Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984
hið fjölþætta ímyndunarafl hans
honum í hendur hárbeitt vopn,
sem hann beitti, ásamt meðfædd-
um húmor og bersögli, þannig að í
svip gat sviðið undan.
ftitt var miklu ríkari þáttur í
fari hans, hjálpsemi við þá, sem
áttu í erfiðleikum eða stóðu höll-
um fæti. Og ekki hef ég þekkt
barnbetri mann en hann, og vil ég
í því sambandi minnast þess hve
góður hann var mínum börnum,
og veit ég að fleiri en þau hugsa nú
til hans þakklátum huga.
Halldór Pálsson var mikill
gæfumaður og fann það og hafði
orð á því, þó að hann yndi því að
vísu illa að heilsubrestur ylli því
að hann varð að fara varlega á
ýmsan hátt síðustu 20 ár ævinnar.
En hann var sá gæfumaður að
eignast þá konu sem hann unni
allt frá skólaárum, Sigríði Klem-
ensdóttur frá Húsavík, og voru
þau einstaklega samhent bæði á
heimili sínu, þegar gesti bar að
garði og einnig á ferðalögum,
jafnt innan lands sem utan. Sig-
ríður var alltaf með Halldóri eftir
að heilsan bilaði og gætti hans og
hjálpaði honum á allan hátt.
Við hjónin vorum oft með þeim
á ferðalögum bæði hér heima og
erlendis og eigum margar ógleym-
anlegar minningar frá þeim ferða-
lögum. Okkur verður nú þessa
dagana hugsað til Sigríðar í henn-
ar miklu sorg, því að hún hefur
svo mikið misst, að engin huggun-
arorð finnast. Ekkert nema það,
að Halldór var sá gæfumaður,
þrátt fyrir heilsubrest, að ljúka
þvílíku ævistarfi, að líkja má því
við mörg Grettistök, og við brott-
fall hans fylgja honum hvarvetna
af landsbyggðinni, allstaðar að af
landinu, innilegar þakkir og sam-
úðarkveðjur til allra aðstandenda
hans.
Ég kom einu sinni með Halldóri
að Guðlaugsstöðum og gisti þar.
Faðir hans var þá enn við góða
heilsu og þeir töluðust lengi við,
því að Halldór var skilningsgóður
á öll vandamál manna og skepna,
bæði heima á Guðlaugsstöðum og
í sveitinni. Ég fann þá að þar átti
hann svo djúpar rætur að þær
mundu aldrei slitna. Halldór var
alla tíð sami sveitamaðurinn, sami
Húnvetningurinn. Það sýndi hann
með málfari sínu og hugðarefnum.
Þó að hann væri einnig heims-
borgari og hann nyti sín vel í sam-
kvæmislífi höfuðborgarinnar og í
ráðstefnusölum heimsborganna,
var hugurinn bundinn átt-
högunum.
Mér finnst því gott að vita, að
Halldór á nú að leiðarlokum eftir
að halda heim að Guðlaugsstöðum
eftir langa ferð, frægðarför til
annarra landa og um íslenskar
byggðir. Hann kemur nú heim í
föðurtún hlaðinn heiðri og þökk-
um samtíðarmanna sinna.
Hjalti Gestsson
Halldór Pálsson átti sér enga
líka. Lífsfjör hans og lífsgleði var
slík að hún lyfti upp hverjum
kaffitíma hvað þá meiri sam-
kvæmum sem hann tók þátt í.
Starfsorka hans og starfsvilji var
með fádæmum. Halldór var afar
stjórnsamur. Hann axlaöi að fullu
þá ábyrgð sem hann tók á sínar
herðar og ákvað það sem honum
þótti réttast án tillits til þess
hvort ákvarðanir hans væru vin-
sælar eða ekki.
Halldór var flestum mönnum
hreinskilnari og hreinskiptnari.
Hann lét falla lof og last um menn
og málefni í viðurvist þeirra.
Hann hlaut iðulega af því óvin-
sældir um sinn, einkum meðal
þeirra sem þekktu hann minnst,
en þeir sem þoldu honum þetta
ekki þekktu hann lítið.
Störf Halldórs að sauðfjárrækt
munu halda nafni hans Iengst og
hæst á lofti. Þar var hlutur hans á
heimsmælikvarða. Vísindastörf-
um sínum fylgdi hann eftir í starfi
sauðfjárræktarráðunautar um
áratuga skeið þar sem smitandi
áhugi hans og fjör leiddi af sér
byltingu í ræktun íslenska sauð-
fjárstofnsins.
Halldór tók af lífi og sál þátt í
því mannlífi sem hrærðist í kring-
um hann. Hann var mikill mann-
þekkjari og hafði áhuga á fólki.
Hann var slíkur sagnasjór um fólk
og atburði að í huga mínum á
hann sér engan til samjöfnunar.
Án frásagna Halldórs væri fjöldi
manna, ekki síst úr búnaðarstétt,
sem uppi voru fyrir mína daga,
mér nöfnin tóm eða skuggamyndir
en Halldóri á ég það að þakka að
þeir eru sem Ijóslifandi samtíma-
menn.
