Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. APRÍL 1984 * V pltrgiwi Útgefandi nI»(*frU> hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Finnar og varnir íslands eir sem leggja stund á rannsóknir á öryggis- og varnarmálum á Norðurlönd- um hafa löngum varið tíma og hugarorku til að lesa ræður forseta Finnlands og skil- greina hvað í þeim felst þegar þeir drepa á þessi mál. Með þessa staðreynd í huga er nauðsynlegt að vekja athygli á kafla í ræðu Mauno Koivisto, forseta Finnlands, sem hann flutti þegar hann bauð Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands, velkomna í síðustu viku. Þá sagði forseti Finnlands meðal annars: „ísland, Danmörk og Noreg- ur eru aðilar að samtökum vestrænna ríkja en Finnland og Svíþjóð hafa haldið fast við að vera hlutlaus ríki. Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir að lönd okkar hafa svipaða af- stöðu í mörgum alþjóðamálum og þetta hefur leitt til mjög ábatasamrar samvinnu. Mesta þýðingu hefur að löndin hafa tekið gagnkvæmt tiilit til þeirra afleiðinga sem afstaðan í öryggismálum kann að hafa fyrir einstök Norður- lönd og öll hvert og eitt. Meg- inmarkmiðið hlýtur að vera að vernda öryggið í þessum heimshluta í urgum og óróleg- um heimi. Fyrir þessa þróun er mikilvægt að Norðurlöndin verði sem hingað til kjarnor- kuvopnalaust svæði. Þrátt fyrir að norðurhluti Evrópu og hafsvæðin þar hafi síðustu ár vakið meiri stórpólitískan og hernaðarlegan áhuga en áður erum við sannfærðir um að ekkert land hefur hag af því að raska þeim stöðugleika sem ríkir á Norðurlöndum." Undir þessi orð forseta Finnlands er auðvelt að taka hér á þessum stað. Þau eru í góðu samræmi við utanríkisst- efnu íslendinga. Stöðugleikinn í öryggismálum á Norðurlönd- um hefur myndast með því að löndin fimm fylgja þeirri stefnu sem Koivisto lýsti í upphafi. Þessi stöðugleiki hef- ur haldist þótt hernaðarlegt og stórpólistískt mikilvægi landanna og hafsvæðanna um- hverfis þau hafi aukist sem er staðfesting á því að stefnan í öryggismálum er sveigjanleg og hana má með árangursrík- um hætti laga að breyttum að- stæðum. Til marks um þær breytingar sem orðið hafa helstar í vígbúnaði í norður- hluta Evrópu ber fyrst að nefna að þar hefur frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar risið mesta víghreiður verald- ar, í Sovétríkjunum, nánar til- tekið á Kóla-skaganum fyrir norðan og austan Noreg, Sví- þjóð og Finnland. Ekki eru uppi nein áform um að koma fyrir kjarnorku- vopnum á Norðurlöndum. Þar er ekki heldur neinn vilji fyrir því hjá stjórnvöldum að fram- kvæmd óljósra hugmynda um kjarnorkuvopnalaus svæði sem hafa verið til umræðu í tvo áratugi og eru ofarlega í hugum margra enn verðj til þess að raska þeim stöðugleika sem nú ríkir og byggist meðal annars á aðild Tslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfi íslendinga og Bandaríkjamanna. Ræða Mauno Koivisto, forseta Finnlands, staðfestir enn og aftur að stefna íslendinga í varnar- og öryggismálum eins og hún hefur verið og er fram- kvæmd stuðlar að æskilegum stöðugleika á Norðurlöndum. Siglingar og * varnir Islands James D. Watkins, aðmíráll, yfirmaður alls flota Bandaríkjanna, segir í skýrslu til Bandaríkjaþings sem fylgir fjárlagatillögum fyrir árið 1985, að því aðeins geti floti Bandaríkjanna fullnægt þeim kröfum sem til hans séu gerð- ar kæmi til langvinnra átaka að hann fái afnot af kaupskip- um til flutninga fyrir sig. Paul X. Kelley, hershöfðingi, yfir- maður alls landgönguliðs Bandaríkjanna, segir í skýrslu sinni af sama tilefni, að allt verði að gera til þess að styrkja kaupskipaflotann. Hér er hreyft máli sem eng- um kemur á óvart og síst ís- lendingum miðað við reynslu þeirra til dæmis í síðari heimsstyrjöldinni. Engu að síður má spyrja miðað við brölt bandarísks skipafélags í skjóli laga um einokun sem nú sýnist eiga að beita um flutn- inga fyrir varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli hvort innan Atl- antshafsbandalagsins beri að túlka orð bandaríska aðmír- álsins og hershöfðingjans á þann veg að aðeins eigi að treysta á bandarísk skip í flutningum á Norður-Atl- antshafi eða milli íslands og Bandaríkjanna. Bandaríska stjórnkerfið er stórt og viðamikið en verður þó að hafa samræmi í stefnu og ákvörðunum. Aðförin að ís- lenskum kaupskipum í skjóli bandarískra einokunarlaga stangast á við allt það sem skynsamlegt