Morgunblaðið - 25.04.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984
29
sem einnig var eyfirskrar ættar,
fæddur að Möðruvöllum í Hörg-
árdal 7. apríl 1896. Var Steinarr
lengi verslunarstjóri í útibúi
Kaupfélags Borgfirðinga í Reykja-
vík en starfaði síðan um margra
ára skeið í Útflutningsdeild Sam-
bands ísl. samvinnufélaga, uns
hann lét af störfum þar fyrir ald-
urs sakir. Steinarr og Ása eignuð-
ust fimm börn. Tvær stúlkur
misstu þau fárra daga gamlar, en
upp komust þrír synir. Elstur er
Leifur, vélfræðingur hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur; hann
var kvæntur Jónínu Steingríms-
dóttur, sem lést árið 1966. Af sex
dætrum þeirra hjóna eru tvær
látnar. Seinni kona Leifs er Ingi-
björg Brynjólfsdóttir frá Hlöðu-
túni í Borgarfirði. Næstelstur er
Atli, lengi blaðamaður og nú
fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu;
kona hans er Anna Bjarnason,
læknafulltrúi, dóttir Gunnars
Bjarnasonar, fyrrum skólastjóra
Vélskólans; eiga þau 2 dætur og 2
syni. Yngsti sonurinn er Bragi,
vararíkissaksóknari; kona hans er
Ríkey, hjúkrunarfræðingur, dóttir
Ríkarðs Kristmundssonar, kaup-
manns í Reykjavík; þau eiga tvo
syni og eina dóttur.
Þegar Ása lést voru barna-
barnabörn hennar orðin tuttugu
og fjögur.
Á þessari kveðjustund vakna
upp í huga mér margar góð-
ar minningar frá vetrinum
1949—1950, en þann vetur má
segja að ég hafi verið gestur í húsi
þessarar góðu konu og manns
hennar. Á þessum löngu liðnu
dögum var öldin önnur í húsnæð-
ismálum Reykvíkinga. Möguleikar
utanbæjarpilta til skólavistar í
borginni réðust þá stundum af því,
hversu til tókst með útvegun á
samastað. Fyrir vináttutengsl við
Atla Steinarsson, skólabróður
minn, réðust málin svo þetta
haust, að ég gerðist leigjandi að
Hofteigi 14, en í því húsi stóð
heimili þeirra Ásu og Steinars um
áratuga skeið.
Það var hressilegur myndar-
bragur yfir þessu heimili. Sveita-
dreng að vestan fannst eins og þar
lægi í loftinu andblær af norð-
lenskri menningu og liklega hefur
meginástæðan verð skýrt og fag-
urt tungutak húsráðenda, sem bar
uppruna þeirra fagurt vitni.
Þarna var mér strax tekið eins og
væri ég einn af fjölskyldunni, og
þó að ég væri til fæðis annars
staðar í borginni, leið víst aidrei
svo dagur, að ekki þægi ég ein-
hvern beina af sameiginlegu borði
þessarar gestrisnu fjölskyldu.
Ása Sigurðardóttir var kona
hispurslaus í fasi og glaðleg í við-
móti og þessir eiginleikar í skap-
höfn húsfreyju settu svip sinn á
heimilisbraginn á Hofteigi 14.
Heimilisfaðirinn var víðlesinn og
manna fróðastur um menn og
málefni og minnist ég enn margr-
ar skemmtilegrar umræðu, sem
þarna var háð. Þegar þessi góðu
hjón hafa nú bæði safnast til feðra
sinna, er mér efst í huga þakklæti
til þeirra beggja fyrir vináttu
þeirra og gestrisni. Sambandi
mínu við þau var sem betur fer
ekki lokið vorið 1950. Atvikin hög-
uðu því svo til, að fundum okkar
bar nógu oft saman gegnum árin
til þess að vináttutengslum þeim,
sem til var stofnað á skólaárum
mínum, var við haldið. Þegar við
hjónin hittum Ásu í síðasta sinni,
voru liðin rétt 30 ár frá því ég
hafði verið vetrargestur í húsi
hennar. Hún hafði þá fimm ár um
áttrætt og ég undraðist hversu vel
hún bar háan aldur. Þessi marg-
reynda kona, sem skilað hafði
margföldu dagsverki.
Heimilisfólkið á Hofteigi 14
kunni vel að meta góðan skáld-
skap. Eitt kvöld um vorið varð ein-
hver til þess að lesa upphátt ís-
lenzkt vögguljóð eftir Halldór
Laxness, stundum nefnt vögguljóð
á Hörpu. Húsfreyja hafði við orð,
að hér væri vel kveðið, en síðasta
erindið í þessu fagra kvæði hljóð-
ar svo:
Lokað
veröur frá kl. 13.00 í dag, miövikudaginn 25. apríl,
vegna útfarar EIRÍKS ÁGUSTSSONAR, kaupmanns.
Leikbær,
Reykjavíkurvegi 50.
