Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 45 ÞINGBREF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON frádrætti frá tekjum, allt að 40% af skattskyldum hagnaði ársins. 50% af tillagi í fjárfestingarsjóð skal leggja inn á bundinn reikning í banka eða sparisjóði, „fjárfest- ingarreikning", sem vera skal verðtryggður og bera sömu vexti og verðtryggðir reikningar við innlánsstofnanir. Fjárhæð, sem lögð er inn á slíkan reikning, má fyrst nota 6 mánuðum eftir inn- borgun. Fjárfestingarsjóður framreikn- ast árlega með verðbreytinga- stuðli, skv. 26. gr., frá frádráttar- ári til ráðstöfunarárs. Verðbætur og vextir af innistæðureikningi eru skattskyld en reikningurinn reiknast með í stofni við útreikn- ing á verðbreytingarfærslu. Verð- breyting fjárfestingarsjóðs færist til hækkunar á sjóðnum annars vegar (kreditmegin) en á endur- matsreikning eða atinað fé hins vegar. Við ráðstöfun telst fjárfest- ingarsjóður til skattskyldra tekna, en heimilt er að fyrna nýjar eignir (sbr. 33. gr. gildandi laga). Heimild til að leggja hluta hagnaðar í fjárfestingarsjóð kem- ur í stað heimildar til myndunar varasjóðs, skv. gildandi lögum. Munurinn á þessum sjóðum er einkum: a) Heimild til myndunar fjár- festingarsjóðs nær til allra en að- eins félög geta lagt í varasjóð, skv. gildandi lögum. b) Myndun fjárfestingarsjóðs er háð skilyrðum um fjárbindingu. c) Heimilt er að ráðstafa fjár- festingarsjóði til að fyrna nýjar eignir. d) Fjárfestingarsjóði er skylt að ráðstafa innan tiltekinna tíma- marka (innan sex ára). e) Tillög í fjárfestingarsjóði geta numið allt að 40% af hrein- -um tekjum (tillög í varasjóð nema að hámarki 25%). f) Fjárfestingarsjóður fram- reiknast árlega skv. verðbreyt- ingarstuðli (núgildandi varasjóður framreiknast ekki). Með ákvæðum um fjárfest- ingarsjóði er strfnt að raunhæfari varasjóðsmyndun í atvinnu- rekstri, sem ráðstafa má til frek- ari uppbyggingar. Samkvæmt frumvarpinu verður úthlutaður arður frádráttarbær hjá hlutafélagi að fullu allt að 10% af nafnverði hlutafjár og get- ur frádrátturinn myndað yfirfær- anlegt rekstrartap. Frádráttar- bær arður af viðskiptum félags- manna samvinnufélaga verður að hámarki 7% í stað 5% af viðskipt- um félagsaðila. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir breyttum fyrningarreglum: 1) Skip og skipsbúnaður verði 10% í stað 8%, 2) verksmiðju- og iðnað- arvélar 15% í stað 12%, 3) vélar og tæki til jarðvinnslu og mann- virkjagerðar, bifreiðir, tölvubún- aður o.fl., 20% í stað 12%, 4) mannvirki verði 2—10% í stað 2—6%, 5) íbúðarhúsnæði, sem Rekstrar- öryggi fyrirtækja er hin hliðin á at- vinnuöryggi fólks Leiðin til bættra lífskjara liggur um auknar þjóðartekjur notað er í atvinnurekstri, (s.s. vistarverur starfsfólks -fiskiðj u- vera), verði fyrnanlegt. í greinargerð segir að þessum breytingum fylgi lækkun á tekjum ríkissjóðs, en til lengri tíma litið „standi vonir til að sú lækkun sem kann í fyrstu að verða á tekju- skattinum skili sér aftur í öflugra atvinnulífi og auknum tekjum". Frádráttur frá skatt- skyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnurekstri Fjármálaráðherra hefur jafn- framt lagt fram hliðarfrumvarp „um frádrátt frá skattskyldum tekjum manna vegna fjárfestingar í atvinnurekstri". Þar er kveðið á um að „framlög manna til at- vinnurekstrar" skulu frádráttar- bær frá skattskyldum tekjum inn- an þeirra marka og með þeim skil- yrðum, er í frumvarpinu greinir. Frádrátturinn skal bundinn „aukningu á fjárfestingu í at- vinnurekstri og vera að hámarki kr. 20.000.- hjá einstaklingi og kr. 40.000.- hjá hjónum. Frádráttarbær fjárfestingarform eru, sem fyrr seg- ir: stofnfjárreikningar, fjárfesting í hlutabréfum, starfsmannasjóðir og fjárfestingarfélög. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Frumvarp þetta er flutt í tengslum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignaskatt og er í því að finna skilyrði þess að framlög manna til fjárfestingar í atvinnurekstri séu frádráttarbær frá skattskyldum tekjum. Ljóst er að afkoma al- mennings í landinu verður ekki byggð á öðru en traustu og þrótt- miklu atvinnulífi. Eigi að skjóta öruggum stoðum undir efnahags- lega velsæld almennings og auk- inn kaupmátt í framtíðinni verður það ekki gert nema með eflingu þess atvinnulífs sem öll efnahags- leg framleiðsla landsmanna bygg- ist á. Eins og alkunna er hefur atvinnufyrirtæki á íslandi mjög skort eigið fé til rekstrar síns. Hefur lítið kveðið að því hér á landi að almenningur legði fé til slíks rekstrar enda má segja að skattalög hafi ekki gert þann kost fýsilegan auk þess sem almennan markað fyrir hlutabréf hefir skort. Tilgangur þeirra frumvarpa um skattamál sem nú eru m.a. lögð fram er að breyta þessu ástandi og örva eiginfjármyndun og fjárfestingu í atvinnulífinu, m.a. með því að gera það skatta- lega hagstætt fyrir almenning að festa fé sitt í slíkum rekstri. Eru frumvörp þessi undirbúin af nefnd sem fjármálaráðherra skipaði hinn 14. júlí sl. til að leysa þetta verkefni. Hefur nefndin í störfum sínum haft náið samráð við fjár- málaráðuneytið. Um tilgang og efni tillagnanna í heild vísast að öðru leyti til athugasemda með fyrrnefndu frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignaskatt. f c-lið 4. gr. fyrr- nefnds frumvarps til breytinga á lögum um tekjuskatt og eigna- skatt er kveðið á um frádráttar- bærni framlaga til áhættufjár í atvinnurekstri frá skattskyldum tekjum. Þessu frumvarpi er ætlað að kveða nánar á um með hvaða skilyrðum og innan hvaða marka slík framlög séu frádráttarbær. Eru allítarlegar reglur um þetta efni einkum nauðsynlegar af þremur ástæðum. f fyrsta lagi þarf að tryggja það eftir megni að frádrátturinn nái einungis til raunverulegrar aukningar á fram- lögum manna til atvinnurekstrar, þannig að komið sé í veg fyrir mis- notkun á frádráttarheimildinni. f öðru lagi er nauðsynlegt að beina þessari fjárfestingu inn á ákveðn- ar brautir þannig að hér á landi myndist fastmótaðar leiðir til fjárfestingar í áhættufé en það auðveldar almenningi mjög slíka fjárfestingu. í þriðja lagi er þörf á að veita þeim er hyggjast festa sparifé sitt í atvinnurekstri vissa lágmarkstryggingu fyrir því að þetta fé fari til fjárfestingar sem líkleg er til að gefa arð og að ekki sé misfarið með féð.“ Um framvindu og meðferð þess- ara frumvarpa á Alþingi er of snemmt að spá. Steíín Friðbjarnarson er þing- fréttamaður Morgunblaðsins og shrifar að staðaldri um stjórnmál í blaðið. Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 86 Meðalskor 84 stig. Næsta keppni verður aðal- sveitakeppni félagsins og hefst hún fimmtudaginn 12. jan. kl. 7.45 stundvíslega. Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi. Spilarar eru hvattir til að fjöl- menna og mun stjórnin aðstoða stök pör við að mynda sveitir. Þátttöku má tilkynna í síma 45003 (Þórir). Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 3. jan. var spilaður eins kvölds tvímenning- ur með þátttöku 10 para. Úrslit urðu þessi: Eiríkur Bjarnason — Halldór S. Magnússon 134 • Anton Gunnarsson — Árni Alexandersson 129 Steingrímur Þórisson — Helgi Skúlason 125 Leifur Karlsson — Hjálmar Pálsson 120 Meðalskor 108 Félagið óskar spilurum gleði- legs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári. Spilarar sem eiga óskráð bronsstig í fórum sínum e.ru minntir á að síðustu forvöð eru að skila þeim næsta þriðju- dag á keppnisstað og verður séð um að koma þeim til Bridgesam- bands íslands. Næsta þriðjudag hefst sveita- keppni félagsins, með fyrirvara um næga þátttöku. Spilarar eru hvattir til að mæta vel og tím- anlega til skráningar. Einnig er hægt að skrá sveitir hjá Baldri í síma 78055. Spilað er í Gerðu- bergi, keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Hafnarfjörður — Veitingarekstur Til sölu matsala og veitingarekstur ásamt öllum meö- fylgjandi tækjum. Nánari uppl. á skrifstofunni. Árni Grétar Finnsson hrl., Strandgötu 25, Hafnarfirði. Sími 51500. fil da,jn>s MAZDA " „ run>a> ve* á ueí*t: • «a° ^rP^i^erötro Y Stðd' fðoa a®s‘ vél. se^ 6 <ull,J 13«0C (SOPet A^in. ■ u sPatr»a h*'0 , • í tve»°0 Van„dP>°of,i,SaftutfnVía ile0a lað4. svo a< íyri irfe tðaaðalliós: saeto1*1- a „first36* ta^lTog yfi ðstoð 4, af Sérs SSfí-Æ, “*S-5Í»«*t taHa«aruatáÞy pestu^ 1 10 ár- BILABORG HF. Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.