Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Póstþjófnaður á Hvolsvelli: Bréf fundust á víðavangi BIFREIÐ, sem stolið var í Reykjavík aðfaranótt föstudagsins, var notuð þegar tveimur póstpokum, sem í voru almenn bréf og ábyrgðarbréf, fé og tóbaki var stolið á Hvolsvelli sömu nótt. Bifreiðin, sem er Volvo, árgerð 1979, með einkenn- isstanna R-731, fannst stórskemmd f Selási í fyrrakvöld og fundust bréf f henni frá pósthúsinu á Hvolsvelli. Fjölmörg bréf fundust á víðavangi frá Þjórsá allt vestur undir Selfoss og voru lögreglumenn að týna þau upp eitt af öðni á föstudag. Ljóst er að fjölmörg bréf hafa glatast. Þykir sýnt að þjófarnir hafi tekið bréfín upp á leiðinni til Reykjavíkur, væntanlega til þess að ganga úr skugga um hvort fé væri í þeim og síðan kastað þeim einu af öðru á leiðinni. Þjófamir brutust inn í verslunina Björk á Hvolsvelli og stálu þaðan tveimur póstpokum með ábyrgð- arbréfum og almennum bréfum, sem áður sagði. Ekki er ljóst hvort fé var í þeim. Þá komust þeir yfir 15 til 20 þúsund krónur og tóku um 10 karton af sígarettum. Póstpokarnir og féð var látið liggja í versluninni og mun langferðabílstjóri hafa átt að flytja póstinn til Reykjavíkur daginn eftir, en fyrir féð átti hann að kaupa áfengi fyrir nokkra íbúa á Hvolsvelli, samkvæmt heimildum Mbl. Einnig var brotist inn í félags- heimilið Hvol. Þaðan var sígarett- um stolið og rótað var til f skrifstofu sveitarstjóra. Á Hvolsvelli er pósthús með rammgerðum geymslum og þykir mikil óforsjálni af Pósti og síma að láta póstinn liggja svona á glám- bekk. Samkvæmt heimildum Mbl. voru póstpokar aftur geymdir í versluninni í fyrrinótt, þrátt fyrir þjófnaðinn aðfaranótt föstudagsins. Mbl. reyndi ítrekað að ná í póst- meistarann á Hvolsvelli í gær en án árangurs. Embætti sýslumanns á Hvolsvelli vinnur að rannsókn máls- ins. Enginn hafði í gær verið hand- tekinn vegna máls þessa. Rannsókn- arlögregla ríkisins biður alla þá, sem kunna að hafa orðið vara við ferðir Volvo-bifreiðarinnar vin- samlega að láta sig vita. „Á réttri leiö“ Fundaherferð Sjálf- stæðisflokksins: Fundur í Keflavík Tónlistarhús: Stofnfund- ur í dag STOFNFUNDUR samUka um bygg- ingu tónlistarhúss á fslandi verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu í dag, sunnudag, og hefst klukkan 15. Fyrir fundinn leikur Blásarakvintett Reykjavíkur í anddyri hótelsins. í frétt frá undirbúningsnefnd samtakanna segir að markmið nefndarinnar sé að koma upp al- hliða húsi til tónlistarflutnings hér á landi sem allra fyrst. í frétt- inni segir ennfremur: „Nefndin vill sérstaklega taka fram að tón- leikahús þarf nauðsynlegan undir- búningstíma sem ekki er fjárfrek- ur en tekur a.m.k. næsta ár. Und- irbúningsnefnd hefur starfað í sumar að lóðarathugun, forsögu um hvaða rými eigi að vera í hús- inu, kynnt sér tónleikahús, undir- búið fjáröflun og fjölmargt annað. Frá þessu öllu verður nánar skýrt á stofnfundinum." Geir Hallgrímsson GEIR Hallgrímsson utanríkis- ráðherra er ræðumaður á fundi í Keflavík á mánudagskvöld, en fundurinn er sá fimmti í fund- arherferð Sjálfstæðisflokksins „Á réttri leið“. Geir Hallgrímsson mun á fundinum ræða störf og stefnu ríkisstjórnarinnar og þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi mæta á fundinn og fjalla einnig um árangurinn, sem náðst hefur í efnahac'smálum vegna aðgerða ríkisstjórnar- innar