Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Kornið er slegið með sláttuþreskivél. Sláttuvél frammi á vélinni slær það upp á færiband sem fer með það f gegnum þreskivélina, hálmurinn skilst frá og fellur út úr vélinni að aftan. „Þar sem kartöfíur spretta9 þar er hægt að rækta korn “ Rætt við Eggert á Þorvaldseyri um kornrækt Nýliðið sumar hefur verið þeim bændum sem rækta korn afar óhagstætt, eins og reyndar öðrum bændum sunnanlands. Kornræktin er aðallega stunduð undir Eyjafjöllum, í Landeyj- um og í Þykkvabæ. Eggert ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er brautryðj- andi í þessari ræktun og hefur staðið öll áföll af sér, haldið kornræktinni áfram óslitið í rúma tvo áratugi og alltaf fengið einhverja uppskeru að hausti, þótt veðráttan hafi verið ærið misjöfn eins og gengur. Eggert á Þorvaldseyri sagði í viðtali sem birtist hér í blaðinu fyrr í sumar, að ekki væri allt illt við þetta sumar, því ef hægt væri að rækta korn á þessu ári, þá væri það alltaf hægt. Blaðamaður heimsótti feðgana á Þorvaldseyri, en Eggert býr þar félagsbúi með sonum sínum Ólafi og Sigursveini, um síðustu mánaðamót, þegar uppskerustörfin stóðu sem hæst og ræddi við Eggert um kornræktina í sumar og almennt og fer spjallið hér á eftir. Eggert var fyrst beðinn að segja frá upphafinu. Alltaf fengið þroskað korn „Ég byrjaði að prófa mig áfram í þessu um 1960, og hefur þetta fengið misjafnlega eins og gengur. !g hef þó alltaf fengið eitthvað þroskað korn. Stundum hefur van- kunnáttu verið um að kenna, en verst hefur verið að vera einn, hafa engan til að bera sig saman við og læra af. Ég var einn í þessu í byrj- un, síðan vorum við nokkrir hérna saman um þetta i félagsskap, en hin seinni ár hef ég verið sá eini hérna undir Fjöllunum sem hef fengist við kornræktina. Þeir byrjuðu margir um þetta leyti með nokkuð stóra akra til að nýta tækjakostinn sem best. En til þess þurfti að vera með sérland fyrir þetta og við það tapaðist ávinningurinn fyrir ræktunina. Þá á ég við, að ef menn rækta korn sem skiptiræktun í eigin landi til að hvíla túnin, fá þeir mun betri grassprettu en ella. Mín grasgefn- ustu tún eru þau sem hafa verið undir kornrækt árið áður. Þess vegna verða menn endilega að rækta á sínu eigin landi og ekki of stórt til að áhættan verði ekki of mikil. Þó menn fái ekki alltaf þroskað korn, er hálmurinn orðinn eftirsóttur til svepparæktar og skýtur það stoðum undir ræktun- ina, en auk þess fá menn ávinning- inn fyrir ræktunina. — Hvaöa korntegundir ræktið þið? Eingöngu bygg, svokallað Marie-bygg. Erlendis þykir það ekki gefa nógu mikið korn, en það hefur aftur á móti þann kost að standa öll veður af sér. Það þolir allt upp f 11 vindstig og þó rigning fylgi og hefur aldrei fokið hjá mér. Hægt er að fá fljótsprottnari teg- undir, en þær eru þá svo handónýt- ar að þær þola ekki veðurfarið hér. Ég hef reynt aðrar tegundir, en síð- Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvalds- eyri undir Eyjafjöllum. an ég komst upp á lagið með Marie-byggið, hef ég ekki notað annað. Rannsóknarstofnun landbúnað- arins hefur verið að rækta nýja byggtegund sem maður bindur von- ir við að hægt verði að nota og hef- ur styttri vaxtartíma. — Hvað ræktið þið í mörg ár á sama akri? í þrjú ár, ekki lengur. Síðasta ár- ið sáum við grasfræi með bygginu. Kornstönglarnir sem standa uppúr jarðveginum eftir að búið er að slá um haustið, skýla grasinu yfir vet- urinn og þetta verður grasgefnasta og besta túnið árið eftir. Uppskeran getur farið í 25 tunnur af hektara — Hver er svo uppskera erfiðis- ins? Við höfum oft fengið 20—25 tunnur af þurrkuðu korni af hverj- um hektara þegar best lætur. Núna sýnist mér þetta verða 10—15 tunnur af bestu blettunum og svo allt þar fyrir neðan. Mér hefur virst að 14 tunnur þurfi til að borga allan kostnað og vinnu við þetta. Þetta er ekki svo ýkja slæmt, því meðaluppskeran á korni í heimin- um er 16 tunnur á hektara, þó hún fari upp í 30—40 