Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984
37
ómetanlegur skóli, jafnframt því
sem hann og félagar hans unnu
þar þau vísindaafrek, sem lögðu
grunninn að síðari tíma rannsókn-
um og þekkingu á stóru sviði bú-
fjárræktar og halda munu nöfnum
þeirra lengi á lofti. En dýrmætust
hygg ég hafi orðið honum sú lífs-
reynsla, sem hann öðlaðist,
reynslan af því hverju vilji og
vinnusemi fengu áorkað, þrátt
fyrir fátækleg ytri skilyrði. Hann
lét aldrei aðstöðu- eða peninga-
leysi aftra sér frá að ráðast í þau
verkefni, er hann taldi þarfleg og
hafði áhuga á.
Sl. átta ár hef ég notið þess láns
að vera náinn samstarfsmaður
Halldórs Pálssonar, og ásamt fjöl-
skyldu minni tíður gestur á heim-
ili þeirra Sigríðar. Aðstoð hans við
mig í framhaldsnámi var ómetan-
leg og verður aldrei fullþökkuð.
Halldór var óhemjuduglegur mað-
ur, en jafnframt kröfuharður til
þeirra sem með honum unnu.
Sjálfur var hann alltaf tilbúinn að
fórna frítíma sínum, hvort heldur
var til eigin starfa eða í þágu sam-
verkamanna. Hann vildi aldrei
fresta viðfangsefnum, treysti því
ekki að morgundagurinn yrði
lengri en dagurinn í dag. Þrátt
fyrir krefjandi störf á skrifstofu
sinni, var heimilið honum annar
vinnustaður. Þar sat hann um
kvöld og helgar við útreikninga
eða ærbókafærslur og hafði yndi
af þeim störfum. í lífi Halldórs
var aldrei dregið tjald milli vinnu
og tómstunda. Hann hvíldi sig
aldrei svo djúpt að hugurinn
hvarflaði ekki að starfinu. Skap-
gerð hans var stórbrotin og oft
óútreiknanleg. Hann var ákaflega
glaðvær maður, gerði sér far um
hið spaugilega í lífinu og átti auð-
velt með að hrífa fólk með frá-
sögnum sínum og mannlífsmynd-
um. Hann sagðist aldrei hátta svo
að kvöldi, að ekki gæti hann hlegið
að einhverjum atvikum dagsins.
Halldór gat funað upp út af smá-
munum, en við stærri áföll sá eng-
inn honum bregða. Hann talaði
framan í fólk, gat verið stóryrtur
og sagt mönnum óspart til synd-
anna, hafði andúð á yfirdreps-
kurteisi og átti því ekki við allra
skap. Fljótur var hann til fyrir-
gefningar, og aldrei varð ég þess
var, að hann bæri langvarandi
kala til nokkurs manns.
Samstarf okkar Halldórs hefur
frá upphafi fléttazt vináttu og
nánum samskiptum við þau Sig-
ríði bæði. Á heimili þeirra höfum
við kona mín og dóttir tíðum notið
höfðinglegra veitinga, gleði og
velgjörða hvers konar. Sigga
frænka mín er einstök mann-
kostakona, margfróð og skemmti-
leg og á sinn þátt í því ekki síður
en Halldór hversu ánægjuleg öll
okkar kynni hafa verið. Þau hjón-
in voru samhent, heimili þeirra
fallegt en látlaust og sambúð
þeirra óvenju ástrík. Þau tuttugu
ár, sem Halldór lifði við skerta
heilsu hefur Sigríður annazt hann
af slíkri alúð og snilld að með ólík-
indum er. Fyrir hennar umhyggju
hélt hann starfsorku sinni svo lítt
skertri og svo lengi sem raun varð.
Á þessari stundu er okkur Möllu
efst í huga þakklæti til þessara
ágætu hjóna og sú ósk, að minn-
ingin um Halldór og allar þeirra
ánægjustundir megi styrkja Siggu
í söknuði hennar.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Það mun áreiðanlega ekki ríkja
sama glaðværðin í fjárhúsunum á
Hesti, þegar gemlingarnir verða
brennimerktir í vor eins og undan-
farin ár. Dr. Halldór Pálsson
fyrrverandi búnaðarmálastjóri,
t
Faðir minn,
ÞÓR HÓLMKELSSON,
Klapparstíg 5, Ketlavík,
varö bráðkvaddur að morgni mánudagsins 23. apríl.
Magnea Þórsdóttir.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
GUÐNÝ SIGRÍDUR KJARTANSDÓTTIR,
Víðihvammi 24, Kópavogi,
lést að morgni skírdags.
Jarösett veröur frá Fossvogskapellu föstudaglnn 27. apríl kl.
16.30.
Inga Sigríður Kristmundsdóttir,
Þorleifur Kj. Kristmundsson, Þórhildur Gísladóttir,
Elín Gísladóttir,
Sigríöur Hjartardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faöir okkar. RAGNAR KRISTJÁNSSON,
vörubifreiöastjóri,
andaöist 21. apríl. Ólafur Ragnarsson, Kristján Ragnarsson, Þorvaldur Ragnarsson.
t
Móðir okkar og tengdamóöir,
LAUFEY BRYNOÍS JÓHANNESDÓTTIR,
Garóastraati 43,
andaöist þann 20. apríl.
