Morgunblaðið - 08.01.1984, Qupperneq 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
Hvað ertu að lesa?
Þorbjörg Daníelsdóttir, rekstr-
arstjóri Kirkjuhússins á Klappar-
stíg, segist hafa veriö aö lesa bók-
ina „The Black Narcissus“ eftir
Rumer Godden. Nokkrar bækur
Rumer Godden hafa verið hér í
bókabúöum nýlega.
Hvaö segir Þorbjörg um „The
Black Narcissus“?
Mér finnst boðskapur bókar-
innar vera sá að enginn er svo
fullkominn í sjálfum sér að hann
þurfi ekki á stuðningi annarra
að halda, að til þess að missa
ekki fótfestuna í tilverunni, þurf
maður að rækta sjálfan sig, sam-
band sitt við annað fólk og sam-
band sitt við Guð.
Bókin segir frá nunnum, sem
stofna klaustur uppi á hæð, í
fjarlægu landi. Gullfallegur ung-
ur piitur, sem þær kalla „The
Black Narcissus", kemur til
þeirra í klaustrið til þess að
menntast hjá þeim. Hann verður
þeim ímynd freistingarinnar, án
þess að þær geri sér grein fyrir
því að hann er ekki sjálfur að
freista þeirra, heldur þeirra eig-
in hugsanir og viðbrögð gagn-
vart honum.
Veraldleg efni gagntaka þær
og þær losna úr tengslum við
æðri leiðbeiningu. Þess vegna
verður einveran þeim um megn.
Þær hætta að styðja hver aðra
og standast ekki það, sem verður
á vegi þeirra af því að þær vant-
ar stuðning, enginn heldur í
hendina á þeim.
Garðyrkjununnan er dæmi um
veraldarhyggju þeirra. Hún
gengur svo upp í matjurtar-
ræktuninni að hún sinnir ekki
bænatímunum. Hún er afar stolt
af því að geta ræktað það, sem
ekki hafði verið ræktað þar áður.
Henni tekst að rækta hinar
margvíslegustu jurtir í lélegum
jarðvegi en gleymir um leið sín-
um eigin jarðvegi, jarðvegi síns
eigin hjarta. Hún fer að sjóða
niður og sulta og safna birgðum,
svo miklum, að það eru engin not
Þorbjörg Daníelsdóttir
fyrir þær. Hennar mesta gleði
verður að virða fyrir sér fallegar
raðir af vel merktum sultu-
krukkum í hillunum.
Ein af annarri brotna nunn-
urnar niður. Sumar deyja, ein
sturlast af afbrýðisemi. Hver á
sinn hátt fjarlægjast þær Guð
og móðurklaustrið. Loks ákveða
þær að reyna að komast aftur til
móðurklaustursins. Þær sjá að
bænirnar, sem þær þuldu utan-
bókar, hafa misst marks. Bjarg-
arvonin er sú að ná aftur því,
sem þær höfðu glatað, lifandi
samfélagi við Drottin.
Skammdegisráð
ENGUM segi ég víst tíðindi þótt
ég minnist á aö nú sé bara kominn
janúar. Hins vegar segi ég sumum
tfðindi ef ég bæti viö aö dæmalaust
líöi tíminn hratt. Sumum finnst
nefnilega tíminn líöa hægt, lötur-
hægt. Minnumst þess jafnan aö
þaö er lán aö finnast tíminn geys-
ast áfram. Þaö er merki um að viö
njótum hans vel. Eða þaö held ég.
Ég ætlaði að fimbulfamba dá-
lítið um hollráð í ársbyrjun,
koma til skila fáeinu af því fjöl-
marga, sem ég hef heyrt gott og
skemmtilegt fólk segja. Ég byrja
á því að vitna í einn af dönsku
kvenprestunum, sem sagði að
janúar væri erfiðasti mánuður
ársins. Þá væri hátíð jólanna um
garð gengin, búið að slökkva á
jólaljósunum, jólaskrautið sett
niður í kassa. Og þá kæmu fram-
talseyðublöðin. Ýms önnur upp-
gjör stæðu líka fyrir dyrum og
margir ættu að fara í próf. Hún
sagði að þetta hefði svo dapurleg
áhrif á fjölda fólks að það yrði
að gera eitthvað í málinu. Ég er
sannast að segja búin að gleyma
hvað það var — ég er viss um að
þú, sem lest þetta, átt góð ráð
sjálf eða sjálfur.
Og ég á reyndar ráð frá öðrum
til að miðla um þetta. Ég heyrði
sálfræðing tala um það í útvarp-
inu fyrir mörgum árum að í
skammdeginu ættum við að um-
gangast sjálf okkur af mikilli
nærgætni. Þá koma mér í hug
konur, sem bjuggu í vetrar-
myrkri Vestfjarða, þar sem ekki
sést til sólar í marga mánuði.
Þær birgðu sig upp af bókum af
bókasafninu og nutu lestrarins
við hugguleg lampaljósin. Þær,
sem fóru ekki í vinnu eldsnemma
á morgnana, lásu dálitla stund
áður en þær fóru að takast á við
dagsverkið. Og konurnpr slepptu
ekki saumaklúbbunum sínum
þótt vinnan í frystihúsinu væri
stundum alveg að kæfa þær og
hefði kæft hverja meðalmann-
efkju.
