Morgunblaðið - 25.04.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRlL 1984
3
Varðskipsmenn sáu kriu á annan dag páska:
„Ovenjusnemma á ferð“
— segir Ævar Petersen, fuglafræðingur
SKIPVERJAR á varAskipinu Öðni
urðu varir viA kríu á leiA til lands um
hádegisbiliA á mánudag er þeir voru
staddir um 15—20 sjómílur suAur af
HornanrAi. Þótti þeim svo mikiA til
um sjón þessa, aA þeir létu tafarlaust
vita í land.
Krían hefur yfirleitt sést hér-
lendis í byrjun maí og tekið sér ból-
festu við Tjörnina í Reykjavík
12.—14. maí ár hvert. Þótti varð-
skipsmönnum að vonum nokkuð tii
koma að sjá þennan boðbera vors-
ins á flugi a.m.k. 10 dögum fyrr en
venja ber til.
Að sögn Ævars Petersen, fugla-
fræðings hjá Náttúrufræðistofnun
íslands, hefur ekki spurst til kríu
svo snemma vors svo fullvíst sé.
Sagðist Ævar einu sinni hafa feng-
ið óyggjandi fréttir af kríu hér á
landi síðasta dag aprilmánaðar og
vissi hann ekki til þess, að hún
hefði sést fyrr. Hitt væri svo aftur
á móti afar algengt, að fólk ruglaði
saman kríu og hettumávi. Hvort
svo hefðu verið í þessu tilviki vissi
hann eðlilega ekki, en væri þetta
rétt væri krían vissulega óvenju-
lega snemma á ferðinni.
Fundur í flugmannadeilunni
FUNDUR í kjaradeilu flugmanna og
flugfélaganna verður haldinn hjá
ríkissáttasemjara árdegis { dag.
Ákveðið hefur verið að halda sátta-
fundi í deilunni f dag og á morgun;
einn fundur var haldinn í deilunni
fyrir páska.
Á fimmtudag kl. 15 verður hald-
inn þriðji fundurinn í kjaradeilu
leiðsögumanna og ferðaskrifstof-
anna og á föstudag er gert ráð
fyrir fundi í deilu bifreiðastjóra
hjá Landleiðum við stjórn fyrir-
tækisins. Þeirri deilu var vísað til
ríkissáttasemjara fyrir páskana.
Enn er ósamið í deilu Skip-
stjórafélags íslands við útgerðar-
félög þangflutningaskipsins
Karlseyjar og sementsflutn-
ingaskipsins Skeiðfaxa. Einnig er
ósamið við undirmenn á fiskiskip-
um. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis-
Rammagerð-
in hættir að
ramma inn
EFTIR 43 ár hefur Rammagerðin
hætt að ramma inn myndir.
Rammagerðin var stofnsett 1941 af
Jóhannesi Bjarnasyni og konu
hans, Guðríði Pálsdóttur. Fyrirtæk-
ið var í upphafi heimilisfyrirtæki og
unnu hjónin mikið við það sjálf.
Fyrirtækið breytti um svip er árin
liðu og tók að selja í ríkari mæli
ullarvörur og alls kyns gjafavörur.
Nú er svo komið að allri innrömm-
um hcfur verið hætt eins og fyrr
sagði.
Haukur Gunnarsson verslun-
arstjóri í Rammagerðinni sagði
að þessi ákvörðun hefði verið
tekin þar sem tæki til innrömm-
unar hefðu ekki verið endurnýjuð
undanfarin ár og nú hafi verið
svo komið að annað hvort hefði
orðið að kaupa ný tæki til að
fylgjast með þróuninni eða þá að
hætta. Haukur sagði að fólkið
sem unnið hefði við innrömmun-
ina, sumt í áratugi, ynni áfram
hjá fyrirtækinu. Þó sumt væri
orðið aldið að árum skilaði það
sínum dagsverkum vel. Haukur
sagði að fyrirtækið hefði haft
mikil og ánægjuleg samskipti við
listmálarana meðan enn var
verslað með málverk. Nú væri
þeirri verslun lokið. Hann sagði
að viðskiptavinir rækju upp stór
augu þegar í ljós kæmi að allri
innrömmum væri hætt sérstak-
lega vegna nafnsins en séð væri
um að vísa fólki á góða menn.
Haukur sagði að ullarvörurnar
yrðu æ fyrirferðameiri í rekstr-
inum og þær þyrftu mikið pláss.
Einnig yrði haldið áfram að
versla með gjafavörur og fleira.
Siglufjörður:
136 m skip
við mjöllestun
Siglufirrti, 24. aprfl.
STÆRSTA skip, sem lagst hefur
að bryggju á Siglufirði, er þessa
dagana að lesta 4.000 tonn af
loðnumjöli. Skipið, sem er frá
Júgóslavíu, er 6.800 lestir af stærð
og 136 metra langt. Búist er við að
skipið verði hér alla vikuna við
sáttasemjari, sagðist i gær reikna
með að þær samningaviðræður
færu í gang fljótlega.
Góð þátttaka var í hátíðahöldm á sumardaginn fyrsta þrátt fyrir óhagstætt veður. Minna var
um skrúðgöngur en á árum áður.
tóri suzuki
Nú eru allir Suzuki
bílar meö 6 ára
ryðvarnarábyrgð
Það er ótrúlegt en satt, að nýi rúmgóði, kraftmikli
Suzuki SA 310 er jafn sparneytinn og
Suzuki Alto, margfaldur íslandsmeistari
í sparakstri. Það gerir frábær hönnun.
- 4.2 lítrar á 100 km.
Reynsluaktu Suzuki SA 310 hjá okkur
það eru bestu meðmælin
Sveinn Egilsson
Skeifan 17 —Sími: 85100