Alþýðublaðið - 09.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.09.1931, Blaðsíða 2
ALÞ?ÐUBbAÐlÐ Áskotnn á kæjarstjórn. Á Sjómannafélagsfuncli í gær- kveldi var samþykt svo hljóð- andi ástoorun: „Söikuim mikils atvinnuleysis meðal fjölda sjómanna í sumar fer atvinnuleysingjahópuTÍnn hraðvaxandi. Fjöldi sjómanna lcemur heim af síldveiðum næst- um slippir og snauðir, par eð mestur hluti. sildarinnar er ó- greiddur. Þessir menn hafa nú ekkert til bjargar heimiium sín- um. Eina hugsanlega björgin er að menn pessir fái nú pegar vinnu. Fundurinn skorar pví eindregiá á bæjarstjórn Reykjavíkur að setja mú pegar í gang atvinnu- bætur í stórum stíl.“ Fiá Chile. Stjórnarbylting bæld niður. Lundúnum, 8. sept. UP.—FB. Sendiherra Chiiie (í ,Suður-Ame- riku) hér tiiikynnir, að sér hafi borist opinber tilkynning um pað, að stjórnarbyltingin hafi verið gersamtega bæld niður. Allar Allar skipshafnirnar á herskipun- um hafa heitið ^ ríkisstjórnáinni hlýðni. Alt með kyrrum kjörum1 í landinu. Frá „Nantilrasiu. Advent Bay á Spitzbergen, 8. sept. UP.—FB. Kafbáturinn „Nautilus" kom hángað kl. 1 e. h. Virðiist hann hafa orðið fyrir miklum skemd- um. Áfengi stolið. Akureyri, 8. sept. FB. í nótt var brotist inn í geymsluhú s áfengisverzlunarinnar hér og stolið áfengi um 1000 króna virði. Innbrotsmenn .ó- fundnir. Brezka stjórnin. Lundúnum, 9. sept. UP.—FB. Neðri málstiofan hiefir sampykt traustsyfirlýsingu ti,l stjórnarihn- ar með 309 atkv. gegn 250. Árni Kristjánsson, símritari á Seyðisfirði, andaðist í fyirakvöld. Banamein hans var heiLablóðfali. Ámi hefir verið ritstjöri „Austra“ frá pví að hann fór að koma út í vor. Árni heitinn var bróðiir Ragnars Kristjánssonar frá Pat- reksfirði. Ipaka: Fundur í kvöld kl. 8V2- Kosning embætti&manna o. fl. Fjölmennið! Hvafning. Starfsbræður! Hvað vantar okkur, og hvernig getum við bætt úr okkar vöntun? Okkur vantar vilja, en ekki mátt. Okk- ur vantar hugsun og dáð, okfcur vantar framtiaks.semi og einbeitni, skilning og félagslyndi. Okkur vantar sæti við lífsins borð. Þið munuð flest kannast við, hvemig skipað var til sætis i erfisdrykkjum og brúðkaupsveizl- um fyrir 100 árum síðan. Við páborð í stofu sat presitur í önd- vegi og hið næsta honum hrepp- stjórimn og „Dannebrogs“-maður- inn eða aðrir „hieldri“ menn, ef fil voru. Síðan komu bmðhjón og aðstandendur, fyrir kurteisis- sakir, ef ekki var ættgöfgú eða auð til að dreifa. Þegar stofa var fullskipuð, var raðað í skemmu eftir sörnu lögum, inst betri bú- endur, og yzt öreigar eða um- renningar. Ég lýsi pessu eigi nán- ar, en hverf til pjóðskipulagsins og hugsa mér, að allir sitji við lífsins borð. Vitið pið, hverjir eru við háborð í stofu? Já, sem betur fer er öllum, porra alpýðu ljós pau sannindi, að par em hálauna embættis- menn, fésælir heildsalar, brask- gjarnir, heppnir(!!) atvinnurek- endur o. s. frv. o. s. frv. Þetta eru mennirnir, sem eiga beztu fötin, búa í stærstu og skraut- legustu íbúðunum. Mennirnir, sem „hafa mör og kjöt meira en alment