Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 Auglýsing frá ríkisskattstjóra Alhygli skal vakin á ákvæöum laga nr. 7/1984 og laga nr. 8/1984 um breytingu á iögum nr. 75/1981 um tekjuakatt og eígnarakatt, abr. lög nr. 21/1983 og lög nr. 84/1983 um breyting á þeim lögum. Sérstaklega skal bent á eftirtalin atriði: 1. Orlofsfjár- og póstgríróreikninga. Samkvæmt ákvæóum 1. gr. laga nr. 8/1984 ber nú aó telja vaxtatekjur af innstæóum á póstgiróreikningum og orlofsfjárreikningum til tekna skv. ákvæöum 1. tl. 8. gr. laga nr. 75/1981 í staö 3. tl. 8. gr. svo sem áður var. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 8/1984 fer nú um heimild til frádráttar þessara eigna frá eignum á sama hátt og um innstæöur í innlendum bönkum og sparisjóóum. Hafi maöur skilaö framtali sinu til hlutaöeigandi skattyfirvalda fyrir 7. april 1984 er hér meö skoraö á hann aö koma á framfæri nú þegar, viö hlutaóeigandi skattstjóra, leiörétt- ingu á framtali sínu meö hliósjón af greindu lagaákvæði, á þann veg, aö vextir af og inneignir á póstgíróreikningum og orlofsfjárreikningum, sem fram voru taldir í liö E 6, veröi fluttir úr þeim liö í liö E 5. Hafi maöur krafist vaxtagjalda til frádráttar tekjum í reit 60 í framtali sínu munu skattyf- irvöld annast breytingar á þeirri fjárhæö frádráttar, svo og á tekjuskattsstofni, eftir því sem efni standa til, meö hliösjón af tilfærslu vaxtatekna úr reit 14 í reit 12. 2. Arö af hlutafé. Meö a)-liö 4. gr. laga nr. 8/1984 eru geröar tvær breytingar á 2. tl. B-liös 1. mgr. 30 . gr. laga nr. 75/1981, sbr. 1. tl. 1. gr. laga nr. 84/1983 um frádrátt frá tekjum manna utan atvinnurekstrar af aröi af hlutafé. Annars vegar er um aö ræóa hækkun frádráttarbærrar fjárhæöar frá tekjum af aröi af hlutafé úr kr. 12.750 í kr. 25.000 hjá einstaklingi og úr kr. 25.500 i kr. 50.000 hjá hjónum. Hins vegar er nú eigi heimilt aö draga frá aröi af hlutafé, sem myndast hefur vegna fenginna jöfnunarhlutabréfa umfram þau mörk sem greinir í 1. mgr. 99. gr. laga nr. 75/1981. frádrátt skv. nú breyttum ákvæöum 2. tl. B-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981. Hafi maöur skilaö framtali sínu tíl hlutaöeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 og telur sig eiga rétt til hækkunar frádráttar skv. gildandi lögum eöa honum ber aö leiörétta frádrátt til lækkunar skv. gildandi lögum, er hér meö skoraö á hann aö koma á framfæri nú þegar, viö hlutaöeigandi skattstjóra, leiöréttingu á reit 82 í framtali sínu meö hliösjón af greindu lagaákvæöi. 3. Arö lagóan í stofnsjóö samvinnufélaga. Meö b)-liö 4. gr. laga nr. 8 1984 er gerö sú breyting á 3. tl. B-liös 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981 um frádrátt frá tekjum manna utan atvinnurekstrar af aröi færöum félagsmanni í samvinnuféiagi til séreignar í stofnsjóö, aö frádráttur er hækkaöur úr 5% í 7% af viöskiptum félagsmanns utan atvinnurekstrar eöa sjalfstæörar starfsemi. Hafi maöur skilaö framtali sinu til hlutaöeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 og telur sig eiga rétt til hækkunar frádráttar samkvæmt reit 81 í framtali sinu, er hér meö skoraö á hann aö koma á framfæri nú þegar, viö hlutaöeigandi skattstjóra, leiöréttingu á framtali sínu meö hliösjón af greindu lagaákvæöi. 4 Fyrnanlegar eignir. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 8/1984 er gerö sú breyting á upphafs- setningu og á 2. tl. 32. gr. laga nr. 75/1981, aö felld er niöur undantekning um íbúóarhúsnæöi. Af þessu leiðir aö nú telst íbúöarhúsnæöi, sem notaö er til öflunar tekna í atvinnurekstri eöa i sjálfstæöri starfsemi, fyrnanleg eign skv. 32. gr. laga nr. 75/981, þó er fyrning af útleigóu íbúöarhúsnæöi í eigu manna háö takmörkunum skv. ákvæöum d)-liös 4. gr. laga nr. 8/1984. í þessu sambandi þykir rétt aö vekja athygli á athugasemdum um 6. gr. frumvarps sem varö aö lögum nr. 8/1984 og birta orörétt síöustu mgr. athugasemdanna sem hljóóar svo: „Þar sem íbúöarhúsnæöi veröur nú í fyrsta sinn fyrnanlegt samkvæmt almennum fyrn- ingarákvæöum skattalaga þarf í upphafi aö reikna út fyrrningargrunn og þegar fengnar fyrningar af þeim grunni. Ekki eru í frumvarpi þessu sérákvæöi þar aö lútandi, en hin almennu ákvæði skattalaga gilda þar um. Varöandi þaö ibúöarhúsnæöi sem var í eigu skattaöila fyrir ársbyrjun 1979 gilda ákvæöi til bráöabirgöa IV í lögum nr. 75/1981 um framreikning stofnverös og reiknaöar fyrningar af því, en sióan gilda ákvæöi 36.—37. gr. um fyrningargrunn og framreikning hans. Aö því leyti sem skattaöili hefur nýtt sérstakar fyrningarheimildir 44. gr. laga nr. 75/1981 vegna íbúöarhúsnæöis skulu þær fyrningar framreiknast og teljast fengnar fyrningar viö gildistöku frumvarps þessa auk þeirra reiknuöu fyrninga sem endurmat samkvæmt ákvæöum til bráóabirgóa IV í lögum nr. 75/1981 kann aö hafa i för meö sér.“ Hafi maóur eöa lögaöili, sem telur sig eiga rétt til fyrninga íbúóarhúsnæöis, skilaö framtali sínu til hlutaöeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 er hér meö skoraö á hann aö koma nú þegar til hlutaöeigandi skattstjóra fullnægjandi greinargerö um endurmat og fyrningarskýrslu vegna fyrnanlegs íbúöarhúsnæöis, svo og leiðréttingu á reikningsskilum og framtali sínu. 5. Fyrningarhlutföll. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 8/1984 er gerö veruleg breyting á 38. gr. laga nr. 75/1981 aö þvi er tekur til flokkunar fyrnanlegra eigna og þess hundraóshluta af fyrningargrunni einstakra eigna eöa eignarflokka sem nota skal viö fyrningu eigna. í þessu sambandi þykir rétt aö vekja athygli á ákvæðum reglugeröar nr. 171/1984 um flokkun bygginga og annarra mannvirkja til fyrninga, sem tók gildi 2. apríl 1984, og kemur til framkvæmda viö álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1984. Hafi maöur eöa lögaóili skilaö framtali sinu ásamt fylgigögnum, þ.m.t. fyrningarskýrslum, til hlutaöeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríf 1984, mun hlutaöeigandi skattstjóri gera þær breytingar á fyrningarskýrslum og öörum skattgögnum og framtölum þessara aöila sem nauösynlegar teljast til ákvöröunar á gjaldfæröum fyrningum í samræmi viö gildandi lög. 6. Heimild skv. 41. gr. laga nr. 75/1981. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 7/1984 hækkar heimildarfjárhæö 41. gr. laga nr. 75/1981 úr kr. 7.000 í kr. 36.000. Hafi maöur eöa lögaöili skilaö framtali sínu til hlutaóeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 er honum gefinn kostur á aö koma nú þegar á framfæri viö hlutaöeigandi skatt- stjóra leiöréttingu á framtali sínu meö hliösjón af ákvæöum gildandi laga. 7 Tillög í fjérfestingarsjóö. Samkvæmt e)-liö 5. gr. laga nr. 8/1984 koma inn ný ákvæöi, sem 11. