Morgunblaðið - 08.01.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
39
málið er í, fyrir utan almenna og
alkunna fátækt þessarar þjóðar?
„Það er nokkuð flókin rauna-
saga. Þegar Háskólinn fékk fram-
lengingu á einkaleyfi til happ-
drættisreksturs árið 1943, var það
samþykkt á alþingi m.a. til þess að
unnt væri að fjármagna byggingu
náttúrugripasafns. Um 1950 var
svo langt komið að teikningar að
slíku safni lágu fyrir og ráðgerð
staðsetning þess á háskólalóðinni
milli íþróttahússins og aðalbygg-
ingar. Þá fór málið í hnút af ýms-
um ástæðum, sem ekki verða rakt-
ar hér. Málalok urðu þau að 1957
var keypt fyrir happdrættisfé
hæðin á Laugavegi 105 og Hverf-
isgötu 116 til bráðabirgða og Há-
skólinn stóð líka straum af lag-
færingu af happdrættisfé, og er
húsnæðið leigufrítt. En þarmeð
féll niður skilyrðið um að byggja
ætti náttúrugripasafnið af happ-
drættisfénu. Ástæðan fyrir ei-
lífum töfum málsins sýnist vera
sú að það hefur verið skoðun
menntamálaráðuneytisins að
þetta sé verkefni Háskólans. Þeg-
ar svo á reynir kemur í ljós að
Háskólinn hefur ekki nægilegan
áhuga á að byggja yfir sýningar-
safnið. Er varla hægt annað að
segja, þegar ekki er einu sinni
svarað bréfum varðandi það. Á
ágætum fundi sem efnt var til í
febrúar 1982 í ráðuneytinu með
fulltrúum menntamálaráðuneytis,
Háskólans og okkar á Náttúru-
fræðistofnun var niðurstaðan sú
að Háskólinn var beðinn um að
athuga hvernig tengja mætti hús-
næðismál Náttúrufræðistofnunar
öðrum byggingum hans. Síðan
hefur ekkert heyrst þrátt fyrir
ítrekun. Út af fyrir sig er skiljan-
legt að HÍ, sem alltaf er í fjár-
þröng, hafi fyrst og fremst áhuga
á að byggja yfir sínar eigin stofn-
anir. Niðurstaðan er semsagt sú
að ekki er hægt að gera ráð fyrir
því að Hákólinn muni hafa getu
eða vilja til að byggja yfir Nátt-
úrufræðistofnun í náinni framtíð.
Við fórum með forsendurnar
fyrir safnbyggingu til Húsameist-
ara ríkisins og báðum hann um að
gera tillögur að hugsanlegu sýn-
ingasafni fyrir Náttúrufræðist-
ofnun íslands. í septembermánuði
1981 voru þar gerð frumdrög, sem
við erum ánægðir með. En við telj-
um að ekki sé hægt að halda frek-
ar áfram fyrr en staðsetning húss-
ins er ljós.“
— Hvað er þá til ráða að ykkar
dómi?
„Það sem okkur finnst að nú
þurfi að gera er að ráðuneytið hafi
forgöngu um að útvega lóð á há-
skólasvæðinu í samráði við rétta
aðila. Þegar litið er til baka teljum
við að við eigum siðferðilegan rétt
á lóð undir stofnunina við Háskól-
ann. Sú lóð þarf að rúma það safn
sem gert er ráð fyrir í frumdrög-
unum að sýningarsafni, sem búið
er að vinna. Háskólamenn hafa
nefnt tvo staði þar í nánd, hjá
gömlu Loftskeytastöðinni annars
vegar og hins vegar í Vatnsmýr-
inni sunnan Norræna hússins.
Okkur líst mjög vel á staðinn í
Vatnsmýrinni, því þar er hægt að
búa safninu skemmtilegt um-
hverfi, m.a. að flytja þangað
grasagarðinn og mikið fuglalíf er í
næsta nágrenni. Flestar háskóla-
byggingarnar eru þarna í nánd og
sýningarsafnið yrði aðgengilegt
almenningi.
Þá teljum við nauðsynlegt að
þegar verði komið á fót nefnd með
forgöngu menntamálaráðuneytis-
ins og með fulltrúum þaðan, frá
Náttúrufræðistofnun og Háskóla
íslands. Hlutverk hennar yrði að
undirbúa hönnun og byggingu
sýningarsafns fyrir náttúrugripi.
Við gerum okkur ljóst að ýmislegt
er að gerast í uppbyggingu á
menningarsviðinu, þar sem eru í
byggingu listasafn, þjóðarbók-
hlaða, útvarpshús o.fl. En við telj-
um að röðin sé komin að sóma-
samlegu náttúrugripasafni. Nú-
verandi ástand er með öllu óviðun-
andi. Og fyrst verður að ganga í að
velja og tryggja safnbyggingunni
lóð á framtíðarstað á háskólalóð-
inni.“
- E.Fá.
Færeyja-
kynning
í Norræna húsinu
NÁMSFLOKKAR Reykjavíkur,
Norræna félagið, Norræna húsið og
Færeyingafélagið munu gangast
fyrir námskeiði um Færeyjar og
byrjar það í janúar og stendur til 4.
maí í vor. Leiðbeinandi verður Jón-
finn Joensen kennari. Námskeiðið
verður í Norræna húsinu á þriðju-
dagskvöldum kl. 20:30. 15 manns
komast að á námskeiðið.
Fjallað verður um sögu og
tungu, staðhætti og náttúru, fær-
eyska atvinnusögu og samband við
ísland, en höfuðáherslan verður
lögð á færeyska menningu og fær-
eyskt þjóðfélag í dag.
Færeyjakynningin verður opnuð
laugardaginn 21. jan. kl. 15 í fund-
arsal Norræna hússins. Erlendur
Patursson, lögþingsmaður heldur
fyrirlestur um samband Færeyja
og íslands.
í tengslum við námskeiðið verða
kynningar fyrir almenning á
bókmenntum, kvikmyndum, fær-
eyskum dansi og Heri Joensen
cand.theol. heldur fyrirlestur um
sögu Færeyinga.
Þátttöku skal tilkynna skrif-
stofu Norræna hússins, sími
170300. Þátttökugjald verður 900
kr.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Innritun í almenna flokka
fer fram í Miöbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, þriöju-
dag og miðvikudag kl. 17.00—21.00. Kennslugjald
greiöist við innritun.
Námsflokkar Reykjavíkur.
Innritun í prófadeildir
grunnskóladeildar forskóla sjúkraliða og fram-
haldsskólastigs fer fram mánudag 9. og þriöjudag
10. jan. kl. 17—21.
Ath. þriðja önn forskóla sjúkraliöa:
Mætið til náms mánudaginn 9. jan. kl. 18.30
Námsflokkar Reykjavíkur.
\/ f ) /? r : i
AUKIN KÓNUSIA
Alþýðubankinn opnar þriðjudaginn 10. janúar gjaldeyrisafgreiðslu,
sem annast almenna þjónustu á sviði erlendra viðskipta. Við
bjóðum velkomna ferðamenn, námsmenn og aðra þá sem vilja
kaupa eða selja erlendan gjaldeyri, eða stofna innlendan gjaldeyris-
reikning.
VISA
greiðslukort
til notkunar innanlands
og erlendis
Við gerum vel vid okkar fólk -
Alþýðubankinn hf.
Laugavegi31 sími 28700 Útibú Suðurlandsbraut 30 sími 82911