Eftir að Halldór lét af störfum
búnaðarmálastjóra hefur oft í
hópi þeirra sem þekktu hann fallið
setningin: Skyldi Halldór vera að
skrifa minningar sínar? Nokkra
hugmynd um þekkingu og dóm-
greind Halldórs á fólki og atburð-
um má fá af eftirmælum og af-
mælisgreinum sem hann skrifaði,
síðast um Sigurbjörgu í Deildar-
tungu fyrr á þessu ári. Greinin er
ekki aðeins glögg lýsing á hinni
látnu heldur drjúgur kafli úr
búnaðarsögu þess umhverfis sem
hún og maður hennar lifðu í.
Afmælisgreinar og eftirmæli
Halldórs voru einnig snilldarverk
að því leyti að þau voru ekki
glansmyndir heldur sannar mynd-
ir þar sem bæði ljós og skuggar
áttu heima.
Þeir eru margir sem munu lifa
fátækara lífi að Halldóri gengn-
um. Þeirra á meðal er ég. Halldór
átti það til að hlamma sér inn á
sóffa á skrifstofu minni oftast í
lok vinnutíma og gefa mér góð ráð
og ábendingar ásamt því að fræða
mig um menn og málefni. Þá átti
hann það til að grípa undir hand-
legg manns og bjóða manni heim
fyrirvaralaust. Þessar stundir
voru allar hátíðisstundir sem ég
bý að ævina út.
Eftirlifandi kona Halldórs er
Sigríður Klemensdóttir frá Húsa-
vík. Reisn og rausn hennar var
Halldóri samboðin.
Ég flyt henni og öðrum aðstand-
endum Halldórs innilegar samúð-
arkveðjur mínar og fjölskyldu
minnar.
Matthías Eggertsson
Halldór Pálsson var um margt
sérstæður maður. Hann fór ungur
til mennta og lauk doktorsprófi í
fræðigrein sinni frá Edinborgar-
háskóla. Á háskólaárum sínum og
síðar stundaði hann vísindarann-
sóknir og var virtur vísindamaður
heima og erlendis. Hann byggði á
vísindalegum rannsóknum sínum
er hann hóf störf sem sauðfjár-
ræktarráðunautur Búnaðarfélags
íslands og ruddi braut nýjum
viðhorfum, nýrri stefnu í sauð-
fjárrækt. Hann hreif menn með
dugnaði sínum, leiftrandi áhuga
og sannfæringarkrafti. Störf hans
að sauðfjárrækt á íslandi hafa
borið árangur, sem seint verður
fullmetinn, árangur sem m.a.
kemur fram í vaxandi kjötgæðum
og auknum afurðum. Glögg-
skyggni hans á sauðfé var frábær.
Önnur störf hans fyrir landbúnað-
inn voru yfirgripsmikil og fjöl-
þætt. Hann fór aldrei með veggj-
um, hann gekk um þvert gólf og
vakti hvarvetna athygli, málreifur
svo af bar, þannig að sumum þótti
nóg, og þegar bezt lét firna
skemmtilegur og orðheppin.
Halldór lét af störfum búnað-
armálastjóra skömmu eftir að ég
kom til starfa í landbúnaðarráðu-
neytinu. Hann hafði gott samband
við ráðuneytið um málefni Búnað-
arfélagsins og hélt vel á opinberu
fé. Bæði þá og síðar spurði ég iðu-
lega um álit hans á mönnum og
málefnum. Svör hans voru jafnan
afdráttarlaus, hann sagði kost og
löst, fór ekki í manngreinarálit
eða litaði umsagnir sínar pólitísk-
um skoðunum, sem allir vita að
voru ekki þær sömu og mínar. Ég
mat þetta mikils og á honum
þakkir að gjalda, einnig fyrir önn-
ur persónuleg samskipti, sem oft
voru bundin sameiginlegum
áhugamálum. Honum fylgja því
þakkir mínar við vistaskiptin. Það
verður víða svipminna en áður eft-
ir fráfall Halldórs Pálssonar.
Eftirlifandi konu hans, Sigríði
Klemensdóttur, flyt ég einlægar
samúðarkveðjur.
Pálmi Jónsson
Með Halldóri Pálssyni er geng-
inn afar stórbrotinn og litríkur
persónuleiki. Samtíðin er fátækari
eftir andlát hans, vinir og sam-
starfsmenn sjá á bak einum sínum
merkasta frumherja og ágætasta
félaga.
