Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 27

Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 27 október, en til hennar kom aldrei. Þingmenn demókrata höfðu reyndar margsinnis lýst því yfir, að hún færi aldrei nema á einn veg. Hún yrði felld. Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, tilkynnti á fimmtudag hver yrði eftirmaður Watt í kjölf- ar afsagnar hans sl. sunnudag. Sá, sem varð fyrir valinu, er William P. Clark, fyrrum aðalráðgjafi for- setans í öryggismálum. Þrátt fyrir væntanlega at- kvæðagreiðslu kom afsögn Watt í sjálfu sér ekki mjög á óvart. Hann hafði verið beittur miklum þrýst- ingi víða að ' ’-'ölfar óheppilegra ummæk ..»ia fiann 21. september um skipan nefndar, sem hafði það verkefni að endurskoða málefni kolanámuiðnaðarins. Sagði hann nefndina skipaða „negra, konu, tveimur gyðingum og fötluðum manni". Ummæli hans komu róti á hinn almenna borgara í Bandaríkjun- um, jafnt sem ráðamenn þjóðar- innar. Var óánægjan síst minni í röðum repúblikana en í flokki demókrata. Þetta var ekki i fyrsta skipti, sem Watt gerði sig sekan um vafasamt orðalag og raddir, sem kröfðust tafarlausrar afsagn- ar hans úr embætti, tóku að heyr- ast. Watt er síður en svo sá eini í hópi þekktra bandarískra stjórn- málamanna á síðari árum, sem hefur mátt líða fyrir klaufaleg ummæli eða athafnir. Oft virðist svo sem verið sé að hegna stjórn- málamönnum fyrir eitt einasta víxlspor, en þegar mál þeirra er kannað nánar kemur iðulega í ljós að þau eiga sér lengri forsögu. Versta dæmið má líkast til rekja til Earl Butz, landbúnaðar- ráðherra í forsetatíð Gerald Ford. Varð ráðherrann að segja af sér 1976. Þóttu ummælin svo svæsin, að sum dagblöð sáu sér ekki fært að hafa þau eftir á prenti. Oröaskak Embættisstörf Watt sem inn- anríkisráðherra voru nokkuð frábrugðin því sem gerist hjá starfsbræðrum hans í öðrum lönd- um. Öryggismál voru t.d. ekki á hans könnu. Aðalstarf hans var eftirlit með náttúrulegum auð- lindum, þ.m.t. þjóðgörðum lands- ins. Lenti hann ítrekað í orðaskaki við andstæðinga sína vegna af- stöðu sinnar og ákvarðanatöku, ekki síst samtök umhverfisvemd- arsinna. Watt, sem er fæddur 31. janúar 1938 í Wyoming, er lögfræðingur að mennt og kemur úr röðum harðlínumanna innan Repúblik- anaflokksins. Hann hafði ekki ver- ið lengi í embætti er hann lenti í útistöðum við umhverfisverndar- sinna vegna ákvörðunar sinnar um að leyfa einkaaðilum auðlinda- leit á opinberum landsvæðum. Hófust olíuboranir samhliða leit að kolum. Þá var búpeningi beitt á stór landsvæði, sem áður höfðu verið friðuð, og skógarhögg var hafið á ný á friðuðum svæðum, umhverfisverndarsinnum til óblandinnar gremju. Á sama tíma lét Watt ítrekað frá sér fara ýmis vafasöm ummæli við öll hugsanleg tækifæri. Fyrst í stað var ummælunum tekið sem græskulausu gríni, en smám sam- an varð mönnum það ljóst, að Watt var alls enginn háðfugl. Steininn þótti svo taka úr með ummælunum þann 21. september sl., sem síðan leiddu til afsagnar ráðherrans. — SSv. (Heimildir: AP, Time og Newsweek.) innar. Hvar sem við förum að vetrarlagi um byggðir í þeim lönd- um, sem liggja hér fyrir sunnan okkur og austan, er það ekki fátítt að sjá vetrarumbúnað um gróður í görðum og það jafnvel í ríkara mæli en hér þekkist. Þar sem nokkuð er tryggt að snjór leggist snemma yfir og staðviðrasamt er á vetrum, er minni hætta fyrir viðkvæman gróður en þar sem ríkjandi eru stöðugir umhleyp- ingar, eins og við eigum við að búa flesta vetur. Fannbreiðan er besta vörn sem völ er á fyrir allan gróð- ur, nema hvað tré geta brotnað