Morgunblaðið - 08.01.1984, Qupperneq 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
BREZKA sjónvarpið hefur
sýnt framhaldsmyndaþátt,
sem nefnist Njósnaskipið og
greinir frá dularfullu
skipshvarfi. Sagan, sem þar
er sögð, minnir um margt á
hvarf Hull-togarans Gaul í
þorskastríðinu. Því hefur
verið haldið fram að Gaul
hafi verið njósnaskip.
Leo Sheridan, áhugamað-
ur um sjóslys sem tók sér
fyrir hendur að rannsaka
hvarf Gauls, segir hins vegar
að allar kenningar, sem sett-
ar hafa verið fram um hvarf
togarans, séu út í hött.
Við rannsóknina lenti
hann í ævintýrum, sem
minna á lygilegan reyfara.
Hér verður stuðzt við frá-
sögn hans í viðtali við
Cynthia Bateman og þar seg-
ir hann hvers vegna hann tel-
ur að hann geti í fyrsta skipti
sakað norsk yfirvöld um að
hylma yfir dauða 36 manna
áhafnar Gaul.
Leo Sheridan hefur þaulkannað
hvarf Hull-togarans Gaul. Hann
hefur rannsakað allar hugsanleg-
ar skýringar og athugað allar
getgátur. Nokkrar þær helztu eru:
Togarinn fórst í fárviðri í norður-
höfum. Hann rakst á kjarnorku-
kafbát og sökk. Hann var njósna-
skip, sem Rússar náðu á sitt vald
og er í einhverri erlendri höfn, en
áhöfnin gerði uppreisn og sigldi
togaranum til Suður-Ameríku.
Leo Sheridan trúir engu af
þessu og hefur á takteinum eigin
skýringar á hvarfi Gaul, byggðar
á sönnunargögnum, sem hann við-
aði að sér í Noregi eftir að togar-
inn hvarf, og rannsóknum, sem
hann vann að síðar.
Sheridan var um tíma búsettur í
togarabænum Hull. Hann hefur
alltaf haft mikinn áhuga á sjóslys-
um og hefur árum saman rann-
sakað orsakir sjóslysa. Þegar Gaul
hvarf í Norður-Ishafi veturinn
1974 var hann manna hæfastur til
að koma á fót og stjórna leiðangri
til þess að leita að flakinu, ef vera
kynni að það hefði rekið á land í
Noregi.
Samkvæmt hinni opinberu
rannsókn á hvarfi Gaul sást síðast
til togarans frá systurskipi hans,
Swanella, 80 mílur út af Norður-
höfða að morgni 8. febrúar. Fár-
viðri var og mikil ölduhæð. Niður-
staða rannsóknarinnar var sú að
skipið hefði farizt af völdum fár-
viðrisins.
En Leo Sheridan heldur því
fram að hann hafi undir höndum
sönnunargögn, sem sýni að togar-
inn hafi verið dreginn inn í norsk-
an fjörð á sama tíma og látið var í
veðri vaka að hann hefði verið á
miðunum og að hvarf hans komi
því máli ekkert við hvort hann
hafi verið njósnaskip eða ekki.
Hvers vegna?
Nokkrum spurningum var ekki
svarað í rannsókninni. Hvers
vegna heyrðist ekkert neyðarkall?
Hvers vegna fannst ekkert af flak-
inu þrátt fyrir víðtæka leit og full-
kominn búnað?
í Hull lögðu menn fljótt trúnað
á þá kenningu að togarinn hefði
verið njósnaskip brezka land-
varnaráðuneytisins. Vitað er að
aðrir brezkir togarar hafa verið
búnir njósnatækjum. Sagt var að
Rússar hefðu náð Gaul á sitt vald
— togarinn hvarf í innan við 200
mílna fjarlægð frá aðalkafbáta-
bækistöðinni í Murmansk — og
annað hvort hefði honum verið
sökkt eða hald lagt á hann. Nokkr-
ir af ættingjum þeirra 36 manna,
sem voru í áhöfninni, héldu fast
við þá skoðun að þeir væru á lífi í
sovézku fangelsi.
Leo Sheridan leggur engan
trúnað á þetta. „Þegar ég fór að
huga að skipulagningu leitar voru
engar grunsemdir uppi um að
Gaul kynni að hafa verið að
njósna. Það gerðist síðar. Ég ætl-
aði að leita að týndum togara."
