Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
RollubKndur á brún gefa niður larab, sem komið er fram af, en niðri eru þrír tilbúnir á bát sem síðan selflytur féð (
stærri bát.
Lömb og hrútar flutt á milli yfir f fiskibátinn, sem síðan flytur féð í land.
Réttaö á bjargbrún og slakaö í bát
Sauðfjárbúskapur hefur ávallt
verið nokkur í Eyjum, en flestir
sem sinnt hafa búskap á síðari ár-
um vinna það verk í tómstundum.
Alls eru nú um 500—600 fjár sett
á hjá Eyjabænum, en nokkrir úr
hópi rollubænda eru skipstjórar
og útgerðarmenn, svo þeir bera
með rentu nafnið útvegsbóndi eins
og útvegsmenn í Eyjum hafa löng-
um verið kallaðir, enda heitir þar
Útvegsbændafélag Vestmanna-
eyja.
Á árunum fyrir gos var allmikið
um sauðfé í Eyjum, en lengst af að
meðaltali um 1.000 fjár. Allt
sauðfé var flutt til fastalandsins í
gosinu en girðingar á Suðurlandi
þóttu halda illa fjallafénu, því út-
eyjaféð er feikilega kraftmikið og
býr yfir óhemju stökkkrafti.
Sauðfé er í allmörgum úteyja
Vestmannaeyja, auk Heimaeyjar,
og I vetur verður útigangsfé í 5
eyjum. Meðfylgjandi myndir Sig-
urgeirs eru úr smölun i Álsey, en
nú er búið að smala allar úteyj-
arnar og er það viðburður hvert
haust hjá ungum sem öldnum, í
senn bátsferð, bjargferð og smala-
ferð.
Nokkrir tugir Eyjamanna sinna
búskapnum þótt ekki sé hann stór
i sniðum, en enginn kúabúskapur
hefur verið í Eyjum síðan fyrir
gos utan það að aðkomumaður
sem dvaldi árlangt í Eyjum keypti
sér kýr og hafði hjá sér, þar sem
hann taldi það heilsu sinni mikil-
vægt að fá spenvolga mjólk. Nokk-
uð er um hesta í Eyjum, refabú er
þar og vísir að kanínubúi og síðan
er slatti af hænsnum.
Úteyjaféð þykir kjötmikið og
bragðmikið og dilkaþungi í Álsey
sl. haust var 16,9 kg að meðaltali
og 17,25 kg nú í haust.
í smöluninni í Álsey var lömb-
um og hrútum skipað um borð, en
50 ær hafa vetursetu í eynni, einar
á báti þar til kemur að fengitíma
og hrútarnir verða fluttir út þang-
að aftur.
Sauðfjárbúskapurinn í Eyjum
setur mikinn svip á þjóðlifið þar,
því það eru bragðmiklir persónu-
leikar sem stunda búskapinn í
bland við aðra vinnu, en nábýlið
og samvinna rollubænda er mikil,
enda svæðið ekki ýkja stórt sem
unnt er að athafna sig á í þessum
búskap. Rollubændur heyja þar
sem unnt er að heyja á Heimaey
og hefur þessi búskapur hjálpað
til að halda við ræktun túna eftir
að hefðbundinn búskapur lagðist
þar niður hjá allflestum fyrir gos.
Þá hefur beit í fjöllum einnig
hjálpað til við að viðhalda ræktun
og hefta fok í björgum, en þess er
ávallt gætt að ofbeita ekki.
Það þarf samtaka lið til þess að
smala í úteyjum því oft eru und-
ankomuleiðir á syllur og bringi i
bjarginu, en það þykir eftirsókn-
arvert að komast í rollustúss í út-
eyjum, upplyfting sem margir
hafa gaman af þótt erfið sé.
Sumir Eyjabænda stunda kyn-
bætur með fé sitt, en öllum er það
sammerkt að leggja mikla rækt og
vinnu í búskapinn og á það við
hvort sem um er að ræða til dæm-
is skipstjóra, útvegsbændur, ið-
naðarmenn, kennara eða lækna,
en þessi þáttur landbúnaðar í Eyj-
um hefur um alda skeið sett mik-
inn svip á athafna- og félagslífið.
- á.j.
Á réttarveggnum, sem er heldur
óvenjulegur, því þar liggur á hliðinni
kamar þeirra Álseyinga. Áður fyrr
var kamar þeirra steinnibba á
bjargbrún í 20 metra hæð og Rgifag-
urt útsýni, en það er ekki að spyrja
að innreið menningarinnar.
Á leið ( réttir, ekki ríðandi, ekki ak-
andi, heldur á bát út í Álsey. Réttir í
úteyjum eru bæði forvitnilegar og
erfiðar, en umfram allt spennandi og
þarna eru þeir Hallgrímur Júlíusson
netagerðarmeistari með son sinn og
aflakóngurinn Sigurjón Óskarsson
með dóttur sína.
Gunnar Árnason, einn af síðustu
raunverulegu útvegsbændunum (
brúarglugganum á bát sínum, Árntý,
í sóknarferð eftir fé í Álsey.
Meðan hluti úteyjaliðsins smalaði
hélt aflaklóin Sigurjón Óskarsson
sig að trollneti sem notað var sem
réttarveggur, óvenjuleg staða, bæði
hjá skipstjóranum og netinu.
Gunnar á Árntý kveður þessa ágætu
á fyrir vetursetu.
Það er svipmikið og harðgert féð í Eyjum. Golsi heitir þessi og er fjögurra vetra.
Safnið kemur niður af ey, að réttinni niður undir húsi, bóli bjargveiðimanna um lundaveiðitím-
ann.