Morgunblaðið - 08.01.1984, Qupperneq 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
Útsala — Útsala
Allt á aö seljast þar sem verslunin hætt-
ir.
Verslunin Sísí,
Frakkastíg 12.
^IVÉIADEILD SAMBANDSINS
Ármúla 3 Reykjavík Síml38 900
Minning:
Ólafur Sveinsson
frá Mælifellsá
Fæddur 10. nóvember 1895
Dáinn 29. desember 1983
Ómeðvitað setur mann hljóðan,
þó hægt sé að gera sér grein fyrir
því að eftir annasaman dag og
starfsama athafnaæfi kemur
kvöld og nótt hinnar eilífu hvíldar.
Hinn aldni vinur minn ólafur
Sveinsson var borinn í þennan
heim að Mælifellsá í Skagafirði
þann 10. nóvember 1895. Eftirlif-
andi kona hans er Stefana Guð-
mundsdóttir frá Lýtingsstöðum í
sömu sveit. Þau hjón eiga eina
dóttur, Þórunni, sópransöngkonu,
gift Gylfa Sigurlinnasyni, skrif-
stofumanni, og búa þau í Hafnar-
firði. Þeirra börn eru Stefana,
Ólafur, Rakel og Þröstur.
Ég kynntist ekki Ólafi og Stef-
önu persónulega fyrr en á síðari
árum í starfi félagsmála, en þau
hjón voru gerð að heiðursfélögum
Skagfirðingafélagsins í Reykjavík
árið 1965. Við fyrstu kynni varð
mér strax ljóst að þar voru vinir
er gott var að leita til og mann-
kostafólk. Öll málefni Skagfirð-
inga heima og heiman voru Ólafi
mjög hugleikin enda var hans
heimili opið öllum Skagfirðingum
og mörgum öðrum ef þeir áttu á
annað borð erindi til höfuðborgar-
innar enda mannmargt á stund-
um. Þar var reisn og höfðingskap-
ur í fyrirrúmi.
Allt starf Skagfirðingafélagsins
í Reykjavík og velgengni þess var
Ólafi mikið hjartans mál, hann
var sívakandi og starfandi leynt
og ljóst. Frá honum stafaði smit-
andi kraftur er hafði svo mjög já-
kvæð áhrif á alla er honum kynnt-
ust. Hann var ráðhollur og fram-
sýnn og fyrstur til að stofna hús-
byggingarsjóð til að félagið eign-
aðist eigið húsnæði. Um árabil
barðist hann fyrir þessu áhuga-
máli. 1976 varð Drangey, félags-
heimilið Síðumúla 35, að veru-
leika. Ég minnist þess hve andlit
hans ljómaði og augun drógust
nokkuð saman en úr þeim stöfuðu
tindrandi neistar.
Það var mjög hans siður að
koma málum þannig fyrir, að
hann gaf en aðrir nutu. Sérstak-
lega minnist ég þeirrar rausnar-
legu gjafar er hann færði félaginu,
stóra fjárhæð til húsbyggingar-
sjóðsins á 80 ára afmæli sínu, og
sýndi það hve stórbrotinn hann
var í öllu. Hann var endurskoð-
andi félagsreikninga um áratuga-
skeið og fá voru þau málefni fé-
lagsins er máttu verða til góðs, að
hann legði því ekki lið á einn eða
annan hátt.
Margt fleira er geymt í minni
hugans er hugsjón lifir og lýsir
þeim sem eftir eru.
„Skín við sólu Skagafjörður
skrauti búinn fagur gjörður."
Með félags- og félagakveðju að
lokinni jarðvist hér, með yfirsýn
um fjörðinn skaga.
Ástkær eiginkona, Stefana Guð-
mundsdóttir, stóð ætíð af heilum
hug við hlið manns síns og tók
sama þátt í störfum og málefnum
sem hann og að síðustu vakti hún
nætur sem daga við sjúkrabeð
hans ásamt dótturinni Þórunni.
