Morgunblaðið - 25.04.1984, Page 35

Morgunblaðið - 25.04.1984, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 35 áhugamál hennar verði henni styrkur nú er hún stendur sem ekkja öðru sinni á lífsleiðinni. Að lokum vil ég þakka Halldóri Pálssyni langa og dygga þjónustu við íslenskar landbúnaðarrann- sóknir. Persónulega þakka ég ald- arfiórðungs vináttu. Eg, kona mín og bórn sendum frú Sigríði og öðrum vandamönn- um Halldórs einlægar samúðar- kveðjur. Gunnar Ólafsson Vor er í lofti og á sama tíma búum við okkur undir að kveðja dr. Halldór Pálsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóra, hinztu kveðju þessa heims, en hérvistardögum hans lauk snögglega hinn 12. apríl síðastliðinn. Er nú horfinn af sjónarsviðinu einn af merkustu sonum okkar þjóðar. Halldór átti að baki langt og giftudrjúgt starf að íslenzkum landbúnaðarmálum. Hann hafði að miklu leyti dregið sig í hlé frá opinberum störfum, en var þó síður en svo setztur í helgan stein. Héldum við öll, að mikils mætti vænta af honum enn um ókomin ár fyrir þjóðarhag. En nú hefur sól brugðið sumri. Við vorum ungar að árum er við kynntumst fyrst Halldóri Páls- syni, en faðir okkar og Halldór voru bræðrasynir. Á æskuheimili okkar bar hann oft að garði, og var hann ætíð aufúsugestur hjá foreldrum okkar á Hverfisgötu 12. Kynni okkar og samverustundir hin síðari ár hafa verið afar ljúf og lærdómsrík. Halldór var heill hafsjór af fróðleik um ættir manna, menn og málefni. Hann hafði óbrigðult minni og mikla frásagnargáfu, svo að unun var að sitja við fótskör hans og hlýða á. Löngu liðnir dagar og látið fólk glæddust lífi á nýjan leik. Halldór hafði og mikla kímnigáfu og næmt auga fyrir hinu spaugilega við til- veruna. Hann var hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. En óhjákvæmilegt er að minnast Halldórs án þess að geta hans góðu konu, Sigríðar Klemensdótt- ur, en hjónaband þeirra var ein- staklega farsælt, auðkenndist af gagnkvæmu trausti, virðingu og nærgætni. Heimili þeirra er með miklum menningarbrag, þar sem bækur eru í öndvegissessi. Það ber smekk og snyrtimennsku þeirra fagurt vitni. Það er margs að minnast og við erum þakklátar fyrir margar ánægjulegar sam- verustundir með góðum frænda. Nú á sumri komanda höfðum við ættmenni hans í hyggju að efna til hópferðar um Húnaþing undir leiðsögn hans. Höfðum við hlakk- að mikið til þessarar ferðar. En einhvern veginn hélt Halldór nú, að þessi ferð yrði ekki farin. Eig- inlega öllum að óvörum er Halldór lagður upp í aðra ferð til nýrra heimkynna. Leiðir skilur nú að sinni og við kveðjum kæran frænda og þökkum honum fyrir allt, sem hann var okkur. Frú Sig- ríði sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Helga og Valgerður Það mun hafa verið um miðjan júní 1945 að fundum okkar Hall- dórs Pálssonar fv. búnaðarmála- stjóra bar saman fyrst. Við höfð- um ekki hist á skólaárum okkar, m.a. vegna þess að heimsstyrjöld- in síðari króaði mig af i Dan- mörku, þar til stríðinu lauk, og það var því með nokkurri eftir- væntingu, sem ég bar í brjósti, er ég hitti hina ungu velmenntuðu búfræðinga og hæfileikamenn, sem höfðu hafið störf undanfarinn áratug við stofnanir landbúnaðar- ins í Reykjavík og nágrenni. Suma þessara manna þekkti ég lítillega frá námsárunum, en þarna birtust þeir mér í skörpu ljósi heimkomu minnar, eftir