gerist“. Mennirnir, sem venjulega afkasta minstu. Og hverjir em svo í skemmu? Þar safnast samian varalið auð- valdsins, nokkurs konar leigupý. Millistéttarmenn, sem hafa selt sannfæringuna fyrir brauðmoia. Menn, sem svíkja sjálfa sig og sína stétt í eiginhagsmunaskyni. Þeir eiga afsökun margir hverj- ir. Þeir eru að klóra í bakkann og tryggja efnalega aðstöðu sína í lífinu. Þeir eru að bjarga sér á „eigin spýtur“!! irneð pví að for- smá samtök og samvinnu stéttar sinnar. Einmitt pess vegna eru peii eitt af meinum pjóðlífsins, einn sjúkdómurinn, sem stendur heil- brigðum vexti fyrir prifum. I skemmunni er fjölmenni meira en í stofu, par er líka alt í smærri stil, ófínni matur, minna olnboga- rúm o. s. frv. En fjölmennast er — fyrir dyrum úti. Þar er alpýð- an, sem aldrei fær veizlu. Verka- lýðurinn, sem byggir stofu og skemmu, án pess að njóta skjóls innan peirra veggja, sem hann hefir bygt. Verkalýðurinn, sem unnið hefir fyrir borðbúnaðinum og veizlukrásunum, en heyrir að eins málmhljóðið álengdar og finnur að eins lyktina af matnum. Þessi hópur samanstendur af körlum og konum, bræðrum og systrum. Þesisi fjölmienni hópur á um, of sammerkt í einu. Hann er of seinlátur, of hugsanasiljór, of skilningslaus um eigin mátt. Ef við, starfsbræður og systur! nent- um að leggja eitthvað á okkur til pess að skapia traustan grund- völl undir framtíð okkar, pá er framkvæmd og árangur í lófa lagin. En við erum of sofandi, of áhugalaus um okkar nauðsynja- mál. Við eigum offáa ótrauða leiðendur, en ofmarga ginnandi glapráðamenn. En íslenzki verka- lýður! Okkar er sökin að mjög miklu leyti. Okkur megum við um kenna, að eiga ekki fleiri pingfulltrúa, að eiga ekki fleiri eldheita leiðtoga, sem leita sann- leika og samxæmis og hvika hvergi frá settu marki. Við purfum að eiga slíka menn í tugatali, menn, sem hvorki hræðast eld né járn, sem eru berserkir nútímans, hetjur sann- leikans. Og — við fáum pessri menn, að eins ef við nennum sjálf að taka á. Verkamenn og smábændur, sem eiga skylda og sameiginlega bagsmuni, eru nægilega fjölmennir til pess að ráða lögum, og lofum. En við er- um of tvístruð og sundruð, í- stöðulítil og illa upp alin, erum alt of seinlát. Félágslyndi okkar er af skorn- um skamti og samvinna í mestu handasikolum. Þess vegna lifa borgaralegu flokkamir á okkar atkvæðum. Svikahriappar hampa ístrunni, sem vaxin er af okkar svita og blóðdropum, Sviika- hrappar, sem telja sig boðbera fagurra hugsjónia og verndara lít- ilmagnans. En öll peirra fögru orð eru töluð til að skara eld að sinni köku og safna aurum í eigin sjóð. Slíka menn verðum við að var- ast og sjá við blekkingum peirra. Við verðum að vera á varðbergi gegn málapjófum, sem skreyta sig með fölskum fjöðrum,. Sér- staklega er pólitík Framsóknar orðin viðsjárverð. Framsókn ótt- ast ekki nieinn flokk eins og Al- pýðuflokkinn. Þess vegna reyna Framsóknarmenn að blekkja með ýmsum umbótafrumvörpum á al- pingi. Þeir eru á veiðum eftir verka- fólki í kaupstöðum og