Ég bið guð að styrkja ykkur og
nánustu aðstandendur um alla
framtíð.
Blessuð sé minningin um Ólaf
Sveinsson frá Mælifellsá.
Gestur Pálsson
Á morgun, mánudaginn 9. janú-
ar 1984, verður útför Olafs Sveins-
sonar kaupmanns Ásvallagötu 20,
Reykjavík, gerð frá Dómkirkjunni
kl. 13.30.
Hann lést rúmlega 88 ára gam-
all í Landakotsspítala eftir aðeins
nokkurra mánaða dvöl þar en
ýmsir kvillar og ellin höfðu hrjáð
hann undanfarin þrjú ár.
Ólafur fæddist 10. nóvember
1895 á Mælifellsá í Skagafirði.
Móðir hans var Margrét Þórunn
Árnadóttir, gull- og silfursmiðs
Sigurðssonar frá Stokkhólma,
ættaður af Suðurnesjum. Móðir
Margrétar var Steinunn Arnórs-
dóttir (ein af fjórum konum Árna)
af Bólstaðarhlíðarætt.
Faðir hans var Sveinn Gunnars-
son, bóndi frá Mælifellsá og síðar
kaupmaður í Reykjavík og á Sauð-
árkróki, Gunnarssonar frá Skíða-
stöðum, Laxárdal, (Skíðastaða-
ætt) og Ingunnar Ölafsdóttur frá
Mallandi á Skaga. Sveinn er ýms-
um eldri Reykvíkingum kunnur er
hann verslaði í Söluturninum á
Lækjartorgi á árunum 1920—1930.
Börn þeirra Margrétar og
Sveins á Mælifellsá voru 15 að
tölu, tvö dóu ung og upp komust 13
til fullorðins ára. Þau hétu: Mar-
grét, Steinunn, Sigurlaug, Gunn-
þórunn, Indíana, Lovísa, Hersilía,
Pálmi, Sveinbjörn, Gunnar, Jón,
Árni og Ólafur sem var næst-
yngstur þeirra en kveður nú síð-
astur af þessum stóra systkina-
hópi. Hann ólst upp á Mælifellsá
1 og átti þar heima í þrjá áratugi,
stundaði ýmis störf utan heimilis,
meðal annars kaupavinnu, vega-
vinnu og vetrarakstur fyrir bænd-
ur á sleðum sem hestum var beitt
fyrir.
Þessar ferðir voru áhættusamar
og erfiðar í vetrarveðrum en
stundum fylgdi þessum ferðum
mikill gleðskapur þegar margir
urðu samferða á leið frá Sauð-
árkróki.
Hljómaði raddaður söngur frá
áningarstöðunum og voru Mæli-
fellsár-bræður þar góðir kraftar,
sérstaklega er þeir Sveinbjörn og
Pálmi voru með í ferðinni.
Árið 1926 (annan í jólum) gift-
ust Ólafur og Stefana Guðmunds-
dóttir frá Lýtingsstöðum í Tung-
usveit. Heimili þeirra var aðeins
eitt til tvö ár á Lýtingsstöðum, því
Stefana kenndi þess sjúkleika er
NÚ ER
FROST OG SNJÓR
Á FRÓNI...
EKKERT
fr'
SNJÓSLEÐAR
ÞEYSAST UM LANDIÐ
25% verðlækkun
BF1H400
... i
Getum nú boöiö þennan
vökvadrifna stálþræl á mjög
góöu veröi.
Lokkur 400 kN. Plötuklippur.
Stangarjárnsklíppur. Prófíla-
járnsklippur. Geirskurðar-
hnífur. Allt í einni vél.
Að hika er sama og tapa.
G. J. FOSSBERG
VÉLAVERZLUN HF.
Skúldgötu 63 - Reykjavik
Sími 18560
erfitt var að lækna í þá daga og
þurfti því að dvelja á Kristneshæli
í Eyjafirði.