Fyrst þegar hann leitaði til
norska sendiráðsins var honum
sagt að engin vandamál stæðu í
veginum. Þegar hann hafði farið
Samkvæmt opin-
berri rannsókn fórst
Gaul á miðunum á
Norður-íshafi í
ofsaveðri. Leo Sheri-
dan, sem myndin er
af, heldur því fram
að hann hafi undir
höndum sannanir
fyrir að togarinn
hafi verið dreginn
inn í norskan fjörð
og hann telur að
hann hafi sokkið
vegna tilraunar, sem
hafi verið gerð með
kjarnorkudjúp-
sprengju.
fjórum sinnum í sendiráðið var
hann beðinn að fara til Óslóar og
ræða við embættismenn þar.
Margir höfðu svarað beiðni hans
um sjálfboðaliða í leiðangurinn og
ferðaskrifstofan Blue Star í Hull
bauðst til að leggja fram fé til
þess að Sheridan og John Austin,
sem átti sæti í stjórn leiðangurs-
ins, gætu farið til Óslóar og reynt
að fá norsk yfirvöld til að leyfa
leiðangrinum að hefjast handa.
Norðmenn urðu lítt hrifnir þeg-
ar þeir komust að þyí að Sheridan
ætlaði að skipuleggja leit við
ströndina. Norðurhöfði er rétt hjá
rússnesku landamærunum og
þetta er viðkvæmt svæði þegar
bezt lætur, morandi af leynilegum
hernaðarmannvirkjum.
Þeir sögðu að björgunaraðstaða
á þessum slóðum væri ekki nógu
góð til þess að gera fjölda manna
kleift að klifra í hrjóstrugu lands-
laginu. Hann benti á að þeir hefðu
notað nokkrar þyrlur í leitinni að
Gaul. Hvað með þær? Norðmenn-
irnir sögðu að þær væru einungis
notaðar í hernaðarþágu. Síðar átti
þessi röksemd eftir að skipta
meira máli en Sheridan gat þá
órað fyrir.
Þeir sögðu að það kæmi alls
ekki til mála að leyfa ljósmyndur-
um og sjónvarpstökumönnum að
vera með í ferðinni. Sheridan
hafði vakið áhuga stórblaða og
sjónvarpsfyrirtækja á leitinni til
að stuðla að framgangi hennar og
eftir nokkurra vikna stapp missti
hann þolinmæðina og sagði að
hann sóaði fjármunum til einskis
ef þeir ætluðu ekki að leyfa leið-
angurinn. Þetta bar þann árangur
að þeir buðust til að fljúga með
hann til Bodö, aðalbjörgunarmið-
stöðvarinnar, þar sem upphaflega
leitin að Gaul var skipulögð.
Annað sjóslys
Sheridan vissi ekki þá að á sama
tíma og þegar Gaul var saknað
fórst minni, norskur togari, Lance
II, með 11 mönnum í Syltefjord
við Norðurhöfða. í Vardö vildi
lögregluforingi, sem bar ábyrgð á
leitinni, fara á skíðum yfir fjöllin
og bjarga áhöfninni í björgunar-
stólum, en hann fékk skipun frá
leitarmiðstöðinni í Bodö, sem er
450 km í suðurátt, um að hætta við
slíka ráðagerð og honum var sagt
að þyrlur yrðu notaðar í staðinn.
Þyrlurnar gátu aldrei hafið sig á
loft vegna illviðris og engum af 11
manna áhöfn Lance II var bjarg-
að.
Þetta mál varð til þess að
magna óánægju í bæjum og þorp-
um á þessu einangraða svæði Nor-
egs með skort á sjúkraþyrlum.
Sheridan fór að halda að ástæðan
til þess að norsk yfirvöld voru treg
að leyfa leiðangurinn hefði verið
sú að hann vekti athygli á þessu
ófremdarástandi. En seinna
komst hann að því að þetta var
aðeins tindurinn á ísjakanum.
í björgunarmiðstöðinni í Bodö
fékk Sheridan að athuga allar
hljóðritanir og uppdrætti er
tengdust upphaflegu leitinni. „Ég
gerði mér grein fyrir því þá að
þeir vissu allt sem þurfti að vita
um Gaul,“ sagði hann.
Hann telur villandi þær stað-
hæfingar að leitin hafi verið ein sú
mesta í sögunni, að í henni hafi
tekið þátt skip frá NATO, norsk
skip og norskar þyrlur og togarar
og leitað hafi verið á 177.000 fer-
mílna svæði. Veður var svo slæmt
dagana eftir hvarf Gaul að brezk
herskip viðurkenndu að ekkert
gagn væri að leitinni, þyrlur gátu
ekki hafið sig til flugs og Nimrod-
þotur gátu lítið fundið, einkum
vegna þess að aðeins var bjart í
tvær klukkustundir á sólarhring.