og hrofurnar framund- an. Fundurinn verður í Stapa og hefst klukkan 20.30. Jón R. Ragnarsson Halldór Úlfarsson íslandsmeistarar HALLDÓR Úlfarsson varð íslandsmeistari öku- manna og Jón R. Ragnarsson Islandsmeistari að- stoðarmanna í samanlögðum árangri allra rall- keppna ársins 1983. Þessi úrslit voru ljós að loknu síðasta ralli ársins, Bridgestone-rallinu, sem lauk í gær. Úrslit í rallinu sjálfu urðu þau, að ómar og Jón Ragnarssynir urðu í 1. sæti á Reno 5 Alpine með samanlagt 12.11 mín í refsistig. í 2. sæti urðu Halldór Úlfarsson og Tryggvi Aðalsteinsson á Toy- ota Gorolla með 15.45 í refsistig. í 3. sæti Ævar Hjartarson og Árni óli Hjartarson á Lödu 1600 með 17.55 í refsistig. Þess má geta að Ævar eignað- ist dóttur 2 klukkustundum áður en rallið hófst. 23 keppendur hófu keppni, en 17 skiluðu sér í mark. Keppnin gekk ekki alveg áfallalaust, því hætta varð við lengstu sérleiðina yfir Kaldadal sökum snjókomu. Þá voru keppendur komnir á hana miðja áður en hætta varð við, en klukkustund áður hafði annar undanfara rallsins og aðstoðarbílar þátttökubíla farið yfir Kaldadal áfallalaust. „Vann gegn okkar félagi í kjaradeilu árið 1981u - segir Magnús Gíslason, formadur Verzlunarmannafélags Suðurnesja „VIÐ gátum ekki sætt okkur við að félagi í Félagi íslenzkra stjórnunar- manna á Keflavíkurflugvelli og greiðir þar sín gjöld, sitji þing verzlunar- manna. Þessi sami maður vann gegn Verzlunarmannafélagi Suðurnesja í kjaradeilu, sem upp kom 1981. Hann reyndi að brjóta verkfall með því að hafa áhrif á sína undirmenn í krafti stöðu sinnar. Verkfallsrétturinn er okkar helgasti réttur og með framferði sínu braut hann gegn íslenzkum lögum. Þessi maður mætir á þing I.andssambands íslenzkra verzlunarmanna sem fulltrúi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Þar er fjallað um málefni verzl- unarmanna. Þetta fínnst okkur siðferðislega ekki rétt,“ sagði Magnús Gísla- son, formaður Verzlunarmannafélags Suðurnesja í samtali við blm. Mbl. þegar hann var spurður um ástæðu þess að fulltrúar VS neituðu að sitja þing Landssambands verzlunarmanna á Húsavík. maður á Vellinum. Því er furðu- legt að hann skuli vera í samtök- um verzlunarmanna, því hjá okkur ganga menn úr VS þegar þeir fara upp fyrir ákveðna launa- flokka," sagði Magnús Gíslason. „Við gátum ekki þolað þetta. Okkur er ekki kunnugt um að Fé- lag íslenzkra stjórnunarmanna á Keflavíkurflugvelli eigi aðild að Landssamtökum verzlunarmanna né Alþýðusambandi íslands. Þeg- ar við sáum manninn, þá neituð- um við að sitja þingið — allir full- trúar VS voru sammála um það. Þetta tilkynntum við Birni Þór- hallssyni, forseti LÍV. Málamiðl- anir voru settar fram, en þær voru alls ófullnægjandi. Við vissum ekki fyrirfram að maðurinn sæti þingið — við telj- um það lítilsvirðingu við verzlun- armenn að maður, sem reynt hef- ur að beita áhrifum sínum til þess að brjóta löglega boðað verkfall, sitji þetta þing. Að ég tali ekki um þá lítilsvirðingu, sem hann sýndi félögum í VS. Þessi maður hefur viðhaldið réttindum í VR. Hann er eini mað- urinn í starfi hjá varnarliðinu, sem er í VR — allir aðrir eru í Verzlunarmannafélagi Suðurnesja enda okkar félagssvæði. Þar fyrir utan er þessi maður í Félagi ís- lenzkra stjórnunarmanna; er yfir- Vestmanneyingar tóku á ný sæti á þingi VMSÍ: Létu undan eftir þriggja fortölur Guðmundar J. tíma