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, meö vísan til 54. gr. þeirra laga, um tillög í fjárfestingarsjóó sem frádráttarbær eru frá tekjum manna og lögaöila af atvinnurekstri eöa sjálfstæöri starfsemi. I 10. gr. laga nr. 8/1984, sem varö 54. gr. laga nr. 75/1981, eru í 1. málsliö 1. mgr. nánari ákvæöi um heimild manna og lögaóila, sem hafa tekjur af atvinnurekstri eöa sjálfstæóri starfsemi, til aö mega draga fjárfestingarsjóöstillag frá þeim tekjum sínum. í 2. málsl. 1. mgr. er aö finna ákvæöi um hámark fjárfestingarsjóöstillags og af hvaöa fjárhæö tillagiö reiknast. í 3. málsl. 1. mgr. er aö finna skilyröi fyrir því aö frádráttur þessi veröi veittur, þ.e. þessi frádráttur fjárfestingarsjóóstillags frá tekjum er bundinn því skilyröi aó skatt- aöili leggi a.m.k. 50% fjárfestingarsjóóstillagsins inn á bundinn reikning í innlendum banka eöa sparisjóöi fyrir 1. júní næst á eftir lokum þess almanaksárs sem tillagiö varöar, eöa eigi siöar en fimm mánuóum eftir lok reikningsárs. í 4. og 5. málsl. 1. mgr. er aö finna nánari ákvæöi um bindiskyldu og ráóstöfun innborgunar og um ávöxtun innstæöunnar. í 2. mgr. 54. gr. eru nánari ákvæöi um veróbætur og vexti af hinum bundnu reikningum og í 3. mgr. 54. gr. eru ákvæöi um hvernig meö skuli fara framreikning tillaga í fjárfestingarsjóö. í 11. gr. laga nr. 8/1984, sem varö 55. gr. laga nr. 75/1981. er aö finna ákvæöi um aö viö úttekt af bundnum reikningi, sbr. ákvæói 54. gr. laganna, teljist samsvarandi tillag viókomandi árs í fjárfestingarsjóö til tekna þegar þaö hefur veriö framreiknaö skv. ákvæöum 26. gr. laga nr. 75/1981. Jafnframt kemur þar fram á hvern hátt heimilt er aö nýta hina skattskyldu fjárhæö. I 12. gr. laga nr. 8/1984 er aö finna tvær nýjar greinar sem uröu 55. gr. A. og 55. gr. B. laga nr. 75/1981. í a)-liö 12. gr., sem varö 55. gr. A. laga nr. 75/1981, er aö finna ákvæöi um tekjufærslu tillaga i fjárfestingarsjóö og álag þar á, hafi tillag í fjárfestingarsjóö ekki veriö notaö í samræmi vió ákvæöi 55. gr. gildandi laga, eöa hafi þeirra tímamarka, sem um ræöir í 54. gr. B. laga nr. 75/1981, er m.a. aö finna ákvæöi þess efnis aö óheimilt sé skattaóila aó framselja eöa veösetja innstæöur á bundnum reikningum skv. ákvæöum 54. gr. gildandi laga og um á hvern hátt hagaö skuli bókhaldi skattaöila sem nýtir sér myndun fjárfestmgarsjóös. Hafi maöur eöa lögaöili, sem hefur rétt til tillags í fjárfestingarsjóö og hefur í hyggju aö notfæra sér þá heimild, skilaö framtali sínu til hlutaöeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984, er hér meö skoraö á hann aö koma sem fyrst, en þó eigi síöar en innan fimm mánaöa frá lokum reikningsárs sins á almanaksárinu 1983, á framfæri til hlutaöeigandi skattstjóra ósk sinni um frádrátt tillags í fjárfestingarsjóö. Til þess aó skattstjóri taki tíl greina slíka beiöni ber skattaóilanum aó leggja fram staófestingu innlends banka eóa sparisjóös þess efnis aó hann hafi uppfyllt skilyröi 3. málsl. 