hin myrku stríðsár í Danmörku. Engri rýrð er kastað á neinn þeirra, þó að mér fyndist þá strax Halldór Pálsson bera af öllum ís- lenskum búfræðikandídötum að gáfum og þekkingu, og síðar varð mér ljóst, að eldlegur áhugi hans fyrir umbótum í íslenskum land- búnaði, ásamt þrautseigju og dugnaði, gerðu hann að þeim af- reksmanni, sem bændur landsins og fjölmargir aðrir kynntust á til- tölulega langri og mjög starfsamri æfi. Fljótlega eftir heimkomu mína 1945 tókst náið samstarf með okkur Halldóri, fyrst og fremst á sviði sauðfjárræktarinnar, en Halldór var sauðfjárræktarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands frá árinu 1937 til 1962 eða í 25 ár. Mér var það fljótlega ljóst, að þar var enginn meðalmaður á ferð. Hann var fæddur fjármaður, harðglögg- ur svo að ótrúlegt mátti teljast, sá og skyldi á augabragði eiginleika hvers einstaklings, sem leiddur var fram fyrir hann, og var ómyrkur í máli að kveða upp hnífskarpa dóma á stundinni og kveða þar fast að orði um kosti og iesti, hver sem í hlut átti. Logn- molla þekktist aldrei í návist Halldórs Pálssonar og skal játað, að mér þótti hann stundum full óvæginn í dómum, en síðar varð mér ljóst, að Halldór hafði sem fyrirmynd að framtíðar kindinni íslensku, bestu kjöteiginleika bresku sauðfjárstofnanna eins og t.d. hjá sauth-down- og cheviot- stofnunum og því var hér mikið verk að vinna. Jafnframt sauðfjárráðunauts- starfinu gegndi Halldór einnig ýmsum mjög tímafrekum og vandasömum störfum. Þannig var hann samtimis sérfræðingur í bú- fjárrækt við Atvinnudeild Háskól- ans, öll þessi ár, sem hann var sauðfjárræktarráðunautur og ennfremur forstöðumaður Búnað- ardeildarinnar mest allan þann tíma. Árið 1945 fékk Halldór því komið í kring, að sett var á stofn Fjárræktarbúið á Hesti í Borgar- firði og starfrækt af Atvinnudeild Háskólans og síðar af Rala. Þessi stofnun var undir yfirstjórn Hall- dórs í yfir 30 ár og eftir að hann lét af störfum sem búnaðarmála- stjóri 1980 vann hann ósleitilega að rannsóknastörfum við þá stofn- un til hinstu stundar. Það er skemmtilegt að hugsa til þess að Halldóri og samstarfs- mönnum hans tókst í ræktunar- starfinu að fá fram einstaklinga, sem nálguðust mjög að kjötgæð- um þá fyrirmynd, sem stefnt var að í upphafi starfsins um 1940. Fyrir þremur árum var svo komið á, mest fyrir áeggjan Halldórs, samstarfi milli allra sauðfjársæð- ingarstöðvanna og Hestbúsins á þann veg, að stöðvarnar tækju við árlega afkvæmadæmdum hrútum frá Hesti og notuðu þá til skiptis á sæðingarstöðvunum. Með þessu móti njóta allir landsmenn fjár- ræktarstarfsins á Hesti og nú þeg- ar er komið í ljós, að mjög mikill árangur ætlar að verða af þessu starfi. Til þess að fá ræktunarstarf sauðfjárins á sem breiðastan grundvöll vann Halldór að því að koma á sauðfjárræktarfélögum um allt land, með það að mark- miði að rækta upp samtfmis i stofninum betra kjöt og ull um leið og afurðasemi, hreysti og dug- naður yrði ekki látinn verða út- undan i ræktunarstarfinu. Margar minningar leit^i á hug- ann frá þeim tímum, þegar við Halldór vorum að stofna fjár- ræktarfélög hér á mínu starfs- svæði, oft fótgangandi i alslags veðri og stundum var ekki komið í náttstað til gistingar fyrr en þrjú að nóttu. Þessi kraftur og áhugi kveikti áhugabál meðal bænda fyrir fjárræktarstarfinu og það varð almennt