Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Skátar hlaða vörður á Hellisheiði: Vonandi ekki fleiri slys Rætt við Eggert Lárusson SKÁTAR hlóöu fyrir skömmu fjörutíu vörður á Hellisheiðinni til að merkja leiðina frá þjóðveginum og upp í skátaskála sem þarna eru. Ræddi Mbl. við Eggert Lárusson sem stjórnaði framkvæmdinni. „Hellisheiðin hefur löngum verið villugjörn ferðalöngum, en nú í seinni tíð eru það helst skát- ar og skíðafólk sem um hana fara utan þjóðvegar," sagði Eggert. „Þarna eru fjórir skálar sem ver- ið hafa í notkun milli 30 og 40 ár, og eru nú annað hvort í umsjá Skátasambands Reykjavíkur eða skátafélaga. Umferð er mikil þarna uppeftir bæði vetur og sumar en þetta er snar þáttur í starfi dróttskáta (15—17 ára). Óhöpp hafa oft hent og er þess skemmst að minnast að um síð- ustu páska voru tveir drengir villtir á heiðinni í vonskuveðri í tæpan sólahring. Eftir þann at- Foreldrar skáta, hjálparsveitir og fleiri, unnu ötullega að því ad koma upp vörðunum einn góðviðrisdaginn. Jóna Óladóttir og Árni Jónsson foreldrar annars stráksins sem villtist á heiðinni um páskana: Gott framtak og þarft verk Meðal sjálfboðaliða við vörðu- hleðsluna voru Jóna Óladóttir og Árni Jónsson, foreldrar annars stráksins sem varð fyrir því að vill- ast á heiðinni um páskana. „Við eigum fjóra stráka i skát- unurn og hafa þeir allir stundað heiðina meira eða minna. Svo þeg- ar við fengum boð um að foreldrar ættu að mæta í vörðuvinnu ákváð- um við strax að fara, þó ekki væri nema til að borga skuld fyrir strákinn. En þessi leið sem við vörðuðum var einmitt sú leið sem hann villtist á. Þú ert ekki á móti þvi að hann fari á heiðina eftir að þetta gerð- ist? Nei, alls ekki, það mundi heldur ekkert þýða. Ég er orðin svo vön því að strákarnir séu í útilegum, að ég er ekkert hrædd um þá. Þess á heldur ekki að þurfa ef útbúnað- ur er góður, og farið er eftir þeirri frumreglu að vera ekki að þvælast neitt einn. En það er einmitt það sem hann gerir þegar hann villist þarna. Við höfðum nú ekki langan Jóna og Árni við vinnu úti í garði og Þórir sonur þeirra sendur á milli þeirra. Reiknilíkan umferðar afhent: Markar tímamót í skipulags- málum á höfuðborgarsvæðinu Fyrir nokkru afhenti Davíð Oddsson horgarstjóri Ríkharði Björgvinssyni, formanni samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, reiknilíkan umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Gestur Ólafsson er forstöðumaður skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins, sem sér um alla útreikninga við reiknilíkanið. Blaðamaður ræddi við Gest og spurði hvað reiknilíkan um- ferðar væri. „Reiknilíkanið er nokkuð flókin reikniformúla, sem getur til að mynda sagt fyrir um afleiðingar mismunandi byggðarþróunar. Einnig hvaða afleiðingar mismun- andi þéttleiki byggðar hefur á ferðir fólks á svæðinu, umferðar- álag og fleira mætti nefna. Með reiknilíkaninu má til að mynda finna út ýmsa kosti og galla Fossvogsbrautar. Hvaða af- leiðingar það hefði í för með sér að hyggja Fossvogsbraut, hvaða af- leiðingar það hefði að byggja hana ekki. En aðeins með því að kanna þetta ofan í kjölinn er að okkar mati rétt að taka ákvörðun um hvort æskilegt sé að ráðast í þá framkvæmd eða ekki. Reiknilíkanið er því tæki sem meðal annars hjálpar stjórnmála- mönnum að taka betri ákvarðanir, þannig að þeir geti gert sér grein fyrir kostum og göllum mismun- andi aðgerða áður en til fram- Davíð Oddsson, borgarstjóri, afhendir Ríkharð Björgvinssyni, formanni Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu, reiknilíkan umferðar. Morgunblaðið/ Kristján örn. kvæmda kemur. Það er íbúum höf- uðborgarsvæðisins mikið hags- munamál að hagkvæmt sam- göngukerfi sé byggt upp. Talið er að bílisminn kosti íbúa höfuðborg- arsvæðisins 4 til 5 milljarða króna á ári. Þó ekki takist að minnka kostnaðinn nema um 1% með skynsamlegri Iagningu gatnakerf- isins, þá er það fljótt að segja til sín, því það nemur á milli 40 og 50 milljónum króna á ári. Framtíð- arstefna í almenningssamgöngum fyrir þetta svæði hefur heldur ekki verið mótuð enn og fyrirhug- að er að nota reiknilíkanið sem hjálpartæki við mótun slíkrar stefnu. Reiknilíkan umferðarinnar er því mikilvægt tæki fyrir sveitar- stjórnarmenn á svæðinu, ekki síst til þess að gera sér grein fyrir kostnaði sem skipulag umferð- armála hefur í för með sér. Það má segja að uppbygging þess hér á landi marki ákveðin tímamót í skipulagsmálum á höfuðborgar- svæðinu. Reykjavíkurborg lagði grund- völlinn að reiknilíkaninu fyrir all- mörgum árum í samvinnu við danska ráðgjafa og hefur nú með afhendingu þess sýnt hinum minni sveitarfélögunum á svæðinu mikinn samstarfsviija og skilning. Á fjölmörgum sviðum eiga sveit- arfélögin sameiginlegra hags- muna að gæta, ekki síst á sviði samgangna, sem nú eru með hæstu útgjaldaliðum fólks á svæð- inu. Mikilvægt er að vísindalegum Gestur Ólafsson, forstöðumaður skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins. vinnubrögðum sé beitt í skipu- lagsmálum og í raun er engin af- sökun að svo sé ekki gert. Þekk- ingin er til staðar í landinu og mikið af upplýsingum, þó enn hafi þetta ekki verið notað við ákvarð- anatöku nema að takmörkuðu leyti." —Hve langt er síðan þessi tækni kom fram á sjónarsviðið? „Það eru um 20 ár síðan byrjað var að vinna með reiknilíkön. Það voru skipulagssérfræðingar í Bandaríkjunum, sem fyrstir komu fram með þessi vinnubrögð og síð- an hafa margir fylgt í kjölfarið og aðferðin verið endurbætt. Nú loks tökum við upp þessi vinnubrögð hér á landi — hingað til hafa allar upplýsingar verið sendar til Kaup- mannahafnar og síðan hafa menn orðið að bíða ansi lengi eftir niðurstöðum útreikninga þaðan. Það fylgir því að vera sjálfstæð þjóð að reikna heimadæmin okkar sjálf og við vonumst til þess að störf allra þeirra sem vinna að skipulagsmálum á þessu svæði verði mun auðveldari eftir að þessum áfanga er náð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.