Alþýðublaðið - 09.09.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.09.1931, Blaðsíða 4
4 alþ?ðublaðið skýrslu gengisnefndar 6 270 590 ‘krónimi. Til Strandarkirkju. Áheit frá X í Borgarnesi 3 kr. Hiollenzkt herskip kom hingað í miorgun, Togararnir. „Max Pemberton kom í nótt úr Englandsför og „Skúli fógeti“ í morgun af vei'ð- um. Útvarpid í dag. Kl. 19,30: Veð- urfregnir. Kl. 20,25: Söngvél. Kl. 21: Veðurspá og fréttir. Kl. 21,25: Söngvél. Er pad ókristilegt? Margir fea- þólskir prektar hafa haft pann sið að láta hár sitt vaxa yfir sumartímanin á líkan hátt og aðr- ir menn gera, og leggja jafnvel niður prestaklæði. Nú er búið að banna þeirn þetta; það gerði kardínálasiamkunda á fundi, sem haldinn var í Vatíkaninu. Svartfiallasumr. 1 Danilograd í Montenegro var um daginn knatt- spyrnumót oig keptu þar tveir fliokkar. Pótti báðum flokkum hinir hafa rangt við og voru hinífar dregnir og sló þarna í all- harðan bardaga. Urðu margir sár- ir í þeirri viðureign, bæði úr keppendafliokkunum og rneðal á- horfenda, og liggja nú sumir fyr- ir dauðanum. IJtia um bamaeignir. Fern hjón af hverjum tíu í þýzkalandi em barnlaus. Erfiðum fjárhag er um ken.t. Áftrœdur verður á imorgun Gísli Sveinssion, Njál-sgötu 36. I ■ , ff —— Ítiíti St. FRÓN. Muniið fundinn í ■ kvöld. EININGJN. Á fundi stúkunnar í kvöld, miðyikud. 9. þ. m., verð- ur með atkvæðagreiðslu ákveð- ið, hvort fundir stúkunnar verði í vetur á sama stað og að undanförnu eða í G.-T.-húsinu. Allir félagar stúkunnar eru því beðnir að mæta. Erling Krogh syngur í kvöld kl. 8V2 í al- þýðuhúsinu Iðnó. Er það í síð- asta sinn, sem hann syngur hér rnú. í gær söng hann fyrir sjúk- linga á Vífilsstöðum, og höfðu þeir m,ikla ánægju af komu hans þangað. Skuggsjá II. ár. I. hefti ræður og kvæði eftir J. Krishnamurti. Ritstjóri Aðalbjörg Sigurðardóttir. Hefti’ þetta byrjar á kvæði. Eitt erindi þess er þann- ig: „Enga hefi eg guði né átrún- aði, kenningar engar né klafa- játning, trúarbrögð engin né trú- arótta, konungdónt engan né kon- ungaprjál.“ Krishnamurti ritar: „Til þess að komast að niðurstöðu um, hvort það, sem ég segi, er not- hæft, verðið þér að geta heim- fært það upp á eigin líf yðar. — Ef fólk gerir staðhæfingar mín- ar að trúarskoðunum, þá verður lífið að stöðupolli.“ — Hefti þetta er 80 blaðsíður. Peir, sem kynn- ast vilja skoðunum Krishnamur- tis, þurfa að lesa Skuggsjá. H. J. Söngvarar okkar. Hvernig er með íslenzku söngvarana okkar? Viljum við síður heyra þá en útlendinga? Við erum nú nýbúnir að hlusta hér á útlending, en hér er hjá okkur maður, sem hefir miklu fegurri og hljómstærri rödd. Ég á við Einar Markan. Hann hefir nú undanfarið unnið af miklu kappi við söngnám siitt og með ágætum árangri. Er vonandi að hann láti nú bráðlega til sín heyra. Söngvinur. Ungbarnavernd Líknar. Bárugötu 2, er opin hvern fimtudag og föstudag frá 3—4 e. h. Nýja reglugerðin um lokun söiubúða (mjólkur- og brauð-sölubúða) var staðfest af stjórnarráðinu 8. þ. m. og gengur í gildi 15. sept. Sveinbjörn Björnsson skáld andaðist í gær. Kyöidskóla fyiir sendisveina ætlár verz I u narma nnaf é lagið „Mer,kúr“ að halda uppi í vetur. — Hafa þegar um 300 sendisvein- ar gerst félagsmrenn í sendi- sveinadeild félagsins, og er þvi að vænta, að þessi kvöldskóli verði vel sóttur. — Þar sem rúm mun vera takmarkað er réttara fyrir þá, sem