Að hans sögn virðist ekki hafa
verið rannsakað hvar straumar
mundu færa brak úr skipinu á
land. Gaul fórst á föstudegi, en
þyrlurnar komust ekki í loftið fyrr
en á þriðjudegi og þá hefði allt
verið frosið og þakið snjó. „Með
öðrum orðum: strandlengjan var
ekki rannsökuð," sagði hann.
Hann segir að Norðmenn hafi leit-
að á aðeins einu svæði 50—100
mílur frá ströndinni.
Fyrsti hluturinn úr flakinu
fannst þremur mánuðum eftir að
Gaul hvarf, björgunarvesti, sem
norskur skipstjóri rakst á 18 mílur
frá ströndinni og kom með til
Vardö. Loksins hafði fundizt sönn-
unargagn, sem sýndi að Gaul
hafði farizt, eða hafði því verið
komið fyrir til að sannfæra þá
eins og orðrómur komst á kreik
um von bráðar? Átti björgunar-
vestið að kveða niður sögusagnir
um að Rússar hefðu tekið Gaul
herfangi og koma í veg fyrir frek-
ari tilraunir til að leita að flak-
inu?
Ef Gaul hafði sokkið við Norð-
urhöfða hefði björgunarvestið átt
að hafa rekið allt að 150 mílur frá
staðnum þar sem það fannst og
slý, sem elst í fersku vatni, hefði
ekki átt að hafa fundizt á því.
Hvaða aðrar skýringar komu til
greina?
Sullivan fékk leyfi til að fara til
Vardö, þar sem hann taldi að
finna mætti fleiri hluti úr flakinu.
Norsk fjölskylda fann raunar gult
veski úr eigu Colin Naulls af
áhöfninni í Malvik í Tannafirði.
Sheridan vonaði að sú athygli,
sem leiðangurinn hafði vakið, yrði
til þess að fleira kæmi fram í
dagsljósið. Bréf til systur Naulis,
Valery Hartley, fannst einnig.
„Farðu til Vadsö ... “
Norskur blaðamaður, sem hafði
hitt Sullivan þegar hann rannsak-
aði Gaul-málið i Hull, hafði líka
sagt honum þegar hann var kom-
inn til Noregs: „Farðu til Vadsö,
þar finnurðu svörin við hvarfi
Gaul.“ Vadsö er skammt frá
Vardö og Sheridan sannfærðist
um að yfirvöld vildu ekki að hann
færi þangað. Gífurlegt hernaðar-
eftirlit var á þessu svæði, en þegar
hér var komið ól hann engar
grunsemdir um að Gaul hefði ver-
ið njósnaskip.
Yfirvöld leyfðu Sheridan og
Austin að fara lengra norður á
kostnað ríkisins í ferjum og flug-
vélum. Þeir fóru til hafna, sem
Gaul hafði komið til með veikan
háseta og til að fá varahluti. í
fylgd með þeim var háttsettur
lögregluforingi frá Bodö. Lög-
reglubíll tók á móti þeim hvert
sem þeir fóru og þeim var ekið um
í lögreglubíl. Kurteisi eða eftirlit?
Þeir vissu það ekki, en fólk var
tregt að tala við þá.
Sheridan hafði alltaf verið
sannfærður um að strandlengjan
við Norðurhöfða væri staðurinn
þar sem leita yrði, því að hann
taldi að Gaul hefði leitað vars í
firði þegar veðrið versnaði. En
lögreglufori ngi nn brást hinn
versti við óskum hans um að fara
þangað. Kannski vildi hann kom-
ast hjá tímasóun, en Sheridan tel-
ur líklegra að hann hafi gegnt því
hlutverki að koma í veg fyrir að
þeir færu að hnýsast í mál, sem
kæmi þeim ekki við. Á þeim tíma
hélt hann að þar væri um hernað-
armannvirki að ræða, en hann
komst að öðru síðar.
Þegar Sheridan reyndi að kom-
ast til Vardö var honum sagt að
einn ráðherranna, sem hann hitti í
Ósló, væri í Kirkenes og vildi ræða
við hann. Kirkenes er á rússnesku
landamærunum og Sheridan segir
að afstaða Norðmanna hafi verið
sú að þeir hafi farið með hann eins
langt norður og þeir gátu og nú
ætti hann að fara heim.
„Ég var næstum því búinn að
samþykkja þetta," segir hann, „en
þá hringdi norski blaðamaðurinn í
mig. Það var þá sem hann sagði
mér að ég ætti að fara til Vadsö."
Sheridan ákvað að standa a.m.k.
við ráðagerð sína um að fara til
nágrannabæjarins Vardö.
Lögregluforinginn lét undan,