tunnur í bestu löndunum. Við ræktuðum á 8 hekt- örum í ár, en það er heldur meira en oftast áður. Veðráttan hefur verið með ein- dæmum slæm í sumar fyrir korn- rækt eins og aðra ræktun. Sérstak- lega hefur votviðrið og kuldinn gert strik i reikninginn. Annars er það þannig með kornið að ræktun þess helst alveg í hendur við kartöflu- ræktina. Þar sem hægt er að rækta kartöflur áfallalítið, þar er hægt að rækta korn. Sama gildir um veðr- áttuna, þegar uppskerubrestur verður í kartöfluræktuninni, má búast við að það sama gildi um kornið. — Hvernig gengur ræktunarstarf- ið fyrir sig, hvenær er sáð til dæmis? Sáð er fyrstu dagana í maí eða síðustu dagana í apríl, ef vel vorar, en áður er jarðvegurinn plægður. Sett er niður með sáðvél, valtað og síðan borið á eins og á venjulegt tún. Síðan er ekki annað að gera en bíða fram á haustið. Venjulega er slegið síðustu dagana í september, en það fer þó eftir tiðinni. Núna til dæmis er kornið enn að þroskast og myndi þroskast fram til 10. októ- ber. Það tekur ekki lengur næringu úr rótinni heldur stönglinum. En vegna þess hversu góður þurrkur hefur verið að undanförnu, þorði ég ekki annað en að slá núna um mán- aðamótin til þess að sitja þurrkinn ekki af mér. Efni í albesta kjarnfóður — Hvernig komið þið korninu í verð? Við sláum það með sláttuþreski- vél sem blæs því á vörubílspall. Það er síðan flutt í heykögglaverk- smiðjuna á Stórólfsvelli við Hvolsvöll þar sem þeir þurrka það, blanda það til helminga með græn- um höfrum eða rýgresi, bæta út í það fiskmjöli, steinefnum og ef til vill lýsi, köggla það og þá er þetta orðið albesta fóðurblanda sem maður getur fengið í kýrnar, betri en innflutt kjarnfóður. Um þetta eru allir sammála sem prófað hafa. Framleiðum ekki eitthvað, sem ekki selst — segja Jón og Guðmundur Péturssynir í Geirshlíð í Flókadal, sem eru að fara af stað með refarækt llömrum, KeykholLsdal, 10. október. ÞEIM FJOLGAR óðfluga sem fara út í aukabúgreinar jafnhliða hefð- bundnum búskap eða þá alfariö. Eitt af því, sem er að festa rætur hér í Borgarfirði, er refarækt. Á bænum Geirshlíð í Flókadal búa bræðurnir Jón, Guðmundur og Pétur Péturs- synir ásamt móður sinni Rósu Guð- mundsdóttur. Er þar hefðbundinn búskapur fyrir með kýr og kindur. Á næstunni fá þeir fyrstu refina inn í refabú sem verið er að reisa í Geirshlíð. Vegna þessa var rætt iítil- lega við þá Jón og Guðmund og þeir fyrst spurðir að því, hvers vegna þeir væru að fara út í refarækt. — Við ætluðum að byggja fjár- hús, búnir að láta teikna og fá lánsloforð, en síðan er allt of mikil framleiðsla af lambakjöti fyrir í landinu. Bjarni Arason, ráðunaut- ur Búnaðarsambandsins, ráðlagði okkur heldur að fara út í refarækt frekar en að byggja ný fjárhús. Við erum þrír hérna, sem ætlum að búa og kýrnar eru ekki nógu margar fyrir okkur. Því þurfti að gera eitthvað og við ætlum að láta aðra um það að framleiöa lamba- kjöt í bili. Það var byrjað á réttum enda hér í Borgarfjarðarhéraði að stofna loðdýraræktarfélag. Ráðu- nautur Búnaðarfélags íslands í loðdýrarækt kom á fund hjá okkur og sagöi, hvernig til hefði tekizt hjá öðrum í þessum efnum. Hverjar eru líkurnar á að lifa af þessu? — Verð á skinnum var mjög hátt fyrir nokkru síðan en núna er talið að skinnaverð sé í lágmarki. Það þyrfti að vera hærra til þess að þetta borgaði sig. Vonandi að verðið fari upp á við. Einnig hafa gæði skinnanna verið frekar slæm. Dýr með góð skinn hafa far- ið í lífdýr til að auka stofninn, en þegar farið verður að drepa dýr með góð skinn í stað þess að setja þau sífellt á, hækkar verðið. Þeir bræður eru að byggja rúmlega 500 m2 hús, sem er fyrir um 60 læður. Eru lánin 50% af byggingarkostnaði, vísitölubundið Bræðurnir Jón og Guðmundur í grunni hins nýja refabús. í baksýn má sjá Geirshlíðarbæinn, en mikilvægt er fyrir refina að fá að vera sem mest í friði og því gott að refahúsið sé ekki ofan í öðrum húsum á býlinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.