka greinarhöfundi,
Kjartani Ragnarssyni, fyrir að
hefja máls á þessu, og vonast jafn-
framt eftir að fleiri skrifi.
Virðingarfyllst."
GÆTUM TUNGUNNAR
Heyrst hefur: Bæði samtökin kusu fulltrúa.
Rétt væri: Hvortveggju samtökin kusu fulltrúa.
(Eintala af orðinu samtök (eitt samtak, samtakið) er
ekki til.)
Jón Helgason landbúnaðarráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að nýja
rannsóknahúsinu við Bændaskólann á Hvanneyri.
Borgarfjörður:
Hafin bygging rann-
sóknahúss við Bænda-
skólann á Hvanneyri
Borgarnesi, 6. júní.
LAUGARDAGINN 4. júní sl. tók
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra fyrstu skóílustungu að
grunni rannsóknahúss á Hvann-
eyri. Þar með er hafin bygging
húss yfir rannsóknastofu sem hef-
ur verið í mjög óhentugu húsnteði
til þessa. Auk þess verður í húsinu
nokkur aðstaða til kennslu og æf-
inga.
Bændaskólinn á Hvanneyri
hefur menntað bændaefni, og
leiðbeinendur í íslenskum land-
búnaði í nær 94 ár. Árið 1947
hófst nýr þáttur í starfsemi
skólans með stofnun fram-
haldsdeildar, sem nú starfar
undir nafninu búvísindadeild.
Jafnframt kennslu hafa kenn-
sem aðstaðan leyfir. Húsnæði á
fjósloftinu hefur alla tíð verið
ófullnægjandi einkum vegna ör-
yggiskrafna. Vegna þessa hefur
m.a. alls ekki verið hægt að
sinna fitu- og trénisrannsókn-
um.
Byggingin er hönnuð af arki-
tektunum Ásmundi Harðarsyni
og Karli Erik Rocksén (Stikan
sf.). Verkfræðistofurnar Fjöl-
hönnun og Rafteikning önnuð-
ust verkfræðivinnu. Gólfflötur
er samtals um 640 m2, þar af 95
m2 í kjallara og 115 m2 í risi.
Áætlaður kostnaður við bygg-
inguna fokhelda og frágengna
að utan er tæpar 5 millj. kr.
Byggingaverktaki er Bygginga-
Útlitsteikning af rannsóknahúsinu sem hafin er bygging á. MorgunbiaJi»/HBj.
arar og aðrir starfsmenn skól-
ans um langt skeið sinnt til-
rauna- og rannsóknastarfi í
vaxandi mæli, oft við erfiðar að-
stæður. Á meðan tilraunastarf-
semi jókst varð þörfin brýnni
fyrir aukna aðstöðu til efna-
greininga jarðvegs- og heysýna.
Þannig varð til sú rannsókna-
stofa sem Bændaskólinn rekur
nú á fjósloftinu á Hvanneyri.
Á rannsóknastofunni eru
efnagreind hey- og jarðvegssýni
sem koma annars vegar frá
bændum á Vesturlandi (tengist
leiðbeiningaþjónustunni) og
hins vegar af tilraunareitum á
Hvanneyri. Þessi þáttur starf-
seminnar er fyrirferðarmestur
og fer ört vaxandi. Auk þess eru
gerðar ýmsar aðrar mælingar,
svo sem á aðliseiginleikum jarð-
vegs. Kennsla í efna- og líf-
fræðigreinum fer einnig fram á
rannsóknastofunni, eftir því
félagið Borg í Borgarnesi.
í húsinu verður fullkomin að-
staða til fjölbreyttra rann-
sókna. Þar er m.a. um að ræða
efnagreiningu á jarðvegs- og
heysýnum frá bændum, til
notkunar við áburðar- og fóð-
urleiðbeiningar og rannsóknir
vegna jarðræktar- og fóðurtil-
rauna á vegum Bændaskólans.
Þá má nefna rannsóknir í líf- og
lífeðlisfræði og rannsóknir á
vegum nemenda búvísindadeild-
ar.
Kennsluaðstaða er einnig í
húsinu. Hún er ætluð til verk-
legrar kennslu í búvísinda- og
bændadeild, einkum í efna-,
jarðvegs- og fóðurfræði svo og
almennri líffræði.
Fyrirhugað er að byggja
100—200 m2 gróðurhús í tengsl-
um við rannsóknahúsið. Við það
eykst notagildi þess til muna.
HBj.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
' jíöum Moggans!