Morgunblaðið - 08.01.1984, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.01.1984, Qupperneq 11
Hrunamannahreppur: Samkeppni um flugeldasölu Sydra I>angholti, 6. janúar. ÓVENJUMIKIÐ var um nugelda hér um áramótin, ekki síst á Flúð- um, enda kepptust nú tveir aðilar um að selja flugelda til styrktar starfsemi sinni; björgunarsveitin Snækollur og Flúðakórinn. Má næstum undrum sæta, hve þjóðin ver miklum fjármunum til flugelda- skota, nú þegar sagt er að pyngjan sé léttari en endranær. Ungir og aldnir munu þó hafa haft mikla ánægju af þessu, en hið sama verður ekki sagt um hunda og hesta, þeir hafa ekki sömu ánægju af þessu „fírverki" öllu. — Eru þess meira að segja dæmi, að útigangshross hafi stokkið á fjöll á gamlárskvöld. Að venju var hér haldin ára- mótagleði í Félagsheimilinu eftir miðnætti á gamlárskvöld, og var skemmtunin sæmilega sótt, þótt færð væri tekin að þyngjast. í kvöld er síðan ætlunin að dansa út jólin á þrettándafagnaði að venju, í Félagsheimilinu á Flúðum. — Sig. Sigm. Grunaðir um akstur undir áhrif- um fíkniefna TVEIR ungir menn voru teknir að- faranótt þriðjudagsins grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru teknir á bifreið í Þingholtunum og sendir í blóðprufu. Við yfirheyrsl- ur daginn eftir játaði annar þeirra að hafa sprautað í sig amfetamíni. Báðir hafa mennirnir oft komið við sögu fíkniefnamisferiis hér á landi. Annar þeirra var tekinn um verslunarmannahelgina í sumar og hafði þá sprautað í sig amfeta- míni, sem er örvandi fíkniefni, og hefur neysla þess mjög farið í vöxt á undanförnum misserum. MORGUNBLAÐIÐ..SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 Veiðimenn — Veiðifélög Tilboð óskast í stangaveiði á vatnasvæði Hvolsár og Staðrhólsár í Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. Bæði lax- og silungsveiði. Gott veiðitiús. Tilboð skulu hafa borist fyrir 20. janúar 1984 til formanns veiöifélagsins, Ingibergs J. Hannesson- ar, Hvoli, Dalasýslu, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 93-4933. Stjórn Veiðifélagsins ^Dale . Larneeie námskeiðið Kynningarfundur varður miövikudaginn 11. janúar kl. 20.30 að Síöumúla 35, uppi. Allir volkomnir. Námakeiðið gotur hjálpaö þér: • Að öðlaat moiri trú é sjálfan þig og hæfileika þína. • Aö byggja upp jákvæðara viðhorf gagnvart lífinu. • Að né betri samvinnu við starfsfélaga, fjölskyldu og vini. • Að þjálfa minniö á nðfn, andlif og staðreyndir. • Að læra að skipuloggja og nota tímann botur. • Að byggja upp moiri ðryggi við ákvaröanatöku og lausn vandaméia. • Að skílja betur sjélfan þig og aðra. • Að auka hæfiloika þína, að tjé þig betur og með meiri érangri. • Að né betra valdi é sjálfum þér í ræöumennsku. • Að öðlast meiri viöurkenningu og virðingu sem einstaklingur. • Aö byggja upp meiri ðryggi og hæfni til leiðtogastarfa. • Að eiga auðvaidara með að hitta nýtt fólk og mæta nýjum verkefnum. • Að verða hæfari í þvf, aö fé ðrvandi aamvinnu fré ðörum. • Að né meiri valdi yfir éhyggjum og kvfða ( daglegu lífi. • Að meta aigin hæfileika og setja þér ný persónuleg markmið. 82411 nuBifl Einkaleyfi á islandi STJÓRNUNARSKÓLINN NAMSKEIÐIN Konráö Adolphsson ENSK VIÐSKIPTABREF Námskeiöiö er ætiaö riturum sem þurfa að semja og skrifa ensk viðskiptabréf. Námskeiðið fer fram á ensku. Tilgangur námskeiðsins er.að gera þátttakendur hæfari í að rita ensk viðskiptabréf, með það fyrir augum að auka gæði þeirra. Efni: Hvað er viðskiptabréf? Mikilvæg tæknileg atriði við gerð viðskiptabréfa. Ensk málfræði og setningafræði. Uppsetning og útlit brófa. Æfingar. Mismunur breskra og bandariskra viðskiptabréfa. Leiðbeinandi: Dr. Terry Lacy. Doktor í fólagsfræði frá Colorado State University. Kenndi viðskiptaensku við Department of Technical Journalism í Colorado State University. Starfar nú sem stundakennari í ensku við heimspekideild Háskóla Islands og er annar höfundur ensk-íslenskrar viðskiptaorðabókar. Tíml: 16.-19. janúar kl. 9-12. Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafólags Ríkisstofnana styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viðkomandi skrifstofur. SÖLUMENNSKU NÁMSKEIÐ Námskeiðið er einkum ætlað sölumönnum í heildsölum og iðnfyrirtækjum. Tilgangur námskeiðsins er að kynna þau atriði sem sölumenn þurfa að tileinka sér til að ná sem bestum árangri í starfi. Á námskeiðinu verður fjallað um lögmál og aðstæður íslenska markaðarins, söluaðferðir og skipulagningu markaðssóknar. Rædd verða helstu vandamál sem sölumenn mæta og hvaða tækni má beita við lausn þeirra. Gerð verður grein fyrir vinnubrögðum sem sölumenn geta tamið sér í því skyni að auka eigin afköst. Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson. Stundaði nám í félagsfræðideild Háskóla íslands, en starfar nú sem markaðsfulltrúi hjá Amarflugi h/f. Tími: 16.-18. janúar kl. 14-18. 26.-28. mars kl. 14-18. Verslunarmannafélag Reykjavikur og Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafólags Ríkisstofnana styrkja félagsmenn sínatil þátttöku á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viðkomandi skrifstofur. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 STJÓRNUNARFÉIAG ISIANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 SKUTLAÐU ÞER TIL KANARÍ 25JANÚAR Veðurguðirnir á Kanarí eru í sumarskapinu um þessar mundir, því þar suðurfrá er sól og hiti. í beinu framhaldi af kulda- legum veðurkortum og ófærð hér heima á Fróni þessa dagana ákvað Kanaríklúbburinn að auðvelda fólki að komast suður í sólina Við bjóðum frábær greiðslukjör í ferð- ina 25. janúar: 5.000 krónur út og eftirstöðvar til 5 mánaða. Verðið er frá 25.589 kr. fyrir 3 vikur, miðað við 2 í hótelíbúð. Við bjóðum úrval frábærra gististaða; hótelíbúðir, hótelherbergi eða smáhýsi. Við fljúgum í beinu leigu- flugi til Las Palmas og þar tekur Auður fararstjóri á móti fólki og sér um að allir hafi það sem best. Skutlaðu þér með þann 25.! if V/• GOTT FOLK URVAL ÚTSÝlí Samvinnuferóir Landsýn FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.