Morgunblaðið - 25.04.1984, Page 22

Morgunblaðið - 25.04.1984, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 fltargtntliIfifeUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakið. Lærdómsrík hagsaga Sjómaðurinn sem sóttur var á miðin út af Vestfjörðum er þarna fluttur í Borgarspítalann. MorgunblaÖid/Július Þrjú erfið sjúkraflug björg unarsveitar varnarliðsins Ræða dr. Jóhannesar Nordal á ársfundi Seðlabanka ís- lands staðfestir það sem al- mennt ætti að vera orðið ljóst að hagfræðin er að verulegu leyti úttekt á reynslu hins liðna sem síðan veitir vísbendingu um það hvert skynsamlegast sé að stefna til að viðhalda efna- hagslegu jafnvægi sem er for- senda afkomuöryggis. Þegar tekið er mið af því sem gerst hefur frá því að vinstri stjórnin settist að völdum að loknu tólf ára tímabili viðreisnar 1971 er ljóst að það er fyrst með rót- tækum efnahagsráðstöfunum þeirrar stjórnár sem nú situr að fótfesta skapast í viðureign- inni við verðbólguna. Sé sú staðreynd brotin til mergjar hljóta menn að staldra við það að þegar Framsóknarflokkur- inn, sem verið hefur við völd öll verðbólguárin, sættir sig við meginstefnu Sjálfstæðisflokks- ins í baráttunni við verðbólg- una verða umskiptin. Á þessa pólitísku staðreynd minntist Jóhannes Nordal að sjálfsögðu ekki í ræðu sinni en hann gat um þær efnahagslegu staðreyndir sem til álita koma þegar litið er yfir það tæpa ár sem liðið er frá því að stórislag- urinn við verðbólguna hófst: Vísitölubinding launa var af- numin og tekin var upp festa í gengismálum í kjölfar gengis- lækkunar, sem ætlað var að tryggja atvinnuvegunum viðun- andi rekstrargrundvöll. Jafn- framt var að því stefnt að stuðla að árangri þessara að- gerða með aðhaldi í opinberum útgjöldum og peningamálum. Tilgangurinn var að draga úr verðbólguhraða og koma á jafn- vægi í viðskiptum við útlönd og hemja þannig sívaxandi er- lenda skuldabyrði. Árangurinn lét ekki á sér standa eða eins og Jóhannes orðaði það: „Tókst með róttæk- um efnahagsaðgerðum bæði að bæta stórlega viðskiptajöfnuð- inn við útlönd og draga hraðar úr verðbólgunni en ég þekki dæmi til við svipaðar aðstæð- ur.“ Seðlabankastjóri benti réttilega á að þessi mikli árang- ur hefði kostað fórnir í lífskjör- um og neyslu í bili en hann hefði, þótt ótrúlegt mætti virð- ast, náðst án teljandi atvinnu- leysis umfram það, sem beint stafar af aðstæðum í sjávarút- veginum. Með hliðsjón af þessum árangri benti Jóhannes Nordal að sjálfsögðu á hætturnar sem það hefur í för með sér að taka að nýju upp vísitölubindingu launa og lausbeislaða skrán- ingu á gengi sem hófst á vinstristjórnarárunum 1971 til 1974. Undir þessa ábendingu ber að taka. Almenningur hefur axlað töluverðar byrðar í átökunum við verðbólguna með sýnilegum og ótrúlegum árangri. En hvað um ríkissjóð og bankakerfið? Hefur verið haft uppi nægilegt aðhald í opinberum útgjöldum og peningamálum? Lýsingar Jóhannesar Nordal gefa það síður en svo til kynna. Á báðum þessum sviðum er þörf á því að brjótast út úr viðjum. Jóhannes Nordal kenndi vanda ríkissjóðs við „sjálfheldu velferðarríkis- ins“ og sagði að í sviptibyljum undanfarið hefðu komið í ljós veikleikar í uppbyggingu bankakerfisins. Hér er vakið máls á atriðum sem stjórn- málamenn og embættismenn geta ekki vikið sér undan. Hið æskilega og nauðsynlega jafn- vægi