ef snjóþyngsli eru mikil. Menn læra af reynslunni og sannast það m.a. á þeirri aðferð sem nú er viðhöfð við að búa ágræddar rósir fyrir veturinn. Áður fyrr var algengast að taka þær upp og gafa í jörð, en nú munu flestir láta þær standa kyrrar á sinum vaxtarstað, hrúga upp að þeim hálmi og þar yfir hús- dýraáburði eða mold, klippa ofan af þeim þannig að þær standi ekki hærra upp úr jörð en 40—50 cm og hvolfa síðan yfir timburstokk. I apríl eða maí að vori, er svo tekið frá þeim og þær stífðar til viðbót- ar um 20—30 cm, borinn að þeim meiri áburður og brugðið yfir plasttjaldi í stað kassans, þannig að þær njóti alls þess yls, sem vor- ið getur veitt þeim. Með þessum hætti má lengja vaxtartíma þeirra um nokkrar vikur og njóta blóma- skrúðsins lengur en annars væri. Hnoðrar og aðrar safaríkar plöntur eru flestum jurtum við- kvæmari, ef þær þurfa að standa óvarðar á berangri í miklum frost- um. Sé hvolft yfir þessar plöntur jurtapottum og síðan mokað yfir mold eða sandi, þá eru plöturnar vel varðar til næsta vors. Einkar hentugt skjól t.d. fyrir jarðar- berjaplöntur eru samannegldar kassafjalir sem mynda ris yfir tvær eða fleiri plöntur. Er þægi- legast að halda slíku vetrarskjóli á sínum stað með bogum, gerðum úr steypusteinum. Mörgum er sárt um að missa fallegar lúpínur í vétrarveðrum. Þar gildir umfram allt að vatn liggi ekki yfir beðinu. Þeir sem eiga þess kost að afla þaraþöngla ög leggja yfir beðin, ættu að gera það og hvolfa þar yfir grasþökum. Sjálfsagt er að leyfa stönglum og laufi að liggja yfir veturinn og hreinsa slíkt ekki úr beðunum fyrr en að vori. Allur fallinn gróður er skjól og vörn fyrir ræturnar sem í moldinni bíða. Ekki sakar að minna þá á sem ræktað hafa í garðinum sínum í sumar begoníur og dalíur og hafa ekki ennþá tekið þær til vetrar- geymslu, að slíkt má ekki dragast lengur. Þá þarft að huga að svala- kössum og kerjum, því nú þarf að koma slíkum ílátum í vetrar- geymslu, annars er hætta á að þau ónýtist ef mold nær að frjósa 1 þeim. Hyggindi sem í hag koma má kalla það að taka nú mold 1 poka og geyma til vorsáningar, einkum fyrir þá sem eiga gróðurskála til að rækta í. Um það skulum við fjalla örlítið nánar í næsta þætti. 10-50% afsláttur á húsgögnum Viö rýmum fyrir nýjum vörum og seljum næstu daga meö 10—15% afslætti: Hillusamstæöur, til- valdar fyrir barnaherbergiö, geymsluna, skrifstof- una o.fl. Ennfremur eldhúsborö, stóla o.fl. Nýborg:,®) Húsgagnadeild, S. 86755. Ármúla 23. / f f AVOXTUNSf^y VERÐBRÉFAMARKAÐUR Af engu kemur ekkert • i íslendingar Rétt ávöxtun sparifjár er besta kjarabótin í dag. Ávaxtið íslenzku krónuna rétt! Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Gengi 17.10. ’83 Ár Fl. Sg./100 kr Ár Fl. Sg./100 kr. 1970 2 16.223 1977 2 1.569 1971 1972 1 13.999 1 12.767 1978 1978 1 2 1.272 1.002 Óverðtryggð 1972 2 10.374 1979 1 866 veðskuldabréf 1973 1 7.859 1979 2 650 1973 2 7.547 1980 1 567 Ár 20% 40% 1974 1 4.916 1980 2 429 1 67,6 78,8 1975 1 3.836 1981 1 367 2 57,7 72,0 1975 2 2.845 1981 2 271 3 50,5 66,7 1976 1 2.584 1982 1 257 4 45,1 62,6 1976 2 2.140 1982 2 190 5 41,0 59,4 1977 1 1.876 1983 1 146 6 37,8 56,7 f > Fjárfestið í verðtryggðum veðskulda- bréfum V______________4 Höfum kaupendur að óverðtryggðum veðskuldabréfum 20% og 40% Öll kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan gengisútreikning. Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVÖXTUN Sf HfJ LAUGAVEGUR 97 — 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10 — 17 -SÍMI 28815

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.