kauptún- um, laudsins. Frumvarp Jónasar Þorbergssonar og Stedngríms á Hólum. um tekju- og eigna-skatt til atvinnubóta er ein af pessum nýju veiðigildrum, sem Framsókn leggur fyrir Alpýðuflokkskjós- endur. En vörumst slíka menn, sem pykjast játa jafnaðarstefnu með orðum, en fylgi peirra nær ekki lengra. Þeir nota mörg og stór orð, en á borði — par er bezt að hnefinn ráði og hver hrifsi til sín eftir beztu getu. Þetta er lög- mál auðvaldsins, að blekkja verkalýðinn með lítilfjörlegum umbótum tii pess að vinna at- kvæði til pess að siitja áfram í öndvegi við háborðið. En ef alt væri eins og pað á að verða, eins og getur verið og eins og skal verða, pá leikum við hlutverk Ófeigs úr Skörðum,, er hann flæmdi Guðm. ríka á Möðruvöllum úr öndvegi. Okkar hnefi er stör, sinaber og stæltur. Hann getur gefið Guðm. ríka rot- högg í einu vetfangi. Ef við fíinn- um mátt samtakanna og steytum hnefann, pá mun öndvegið standa autt af lyddum og leppa- lúðum rániðjustéttar. Þá verða allir jafnir að „guðs og manna lögu;m“. Megi pað verða sem fyrst! Munum öll, að fjöldinn á að ráða. Otbreiðum pví stefnu sannleikans og réttlætisin.s, eiins og okkur er frekast unt. Eflum hið eina sanna Kristsríki, sem hægt er að stofna á jörðu hérl Náum takmarkinu undir kjörorð- unum: frelsi, jafnrétti, bræðra- lag, takmarkinu: öreigaríki! G. B. B. Einar Jóhannsson: Uppgðtranlr og framkvæmdir er að koma á bókamiarkaðinn. Það, sem komið er, er að eins: inngan,gur og byrjun á umfangs- miklu ritverki. Fylgir sérprentað blað, par sem er gerð grein fyrir aðalefni verksins og niðurröðun pess. Segir par, ,að verkinu verði skift í niokkra aðalkafla; fyrst ágnp af myndunarsögu jarðar- innar og yfírlit yfir helztu kenn- inigar og rannsóknir um upphaf lífsins og próun pess. Næsit er um elztu leifax mannanna og ýmsar menjar frá lifnaðarháttum peirra á frumlífsskeiðinu. Segir svo í formálanumi: „Verður í næstu heftum rakinn práðurinn í rás viðburðanna og skýrt frá hvernig mönnunum hefír tekist um lífsskeið liðiinna tíma að hugsa og hagnýta nýrri og full- komnari tæki og aðferðir til að höndla -og notfæra orkulyndir og: auðæfi umhverfisins, sér og efti-r- fcomendunum til léttis vi-ð störfin, og leggja grundvöilinn að nýjunv og betri líf,skjörum.“ Aðrir kaflar verksi-ns eiga að vera um. húsagerð -og allskonar byggimgar, samgöngur, iðnað, landbúnað, fiskveiðar, lisfír og ýmsar vísindalegar nýjun-gar síð- ustu tíma. Höfundurinn er búinn að fórna: nfíklu til undirbúniLngs verksins, meðal annars láta fullgera 100 myndamót af úrvalsmyndum í fyrsta kafl-ann, auk margra, er hann hefír fengið að láni hjá er- lendumi stofnunum. Einnig hefir hann fen-gið 1-oforð um samstarf -og leiðbei-ningar fræðilmanna bæði hér og erlendis. Ágætur fráganigur er á pví, sem pegar er komið, bæði að pappír og prentun, og einnig frá hendi höfundar. Hann hefir sýnilega gott vald á efninu, svo má-lið er létt og frásögnin skýr og ná- kvaem. Það er pví v-o-niandi, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.