VeHtmannaeyjum, 14. október. Frá Ómari Vildimanwyni blm. MorjpinblaðHÍns. VIÐ LÁ að gestgjafarnir á Verka- mannasainbandsþinginu sem hald- ið er hér hættu við að sitja þingið. Fulltrúar Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, Jón Kjartansson, formaður og Ármann Bjarnfreðs- son gengu af setningarfundinum á fímmtudagskvöld vegna deilna við framkvæmdastjóra Verkamanna- sambandsins um dráttarvexti af sköttum til VMSÍ. Stirt samband Verkalýðsfé- lagsins í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóra Verka- mannasambands íslands endur- speglaðist í þessari deilu. Skömmu áður en þingið hófst sendi Þórir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri VMSÍ, verkalýðs- félögum í Eyjum bréf um að fé- lagið skuldaði dráttarvexti við sambandið. Þegar kjörbréfa- nefnd, sem Þórir á sæti í hóf störf á fimmtudagskvöldið til- kynnti Þórir að Vestmanney- ingarnir ættu ekki rétta þing- setu vegna skuldarinnar og vísað til 5. greinar laga sambandsins. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bandsins sté þá í pontu og sagði ekki nema sjálfsagt að Vest- manneyingarnir sætu þingið og að rétt væri að deilumálið yrði leyst á öðrum vettvangi, enda um smávægilega upphæð að ræða. Eyjamenn vildu ekki una því að vera ölmusumenn og gengu af þingfundi án frekari málalenginga. Síðar um kvöldið var haldinn stjórnarfundur í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja og þar gerð sam- þykkt um að fulltrúar félagsins sæktu þingið ekki frekar. Guð- mundur J. Guðmundsson kom á fundinn og ræddi við stjórnar- menn Eyjafélagsins í um þrjár klukkustundir. Tóku saman höndum á endanum, eftir stífar fortölur og með því að vísa til óska fjölmargra þingfulltrúa um að fá stjórn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja að falla frá fyrri afstöðu sinni. Mættu þeir Jón og Ármann til þings í morgun — en þá var enn þungt hljóð í þeim í garð framkvæmdastjóra Verka- mannasambandsins. Um dráttarvexti af tveimur greiðslum var að ræða og barst að minnsta kosti önnur greiðslan of seint vegna veikinda fram- kvæmdastjóra og formanns Verkalýðsfélagsins í Vest- mannaeyjum. Tíu daga kirkju- þing hefst í dag ÁRLEGT Kirkjuþing Þjóðkirkjunn- ar kemur saman nú á sunnudag í Hallgrímskirkju. Þingið hefst með hátíðarguðsþjónustu kl. 14, þar sem sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup prcdikar en síðan setur Pétur biskup Sigurgeirsson þingið og Jón Helga- son kirkjumálaráðherra fíytur ávarp. Þingið mun standa í 10 daga, verða þingfundir í safnaðarsal Hallgríms- kirkju og er öllum frjálst að fylgjast með þinghaldi. Nú stendur yfir endurskoðun kirkjulaga enda ýmsir bálkar þeirra orðnir vel við aldur. Á Kirkjuþingi verður m.a. fjallað um frumvarp til laga um starfs- menn þjóðkirkjunnar, sem Ár- mann Snævarr hefur unnið, að beiðni ráðherra, á vegum kirkj ulaganef ndar. Þá verður fjallað um reglur um notkun safnaðarheimila, um nefndarstörf þjóðkirkjunnar, fræðslumál og kirkjueignir en mörg mál liggja fyrir þinginu. Á Kirkjuþingi sitja auk biskups og ráðherra, 20 fulltrúar úr hinum ýmsu kjördæmum landsins og eru þar jafnmargir leikmenn sem prestar. Auk þess kjósa kennarar guðfræðideildar og prestar í sér- þjónustu sína, fulltrúa á Kirkju- þing. Vígslubiskupar eiga sæti á Kirkjuþingi án atkvæðisréttar. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.