Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 39

Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 39 og uppeldi, umhverfi og reynslu. Þannig sjáum við aðdragandann að verkum frú Unnar í mörgu því, sem hún þáði að erfðum eða reyndi sjálf. Frú Unnur var af kunnum ætt- um, þar sem hugsunarháttur og skapgerð hafði mótast af höfð- ingsskap og þjonustulund samtím- is. Guðrækni og kirkjurækt kom fram í verki. Báðir afar hennar höfðu byggt kirkjur af eigin efn- um. í ættinni ríkti það sem ég kalla jákvæða stórmennsku, sem er ekki fólgin í því að sýnast ofar öðrum, heldur að vera í fremstu röð, þar sem unnið er af mann- dómi og ekkert til sparað. Þetta kom fram í öllum hugsunarhætti frú Unnar. Listhneigð var í báðum ættum. Nægir hér að nefna rit- snillinginn Sveinbjörn Egilsson. Og svo skilst mér á frásögn þeirra, er þekktu til búskapar hjá forfeðr- um hennar í Kotvogi, að þar hafi forn og fáguð vinnubrögð borið vitni um listræna nákvæmni og smekk. Frú Unnur var fædd 20. janúar 1897 í Keflavík. Foreldrar hennar voru Ólafur Ásbjarnarson, kaup- maður, og kona hans, Vigdís Ket- ilsdóttir. Kona Ásbjarnar var Ingveldur Jafetsdóttir gullsmiðs í Reykjavík, en hann var bróðir Ingibjargar, konu Jóns Sigurðs- sonar forseta og bræðrabarn við Jón. Mun enn vera til eitthvað af listmunum eftir Jafet. Ung að árum flutti frú Unnur til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum. I Reykjavík ólst hún upp ásamt systkinum sínum. Svo und- arlegt sem það kann að virðast, verða ýmiskonar örðugleikar oft til að hrinda listamönnum út á þá braut, er verður þeim til þroska. Á unglingsárum sínum þurfti Unnur til Kaupmannahafnar til læknis- aðgerðar. Og þrátt fyrir alla örð- ugleika stundaði hún nám í List- iðnaðarskóla þar í borg í ein átta ár. Er skemmst af að segja, að námsafrek hennar þóttu svo frá- bær, að hún hlaut ein verðlaunin af öðrum, meðal annars ókeypis skólavist. Að loknu námi rak hún hannyrðaverslun í Reykjavík í mörg ár. Meðal þess, sem eftir hana liggur, eru fjölmargir félags- fánar. Á síðari árum lagði hún mesta stund á gerð messuskrúða og aðra kirkjulega list. Síðast, þegar ég átti tal við frú Unni, tjáði hún mér, að hún hefði i hyggju að halda nýja sýningu á verkum sín- um. Gaman væri ef sú fyrirætlun kæmist í framkvæmd, þó að sjálf sé hún horfin af sjónarsviðinu. Ævistarf frú Unnar var ekki unnið fyrir gíg. List hennar er þegar orðin áhrifarík. Enginh veit, hvaða stefnu íslensk list yfirleitt á eftir að taka. Margir fleiri eru nú farnir að gera kirkjumuni á ís- landi en átti sér stað fyrir svo sem hálfri öld. En lengi munu íslenskir myndlistarmenn geta notið hollra áhrifa af list frú Unnar, og þá ekki síður frá þeim anda, sem lýsti sér í þjónustu hennar. