Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984 FRÖNSK HÁGÆÐASÓFASETT 18 tegundir. Pöntunarþjónusta. CIII Bláskógar Ármúla 8, Reykjavík. Sími86080. !------------------------------------------------1 SKÁLDA | afmælisdagabókin er ekki aöeins góð fermingargjöf, held- j ur og framtíöareign. Bókin er í flauelisbandi og á henni er silfurskjöldur fyrir upphafsstafina. • í bókinni eru vísur fyrir hvern dag ársins. Minning: Björn Leví Þorsteinsson í dag kveðjum við hinstu kveðju móðurbróður minn, Björn Leví Þorsteinsson, húsgagnasmíða- meistara. Hann andaðist í Borg- arspítalanum 4. apríl síðastliðinn. Hann var fæddur á Geithömrum í Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu, 27. maí 1907, var því á sjötugasta og sjöunda aldursári er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Björnsdóttir frá Marðar- núpi í Vatnsdal og Þorsteinn Þor- steinsson frá Grund í Svínadal. Þeim varð fimm barna auðið og var Björn elstur þeirra systkina. Hin eru: Þorsteinn, f. 11. júlí 1908, bóndi Geithömrum, Guðmundur, f. 26. ágúst 1910, bóndi Holti, hann lést 1. janúar sl., Þorbjörg, f. 9. jan. 1914, fyrrv. húsfreyja á Auð- kúlu, nú búsett í Reykjavík, Jakob, f. 14. október 1920, leigubílstjóri í Reykjavík. Hálfbróðir þeirra systkina er Jón Þorsteinsson bú- settur í Reykjavík. Ekki hneigðist hugur Björns til búskapar og snemma beygðist krókurinn að því sem verða vildi, átján ára gamall fór hann að heiman og lá leiðin til Reykjavík- ur. Þar hóf hann nám í trésmíði hjá Sigurði Halldórssyni húsasmíða- meistara, til heimilis að Þing- holtsstræti 7 og urðu það jafn- framt fyrstu heimkynni Björns hér syðra, en á þessum árum var það siður að meistari sæi nemum sínum fyrir fæði og húsnæði. Á þessum fyrstu Reykjavíkur- árum sínum var Björn tíður gest- ur á Amtmannsstíg 1 en þar héldu heimili saman móðursystkini hans, Guðmundur landlæknir og Elísabet. Elísabetar frænku sinnar minntist Björn ætíð af miklum hlýhug, en hún átti drjúgan þátt í því að hann komst til náms. Eftir að Björn lauk námi í húsa- smíði réð hann sig til Jóns Hall- dórssonar og c/o (síðar Gamla- + Móðursystir mín, ÓLÍNA ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Laugavegi 100, andaöist f Borgarspftalanum 14. apríl. Stefanía Runólfsdóttir. Systir mfn og mágkona, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, andaöist f Landspítalanum laugardaginn 14. þ.m. Jarðarförin verður auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna, Jóhanna Björnsdóttir, Valdemar Helgason. + Móöir okkar, KRISTÍN SÍMONARDÓTTIR frá Hellisfiröi, fœdd 1898, andaöist 20. marz sl. Hún var jarösett frá heimili tengdasonar sfns og dóttur Jósefs og Soffíu Vigmo 28. mars sl. í Borás, Svfþjóö. Fyrir hönd vandamanna, Oddgeir Axelsson. + Faöir okkar og tengdafaöir, GUÐMUNDUR ÞORKELSSON, húsasmíöameistari, Nýlendugötu 13, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum laugardaginn 14. apríl. Börn og tengdabörn. SKALDA Ekki bara bók, heldur Þjóðsögubók á góðu verði. BÓKAÚTGÁFAN ÞJÓÐSAGA Gódcin daginn! + Eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURÐUR JÓNSSON, vélstjóri, Strandgötu 15 A, Patreksfiröi, sem andaöist 10. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 18. aprfl, kl. 15.00. Júlíana Ólafsdóttir, Ingibjörg Ólöf Siguröardóttir, Birgir Sigurösson, Guöbjörg Siguröardóttir, Hilmar Sigurösson. kompaníið), lærði hann þar hús- gagnasmíði. Vandvirkni og alúð Björns við smíðar urðu til þess að hann varð eftirsóttur í smíði vandaðra húsgagna. Árið 1941, 5. apríl, gerðist Björn stofnfélagi að nýju trésmíðafyrir- tæki, ásamt þeim Guðmundi Páls- syni, Indriða Níelssyni og Bene- dikt Sveinssyni. Á stefnuskrá þessa nýja hlutafélags var öll al- menn trésmíðavinna, s.s. húsbygg- ingar, innréttingasmíði og hús- gagnaframleiðsla. Hlutafélag þetta hlaut nafnið Trésmiðjan og hóf hún starfsemi sína að Hverf- isgötu 30, í litlu bakhúsi sem þar var. Dugnaður og áræði einkenndu störf þessara manna. Röskum tveimur árum síðar byggja þeir stórt og glæsilegt húsnæði yfir starfsemina í Brautarholti 30. Ég, sem þessar línur skrifa, var starfsmaður Trésmiðjunnar í tæp 10 ár og kynntist þá af eigin raun hversu góður smiður Björn var. Hann starfaði heilshugar í fyrir- tæki sínu alla tíð. Árið 1981 var Trésmiðjan lögð niður, — Björn var þá sjötíu og fjögurra ára. Björn var mikill bókamaður, og byrjaði hann snemma að safna bókum sér til fróðleiks og ánægju. í safni hans má finna margar fáséðar bækur, og er safnið eflaust með stærstu og verðmestu einka- bókasöfnum á landinu. Hann lærði bókband á fullorð- insaldri og batt mikið inn af bók- um sínum. Alúð hans við bókband- ið var slík að allar hans bækur eru hreinasta augnayndi. í höndum Björns hefur mörg kápuslitin bók- menntaperlan færst í skrautklæði. ófáar ánægjustundir veitti þetta honum, ekki síst seinni árin. Björn átti því láni að fagna að vera heilsuhraustur og líkamlega vel á sig kominn allt til síðustu tveggja ára ævi sinnar. Hann var raungóður, afar hjálpsamur og gladdist yfir velgengni annarra. Mikill smekkmaður og snyrti- menni. Björn var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Kristín Svein- björnsdóttir frá Geirshlíðarkoti Borgarfirði, f. 3. ágúst 1906, sem nú er látin. Þau eignuðust fimm syni, þeir eru: Örlaugur, f. 24. júní 1933, húsvörður, kona hans Ásta Gunnarsdóttir; Hreinn, f. 8. jan. 1936, húsgagnasmiður, kona hans Sigríður Sigtryggsdóttir; Svein- björn, f. 9. júní 1942, prentari, kona hans Kristín Pálsdóttir; Þorsteinn, f. 9. júní 1942, prentari, kona hans Guðrún Halldórsdóttir, og Sturla, f. 9. nóv. 1943, hús- gagnasmiður, ógiftur. Björn og Kristín slitu samvistir. Seinni kona Björns er Anna Jónsdóttir, f. 14. apríl 1907, hún er frá Hvammi í Dýrafirði. Þau giftu sig 1948 og lifir hún mann sinn. Ég og fjölskylda mín sendum öllum nánustu ættingjum Björns innilegar samúðarkveðjur með ljóðlínum Jónasar Hallgrímsson- ar: Vegur minn liggur til veralda þinna. Flug vil ég þreyta á fjarlæga strönd að hinum mikla merkissteini skapaðra hluta við skaut alheims. Þorsteinn Bj. Jónmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.