Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 38

Morgunblaðið - 16.10.1983, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 t Eiginmaður minn og faöir okkar, JÓHANN ÞÓRLINDSSON, útgeröarmaöur, lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 13. október. Málfríöur Þóroddsdóttir, börn og barnabörn. t Móöir mín, SIGURBORG Ó. BJARNADÓTTIR frá Stykkiahólmi, Hverfisgötu 35 B, Hafnarfirði, lézt 14. október í gjörgæzludeild Borgarspítalans. Fyrir hönd systkina, Kolbrún Jónsdóttir. t Útför SIGRÍOAR HELGADÓTTUR, Reykjahvoli, Mosfellssveit, fer fram frá Lágafellskirkju þriöjudaginn 18. október kl. 14. Systkini. t Eiginmaöur minn, ÞORGEIR MAGNUSSON frá Villingavatni, Langeyrarvegi 14, Hafnarfirói, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 18. október nk. kl. 13.30. Steinunn Eiríksdóttir. t Útför eiginmanns míns og fööur okkar, ALFREÐSGUÐNASONAR bifreióasmiös, Kópavogsbraut 41, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 18. október kl. 3. Jónfna Guörún Gústavsdóttir og börn. Minning: Unnur Olafsdótt- ir listamaður Það hefir dregist úr hömlu fyrir mér að stinga niður penna til að minnast frú Unnar Ólafsdóttur. En til hennar hefir hugur minn beinst, ekki síst sökum þess, að nafn hennar verður um alla fram- tíð tengt þjónustu í þeirri kirkju, er ég þjónaði um langt skeið. Allir dagar eiga kvöld. Stundum finnst mér heimurinn vera að deyja frá mér. Þeir, sem verið hafa skipsfélagar a siglingunni i „straumi lífsins", eru óðum að draga sig í hlé eða hverfa mér út fyrir sjónhringinn. Annað fólk kemur auðvitað í staðinn og fer sínu fram, eins og vænta má. Samt finnst mér, að sú kynslóð, sem við tekur, þurfi að fá nokkura vitneskju um þá, sem á ýmsum sviðum ruddu brautina eða mörk- uðu stefnuna á ýmsum sviðum. Það er talað um, að 20. öldin hafi verið meiri breytingatímar en aðr- ar aldir sögunnar. Um það er erf- itt að fullyrða, þegar litið er á sögu allrar veraldarinnar — en satt er þetta, ef miðað er við Is- landsbyggð og sögu. Starf og saga kristinnar kirkju er fjölþætt, — og á hver þáttur þjónustunnar sína sögu. Einnig sá er snýr að sjálfu helgihaldinu, guðsþjónustunni og búnaði kirkj- unnar. Það er á þessu sviði, sem frú Unnur markaði spor í sögu ís- lensku kirkjunnar á þessari öld. Við, sem nú erum nær áttræðu, vorum alin upp við það að sjá prestinn fyrir altarinu skrýddan rauðum hökli með gullnum brydd- ingum og gylltum krossi. Þessi einfaldi skrúði orkaði á barnshug- ann með sama hætti og óræð tákn verka á fólk, sem móttækilegt er fyrir slíkri skynjun. En hvernig stóð á þessum skrúða, sem alltaf var af nákvæmlega sömu gerð og sama lit? Er skemmst af að segja, að um miðja 19. öld var orðinn svo mikill glundroði í gerð messu- skrúða í Danmörku, að kirkju- stjórnin þar tók af skarið og fyrir- skipaði samskonar skrúða í öllum kirkjum árið um kring. íslend- ingar tóku upp sama sið. En hugsun mannsins stendur + Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför sonar okkar, bróöur og mágs. SIGURGEIRS JÓNSSONAR, Melteigi 8, Keflavík. Jóna Sigurgísladóftir, Jón Jóhannsson, Stefanía Jónsdóttir, Pétur Sigurósson, Guðbjörg Jónsdóttir, Árni Þór Árnason, Jóhann G. Jónsson, Ásta E. Grétarsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jarðar- för fööur okkar, RUNÓLFS JÓNSSONAR frá Ey, Vestur-Landeyjum, Sléttahrauni 24, Hafnarfiröi. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir tii allra þeirra sem vottuöu okkur samúö og vin- arhug viö andlát eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓHÓNNU MARÍU BERNHÖFT. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki lyfjadeildar 11A Landspítai- ans fyrir góöa hjúkrun. Guido Bernhöft, Örn Bernhöft, Svava P. Bernhöft, Ragnar V. Bernhöft, Kriatín Bernhöft, Pátur Orri Þóröarson og barnabörn. + Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför dóttur okkar, systur og frænku, JÓNU HELGADÓTTUR, Sogavegi 24, Reykjavik. Innilegar þakkir til lækna og starfsfólks gjörgæsludeildar Borg- arspítalans. Helgi Guömundsson, Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Helgadóttir, Guöný Helgadóttir, Katrín Eva Erlarsdóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Legsleinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsfeinum. Veitum fuslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. I S.HELGASON HF STEINSMHUA SKSAAJVEGI 48 SM 76677 Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. aldrei í stað. Og svo fór, að innan kirkjunnar vaknaði aftur óskin um fjölbreyttari táknmyndir á skrúða presta og búnaði kirkna. Kirkjuskrúði er ekki sama sem skraut, heldur talandi tákn. ís- lenska þjóðin hefir verið gjöful á hluti til helgihalds, en því miður hefir listasmekkur verið á reiki og þekking á helgitáknum stopul. Því hefir góðum vilja oft verið fylgt eftir með smekkleysum og ólist- rænum hlutum. Allt fram á síð- ustu ár hafa verið fluttir inn leið- inlegir höklar, sem að mínum dómi eru hundrað sinnum fátæk- legri að gerð en hinir einföldu, dönsku höklar voru, þrátt fyrir allt. Hér kem ég að þeim þætti í lífsstarfi frú Unnar, sem snertir þjónustuna í kirkjunni. Hún gerði bæði messuskrúða, altarisklæði, altaristöflur og dúka af hinni fjöl- breyttustu gerð og útliti. Frú Unnur gerði sér far um að nota íslenskt efni í listaverk sín. Sem dæmi nefni ég altarisdúkinn í Bessastaðakirkju, sem ofinn er úr íslensku hörgarni. Sveinn Björns- son forseti lét rækta hör í til- raunaskyni og frú Rakel í Blátúni spann þráðinn, en frú Unnur gerði dúkinn. Hörgarn frá Bessastöðum not- aði hún einnig, er hún saumaði hinn sérkennilega, svarta hökul handa Hallgrímskirkju í Reykja- vík. Sá hökull er aðeins borinn við messu á föstudaginn ianga. Á hon- um eru myndir frá píslargöngu Drottins og upphafsversið í Pass- íusálmum séra Hallgríms. Þessa einstæðu gersemi gaf frú Unnur kirkjunni, ásamt manni sínum, Óla M. ísakssyni. Enn eitt er vert að nefna, en það er notkun ís- lenskra skrautsteina, t.d. steina frá Glerhallarvík, er hún greypti í sum listaverk sín. Frú Unnur var mjög fróð um hið táknræna skáldamál kirkjunn- ar. Mér varð hugsað til granatepl- anna, sem eru stílíseruð í mynstri rauða hökulsins í Hallgríms- kirkju, — þegar ég var að borða siíkan ávöxt í föðurlandi freisar- ans. — Tákn gróðursins, — í um- gerð hins rauða litar, sem minnir bæði á eld andans og blóð píslar- vottanna. Frú Unnur hafði ekki aðeins látið sér nægja að lesa sér til um táknmál kirkjunnar, heldur fór hún víða um lönd og sökkti sér niður í athugun á notkun þess í listmunum fortíðar og nútíðar. Utanlandsferðir hennar voru orðnar margar, oft til lækninga eða til spítalalegu, en hún lét ekki neina erfiðleika aftra sér frá því að kynna sér allt það, er við kom kirkjulegri list. Og þar var ekki aðeins um það að ræða, sem unnið var með nálinni, heldur hvers kon- ar hluti aðra. Þar átti hún trúan sálufélaga, sem maður hennar var. Nýlega leit íslenskur menntamað- ur sem snöggvast inn á heimili þeirra hjóna. „Þangað verð ég að koma aftur,“ sagði hann. „Það er eins og að koma inn í fegurstu kirkju." Svo mjög fannst þessum víðförla manni til um listmuni þá, sem prýddu heimilið að Dyngju- vegi 4. Frú Unnur lagði mikla áherslu á, að kirkjuleg list væri ekta, hvort sem um var að ræða lista- manninn sjálfan eða efnið, sem hann vann úr. Um hæfni frú Unnar sem lista- manns þarf ekki að deila. Hún lagði sál sína í hvert verk, er hún vann. Handbragð getur verið fag- urt, án þess að hlutur sé listaverk, — en listin krefst ekki aðeins þess, að höndin sé hög, heldur hugurinn lífrænn, — og kirkjugripir eru ekki venjulegir skrautmunir. Frú Unnur var einn þeirra listamanna, sem tekst að ná kirkjufóikinu til samféiags um tilbeiðsluna og boðskapinn. Og þó að hún, eins og aðrir listamenn, væri snortin af umhverfi, straumum og stefnum, þá var hún sjálfstæð í túlkun sinni á þeirri hugð, er kristin trú hafði vakið í brjósti henni. „Verk þín eru gullvægt grjót, en gimsteinn ertu sjálfur", kvað Rík- arður Jónsson um Einar Jónsson. Ekkert listaverk verður til án tengsla við anda höfundarins, ætt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.