Morgunblaðið - 08.01.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984
VEGI
Tveir afhundrað og tíu
5íl,
gp
Morgunblaðið/Friðþjófur
Jón Gunnlaugsson stekkur fimlega yfir brak-
ið, þar sem áður voru skreiðarhjallar.
„I>að fer fátt markvert framhjá fréttaritur-
unum 110,“ segir m.a. í auglýsingu Morgun-
blaðsins hvar greint er frá fréttaritarakerfi
blaðsins. Margir þeirra voru á þönum fyrir
blaðið í óveðrinu í vikunni. í Sandgerði aðstoð-
aði Jón Júlíusson, vigtarmaður, m.m. frétta-
menn Morgunblaðsins, sem mættir voru árla
til að fylgjast með tjóni og björgunarstörfum
eftir óveðrið. Á Akranesi var Jón Gunnlaugs-
son, knattsnyrnukappi og íþróttahússforstjóri, í
aðalhlutverki og lóðsaði blaðamenn um bæinn
er heimsóttir voru þeir staðir þar sem mest
tjón varð í flóðunum á fimmtudagsmorgun.
Morgunblaðið/RAX.
Jón Júlíusson ræðir við fréttamann á vigtinni
í Sandgerði.
Hermann tekur
við af Þorgeiri
Á fyrsta Útsýnarkvöldi vetrarins, sem haldið var
í Broadway nýverið, bar það m.a. til tíðinda að
þekktur útvarpsmaður tók við hlutverki kynnis af
öðrum þekktum útvarpsmanni. Það var Hermann
Gunnarsson, hinn stórskemmtilegi íþróttafrétta-
maður, sem þar tók við hlutverki Þorgeirs Ást-
valdssonar, en hann hefur sem kunnugt er tekið
við starfi forstöðumanns rásar tvö. Ingólfur Guð-
brandsson, forstjóri Útsýnar, þakkaði Þorgeiri
ánægjulegt samstarf á liðnum árum og vel unnin
störf og bauð jafnframt velkominn hinn nýja
kynni á Útsýnarkvöldum, Hermann Gunnarsson,
sem strax fyrsta kvöldið sýndi góð tilþrif í hinu
nýja hlutverki, eins og hans var von og vísa.
Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Morgun-
blaðsins, Ragnar Axelsson, á umræddu Útsýnar-
kvöldi, þegar Hermann tók við af Þorgeiri, en á
milli þeirra er Ingólfur Guðbrandsson forstjóri.
Þ
úsundþjalasmiður
ÞÓ SVO að síldarvertíð sé fyrir nokkru lokið eru menn
enn að velta tunnum víða um land og verða sjálfsagt fram
eftir vetri. lltskipun á saltsdd er revndar fyrir nokkru
byrjuð, en mikið verk og mörg handtök eru enn óunnin þar
til síldin verður öll komin til erlendra kaupenda.
í hverri stöð er nauðsynlegt að hafa góða menn til að
brýna „busana“ og hjá Söltunarstöðinni Eljunni á
Eskifirði var Óli Fossberg í því hlutverki í haust. Óli er
landsþekktu knattspyrndómari og harmonikkuleikari
með meiru. Ekki ber á öðru en brýningin eigi jafn vel
við han og tónlistin hvort hann blæs í flautu dómarans
eða þenur nikkuna.
Nútíminn
og íslensk fegurö