og svo árangursríkt að allir sjáandi fá það nú séð. Á fyrstu árum Framhaldsdeild- arinnar á Hvanneyri kenndi Hall- dór við deildina sauðfjárrækt og lífeðlisfræði. Ég held að hann hafi kennt 5 fyrstu árgöngunum sem útskrifuðust þaðan. Það féll i minn hlut að vera prófdómari á Hvanneyri í sauðfjárrækt þessi ár, og þori ég að fullyrða, að þessir piltar voru óvenju vel undirbúnir að gegna störfum í sauðfjárrækt, enda hafa margir þeirra orðið snjallir sauðfjárdómarar og vel- starfandi ráðunautar. Til viðbótar kom það líka til, að Halldór fékk marga unga búfræðinga og bú- fræðikandidata til starfa með sér í fjárragi og kjötrannsóknum á Hesti, og þar fengu margir menn mikilsverða kennslu og áhuga- vakningu. Það er erfitt að hugsa til þess, að slíkar heimsóknir að Hesti verða ekki framkvæmdar með sama hætti framar, þó að ég treysti því, að sú mikilvæga starf- semi megi halda þar áfram og blómgast. Halldór kom því í kring, að ís- land gengi í Búfjárræktarsam- band Evrópu. Ég hygg, að ég hafi ásamt nokkrum starfsbræðrum farið 6 eða 7 sinnum á ársþing þessara samtaka og oftast farið i einhverja fræðsluför að þinginu loknu. Halldór Pálsson mætti þarna jafnan og var þar hrókur alls fagnaðar og i miklu áliti vegna visindastarfa sinna, bæði fyrr og siðar, því að hann var allt- af duglegur að skrifa og flytja fyrirlestra við erlenda háskóla og kynna sínar skoðanir og störf. Á þessum árum kynntist ég því, að meðal eriendra visindamanna á sviði sauðfjárræktar er vel fylgst með islenskum rannsóknum og skapast hafa tengsl vináttu og þekkingarmiðlunar á þessu sviði og átti Halldór drýgstan þátt í að koma þeim á. Árið 1962 tók Halldór Pálsson við starfi búnaðarmálastjóra. Hér opnaðist nýtt svið fyrir fjölþætta hæfileika hans, og tel ég að Bún- aðarfélag íslands hafi aukið mjög mikið starfsemi sína og vaxið í áliti þau 18 ár sem Halldór var búnaðarmálastjóri, en hann sagði starfinu lausu vegna heilsubrests árið 1980. Ég og margir sam- starfsmenn hans sáum eftir hon- um úr þessu embætti, og hvöttum hann til að gegna því lengur, en honum varð ekki þokað. Halldór gat aldrei hlíft sér i nokkru starfi en það óttaðist hann, að hann þyrfti að gera, ef hann héldi áfram að starfa sem búnaðar- málastjóri. Hann vissi, að margt var enn ógert í sambandi við til- raunastörfin á Hesti í Borgarfirði, sem hann hafði ætlað sér að Ijúka og svo stóð alltaf til að sinna rit- störfum meira en timi hafði gefist til, og að þessu hefur hann unnið þessi tæplega fjögur ár, sem liðin - eru síðan, og var hann enn mikil- virkur við þau störf eins og jafnan áður. Hann var einnig ennþá í stjórnum nokkurra félaga og tók þátt í ýmsum mikilvægum nefnd- ar- og stjórnarstörfum. Sumum þótti Halldór Pálsson hrjúfur í viðmóti og harður í horn að taka. Það var hann þó alls ekki að öðru leyti en því, að hann barð- ist ætíð hart fyrir því, sem hann vissi réttast og í ræðu og riti fékk SJÁ NÆSTU SÍÐU Tire$tone S-211 ER FJÖLS DA HPi OÐRA HJÓLBARÐA VIRÐI ? Firestone S-211 radial hjólbarðarnir eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan. Firestone S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki. Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist og endist. .. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 Kópavogi Sími 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.