Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 85 „Kongur gæda tónlist meira IiTi og laða fram töfra taktsins," segir Abdou og geislar við leik á þeim. námi í Montpellier í Frakklandi í tvö ár. Eftir að ég kynntist Ásrúnu og fluttist hingað ætlaði ég í Myndlista- og handíðaskóla fslands, en ég hef ekki fengið inngöngu ennþá. Raunverulegu ástæðuna veit ég ekki, en ég er staðráðinn í að reyna einu sinni enn,“ sagði Abdou. Með myndlistarnáminu í Frakklandi lék Abdou með ýms- um hljómsveitum í Frakklandi. Kenndi hann einnig á kongur og slíkt hið sama er hann farinn að gera hérlendis. En raunin varð önnur, það tók mig rúmt ár að finna kongur! Það er því fremur augljóst af hverju það eru fáir slagverksleikarar hér ... Fyrst þegar ég kom hingað höfðu fáir áhuga á þeirri tónlist er ég spilaði, en ég reyndi að ör- vænta ekki og passaði mig á því að hætta ekki að spila. Eg hef stöðuga þörf fyrir að spila og hlusta á tónlist, en síðast en ekki síst þörf á að vera með öðrum tónlistarmönnum. Ári eftir að ég kom hingað stofnaði ég með öðr- um litla hljómsveit með áslátt- arhljóðfærum, sem nefndist Sambaflokkurinn. Með henni var danshópur og var hann hluti af götuleikhúsinu Svart og sykur- laust. Það voru fyrstu spor mín á tónlistarbrautinni hérlendis, en síðar kynntist ég strákunum í Icelandic Seafunk, sem eru at- hyglisverðir ungir tónlistar- menn og ég vil hjálpa þeim sem mest, en ég hef stundum spilað með þeim á kongur. Fyrir jólin síðustu samdi ég síðan danskafla með afrískum dönsum í leikrit Kr.istínar Jóhannesdóttur „Sví- virtir áhorfendur". Það var mjög gaman að vinna með henni og það ýtti undir áhuga minn á því að stofna hljómsveit með áslátt- arhljóðfærum og dönsurum afr- ískra dansa. En það þarf tíma til að gera þessa hluti, en vonandi tekst það, það myndi auka á fjöl- breytnina í tónlistarlífinu." Að lokum kvað Abdou ágætt að búa hérlendis, þrátt fyrir ólíkt veðurfar frá heimaslóðum hans. „Það er allt í lagi með veðrið, ef mér líkar það ekki, þá bíð ég í 10 mínútur — þá breytist það áður en langt um líður. Það gerir ekkert til þó ekki sé 45 gráðu hiti hérna eins og þar sem ég ólst upp. Islensku lopapeys- urnar eru góðar og ég hef jú lík- amshitann 37 gráður, rétt eins og þú ...“ sagði Abdou kíminn. G.R. Færeyjakynningin í Norræna húsinu: Heri Joensen með fyrirlestur um Færeyjar á þriðjudagskvöld HERI Joensen, guðfræðinemi í Há- skóla íslands, heldur fyrirlcstur um sögu Færeyja í Norræna húsinu þriðjudaginn 10. apríl nk. og hefst hann kl. 20.30. Fyrirlestur þessi er liður í kynningu á Færeyjum sem staðið hefur yfir í Norræna húsinu frá því í janúar sl. Fyrirlestur Heri Joensen fjall- ar vítt og breitt um sögu Fær- eyja. Færeyjakynningunni í Nor- ræna Húsinu lýkur 4. maí nk. með danskvöldi, en þá munu fé- lagar úr Færeyingafélaginu sýna færeyskan dans og Vésteinn Ólason, lektor, kynnir færeyska dansinn. í sambandi við kynn- inguna er einnig starfandi námshópur, sem kemur sama einu sinni í viku. Heri Jocnsen guðfræðinemi. Á HELLU á Rangárvöllum er í byggingu vandað sundlaugarmann- virki, sem íbúar og nágrannar sýna mikinn áhuga, ekki síst yngra fólk- ið. Þessir tíu ára krakkar gengu nýlega á fund oddvitans og færðu honum þrjú þúsund krónur í sund- laugarsjóð. Peningunum höfðu þau safnað með hlutaveltu. Frá vinstri: Hanna Valdís Garð- arsdóttir, Guðný Þorsteinsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Þorbjörg Yngvadóttir, Iða Brá Árnadóttir, Sigríður Linda Þórarinsdóttir, Ragnheiður Erla Hjartardóttir og Jenný Kristín Helgadóttir. Öll eru þau nemendur í grunnskólanum á Hellu. Einmitt það sem •// mi 2 vantaði CJMGA FÓLKIÐ VEIT HVAÐ ÞAÐ VILL. Þess vegna er gjafakort kærkomin gjöf - sérstaklega, gildi það í stórri verslun með Ijölbreytta vöru í mörgum vöruflokkum. Við bjóðum allar fáanlegar íslenskar bækur, mikið úrval erlendra bóka, ritföng og gjafavörur. mefma mÁ: orðabækur LISTAVERKABÆKUR —ATLASA—MYMDAALBÚM—RBKMITÖLV(JR PEMMA—HMATTLÍKÖM—SKRIFBORÐ EYMUNDSSON Austurstræti 18 Gylmir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.