Morgunblaðið - 08.01.1984, Qupperneq 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
Samdráttur í þjóðartekjum, þriðja árið í röð, og þung greiðslubyrði
erlendra skulda, hafa skekkt kjarastöðu þjóðarinnar. l»anþol erlends
lánstrausts hefur þegar verið nýtt meira en góðu hófi gegnir, bæði til að
halda taprekstri gangandi og til að bera uppi þjóðareyðslu umfram
þjóðartekjur. Ekki er hægt að róa áfram á erlend skuldamiö hér eftir
sem hingað til. Mergurinn málsins, þegar horft er til framtíöar í íslenzk-
ura þjóðarbúskap, er máske sá, að skapa raunhæf skilyrði til innlends
sparnaðar og finna hvetjandi farvegi fyrir þann sparnað inn í íslenzkt
atvinnulíf.
Sjávarútvegur, undirstöðugrein
í atvinnulífi og útflutningsfram-
leiðslu, sætir nú aflasamdrætti,
sem rýrir bæði þjóðartekjur og
lífskjör í landinu. Við þarf að
bregða, ekki aðeins innan veiða og
vinnslu, heldur með alhliða upp-
byggingu í þjóðarbúskapnum. í
því efni þarf fyrst og síðast að
huga að því að atvinnuvegirnir
hafi rekstrargrundvöll og aðstöðu
til að byggja sig upp og færa út
kvíar.
Með hliðsjón af skuldastöðu
þjóðarinnar út á við og kreppu-
einkennum í atvinnulífi hljóta
áherzluatriðin að verða:
• að stuðla með öllum tiltækum
ráðum að innlendum sparnaði,
• að sparnaður, sem í atvinnu-
rekstur gengur, njóti skattalegs
jafnréttis við annan sparnað,
s.s. sparifé í lánastofnunum og
spariskírteini ríkissjóðs,
• að viðra þarf á ný stefnumið
Eyjólfs Konráðs Jónssonar, al-
þingismanns, um almennings-
hlutafélög.
Stjórnarfrumvörp um skattamál:
Innlendur sparnaður
- efling atvinnulífs
Ýmis smærri byggðarlög,
ekki sízt sjávarpláss, hafa
lagt mikil framleiðsluverð-
mæti í þjóðarbúið á liðnum
áratugum. Nú syrtir í álinn
hjá þessum framleiðslu-
byggðarlögum vegna afla-
samdráttar. Þessi mynd er
frá Vopnafirði (Tanga hf.).
Ef við eigum að tryggja at-
vinnuöryggi til frambúðar verður
að tryggja rekstraröryggi fyrir-
tækjanna.
Ef við eigum að stefna að hlið-
stæðum almennum lífskjörum og
bezt þekkjast í V-Evrópu og
N-Ameríku verður að stuðla að
grósku í atvinnulífinu, auka verð-
mætasköpun og þjóðartekjur, sem
til skiptanna eru hverju sinni
milli þjóðfélagsþegnanna, fyrir-
tækja, ríkis og sveitarfélaga.
Öll lífskjör, einnig þau sem telj-
ast samfélagsleg, sækja kostnað-
arþátt sinn til þeirrar verðmæta-
sköpunar, sem sótt er til atvinnu-
lífsins.
Fjármagn er eitt helzta vinnu-
tæki atvinnulífsins. Það er mjög
mikilvægt að þetta vinnutæki sé
tiltækt í hlaðvarpa. Þess vegna er
innlendur sparnaður mikilvægara
en flest annað. Að honum ber að
stuðla með öllum tiltækum ráðum,
m.a. stjórntækjum (hvötum) í
skattastefnu stjórnvalda.
Stefnuyfirlýsing
ríkisstjórnar
„Til þess að auka hagvöxt og at-
vinnuöryggi, verður áherzla lögð á
að efla atvinnustarfsemi og at-
vinnuuppbyggingu. í því skyni
verða m.a. starfsskilyrði atvinnu-
veganna jöfnuð og samkeppnis-
aðstaða íslenzkra atvinnugreina
styrkt. Skattalögum verði breytt
þannig, að þau örvi fjárfestingu og
eiginfjármyndun í atvinnulífinu.“
Þannig hljóðar fyrsta málsgrein
þess kafla í stefnuyfirlýsingu rík-
isstjórnar Steingríms Her-
mannssonar, dagsettrar 26. maí
1983, sem ber yfirskriftina
„Atvinnuvegirnir".
Eitt er að lofa, annað að efna.
Þessu ákvæði í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar hefur nú verið
fylgt eftir með framlagningu
tveggja stjórnarfrumvarpa um
skattamál: 1) Frumvarpi til breyt-
inga á lögum um tekju- og eigna-
skatt (nr. 75/1981, sbr. lög nr.
21/1983), 2) frumvarpi til laga um
frádrátt frá skattskyldum tekjum
manna vegna fjárfestingar í at-
vinnurekstri.