1. mgr. 54. gr. gildandi laga um innlegg a.m.k. 50% fjárfestingarsjóöstillagsins á bundinn reikning innan 5 mánaóa frá lokum reikningsárs síns á almanaksárinu 1983. Sé reikningsár og almanaksár eitt og hió sama þá rennur frestur til innleggs út 31. maí 1984. Hafi lögaóili skilaó framtali sínu til hlutaöeigandi skattstjóra fyrir 7. apríl 1984 og fariö þar fram á tillag í varasjóö til frádráttar tekjum sínum skv. ákvæöum 12. tl. 1. mgr. 31. gr. laga nr. 75/1981, sem í gildi voru til 30. mars 1984, en fer nú fram á tillag í fjárfestingar- sjóö, mun ósk hans þar um fella úr gildi kröfu hans til tillags í varasjóö, sbr. ákvæöi til bráóabirgóa í lögum nr. 8/1984. Reykjavík 16. apríl 1984 Ríkisskattsjóri Einar Viðar hrl. Minningarorð I dag er til moldar borinn Einar Viðar lögfræðingur, æskuvinur og félagi. A slíkri stundu mega orð sín lítils, en gamlir vinir geta ekki látið hjá líða að minnast hans með nokkrum orðum til þess að votta honum virðingu og þökk fyrir margra áratuga trausta vináttu og góðan félagsskap. Einar Viðar var fæddur 6. júlí 1927 og stóðu að honum víðkunnar og merkar ættir, þar sem andlegt atgervi, fýsn til fróðleiks og hneigð til lista; leiklistar, tón- mennta og skáldskapar, eru aug- ljósir eiginleikar. Faðir hans var Gunnar Viðar bankastjóri, sonur Indriða Einarssonar leikrita- skálds, er var dóttursonur Gísla Konráðssonar fræðimanns, föður Konráðs Gíslasonar, er var einn Fjölnismanna og einn ágætasti málfræðingur, sem þjóðin hefur alið. Þetta er Skagfirðingakyn. Kona Indriða var Marta María, dóttir Péturs organleikara Gud- johnsens. Móðir Einars, sem enn er á lífi hálfníræð, er Guðrún Helgadóttir bankastjóra á ísafirði Sveinssonar, en Kristjana, móðir hennar, var dóttir Jóns alþing- ismanns Sigurðssonar á Gaut- löndum, en kona Jóns var Solveig Jónsdóttir prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar, ættföður Reykja- hlíðarættarinnar. Eins og vænta mátti var Einar settur til mennta og sóttist honum námið vel, því hann hafði hlotið í vöggugjöf þá eðlisgreind og nátt- úrugáfur, að hann réð við flesta hluti átakalítið að kalla. Stúdent varð hann frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947, kand. juris frá Háskóla íslands 1954 og loks hæstaréttarlögmaður 1964. Einar vann um rúmlega ársskeið sem fulltrúi hjá sýslumanni í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og bæjar- fógeta í Hafnarfirði. En brátt setti hann á stofn eigin málflutn- ingsstofu, sem hann rak síðan í aldarfjórðung eða óslitið til dauðadags, og var hann farsæll í störfum að því er við vitum best. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elsa Einarsdóttir og eignuðust þau einn son, Indriða að nafni. Þau skildu. Síðari kona hans er Ingileif, dóttir Ólafs Þ. Kristjánssonar fyrrum skóla- stjóra í Hafnarfirði, sem nú er lát- inn, og konu hans Ragnhildar Gísladóttur. Þau eignuðust þrjú börn, Birnu, Gunnar og Margréti. Fyrir hjónaband átti Einar barn með Ástu Lárusdóttur, dóttur að nafni Jónína Lára, og er hún gift síra Guðmundi Erni Kjartanssyni sóknarpresti á Raufarhöfn. Á æsku- og unglingsárum bind- ast menn traustustum böndum. Kynni með okkur Einari tókust þegar í menntaskóla, þar sem leið- ir lágu saman í félagslífinu, en Einar var einum bekk á undan okkur í skóla. En þá settust fjórir skólasveinar við spilaborð, Einar og þeir sem þetta rita, og allt frá því höfum við verið sálufélagar, spilafélagar, ferðafélagar og veiði- félagar. En ekki framar. Nú sláum við ekki oftar í slag, vinirnir fjór- ir, og