getur talist þegar hugað er að siglingum og vörnum. Pólýfónkórinn: Söngvika með frægum er- lendum kennara um páska FLUTNINGUR Pólýfónkórsins á stórverkum meistaranna hef- ur árum saman sett svip á páskahald Reykvíkinga. Raddir kórsins þegja ekki heldur um þessa páska, en nú er brugðið út af venjunni og í stað flutnings á stórverki verður þjálfað af kappi til undirbúnings tónleika með Sinfóníuhljómsveit ís- lands 10. maí. Verður þá m.a. flutt í fyrsta sinn á íslandi hið tignarlega Te Deum eftir Verdi, auk Stabat Mater eftir Ross- ini, en í þeim flutningi taka auk þess þátt fjórir frábærir ítalskir einsöngvarar, m.a. Denia Mazzola, sópran, sem vakti mikla hrifningu í hlutverki sínu í Lucia di Lammermoor hér í vetur. Te Deum Verdis er samið fyrir tvo kóra og stóra hljóm- sveit, og leggur Pólýfónkórinn þar í stórvirki og reynir að efla og styrkja lið sitt eftir föngum. í því skyni að þjálfa kórinn raddlega kom í gær til landsins fræg erlend söngkona, Marilyn Cotlow, frá Bandaríkjunum, en ýmsir nemendur hennar hafa náð frábærum árangri og m.a. hlotið ráðningu hjá Grand Metropolitan Operunni í New York. Sjálf kom hún fyrst fram sem óperusöngkona aðeins 18 ára gömul í hlutverki Nætur- drottningarinnar í töfraflautu Mozarts. Sem konsertsöngkona kom hún fyrst fram með Sin- fóníuhljómsveit Minneapolis undir stjórn hins fræga hljóm- sveitarstjóra Dimitri Mitrop- oulos. Hún hefur sungið í fræg- um óperum og með helstu hljómsveitum um alla Evrópu og Norður-Ameríku, einnig í fjölda útvarps- og sjónvarps- sendinga og kvikmyndum. Hún kennir nú við tónlistarháskól- ann í Michigan, en fyrir fortöl- ur íslenzks nemenda síns og fyrrum félaga í Pólýfónkórn- um, lét hún til leiðast að eyða páskafríi sínu á íslandi við raddþjálfun. Námskeið þetta er eingöngu fyrir félaga Pólýfón- kórsins, en gott söngfólk og tónlistarmenntað er velkomið að leggja Pólýfónkórnum lið í þessu sérstaka verkefni og njóta um leið leiðsagnar frá- ærrar söngkonu og kennara. Marilyn Cotlow Þeir sem áhuga hafa að not- færa sér það tækifæri hafi vin- samlega samband í dag í síma 21424 eða 43740. Námskeiðið er söngfólkinu að kostnaðarlausu og er kostað af Pólýfónkórnum og söngstjóra hans, Ingólfi Guðbrandssyni. (Frá Pólýfónkórnum) Söngfólk Pólýfónkórsins á æfingu. Islenska hljómsveitin: — tónleikar í Bústaðakirkju 18. apríl „í DYMBILVIKU" er yrirskrift tón- leika íslensku hljómsveitarinnar, sem haldnir veröa í Bústaðakirkju 18. apríl kl 20.30. Sérstakur gestur hljómsveitar- innar að þessu sinni er baritón'- söngvarinn William H. Sharp. Mun hann frumflytja verk Mistar Þorkelsdóttur „Davíð 116“ sem samið var síðastliðið haust að til- hlutan hljómsveitarinnar, en söngtextinn er sóttur í 116. sálm Davíðs: „Þér ég færi þakkarfórn og ákalla nafn Drottins.“ Önnur verk sem flutt verða á tónleikunum eru: „Berceuse élégi- aque“ (1909) fyrir kammer- hljómsveit eftir Ferrucio Busoni, „Adagio" fyrir klarinett og strengjakvintett, eftir Heinrich J. Bármann, „Vier ernste Gesánge, op. 121 (1897), eftir Jóhannes Brahms og „Sigfried Idyll (1870), fyrir hljómsveit eftir Richard Wagner. Mist Þorkelsdóttir (f. 1960) stundaði nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík í píanó og sem- balleik. Að loknu stúdentsprófi 1980 hóf hún framhaldsnám í Hamline University í Minnesota og lauk þaðan BA-prófi. Nú er Mist í tónsmíða- og tónfræðinámi við State University of New York í Buffalo og eru kennarar hennar þar m.a. Lejaren Hiller og Morton Feldman. William H. Sharp, sem hlaut menntun m.a. í Eastman-tónlist- arskólanum í New York, hefur sungið margskonar tónlist, gamla og nýja, á tónleikum og á óperu- sviði. Árið 1982 vann hann söng- keppnina Yong Concert Artists International Audition í New York og hlaut einnig verðlaun Kathleen Ferrir-sjóðsins. Þetta tvennt veitti honum tækifæri til tónleikahalds í New York, Boston, William II. Sharp, barítónsöngvari, er sérstakur gestur tónleikanna og frumflytur m.a. verk Mistar Þórðardótt- ur, „Davíd 116“. Mist Þorkelsdóttir Washington og víðar um Banda- ríkin. Þá söng hann í tvo vetur með hinum virta Waverly Cons- ore-músíkhópi og ferðaðist víða um heimmeð honum. í september síðastliðnum vann Willian H. Sharp svo sigur í alþjóðlegu söngkeppninni í Genf. Stjórnandi tónleikanna er Guð- mundur Emilsson. „í dymbilviku“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.