Til þess að nálgast það mark-
mið, sem framangreind stefnu-
yfirlýsing felur í sér, skipaði
fjármálaráðherra nefnd þegar í
júnímánuði sl., sem falið var að
undirbúa nauðsynlegar breyt-
ingar. Skyldu tillögur hennar
liggja fyrir á haustmánuðum svo
unnt væri að leggja þær fyrir Al-
þingi í frumvarpsformi fyrir ára-
mót. Nefndina skipuðu: ólafur
Nílsson, löggiltur endurskoðandi,
formaður, Geir Geirsson, löggiltur
endurskoðandi, og þingmennirnir
Davíð Aðalsteinsson, Eyjólfur
Konráð Jónsson og Þorsteinn
Pálsson. Með nefndinni starfaði
Árni Kolbeinsson, deildarstjóri í
fjármálaráðuneyti, en henni til
aðstoðar var Sigurbjörn Þor-
björnsson, ríkisskattstjóri.
Árangurinn af starfi nefndar-
innar liggur nú fyrir í tveimur
stjórnarfrumvörpum, sem hér
verður gerð lauslega grein fyrir.
Helztu breytingar sem hið fyrra
frumvarpið felur í sér frá gildandi
lögum um tekjuskatt og eigna-
skatt eru eftirfarandi (fyrst rakt-
ar að því er varðar einstaklinga,
síðar að því er varðar atvinnu-
rekstur):
Breytingar á skatta-
reglum um einstakl-
inga:
★ Arður og færslur í stofnsjóði:
Arður af hlutafjáreign verður frá-
dráttarbær hjá einstaklingum, ef
frumvarpið verður að lögum, allt
að 10% af nafnverði einstakra
hlutabréfa, þó að hámarki 25 þús.
kr. hjá einstaklingi og 50 þús. kr.
hjá hjónum. Frádráttarbær há-
marksupphæð, sem færð er félags-
manni í samvinnufélagi til tekna í
stofnsjóð vegna viðskipta hans við
félag, hækkar úr 5% í 7%.
★ Hlutabréfaeign og stofnfjárinni-
stæður: Lagt er til að hlutabréfa-
eign og innistæður á stofnfjár-
reikningum einstaklinga verði
heimilt að draga frá eignum við
ákvörðun á eingnaskattstofni, allt
að 250 þús. kr. hjá einstaklingi og
500 þús. kr. hjá hjónum. Gilda þá,
innan þessara marka, sömu reglur
um þessar eignir og nú gilda um
innistæður einstaklinga í bönkum
og sparisjóðum og spariskírteini
ríkissjóðs.
Breytingar á skatta-
reglum um atvinnu-
r ekstur:
Einstaklingar og félög, sem
hafa skattskyldar tekjur af at-
vinnurekstri, geta, skv. frumvarp-
inu, myndað fjárfestingarsjóð með
Bridqe
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag
Akureyrar
Nú er lokið sveitakeppni
Bridgefélags Akureyrar, Akur-
eyrarmóti. Alls spiluðu 20 sveitir
og voru spilaðir tveir 16 spila
leikir hvert spilakvöld. Akureyr-
armeistari að þessu sinni varð
sveit Stefáns Ragnarssonar sem
sigraði með yfirburðum. Sigraði
sveitin í öllum sínum leikjum og
sýnir það að þeir félagar eru vel
að þessum sigri komnir. Auk
Stefáns eru í sveitinni Pétur
Guðjónsson, Þórarinn B. Jóns-
son, Páll Jónsson og Þormóður
Einarsson.
Röð efstu sveita varð þessi:
Sveit Stefáns Ragnarss. 337
Sveit Harðar Steinbergss. 293
Sveit Páls Pálssonar 279
Sveit Jóns Stefánssonar 265
Sveit Júlíusar Thorarensen 260
Sveit Arnar Einarssonar 252
Sveit Antons Haraldssonar 231
Sveit Stefáns Vilhjálmss. 225
Sveit Karls Steingrímss. 218
Sveit Kára Gíslasonar 215
Keppnisstjóri BA er Albert
Sigurðsson. Tvímenningur, Ak-
ureyrarmót, hefst þriðjudaginn
10. janúar í Félagsborg stund-
víslega kl. 19.30.
Bridgefélag
Kópavogs
Spilamennskan hófst á ný-
byrjuðu ári með einskvölds
tvímenningi 5. jan. Þátttaka var
dræm og mættu til leiks 8 pör.
Úrslit urðu þessi:
Haukur Hannesson
— Ármann J. Lárusson 101
Sigurður Vilhjálmsson
— Sturla Geirsson 97
Akureyrarmeistarar í bridge. sveitakeppni, 1983. Aftari röð frá vinstri:
l’áll Jónsson, Þórarinn P. Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Þormóður
Kinarsson, Stefán Ragnarsson og Pétur Guðjónsson.
Ljósm./No'rðurmynd Akureyri.