Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
Salvador Dali;
Ég er að
deyja úr
ástarsorg
Frá Hetgu Jónsdóttur, fréttaritura Mbl. í Burgos, Spáni.
Þessa mynd tók vinur Dali, Robert Decharmer, þar sem listmálarinn
situr hjá nýjasta listaverki sínu.
í kastala einum, umkringdur
hjúkrunarfræóingum og örfáum
vinum, heyr Salvador Dali dauða-
stríð sitt. Dali vill kveðja þennan
heim sem skjótast. Frá því að kona
hans, Gala, lést, hefur lífið á þessu
jarðríki enga þýðingu fyrir lista-
manninn. Hann neytir varla matar;
þyngd hins 1,80 m háa líkama er
tæp 48 kflógrömm. Dali er fullur
angistar. Eftir dauða Gala hefur
listamaðurinn lítið starfað. Þó hef-
ur hann unnið með mikilli um-
hyggju að einu málverki síðustu
vikurnar; það á að tákna dauða
hans sjálfs. Dali hefur grafíð sig
lifandi í Púbol-kastala, sem hann
hefur gert að musteri gyðjunnar
Gala.
Salvador Dali, 79 ára, frægast-
ur allra lifandi Spánverja, snill-
ingur súrrealisma, dulspakur,
umdeildari en nokkur annar
listamaður; sá er mestu hneyksli
hefur valdið, hæðinn, sérdrægur,
hefur enga löngun til þess að líta
dagsins ljós.
Þegar listamaðurinn er spurð-
ur hvernig honum líði, svarar
hann: „Verr, mér líður verr með
hverjum deginum. í sannleika
sagt: mér líður mjög illa.“
Dali hefur lokað sig frá öllu,
frá umheiminum. Hann vill ekki
sjá neinn. Hann vill ekki fá
heimsóknir. Stjórnmáia-
mönnum, listamönnum, auðug-
um kaupsýslumönnum, gömlum
vinum hefur ekki verið hleypt
inn fyrir dyragætt kastalans í
marga mánuði. Dali vill ekki að
neinn sjái sig. Síðasta heimsókn-
in sem hann leyfði var þegar
bandaríski stærðfræðingurinn
Thomas Banchoff dvaldist í
kastalanum þ. 22. mars á síðasta
ári. Hann er höfundur kenninga
um fjórðu víddina, sem Dali hef-
ur gert að þráhyggju sinni.
Robert Descharner, ævisagna-
ritari og annar af tveimur vinum
Dali sem hann kærir sig um að
sjá, segir um lisfamanninn:
„Dali hefur ætíð verið og er sið-
samur. Leikur hans og látalæti
eru hluti af honum sjálfum.
Hann er ekki að sýnast. Hann er
raunverulegur. Fáir listamenn
standa eins lifandi og einlægir
fyrir framan verk sín. Hann er
ekki heldur brjálæðingur. Hann
er snillingur."
Dali talar ekki lengur um
viðskipti; hann ákveður ekki
lengur verð á verkum sínum.
Auðkýfingur frá Saudi-Arabíu
vildi eignast tvö nýjustu verk
hans. Höfundi var boðið að setja
upp það verð er hann kærði sig
um. En svar Dali var aðeins
„Nei, ég hirði ekki um smá-
muni.“
Arturo, ráðsmaður og bílstjóri
Dali, hefur þjónað listamannin-
um dyggilega í 35 ár. „Hvort mér
þyki vænt um hann? Vitaskuld,
þau eru orðin mörg árin sem lið-
ið hafa við hlið herra míns.“ Dali
treystir Arturo fyrir leyndar-
málum sínum og áhyggjum.
Hinn dyggi ráðsmaður hug-
hreystir dapran húsbónda sinn.
Dali er þrár. Hann neitar að
fara eftir fyrirmælum lækna
sinna. Hann vill ekki taka inn
töflurnar sem þeir ráðleggja
honum. Dali kvartar yfir kulda.
Þó er miðstöðvarofninn stilltur á
það hæsta. Hann vill að þeir sem
hjá honum dvelja taki allan tím-
ann eftir sér. Þannig var hann
strax í æsku. f skóla gerði hann
allt til þess að vekja eftirtekt
kennara og skólafélaga.
„Það virðist vera erfitt verk
fyrir mig að deyja,“ stynur Dali.
Antonio Pitxot, hinn einkavinur
Dali sem listamaðurinn hefur
valið til þess að eyða með sér
síðustu ævidagana, síðustu
stundirnar (að sögn Dali), svar-
ar: „Það er engin vinna að deyja.
Það er ekki það sama og að mála
mynd. Dauðinn kemur án nokk-
urrar fyrirhafnar. Dauðinn kem-
ur þegar stundin rennur upp. Ég
sjálfur, þegar ég sný heim í
kvöld á bílnum mínum, get lent í
„ALLT fyrir gluggann“
... meiriháttar listaverk. — Úrval af stórisefnum, þ.á.m. spönsku ódýru efnin.
— Trékappar, gardínustangir og ömmustangir í úrvali. „Allt fyrir gluggann".
Kœru vinir
Hcifid hjartans þakkirfyrir yjafir oy kveöjur, mér send-
ar á sjötuysafmwli mínu 1. þessa mánaöar.
Páll Pálsson frá Hnífsdal.
Villadseris
Utanhúss þak- og
veggklæðning
Frá Jens Villadsens Fabriker bjóöum við PIR (poly-
isocyanurat) utanhússeinangrun, viöurkennda og
prófaða af bruna- og byggingaeftirliti Danmerkur.
Mjög hátt einangrunargildi miöaö viö aðra einangr-
un sömu þykktar.
Á þök: Meö hinum þekkta lcopalasfalt PVC og PF filter-
pappa.
Á veggi: Fyrir ný og gömul hús sem þarfnast endur-
einangrunar og lokunar vegna sprunguskemmda. Ytra-
byrði frá Byggingarvöruverslun Kópavogs, svo sem
Steni-plötur, múrsteinsflísar eöa gipskvarts-múrhúöun
meö grófperlu-áferö. Einnig viöurkennt af bruna- og
byggingaeftirliti.
PIR-einangrun fæst einnig meö álþynnu sem endanleg
klæðning í loft gripahúsa, verksmiöja, verkstæöa o.fl.
Plöturnar eru háþrýstiprófaðar (25kp/cm2) meö vél-
þvottahreinsun í huga.
Allar upplýsingar veitir undirritaöur í síma 91-26790.
Fulltrúi Villadsens lcopal
á islandi,
Sigvaldi Jóhannsson,
þaklagningameistari.