Lokað
veröur í dag, miðvikudaginn 25. apríl, vegna útfarar
EIRÍKS ÁGUSTSSONAR, kaupmanns.
R.A. Eiríksson,
heiidverzlun,
Laugavegi 18a.
Einsog hún gaf þér íslenskt blóð,
ungi draumsnillingur,
megi loks hin litla þjóð
leggja á hvarm þér fingur,
— á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufið syngur.
Á öndverðri Hörpu hafa börn
þessarar góðu konu lagt fingur í
hinsta sinn á hvarm móður sinni.
Hörpulaufið er tákn vorkomunnar
og innan tíðar mun það teygja
fyrstu sprota sína í átt til birtu og
sólar. Til þessarar sömu áttar er
heitið þeirri ferð Ásu Sigurðar-
dóttur, sem nú er hafin. Við hjón-
in biðjum henni fararheilla og
vottum börnum hennar og öðrum
ástvinum dýpstu samúð.
Sigurður Markússon
Meira en aldarfjórðungur er nú
liðinn síðan við fyrst kynntumst
Ásu Sigurðardóttur, sem við
kveðjum nú hinstu kveðju. Er
kynnin hófust var Ása komin
talsvert yfir miðjan aldur. Þau
efldust brátt jafnframt nánu sam-
starfi í vissum verkefnum við síð-
ari eiginmann Ásu, Steinarr St.
Stefánsson, og þróuðust brátt til
góðrar vináttu. Þá þegar sann-
færðumst við um, að hér var á ferð
sönn kvenhetja, gædd orku-
þrungnum athöfnum í hverju
hlutverki.
Með vaxandi kynnum óx að
sama skapi virðing okkar og að-
dáun fyrir fágætri orku og afköst-
um mikilhæfrar konu. Þá hafði
hún í forsjá heimilishalds eigin-
mann og þrjá syni á menntaleið-
um, en tvö börn af fyrra hjóna-
bandi höfðu þá þegar forsjá eigin
heimila.
Fljótlega færðust í hendur hús-
móðurinnar aukastörf, sem í
okkar sjónmáli auglýstu dáðir og
hetjulund þegar hún flokkaði und-
ir skyldustörf sín annir við upp-
eldi sonardætra sinna, er misstu
móður sína eftir langa og þunga
þjáningatíð á sjúkrahúsum. Þá
bættust störf ömmunnar við hlut-
verk móðurinnar á efri hæð húss-
ins nr. 14 við Hofteig í Reykjavík.
Jafnframt og fjölgandi aldursár
hlutu að takmarka lífsþrótt í orði
og á borði, virtist svo sem hlut-
verk ömmunnar mótaði aukið afl
til afhafna í önn dagsins, nokkuð
sem hlaut að vekja aðdáun okkar
og margra annarra og meta verkin
til afreka.
Andlegt og líkamlegt atgjörvi
hlaut við nefnd skilyrði í önn
dagsins, að verða strengt til hins
ítrasta, en skylduræknin og ætt-
ræknin voru í fyrirrúmi og hjá því
gat ekki farið, að sérhver áhorf-
andi hlaut að líta afrek móðurinn-
ar og ömmunnar með sérlegri
lotningu.
Aðeins kvenhetjur með óvenju-
legt þrek og þor, bera gæfu til að
standast slíkar þrekraunir og eril
á efri árum. Að þarna var allt
unnið með ráðdeild og rausn, það
gátum við staðfest með vaxandi
kynnum og traustri vináttu. Vit-
andi það, að ævi Ásu hafði ekki
alltaf verið „dans á rósum“, hlaut
sérhver að bera virðingu fyrir at-
gjörvi hennar, þegar svo virtist
sem hún efldist við herja and-
spyrnu í stormum lífsins uns sigri
var náð.
Svo hlaut þó að fara að lokum,
eins og gerist á öllum lífsins leið-
um, að þrek og þol minnkaði og
þvarr að genginni langri leið um
vegu elliskeiðsins. Rás viðburð-
anna og þungar öldur á lífsins
ólgusjó slævðu þrekið og heilsu-
farið stóðst ekki lengur aflraun-
irnar á skeiðvelli lifsins. Háöldruð
konan hlaut að lúta veldi örlag-
anna og bugast að lokum. Nú er
hún öll, þessi drengskapar- og
dáðakona.
Með kæru þakklæti fyrir alúð,
ágæt kynni og mikla vinsemd í öll-
um samskiptum okkar, flytjum
við nú hinstu kveðju kvenhetjunni
Ásu Sigurðardóttur:
„Farðu í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
Thora og Gísli
estmannaeyjum
Dreifingu annast
HEILDVERSLUN
Sundaborg 1. sími 687366
CK
O
RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA VEITA YLINN.
OFNASMÐJA NORÐURLANDS
FUNAHÖFÐA 17 - v/ÁRTÚNSHÖFÐA
SÍMI 82477 - 82980 -110 REYKJAVÍK