Þessi ráð eru jafn góð fyrir
þau, sem finnst tíminn spretta
úr spori, og þau, sem finnst hann
lengi að líða. Við ættum auðvitað
að reyna að haldast í hendur því
hvor hópurinn hefur mikið að
gefa hinum. Og þar með er bezt
ég hætti þessum skrifum og
reyni að fara að nota mér eitt-
hvað af þessum ráðum sjálf.
Ekki veitir mér af. Líði okkur
öllum vel í vikunni.
Eigum vonina saman
Lúthersk kvennaráðstefna í Genf
l*essa dagana er Kvennavett-
vangur Lútherska hcimssamb-
andsins aö halda alþjóölega
kvennaráöstefnu í Genf. Vfirskrift
ráðstefnunnar er: Eigum vonina
saman. Markmiöiö er þetta:
— aö vera saman til aö styrkja
konur í starfinu fyrir fagnaöarer-
indiö.
— aö hugleiöa þann skerf, sem
konur geta lagt til Heimsþings
Lútherska heimssambandsins
1984.
— að gera áætlanir um framtíö-
arstarf í kirkju og þjóöfélagi.
Fimm starfshópar verða starf-
andi á ráðstefnunni. Þeir fjalla
allir um líf kvenna — og þá auð-
vitað líka líf karla — í kirkjunni
og þjóðfélaginu. Mörg mismun-
andi sjónarhorn munu koma
fram því konurnar eru frá mis-
munandi þjóðfélögum og kirkjur
þeirra eru sjálfsagt ekki allar
eins þótt þær séu lútherskar.
Heiti hópanna eru þessi: Kerfi
og uppbygging, Réttlæti og frið-
ur, Mannleg tengsl, Lífsgildið,
Kynþáttamisrétti og annars
konar kúgun.
Kvennavettvangur Lútherska
heimssambandsins hefur nú
starfað í meira en áratug. Hann
hefur starfað undir stjórn frá-
bærra kvenna og efnt til marg-
víslegs starfs um alla hina lúth-
ersku kirkju. Áhrif hans hafa
náð hingað til okkar íslenzku
kirkju og við ætlum að hermay
ykkur, kæru lesendur, meira af'
ofangreindri ráðstefnu þegar
hún er um garð gengin og nýjar
og ferskar fréttir berast heim.
Kenning Krists
1. sunnudagur eftir þrettánda
Jóh. 7.14—18
Þá er hafinn nýr tími kirkjuárs-
ins, aðventa, jólin, nýáriö og
þrettándinn um garö gengin og
þrettándasunnudagarnir byrjaðir.
Þeir eru ekki alltaf jafn margir,
en verða í mesta lagi sex. Á eftir
þeim kemur níuviknafasta, svo
fasta og síðan páskar. Litur þrett-
ándasunnudaganna er grænn, lit-
ur vaxtar í trúnni, nema hvaö
hinn síðasta þessara sunnudaga,
sem er bænadagur aö vetri, er
liturinn rauöur. /E fleiri kirkjur
eignast nú messuskrúöa í kirkju-
litunum öllum og íslenzk kirkju-
list blómstrar á ný í landi okkar
svo sem m.a. kemur fram í gull-
fallegum messuklæðum, sem ís-
lenzkt listafólk býr til.
í texta þessa sunnudags er
Jesús að tala um kenningu sína.
Fólkið undraðist að hann
ólærður maður skyldi tala af
slíkri kunnáttu. Margt var um
hann skrafað. Hann er góður,
sögðu sumir. Hann leiðir fólkið
í villu, sögðu aðrir. Svo er enn.
Fólk er enn ekki á eitt sátt um
ágæti Jesú, um kenningu hans
og sjálfan hann. Jesús sagði:
Kenning mín er ekki mín held-
ur hans, sem sendi mig. Og hver
sem vill getur komizt að því
hvort kenningin er mín eða
Guðs.
Það hefur þráfaldlega verið
sagt að við, íslenzkt safnaðar'-
fólk, værum furðulega fáfróð
um kristna trú, þekktum ekki
einu sinni grundvallaratriði
kristinnar trúar. Þetta eru full-
yrðingar, sem svíður undan.
Telur þú, kæri lesandi, að þetta
eigi við rök að styðjast? Við
eigum fyrirheit um það að fá
sjálf, hvert um sig, að komast
að raun um sannleikann um
Krist og kenningu hans með því
að rækja bænina, lesa kenning-
una í Biblíunni og sækja sam-
félag Krists, kirkjuna. Til þessa
erum við hvött í dag.
Mér finnst að við ættum að láta eftirvæntinguna og hjáip-
scmina sem ríkir á aðventunni rfkja allt árið.
— Sveinbjörg
Maður á alltaf að hlakka til einhvers.
— Gagga
Hlakkaðu til hverrar helgi, undirbúðu hana og njóttu henn-
ar, og skipulegðu hana svo að þú komist í kirkju.
— Kjartan