horfum ekki lengur allir saman framan í nóttina. Einar var að eðlisfari dulur og fáskiptinn, en hlýr í viðmóti. Hann hafði mikið jafnaðargeð og var friðsemdarmaður, sem hafði óbeit á karpi og þrætum. Hann sætti sig illa við það sem var ljótt og hart í heiminum og leitaði fróunar og unaðar til útivistar við veiði í ám og vötnum eða á fjöllum uppi. Hann var sportveiðimaður í besta skiiningi þess orðs og um- gengni hans við náttúruna og landið sem hann unni, var við- brugðið. Fínlegar kenndir og snyrtimennska hans varð þá sjaldan berari. Ófáar veiðiferðir fór Einar með aldavini sínum, Sig- urði Fjeldsted. En þótt Einar væri hlédrægur og laus við veraldar- metnað, þá kunni hann samt að gleðjast vel í góðra vina hópi, því að hann var ekki afhuga lífsins unaðssemdum. Einari var afar umhugað um fjölskyldu sína og vildi hag henn- ar sem mestan, enda var Ingileif stoð hans og stytta í hvívetna og þau hjónin mjög samhent. Margar aðrar ástæður en þær er að ofan greinir lágu til þess að Einar eignaðist góða félaga og vini. Hann var í alla staði grand- var maður, lagði aldrei illt orð til nokkurs manns og kunni ekki að halla réttu máli. Hann var ein- staklega greiðvikinn, einlægur í samskiptum og sannur vinur vina sinna. Því betur sem maður kynntist Einari, því vænna þótti manni um hann. En þótt við félagarnir söknum nú vinar í stað, er þó mestur harmur kveðinn að Ingileif, börn- um Einars og aldraðri móður. Við sendum þeim innilegar samúð- arkveðjur. En minningin um góðan dreng varir. Bjami Guðnason Guðmundur K. Steinbach Jón Arason Fagnandi sungum við stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 „Gaudeamus", ung og æsku- glöð, eins og stúdenta er siður. Miklum áfanga var náð í okkar góða skóla og við horfðum með til- hlökkun til nýrra viðfangsefna. Þá var því vart gefinn gaumur, sem m.a. segir í nefndu kvæði „að líf okkar er stutt". Við höfum þegar nokkrum sinnum verið minnt á það, stúdentssystkinin, og í dag kveðjum við bróður úr hópnum, Einar Viðar hrl. Á skólaárum æskufólks knýtast oft þau bönd vináttu sem aldrei rofna, þó að leiðir skilji vegna lífsstarfs og viðfangsefna og langt verði milli samfunda. Einar var ræktarsamur við fornvini og fé- laga og átti oft frumkvæði að sam- fundum. Hann var af góðu bergi brotinn. Foreldrar hans, Gunnar Viðar, bankastjóri og Guðrún Helgadótt- ir, og fágað heimili þeirra báru því vitni. Þar áttum við félagar hans jafnan góðu að mæta og margt ber að þakka frá þeim árum. Áð loknu stúdentsprófi hóf Ein- ar nám í lögum og lauk prófi frá Háskóla íslands árið 1954. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 1964. Á skólaárum sínum vann Einar í skólafríum margvísleg störf, m.a. sem háseti á togurum. Hann kom ekki með sigggrónar hendur um borð í veiðiskipin, sem hann starf- aði á, en hann ávann sér fljótt hylli skipsfélaga sinna fyrir karl- mennsku og ósérhlífni, eiginleika sem einkenndu hann ævina alla. Að loknu háskólanámi hóf Ein- ar lögfræðistörf og vann að þeim samfleytt til dauðadags. Hann rak lögfræðiskrifstofu um aldarfjórð- ungsskeið, fyrst í samvinnu við þann sem þetta ritar, en lengst einn. Hann var hógvær maður og gekk hljóðlega að verkum sínum, en hann var vinnusamur og af- kastagóður. Góðar gáfur hans og rökhyggja auðvelduðu honum að rækja