Þá flutti Ólafur til Akureyrar
og stundaði þar skipasmíðar. Að
tveimur árum liðnum lá leiðin til
Sauðárkróks, þar fékkst hann við
húsasmíðar m.a. og byggði þar
húsið Blómsturvelli (tvær hæðir
og ris) sem nú er Skagfirðinga-
braut 8. Ekki reyndist heilsufar
Stefönu sem vonað var og varð
hún að hverfa aftur á Kristnes-
hæli u.þ.b. eitt ár í viðbót, síðan lá
leið þeirra hjóna til Reykjavíkur
eða árið 1934 og þá fór Ólafur að
versla í Söluturninum við Arnar-
hól í Reykjavík. Þau hjónin áttu
heimili á ýmsum stöðum í Reykja-
vík þar til þau byggðu sitt eigið
hús (1950—1952) að Ásvallagötu
20 hér í borg. 10 árum áður byggðu
þau veglegt sumarhús fyrir sunn-
an Skógræktarstöðina í Skagafirði
og skírðu staðinn Fagrahvol sem
bar nafn með rentu því bæði voru
húsið og lóðin í kring mjög mynd-
arlega gerð sem sýndi fegurðar-
skyn og höfðingslundu húsbænd-
anna. Öllum þeim er heimsóttu
fjölskylduna á Fagrahvoli mætti
sérstök hlýja og góðvild ásamt
höfðinglegum veitingum sem
margir Skagfirðingar og aðrir
gestir minnast með þakklæti. Árið
1937 fjölgaði í fjölskyldunni um
einn — Þórunni eða Doddu er
ýmsir þekkja sem Þórunni Ólafs-
dóttur sópransöngkonu, m.a.
þekkt fyrir að hafa sungið „Hall-
arfrúna" með Skagfirsku söng-
sveitinni. Eiginmaður hennar er
Gylfi Sigurlinnason forstjóri
ferðaskrifstofu Flugleiða, þau eru
búsett í Hafnarfirði og eiga fjögur
mannvænleg börn: Stefönu, ólaf,
Rakel og Þröst sem eru sólargeisl-
ar á heimili afa og ömmu á Ás-
vallagötunni.
Eins og títt er um Skagfirðinga
var Ólafur hestamaður og átti fal-
lega hesta sem töltu með fjöl-
skylduna um grænar grundir átt-
haganna þegar þau dvöldu í
sumarleyfinu á Fagrahvoli. Þá
hljómaði stundum söngur þeirra
feðginanna, svo sem: „Mitt barns-
legt glaðnar geðið og gyllir landið
sól, nú kátt skal verða kveðið, sem
komin væru jól.“
Við sem í sveitinni dvöldum
minnumst margra gleðistunda
þegar þessi glaðværa fjölskylda
kom í heimsókn.
Að leiðarlokum er margs að
minnast frá langri lífsbraut Ólafs
og allt er það samofið þeirri góð-
vild, hógværð, glettni, heiðarleika
og höfðingsskap sem var svo ríkt
auðkenni í fari hans.
Við söknum þess að lyfta ekki
lengur glasi með Óla Sveins
frænda mínum en við eigum líka
aðeins bjartar minningar frá liðn-
um samverustundum í góðra vina
hópi á Ásvallagötu 20.
Þar ríkir alltaf hið góða and-
rúmsloft eins og í Skagafirði. Eft-
irlifandi konu hans sem svo vel
hefur staðið við hlið manns síns og
hlúð að honum í veikindum hans
og ávallt miðlar öðrum af mann-
gæsku sinni votta ég samúð mína
og minnar fjölskyldu svo og ann-
arra í fjölskyldu hins látna og öðr-
um vandamönnum og óska þess að
þau gleðina finni aftur í endur-
minningunni.
Sveinn S. Pálmason
frá Reykjavöllum.