Fyrstu kynni mín af Halldóri
eiga sér tvíþættar rætur. Eigin-
kona hans, Sigríður Klemensdótt-
ir er frænka mín, fædd og uppalin
á Húsavík og með hennar fjöl-
skyldu og móðurfólki mínu hefur
ætíð verið rækt vinátta og frænd-
semi. f annan stað réðist föðurafi
minn bústjóri að Hesti í Borgar-
firði, eftir að Halldór hafði stofn-
að þar tilrauna- og fjárræktarbú
árið 1943, og starfaði þar um
þriggja ára skeið. Stóð vinátta
þeirra síðan, og sótti hvor annan
heim meðan báðir lifðu. Þau hjón-
in Sigríður og Halldór gistu því
jafnan á heimili afa og síðar for-
eldra minna, er þau áttu leið um
Þingeyjarsýslu og voru alltaf
aufúsugestir. Heimsóknir þeirra
færðu nýtt líf í húsið, það var tal-
að hátt og hispurslaust um allt
milli himins og jarðar, ýmist í
gamni eða alvöru, hálfkæringi eða
fullri einlægni. Halldór hafði ein-
staka frásagnargáfu og afburða
minni og kryddaði sögur sínar
ýmsum sérkennum, sem hann
veitti athygli í fari manna og hátt-
um og greypti í huga sinn. For-
eldrar mínir höfðu hlakkað til að
njóta enn samvista við þau hjón á
Húsavík nú um páskana, en þess í
stað kveðja þau Halldór í dag
hinstu kveðju með söknuði og
þakka fjörutíu ára órofna vináttu.
Ég varð þess fljótt áskynja sem
barn, að Halldór naut mikillar
virðingar meðal bænda vegna
þekkingar sinnar, skarpskyggni og
baráttugleði, þótt auðvitað væri
jafnframt í hann hnjóðað. Hitt
varð mér ekki ljóst fyrr en ég hóf
nám í Edinborg, hvílíks álits Hall-
dór Pálsson naut erlendis fyrir
vísindastörf sín. Þar er hann í
hópi virtustu vísindamanna á
sviði búfjárræktar, og njóta ís-
lenzkir starfsbræður hvarvetna
nafns hans, þar sem þeir ferðast
og leita fyrirgreiðslu. Að loknu
stúdentsprófi 1933 hélt Halldór til
Skotlands og hugðist kynna sér
sauðfjárrækt, eins og fleiri íslend-
ingar höfðu gert. Kennarar í
Édinborgarháskóla töldu hann af
slíku káki og hvöttu hann eindreg-
ið til háskólanáms. Þetta varð, og
lauk Halldór kandidatsprófi með
slíkum ágætum, að hann vann
styrk til framhaldsnáms og sneri
því aftur til Edinborgar haustið
1936 og innritaðist til doktors-
náms. Á þessum árum seldu ís-
lendingar mikið af dilkakjöti til
Bretlands, en fengu ekki það verð
fyrir sem skyldi vegna rýrðar og
vaxtargalla fjárins. Halldór ákvað
nú að verja námstíma sínum til
rannsókna á kjötgæðum sauðfjár
og hafði gengið frá því við kenn-
ara sína í Edinborg, áður en hann
hélt þangað á nýjan leik. Þegar
hann mætti á staðinn, kom hins
vegar í ljós, að þar fékkst hvorki
aðstaða né fé til slíkra rannsókna,
heldur var honum boðið að stunda
erfðarannsóknir á ávaxtaflugum.
nÉg var hvumsa við, þóttist illa
svikinn og bað mína ágætu læri-
feður að eiga sínar flugur, ég væri
farinn heim,“ sagði Halldór síðar
frá. Þótt móttökur þessar yllu
Halldóri vonbrigðum og hugar-
angri um stund, urðu þær honum
heilladrjúgar og e.t.v. mesta gæfa
hans á námsbrautinni. Þær urðu
til þess að hann fór til fundar við
dr. John Hammond í Cambridge,
sem var annálaður afburða kenn-
ari og tvímælalaust einn snjallasti
vísindamaður í búfjárrækt á þess-
ari öld. Hammond tók Halldóri og
áhugamálum hans fegins hendi.
Hann bjó þó hvorki við digra sjóði
né merkilega starfsaðstöðu, en
hann hafði áhugann og mun fljótt
hafa séð neistann í Halldóri. Með
þeim tókst ágætt samstarf og
ævilöng vinátta. í Cambridge
batzt Halldór einnig sterkum
böndum öðrum lærisveinum Ham-
monds, einkum þeim Peter
McMeekan frá Nýja-Sjálandi og
Argentínumanninum Juan Verg-
és. Þessir þrír deildu kjörum í lífi
og starfi. Þeir áttu sameiginlega
eldlegan áhuga, erfið og krefjandi
viðfangsefni, aðstöðuleysi og lítil
fjárráð. Verkefni allra voru vinnu-
frek, launað aðstoðarfólk ekki til
staðar, og því unnu þeir hver með
öðrum og hver fyrir annan, ræddu
saman rannsóknarefni sín og réð-
ust saman gegn hverjum vanda.
Halldór minntist þess oft síðar,
hve ánægjulegur þessi vinnustað-
ur hefði verið og líflegur andi,
einkum þegar Hammond vann
sjálfur með þeim við krufningar.
Slíkum anda vildi hann halda í
kringum sig og tókst það allt til
hinztu stundar. Umhverfis Hall-
dór þreifst engin lognmolla, hann
vakti hvern mann með eldmóði
sinum, glettni og stundum glanna-
legu tali.
Árin í Cambridge urðu Halldóri