Jóhannes Örn Óskarsson, Ólöf Erla Kristinsdóttir,
Jóhann Erlendur Óskarsson, Lydia Edda Thejll,
Óskar Gunnar Óskarsson, Kolbrún Valdimarsdóttir.
sem skapaði þann skemmtilega
anda, er þar ávallt ríkti, er látinn.
Ég átti því láni að fagna — láni
sem seint verður fullþakkað — að
vera náinn samstarfsmaður Hall-
dórs við sauðfjárrannsóknir um
tuttugu ára skeið. Ég kynntist
Halldóri fyrst að ráði á hrútasýn-
ingum á Austurlandi haustið 1961.
Þessi fyrstu kynni mín vöktu þeg-
ar í stað aðdáun mína á gáfum,
áhuga, dugnaði og ósérhlífni Hall-
dórs. Ég minnist þess þegar við
komum í Heydali í Breiðdal að
kvöldlagi, eftir að hafa verið á
sýningum í Valla- og Skriðdals-
hreppum fyrr um daginn, þar sem
Halldór hafði mælt, vegið og
dæmt á annað hundrað hrúta, þá
beið okkar þar ein stærsta hrúta-
sýning haustsins með um 96 hrút-
um. Ég játa að mér fannst eigin-
lega nóg komið af hrútum þennan
dag, en það var greinilegt'að Hall-
dór hafði komist í feitt, enda fal-
legir hrútar í Breiðdal á þeim
tíma. Sýningunni lauk skömmu
eftir miðnætti, en þá var loks
komið að þeim dagskrárlið, sem
allir bændur biðu eftir, nefnilega
ræðu Halldórs. Hann tyllti sér á
garðaband og hóf að ræða um
fjárrækt og búskap af þeirri list,
sem enginn kunni nema hann,
enda urðu hrútasýningar Halldórs
ein helsta skemmtun bænda um
leið og þær voru gagnmerk
fræðsla um fjárrækt.
Ég vissi aldrei svo dauflega
samkomu, hvort sem var í fjár-
húsum, á ráðstefnum eða í veisl-
um, að Halldóri tækist ekki að
vekja áhuga og gleði, honum
fylgdi ávallt andríki, vit — og vit-
leysa — ef sá gállinn var á honum.
En vinnudeginum var hreint
ekki lokið þótt komið væri fram
yfir miðnætti. Eftir var að halda
tvær afkvæmasýningar, á Gilsá og
Gilsárstekk. Klukkan var langt
gengin í fjögur að morgni þegar
gengið var til náða á Gilsá. Onnur
sýning átti að byrja kl. 9 morgun-
inn eftir norður í Hjaltastaða-
þinghá.
Þannig hafði Halldór ferðast
um landið á hverju hausti í 25 ár,
fyrst á hestum, síðar í níðhöstum
jeppum og haldið hrútasýningar
við misjafnar aðstæður, stundum í
þurrum fjárhúsum, en miklu oftar
úti í blautum, forugum réttum í
risjóttum haustveðrum, þar sem
menn og skepnur óðu aurinn upp á
miðjan legg. Ekkert aftraði hon-
um frá að halda sýningu og kenna
bændum fjárval. Olmur vilji hans
til þess að hefja íslenska sauðfjár-
rækt og landbúnað til vegs og
virðingar var ódrepandi.
Halldór Pálsson varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1933. Hann var ágætur
námsmaður og jafnvígur á allar
námsgreinar. Hann innritaðist i
landbúnaðardeild Edinborgarhá-
skóla sama haust og lauk þaðan
BS-prófi vorið 1936. Vegna frá-
bærs námsárangurs vann hann til
tveggja ára styrks til framhalds-
náms. Hann valdi vaxtarlífeðlis-
fræði og kjötgæði sauðfjár sem
rannsóknarverkefni, þar sem
hann vissi að þar væri brýnna úr-
bóta þörf vegna vaxandi útflutn-
ings íslendinga á frystu lamba-
kjöti og harðrar samkeppni á
breska kjötmarkaðnum. I Edin-
borgarháskóla bauðst honum ekki
aðstaða til slíkra rannsókna, þar
sem hér var um tiltölulega nýtt
svið búfjárrannsókna að ræða.
Um þessar mundir fór mikið orð
af ágæti landbúnaðardeildar Cam-
bridgeháskóla, einkum lífeðlis-
fræðirannsóknum búfjár, er þar
voru stundaðar undir forystu John
Hammonds, hins fræga breska bú-
fjárlífeðlisfræðings. Ég veit að
Halldóri var mikið kappsmál að
komast þangað og það tókst hon-
um eftir nokkurt þóf. Þar stundaði
hann rannsóknir sinar undir leið-
sögn Hammonds. Landbúnaðar-
deild Cambridgeháskóla varð á
þessum tíma ein nafntogaðasta
miðstöð búfjárrannsókna í heim-
inum fyrir tilverknað hans og
nemenda hans, ekki síst þeirra
Halldórs Pálssonar, Nýsjálend-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Vegna sumarkomu og lengri sólargangs
færum við nú vinnudaginn örlítið til á sólarhringnum.
Við byrjum klukkan 8 á morgnana í stað 9 og lokum klukkan
16 í stað 17. Og þannig er ætlunin að hafa það fram að
fyrsta vetrardegi.
a*
AUCBLÝSINGAÞJÚNUSTAN HF