Alþýðublaðið - 22.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.10.1931, Blaðsíða 2
I r ALÞÝÐUBLAÐIÐ Verkamenn sigra á Akureyri Eins og sagt hefir verið frá hér í blaðinu, gerði bæjarstjórn Akureyrar fyrir noikkru sampykt um að lækka kaupið í bæjar- vinnunni úr 1,25 um tímann, sem er taxti verkamannafélagsins, nið- ur í eina krónu, og átti kaup þetta að gilda í vetur. Voru Framsóknarmenn og íhaldsmenn hvorirtveggju jafnákafir um að lækka kaupið, en móti stóðu for- maður verkamannafél agsins, Erl- ingur Friðjónsson, og tveir aðrir fulitrúar verkalýðsins í bæjar- stjórn. Gegn þessu hófu venkairuenn verkfall, og var pá haldinn fund- ur að nýju í bæjarstjórn, sem samþykti að greiða taxta verka- manna um tímakaup, en sam- þykti jafnframt að láta vinna mikið af verkinu við vatnsveit- una í ákvæðisvinnu pg borga 2 kr. fyrir hvern teningsmietra í skurði. Verkamannafélagið hafði aftur á móti lýst yfir, ,að það myndi ekki setja sig á móti á- kvæðisvinnu, ef greitt yrði 2,50 fyrir hvern lengdarmet.er í vatns- veituskurðinum. í morgun barst Alþýðublaðinu svohljóðandi skeyti frá formanni verkamannafélagsins á Akureyri (Erl. Friðj.): „Vinna hafin í morgun með fullu taxtakaupi verkamannafé- lagsins, og hefir bæjarstjóri einn- ig iofað að greiða 2 kr. 50 aura fyrir lengdarmeteiinn í vatns- veituskurðinum, þar sem grafið er í samningsvinnu.“ Verkamenn á Akureyri hafa því algerlega sigrað í deilu þessari, og verður ekki varist að bera þetta samian við hin mörgu ár- angurslausu uppþot, sem gerð voru í tíð Einars Olgeirssonar, þar sem stokkið var upp með brauki og bramli og fallið niður jafnskjótt aftur, eins og t. d. í gærurotunardeilunni og Brunnár- deilunni. Virðist eins og innbyrð- isdeilan á Akureyri hafi hjaðn- að nokkuð við það, að Einar sprengingamaður Olgeirsson flutti þaðan, og ætti öllurn að líka það vel. kalla saman fund í framkvæmd- |! axráði Þjóðábiandalagsins tií þéss að ræða tillögu þessara ríkja um að krefjasf þess af Japönum, að þeir verði á brott með her sinn úr Mansjúríu. Verður Jiapan þá að taka afleiðingunum af því að hafa sett sig upp á móti fram- kvæmdum bandalagsins í þess- um málum. Washington: Sendiherra Jap- ania hér hefir tilkynt, að hin borg- laralega stjórn í Mukden hafi aft- ur verið fengin í hendur Kínverj- um. Um d&gpfnra og vegliaiK. STOKAN „1930“. Fundur annað kvöld. Jón Pálsson orgelleikari, sá, er Magnús Á. Árnason befir gert brjóstmynd af, er frá Varmahlíð undir Eyjafjöll- um, en hefir lengi átt heima hér í Reykjavík og kent orgelspil. Hann á nú heima á Mýrargötu 2. Húsnæð i Reykjav ík Kæran á Hótel B»n. Gústafi Jónassyni, fulltrúa lög- reglustjóra, hefir verið falin rann- sókn út af kærunni fyrir ólög- lega áfengissplu í Hótel Borg. Stendur rannsóknin yfir og er búist við að hún standi fram í næstu viku. Kærendurnir eru fjórir þjónar, sem aliir hafa verið þjónar í Hótel Borg og eru sumir þeirra enn. Til sönnunar máli sínu nafngreina þair miarga menn, sem selt hafi verið áfengi á ólöglegum tíma. V ð al v ð Iö<;rf>eiustjóra. „Mprgunblaðið siegir, að þér hafið verið til staðar í veizlum, þar sem vín hafi verið á borðum eftir löglegan sölutíma. Hvað seg- ið þér. við þessu?" spyrjum vér lögreglustjóra. „Þessu hefir aldrei verið haldið fram af neinum og er tilhæfulaus tilbúningur Morgunblaðsins. Ég hefi aldrei verið í neinni veizlu, þar sem veitt hefir verið eftir löglegan tíma. Það, sem þessi slúðursaga er líklegast sprottin af, er veizla, sem ég vax í sum- arið 1930, en fór úr klukkan níu, en sagt er, að vín hafi verið veitt þar eftir kl. hálf tíu.“ „Þér hafið þá ekki í hyggju að víkja dómarasæti?" „Það er svo langt frá því, að mér konri það til hugar, því mér er það ekki heimilt eins og málið stendur, enda skoða ég þessar lygasögur á mig og fulltrúam ekkert annað en lævíslega tilraun til þess að eyða málinu. Allir menn sjá hvaða áhrif það hefði á rannsóknir hér í bænum, ef dóm- ararnir hlypu úr dómiarasætun- um í hvert skifti, sem sökudólg- um eða einhverjum öðrum dytti í hug að dreifa um þá slúðursog- um. Því hver yrði aflei’ðingin? Auðvitað sú, að sams konar sög- ur kæmu um þann, sem skip- aður yrði, og svo koll af kolli, svo ómögulegt yrði að xannsaka rnálið og koma því í dóm. Kæmi eitthvað fram, sem rétt- lætti að setudómari verði settur í málið, myndi ég tafarlaust leggja til, að Jón Kjartansson Morgunblaðsritstóri yrði skipað- ur„ því Jón virðist eftir því sem lesa má út úr Morgunblaðinu vera eini lögfræðingurinn, sem hafi hreinar hendur í áíengismál- unum.