ætla að sækja sköl- ann, að gefa sig fram sem fyrst í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 2, sími 1292. — Kenslan fer fram í hinu nýja skólahúsi Verzlunar- skóla íslands við Grundarstíg. — Annars staðar í blaðinu er augl. um skólann. — Um himdaliald eftir Odd. (Frh.) Slíkt gæti alls ekki endur- tekið sig nú á dögum, þar sem ég er sjávarmegin með hundinn og ver hann fyrir löll- um og skeljungum, sem sækja að að norðan pg neðan, en Her mann er að sunnan með sína tvífættu sveit. f vor eftir þiing- rofið var það rnesta heppni, að 'ég skyldi ekki forkjöla bæði mig og hundinn, þar sem við höfðum andvara á okkur bæði nótt og ,dag þegar Möfler, Hersir og Hólm ætluðu að gera byltiniguna og stofna hér fríríiki. Það var hvað eftir annað að við rukum upp með andfælum, ég í náttföt- unum einum, en seppi á einium þunnurn buxum frá Haraldi. (Framhald á morgun.) — Oddur Vetrarkápar i stærra úrvali en nokkru sinni áður. Matthildar Björnsdóttur, Laugavegi 34. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN,. Hverflsgötu 8, sími 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentiui svo sem erfiljóö, að- göngumiða, kvittanir reikninga, bréf o. s frv., og afgreiðir vinnuna fljótt og vIC réttu verði. TIl félaga Knaffspyrniaféiags Reykjavikur. Hin árlega hlutavelta félagsins fer fram næstkomandi sunnudag, 13. sept, Hlutaveltan í ár þarf að vera alveg sérstaklega happa- og nota-drjúg fyrir K.R., því að aldrei hefir verið starfað meira en í ár, og því aldrei meiri þörf fyrir pen- inga en einmitt nú. Og K.R. þarf að sækja fram, nú eins og að)und- anförnu. En erfiðleikar eru á alla vegu, svo að við þurfum að leggja enn meira á okkur nú en undan- farið, til þess að félagi okkai vegni sem bezt. Við þurfum öll að vinna að því, að á hlutaveltu K.R. verði bæði margir org góðir drættir, svo að fólk sækist eftir að koma og draga. Þótt margir kaupsvslumenn, sem áður hafa styrkt félag okkar, dragi nú ef til vill að sér hendina, þá munu þó margir í þeirra stétt styrkja K.R, ekki síður nú en áður. En við megum ekki treysta á það um of, heldur verðum við, félagar í K.R. sjálfir að gefa sem tnest á okkar eigin hlutaveltu. Hver félagi, karlar, konur og börn, verða að gefa minst 1—3 drætti á hlutaveltuna. Ef þeir eiga ekki hlutina fyrir, þá er að kaupa þá- — Félagar í K.R. Við verðum að vera vel samtaka i þessu sem öðru, og við verðum að sýna að svo sé með því að sjá um að hlutavelta K.R. á sunnudaginn kemur verði þrátt fyrir alla erfiðleika sú stór- kostlega og bezta hlutavelta, sem haldin hefir verið á síðari árum. — STJÓRN KR, sterfei, Höfn, dýrataniningamaður hur.da og hesta. Esja fer héðan austur um land í hringfetð föstu- daginn 11. p. m. Tekið verður á móti vörum á fimtudag. JOOOOQOQOOOCrC. Gísli Pálsson læknir Strandgötu 31. — Hafnarfirði. Viðalstimi 11—1 og 5r-7. xx>oooooooo<x Sparið peninga Foiðistópæg- indi. Munið þvi eftir að vanti ykkur rúður i glugga, hringið í síma 1738, og verða þær strax látnar i. Sanngjarnt verð. Daglega garðblóm og rósir hjá Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 24, Ný söltuð sild. KLEIN, Bald. 14, sími73 Hjarta«ás smjerlikið er bezt. Ásgarður. Veggmyndir, sporöskjurammar, íslenzk málverk í fjölbreyttu úr- vali í Mynda- & ramma-verzlun- inni, Freyjugötu 11. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.