skapast ekki fyrr en á þessum málum hefur verið tek- ið með sömu hörku og verðbólg- unni — hagsagan á eftir að kenna þeim það sem viður- kenna þetta ekki nú þegar. Samkeppni um sparifé Jóhannes Nordal vék að sam- keppninni um sparifé lands- manna sem nýlega er hafin og sagði að Seðlabankinn teldi það hlutverk sitt við þessar aðstæð- ur „að leitast við að beina þróuninni á réttar brautir án þess að hefta þær breytingar í átt til frjálsara vaxtakerfis, sem nauðsynlegar eru“. Eins og málum er háttað eiga við- skiptabankarnir í raun allt sitt undir Seðlabankanum og það verður því hann sem markar hinar „réttu brautir" en ekki samkeppni milli banka, það er að segja markaðurinn. Meginregla Seðlabankans er sú að hækka megi vexti á inn- lánum en ekki útlánum. Það á að ráðast af innviðum banka- kerfisins og rekstrarafkomu einstakra banka hvað þeir geta boðið viðskiptavinum sínum góð innlánskjör. Þetta er í sjálfu sér skynsamleg regla. En er hún nauðsynleg? Og er nauð- synlegt að Seðlaþankinn banni viðskiptabönkum að færa fé sparifjáreigenda á milli reikn- inga þannig að traustustu viðskiptavinirnir njóti ávallt bestu kjara? Til að þau orð Jóhannesar Nordal rætist að bankakerfið verði „leiðandi afl í því að opna hagkerfið" er sú leið áreiðan- lega affarasælust að markaður- inn ákveði hinar „réttu brautir" til dæmis með aðhaldi sem sé sambærilegt við þann ásetning að halda gengi krónunnar inn- an settra marka hvað sem á dynur. „BJÖRGUNARSVEIT varnarliðsins fór þrjár björgunarferðir um pásk- ana. Björgunarþyrla sótti akureyrsk- an pilt, sem fengið hafði hastarlegt botnlangakast, upp á hálendið; sjó- mann af togaranum Framnesi út af Vestfjörðum, en hann hafði fengið hjartaáfall; og sovéskan sjómann með alvarlega heilahimnubólgu. Björgun þessara manna tókst mjög vel og samstarfið við varnarliðið var eins og best verður á kosið,“ sagði Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags íslands í samtali við blm. Mbl. Klukkan 21.20 síðasta vetrardag barst Slysavarnafélagi íslands beiðni um aðstoð. Fimmtán ára gamall piltur, sem staddur var í tjaldi ásamt tveimur félögum sín- um um 13 kílómetra norður af Hveravöllum, hafði fengið botn- langakast. Pilturinn var í hópi 20 skáta á leið suður Kjöl. Læknir piltsins á Akureyri taldi brýna nauðsyn að koma piltinum undir læknishendur. Þegar var haft samband við varnarliðið, en þá gekk á með hríðaréljum. Þyrla varnarliðsins hóf sig á loft klukk- an 22.19 og var fyrirhugað að fljúga að Hveravöllum og sækja leiðsögumann. En klukkan 22.50 varð þyrlan að snúa við vegna hríðarveðurs og ísingar. Ákveðið var að fresta aðgerðum þar til daginn eftir, sumardaginn fyrsta. Þyrlan fór í loftið klukkan 04.30 að morgni sumardagsins fyrsta og lenti á Hveravöllum klukkan 05.48 og sótti leiðsögu- mann. Síðan var farið sem leið lá að tjaldi piltsins og hann sóttur. Til Reykjavíkur kom þyrlan rétt um klukkan sjö og flutti piltinn í sjúkrahús. Pilturinn var skorinn upp samdægurs og reyndist botn- langi hans mikið bólginn, en hon- um líður nú vel. Laust eftir klukkan 15 á föstu- daginn langa barst slysavarnafé- laginu beiðni frá togaranum Framnesi um að 32 ára gamall skipverji, sem fengið hafði hjarta- áfall, yrði fluttur í sjúkrahús. Togarinn var staddur um 70 sjó- mílur vestur af Látrabjargi. Þegar var haft samband við varnarliðið