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar islensku fálkaorðu nú síðastliðið vor, og var hún vel að þeim heiðri komin. Frú Unnur var skemmtileg kona í allri viðkynningu, hressileg í máli „humoristi" út í fingurgóm- ana, hreinskilin og einlæg. Fas hennar var höfðinglegt, og enginn sá það á henni, að þessi rösklegi og harðduglegi listamaður ætti í stöðugri styrjöld við erfiða sjúk- dóma, uns yfir lauk. Sjálf lagði hún stund á sund og aðra líkams- rækt. Hinn 15. október 1921 giftist hún Óla M. Isakssyni fulltrúa, og áttu þau vel sar.ian. Börn eignuð- ust þau ekki, en til þess var tekið, hversu vel börn kunnu við sig hjá þeim. Frú Unnur stóð engan veg- inn ein uppi. Mér er ekki grun- laust um, að stundum hafi henni fundist þeir seinir að hugsa og framkvæma, sem helst skyldu njóta hennar handaverka. En þar er hún á sama bát og fjöldi góðra listamanna fyrr og síðar. Ég læt hér staðar numið. En áð- ur en ég slíðra pennann, vil ég í einlægni bera fram þá ósk, að sá boðskapur, sem felst í verkum frú Unnar, megi festa sem dýpstar rætur í íslenskri þjóðarsál. Jakob Jónsson KAFARAR Námskeiö fyrir atvinnukafara 19,—20. nóvember 1983. MARKMIÐ Tilgangur námskeiösins er aö gera atvinnuköfur- um kleift aö uppfylla þær kröfur sem geröar eru í lögum og reglugerö um köfunarstörf og kanna viðbrögö á 50 m dýpi. EFNI Rifjað verður upp notkun á afþrýsti í töflum, undir- búningur viö aö taka afþrýstitank í notkun og meðferð og stjórnun á honum. Þá verður fariö í tankinn og próf tekið á sem svarar 50 m dýpi. ÁHUGAMENN Námskeið fyrir áhugamenn verður haldiö í lok nóv- ember ef næg þátttaka fæst. Kennd veröur notkun á afþrýstitöflum og köfun í þrýstitank á 20 m dýpi. Nánari upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 13 og 17, Skúlatúni 4, 4. hæö, sími 14980. ( 'j FACIT NýKróna Facit 8001, 8101 og 8111 — ný kynslóð ritvéla sem búin er raf- eindatækni tölvualdar. Fislétt leturkróna. NyKrona færir þér hljóð- láta en eldfljóta prentun, jafnan áslátt og fallegri áferð en nokkru sinni fyrr. Facit NyKrona býður þér fjölmarga tænilega yfirburði. Vélin sér um sjálfvirka uppfærslu og línuskiptingu, línuminnið gerir þér kleift að vélrita stöðugt um leið og það auðveldar einnig leiðrétt- ingar, sjálfvirkur talnadálkastillir tryggir þér margfaldan tíma- sparnað og margt fleira léttir þér störfin á margvíslegan hátt. Facit 7900 er einfaldasta ritvélin í NyKronu línunni, en engu að síður búin öllum þeim tækniyfirburðum sem máli skipta þegar vélritun þarf að vera lipur, hröð og þægileg. Með Facit 8101 og 8111 nálgast þú ritvinnslukerfi tölvualdarinnar enn frekar. Þú tengir þær við tölvu- eða telexkerfi skrifstofunnar og tæknivæðir hana til frambúðar. Sænsk völundarsmíð á verði sem kemur á óvart. GÍSLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF n Smiðjuvegi 8 - Simi 73111 GRLHNT Verö kr. 297.000 (Qwigi 5.8 ’83) m VINNU- OG SNYRTIRÝMIÍBÚÐA Húsnæðisstofnun ríkisins efnir til hugmyndasamkeppni um vinnu- og snYrtirými íbúða. Heimild tíl þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar og útlendingar er verið hafa búsettir hér á landi í tvö ár eða lengur. VERÐLAUNAFÉ Verðlaunafé er samtals kr. 140.000,00. Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en kr. 60.000,00. Utboðslýsing er aíhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar Ólafi Jenssyni, fram- kvæmdastjóra, Byggingaþjónustunni, Hallveígarstíg 1, Reykjavík. Tillögum skal skila til trúnaðarmanns í síðasta Iagi þriðjudaginn 22. nóvember 1983 kl. 18.00 að íslenskum tíma. c§=>Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.