Morgunblaðið - 08.01.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 08.01.1984, Síða 24
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 iieHAAlin y, þú yr&r hissa cf þú vissi'r hve mcvg'ir ganqh Her út <xn þess cxb loorqa.!" HÖGNI HREKKVÍSI „I>að vita allir, að stjórnmálamenn vilja vel, en ég óttast að þeir séu ekki í nógu góðum tengslum við almennt launafólk, þekki ekki erfiðleika þess, viti ekki hvað það þarf að vinna mikið til að hafa fyrir brýnustu lífsnauðsynjum." Það verður að tryggja að láglaunafólk geti lifað mannsæmandi lífi Hákon Jónas Hákonarson sjó- maður skrifar: „Velvakandi. Flestum er ljóst, hvað ástandið er erfitt í þjóðfélagi okkar um þessar mundir og menn hrópa og kveina hver í kapp við annan, þar með taldir stjórnmálamenn. Og hví kveina þeir á þessari stundu? Verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn kröfuna um 15 þús. króna lágmarkslaun. Og stjórnmála- mennirnir telja slíka kröfugerð al- gjöra fjarstæðu við núverandi ástand. Þeir eru gáttaðir á verka- lýðsforkólfunum. Þegar svo vel miðar í baráttunni við verðbólg- una, segja þeir, kemur ekki til greina að leyfa launahækkunum að hleypa verðbólguskriðunni af stað á nýjan leik; þær endi ævin- lega með því að æða upp allan launastigann. Þetta þyrfti þó alls ekki að fara svo, ef stjórnvöld, atvinnurekend- ur og verkalýðshreyfing tækju sig saman um að ræða málin á jafn- réttisgrundvelli til að finna leið til þess að bæta hag láglaunafólksins. Það vita allir, að stjórnmála- menn vilja vel, en ég óttast að þeir séu ekki í nógu góðum tengslum við almennt launafólk, þekki ekki erfiðleika þess, viti ekki hvað það þarf að vinna mikið til að hafa fyrir brýnustu iífsnauðsynjum. Það ætti að vera helsta krafa verkalýðshreyfingarinnar, að stjórnvöld hægðu nú á aðgerðum, sem draga eiga úr verðbólgu, því að hingað til hafa þær langmest bitnað á þeim, sem minnst mega sín. Það verður að tryggja að lág- launafólk geti lifað mannsæmandi lífi. Ein ástæðan fyrir því, hversu samningar hafa verið slakir á síð- ustu árum, er alltof pólitísk verka- lýðshreyfing. Verkalýðsforystan skiptist í marga stríðandi hópa, sem hafa deilt harkalega innbyrð- is, þegar að samningum hefur komið. Meðan verkalýðshreyfing er um fram allt pólitísk getur hún ekki þróast og dafnað sem skyldi, og það bitnar á öllu starfi hennar, líka samningsaðgerð. Enda hefur það tekið íslenska verkalýðshreyf- ingu allt of langan tíma að taka út þroska sinn og skapa félagsmönn- um sínum viðunanleg kjör, félags- legt öryggi og menningarlega til- veru. Virðingarfyllst." Vaxta- prósenta Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður Eurocard á íslandi — Kreditkorta sf og Jóhann Ágústsson, stjórnarfor- maður Visa Island, skrifa: „Vegna beiðni Alberts Þorbjörnssonar í blaði yðar í gær í Velvakanda, um skýr- ingar á dráttarvöxtum: Vaxtaprósenta er að sjálfsögðu reiknuð samkv. gildandi reglum á hverjum tíma og er sú prósentutala ákveðin af stjórnvöldum — (Seðlabanka Islands). Að öðru leyti eru gjald- dagar og eindagar hjá hvoru félagi fyrir sig og eru skv. eftirfarandi: EUROCARD: Gjalddagi 20. hvers mán. eindagi 5. dag mánaðarins á eftir. VISA: Gjalddagi 17. hvers mán. eindagi 2. dag mánað- arins á eftir. Dráttarvextir reiknast því á eftirfarandi hátt. EUROCARD: Eftir ein- daga (5). reiknast fyrstu dráttarvextir. Eftir 20. þar á eftir (mánuði eftir gjald- daga) reiknast aðrir drátt- arvextir og verði um enn frekari greiðsluseinkun að ræða reiknast dráttarvextir miðað við 20. hvers mán. VISA: Sama og að ofan greinir nema um er að ræða aðra gjalddaga og eindaga, þ.e. 2. og 17. í stað 5. og 20. Til samanburðar: Víxill með gjalddaga 1. jan. er á eindaga 3. jan. Fyrstu drátt- arvextir reiknast 4. jan. og aðrir dráttarvextir 1. febr. en ekki 4. febr. Við vonum að þetta skýri og svari fyrirspurn Alberts og annarra þeirra sem hafa verið að velta fyrir sér vaxtaútreikningum okkar. Virðingarfyllst." 1. Alhliðanámskeið SÉRFRÆÐINGAR EIÐBEINA MEÐ: Snyrtingu Hárgreiðslu Fataval — hreinlæti Framkomu Kurteisi Borðsiði — gestaboð Göngu Hagsýni Ræöumennsku 12 sinnum — tvisvar í viku. 10 í hóp 2. Fyrir ungar konur á öllum aldri 8 sinnum — einu sinni í viku. Framkoma — Hárgreiösla — Snyrting — Fataval — Borösiöir. 10 í hóp. 3. Stutt snyrtinámskeiö 3 sinnum — Handsnyrting — Andlitshreinsun — Dagsnyrting — Kvöldsnyrting. 6 í hóp. 4. Fyrir starfshópa — saumaklúbba 6 sinnum — einu sinni í viku. Snyrting — Framkoma — Hárgreiðsla — Borðsiðir. 10 í hóp. 5 Fyrir ungar stúlkur 14—16 ára (skólahópa) 8 sinnum — einu sinni í viku. Framkoma — Hreinlæti — Fatnaöur — Snyrting — Borösiðir — Ganga — Hagsýni. 10 í hóp. 6. Fyrir herra á öllum aldri 7 sinnum — einu sinni í viku. Hárgreiösla — Hreinlæti — Fatnaöur — Snyrting — Ræöumennska — Kurt- eisi. 10 í hóp. 7. Modelnámskeið 15 sinnum — fyrir veröandi sýningar- fólk. Dömur — Herra. Kurteisi — Fram- koma — Snyrting — Fatnaður — Ganga — Hreinlæti. 8 í hóp. Innritun er hafin í símum 36141 —15118 kl. 2—6 Modelsamtökin heimasími 36141.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.