og fór þyrla í loftið um klukkan 16. Tankvél fór með henni, vegna hinnar miklu vegalengdar. Flugið vestur gekk vel, og greiðlega gekk að koma sjómanninum um borð í þyrluna. Vegna bilunar varð þyrl- an að koma við á ísafirði og taka þar eldsneyti, en eldsneytismót- taka hennar hafði bilað, en yfir Djúpi hafði tekist að gera við bil- unina og tók þyrlan því eldsneyti á flugi og hélt áleiðis suður. Hún lenti við Borgarspitalann klukkan 20.15 og var skipverjinn lagður inn. Annan dag páska um klukkan 14.30 kom þriðja kallið, nú frá sov- ésku verksmiðjuskipi, sem statt var um 240 mílur suð-vestur af Reykjanesi. Sjómaður hafði fengið alvarlega heilahimnubólgu og þurfti nauðsynlega að komast undir læknishendur. Þoka grúfði yfir miðunum, en þrátt fyrir það var ákveðið að freista þess að sækja sjómanninn. Þyrla lagði af stað ásamt Hercules-tankflugvél og var yfir sovéska togaraflotan- um um klukkan 18. Þá var svarta þoka á miðunum og ekki gerlegt að ná sjómanninum upp í vélina. Þyrlan hringsólaði yfir skipunum til klukkan 20.50. Þokunni hafði ekki létt og ákveðið var að snúa til Keflavíkur en sækja manninn daginn eftir. I samráði við sovéska sendiráðið í Reykjavík var ákveðið að sjó- maðurinn yrði fluttur um borð í minni togara — um þrjú þúsund lesta verksmiðjuskip og skyldi siglt áleiðis í land. Um klukkan 6.30 í gærmorgun var skipið um 130 sjómílur undan landi. En vegna þoku í Keflavík og yfir skip- inu var ekki hægt að leggja upp. Loks upp úr hádegi hafði létt svo til þyrlan gat hafið sig til lofts, þrátt fyrir slæmt skyggni bæði í Keflavík og yfir skipinu. Um klukkan 14 var þyrlan yfir skipinu og fóru tveir sjúkraliðar um borð og hlúðu að manninum og sáu um flutning um borð í þyrluna. Það gekk greiðlega og lenti þyrlan við Borgarspítalann um klukkan 15.50 í gær og var manninum komið undir læknishendur. Þess má geta að á vegum Slysa- varnafélags íslands var stúlka, sem hafði slasast í umferðarslysi í Eldgjá, sótt austur á Kirkjubæj- arklaustur á fimmtudag. Það var vél frá Sverri Þóroddssyni sem sótti stúlkuna og kom henni undir læknishendur. „Biðin eftir björgun þolanleg“ ÓLAFUR Pétursson, skáti á Akur- eyri, varó fyrir því óláni að fá botn- langakast er hann og fleiri skátar voru á leið á dróttskátamót á Hveravöllum um helgina. Ólafur, sem er 16 ára, var sóttur á þyrlu varnarliðsins og fluttur á Landa- kotsspítala þar sem botnlagninn var tekinn úr honum. „Það var á þriðjudagskvöld að ég fyrst kenndi mér meins,“ sagði Ólafur í spjalli við Mbl. „Vorum við þá staddir um 10 km frá Hveravöllum. Miðvikudagsmorg- uninn leið mér mun verr og var þá einn sendur út af örkinni að sækja hjálp á Hveravelli. Heima- fólk á Hveravöllum sfmaði eftir aðstoð og hafði ég spurnir af því að reynt hefði verið að ná í mig á jeppa og þyrlu. Aldrei sást til jeppans, en þyrlan gerði tvær lendingartilraunir. Sú fyrri mis- Morgunblaðið/Hrólfur Brynjólfsson Þyrla varnarliðsins norður af Hveravöllum, en þangað var sóttur sjúkur piltur. fórst, annaðhvort vegna dimm- viðris eða ísingar, en að morgni skírdags tókst þeim að lenda þyrlunni og var ég þá fluttur á Landakotsspítala. Biðin eftir björgun var alveg þolanleg. Ég lá í svefnpoka inni í tjaldi og það vel var frá tjaldinu gengið að veðurs varð ekki vart,“ sagði Ólafur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.