lögmannsstörf sín, þannig að mikið var til hans leitað. Einar var snjall bridgespilari og hann spilaði reglubundið við sömu spilafélagana allt frá mennta- skólaárum. Önnur hugðarefni hans voru tengd útilífi. Hann ferð- aðist mikið og var slyngur veiði- maður á fugl og fisk. Einar var félagslyndur og naut þess að gera sér glaðan dagn, en gætti að skyldum sfnum. í húsi hans ríkti andi rausnar og góðvildar. Hlut að því til jafns við Einar átti mikilhæf eiginkona hans, Ingileif Ólafsdóttir. Við lok samferðar flyt ég Einari kveðju samstúdenta frá 1947 og þakkir fyrir drengskap hans í öll- um samskiptum. Eiginkonu hans, börnum og aldraðri móður færi ég og fjölskylda mín einlægar samúð- arkveðjur. Sveinbjörn Dagfinnsson Það er erfitt að setjast niður og kveðja, þegar svo góður og forn félagi, sem Einar Viðar var mér, hverfur óvænt úr lífi og félags- skap. Óteljandi minningar, jafnt áratugagamlar sem frá síðustu mánuðum, fljúga um huga mér í myndum og orðum og fæstar verða þær stöðvaðar með bleki á blað. Við Einar vorum tveir af þeim litla hópi, sem settist í fyrsta bekk Menntaskólans í Reykjavík á hausti 1941. Það var fallegt haustið það, ef ég man rétt, en heimsstyrjöldin síðari var skollin á, Bretar höfðu lagt undir sig húsnæði Mennta- skólans og hófst því menntaskóla- vist okkar í kjallara Háskóla ís- lands. Flest vorum við hvert úr sinni áttinni, eldraun inntökuprófsins nýliðin hjá, fermingar nýliðnar og við áttum heiminn. Reyndar held ég að ég hafi verið feimnastur allra sem þarna voru, þarna voru ærslabelgir, sem áttu hug minn allan, miklir lærdóms- hestar, sem ég dáðist að, stilltir og virðulegir menn eins og Einar Við- ar, sem voru kannski bara jafn- feimnir og ég, og loks alveg ein- staklega fallegar bekkjarsystur, sem höfðu þau merkilegu áhrif á mann, að allt blóð vildi renna til höfuðs og fram í kinnar. Við Einar og nokkrir aðrir „góð- borgarar" mynduðum fljótlega vinahóp, og reyndar varð allur bekkurinn fljótt mjög samstiga elskulegur hópur. Menntaskólaárin eru mér sem flestum ríkastur þáttur minninga, en árin í fyrsta og öðrum bekk eru einhvern veginn alveg sérstök í huga mér, ég held að það hafi ver- ið sólskin samfleytt þessi árin. Þessi hópur, allflestir, varð síð- an kjarninn í þeim gagnmerka stúdentaárgangi, sem útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1947. Við höfðum síðan áfram samflot í lífinu við Einar, báðir lögðum við fyrir okkur lögfræðinám í háskól- anum og báðir fórum við eftir nokkur hliðarskref og störf út í „praxis". Einar þó mest einn og óstuddur en ég í félagsskap. Síðan tókum við þráðinn upp aftur og enn fastar, er við ásamt okkar elskulegu betri helmingum ákváð- um fyrir einum fimmtán árum að hefja saman ferðir um landið og laxveiði þar sem gæfist. Birtist mér þá enn önnur mynd af Einari. Einar var dulur í lund, fámáll og stundum einfari, og var það ef til vill ástæðan fyrir vináttu okkar, að við vorum líkir. En höfð- ingi var Einar með afbrigðum, veitull og vinur vina sinna. Að koma á heimili hans og Ingu, konu hans, var ávallt sem að mæta til veislu. Annar eðlisþáttur Einars verð- ur mér nú fyrst ljós, er hann er allur. Það er framkvæmdasemi Einars, hann dreif í hlutunum og lét þá gerast. Því segi ég þetta að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.