“ „Hvenær fær maður skýrslu hjá yður?“ „Hún kemur undir eins og rannsókninni er lokið. Þá verð- ur þeim blöðum, sem óska þess, veittur fullur aðgangur að öllu viðvíkjandi málinu.“ Alþbl. mun skýra nánar frá þessu máli, þegar eitthvað fnek- ara hefir gerst í því. Mansfúríudeilan. Japanar láta undan. Genf, 21. okt. U. P. FB. Full- trúi Japana hér býst við orð- sendingu frá stjórninni í Japian á miorgun viðvíkjandi Mansjúríu- deilunni. Ef ekki verður tilbioð um sættir í örðsendingunni, þá hafia Bretar, Frakkar, Þjóðverjar, Spánverjar og ítalir ákveðið að sem eru höfð á leigu, eru eins og allir vitia, mjög misjöfn að verði og gæðum. Það er eðlilegt, að húsnæði í vönduðum húsum sé ruokkuð dýrt, því þau hafa kostað mikið, en að íbúðir í gömlurn og gisnum timburhjöll- um kosti svipað nær engri átt, en þó líðst það, að örgustu kjállara- og loft-greni eru leigð hér afar- verði. Þessu þarf að breyta og þarf skoðun að fara fram á íbúð- unum( í bæn'um og allar lélegustu íbúðirnar þarf að lækka rnjög f leigu, og helzt banna að þær séu leigðar út,’ því að þær eru ekki mannabústaðir. Verkamadur. Gengi erlendra mynta hér í dag: Sterlingspund kr. 22,15 Dollar — 5,62 100 danskar krónur — 124,09 — norskar — — 124,09 — sænskar — — 132,59 — rnörk þýzk — 131,16 — frankar franskir — 22,34 — belgar belgiskir — 78,61 — svissn. frankar — 110,75 — gyllini hollenzk — 228,63 — pesetar spænskir — 50,57 — lírur ítalskar — 29,41 — tékkóslóvn. kr. — 16,94 Fermingarkort rnargar teg. og fermingarskeyti 'fást í jgóðu úrvali í Safnahúsinu. Hjálplð máttvana dreng! I gær barst bfaðinu til mátt- vana drengsins það, sem hér seg- ir: frá Ásu og Ingu 10 kr., N. N. 2 kr., N. N. 1 kr„ N. N. 7 kr. Ernu Erlends 1 kr„ ónefndum 2 kr„ ónefndum 5 kr„ N. N. 5 kr„ konu 3 kr„ J. L. 10 kr„ óniefndum 10 kr„ N. N. 10 kr. og frá Oddi Mnum sterka 2 kr. í morgun frá G. H. 50 kr. og frá H. og D. 10 kr. Samtals 128 kr. Áður komið kr. 133,10. Samtals alls kr. 261,10. Annað kvöld. Svo sem auglýst er í blaðinu í dag verður 16 ária afnrælis Sjó- manniafélags Reykjavíkur hátíð- Lega minst í alþýðuhúsinu Iðinó á mprgun (föstudag). Verður þar margt til skemtunar og hvað öðru betra; er því ástæða til að ætlia, að félagsmenn fjölmenni með gesti sína og gleðji sig við góðai skemtun eina kvöldstund. Það glæðir samhug og eflir samtökin. Mætum sem flestir, félagar! 126. Heilsufarsfréttir. (frá skrifstofu landlæknisins.) Vikuna 4.—10. þ. m. veiktust hér í Reykjavík 92 af kvefsótt, 56 af hálsbólgu, 45 af iðrakvefi ög 2 af taksótt. Þá viku dó 10 manns frér í Reykjavík. Esperantónámskeiðið hefst næsta föstudagskvöld, kl. 8 síðdegis, í gamla barna- skólanum. Aðsókn að námskeið- in:u er mikil. Fáeinir nemendur geta þó komist að enn þá. Gefið yður fram við Þórberg ÞórÖar- son, Stýrimanniastíg 9, kl. 8 til 9 í kvöld, sími 33. íslenzka krónan. í dag er hún í 66,40 gullaurum. í gær var hún I 65,67. Sendisveinar, / sem eru í Sendisveinadeild Merkúrs, eiga að koma á fund í kvöld kl. 9 í G.-T.-húsinu. Það er nrjög áríðandi, að allir mæti. Hvaö er að frétta? Næturlœknir er í nótt óskar Þórðarson, Öldugötu 17, uppi, sími 2235. Giftingar og trúlofanir í Lands~ smidjunni. Nýlega hafa yerið gef- in saman í hjóniaband Jóhanna Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson plötusmiður x Landssmiðjunni, Heimili þeirra er á Grettisgötu 43. Inga Ingimundardóttir og Sig- urður 'Sveinbjörnsson vélasmiður í Landssmiðjunni. Heimili þeirra er á Laugavegi 147. Sigurrós Rós- enkarsdóttir og Guðmundur Bjarna on, Landssmiðjunni. Heim- ili þeirra er á Klapparstíg 40. —- Trúlofun sína hafa nýlega bpin- berað ungfrú Svanbjörg Halldórs- dóttir og Ágúst Brynjólfsson, yf- irsmiður í Landssmiðjunni. Ipróttafélagid „Þjálfi“ í Hafn- arfirði byrajr bráðlega íþrótta- æfingar. Glœpa- og skáld-sagnctrhöfund- urinn Edgar Wallaoe er í kjörí núna við kosningamar á Eng- landi; býður hann sig fram ser fylgismann Loyds Georges í (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.