Morgunblaðið - 25.04.1984, Síða 39

Morgunblaðið - 25.04.1984, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 39 Minning — Einar G. Guðmundsson járnsmíðameistari Fæddur 4. apríl 1912 Dáinn 14. apríl 1984 Er syrtir af nótt til sængur er mál að ganga — sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga. Örn Arnarson. Einar Guðmundsson var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, vagga hans stóð á Grettisgötu 38, en barnsskónum sleit hann á Frakkastíg 24 og þar átti hann heima til ársins 1977, er hann fluttist að Eskihlíð 7, þar sem hann bjó til dauðadags. Þegar hann hafði aldur til hóf hann járnsmíðanám hjá föður sín- um, sem rak litla smiðju á Frakkastíg 24, en lauk sveinsprófi í vélsmiðjunni Héðni, því að faðir hans féll frá aður en námstíma hans lauk, frá fjórum börnum, en þeirra var Einar elstur. Einar var nítján ára þegar faðir hans dó. Meistari varð Einar í iðn sinni ár- ið 1942. Að loknu sveinsprófi vann Ein- ar fyrst áfram í vélsmiðjunni Héðni, en þegar ráðist var í virkj- un Sogsins árið 1935 réðst Einar þangað og starfaði lengst af sem verkstjóri meðan á virkjunar- framkvæmdum stóð, en réðst aft- ur til Héðins að þeim loknum. Jafnframt járnsmíðunum stund- aði Einar nokkuð leigubílaakstur og þó aðallega ökukennslu til tekjudrýginda. í byrjun heims- styrjaldarinnar hóf hann svo sjálfstæðan rekstur og flutti þá smiðju föður síns í nýtt hús sem hann reisti undir hana á framlóð- inni á Frakkastíg 24 og jók við hana tækjum. Með hertöku íslands árið 1940 urðu snögg umskipti í atvinnu- málum okkar fslendinga. Breski herinn hóf strax mikil umsvif, m.a. með byggingu Reykjavíkur- flugvallar, og mikil eftirspurn varð eftir vinnuafli til hverskonar starfa. Vinnubrögð sem tíðkast höfðu frá fornu fari voru nú úrelt, hakinn og skóflan dugðu ekki lengur, vélar leystu handaflið af hólmi. Til þess að ekki þyrfti að moka á vörubílana og af með handafli komu nú vélskóflur og vökvalyftur voru settar undir vörupallana. Einar sérhæfði sig nú í uppsetningu slíks búnaðar. Mátti á þessum tíma oft sjá vöru- bíla, einn eða fleiri, fyrir utan litla verkstæðið á Frakkastígnum, er hann var að breyta þeim í nýtísku- legra og fullkomnara horf svo að þeir fullnægðu kröfum tímans. Síðar, eftir að hafin var vinna við frekari virkjanir við Sog, réðst Einar enn til starfa þar um tíma, en fljótlega tók hann þó aftur upp sjálfstæð störf á verkstæðinu heima, og sneri sér nú aðallega að smíði stiga- og svalahandriða og bera fjölmörg slík virki á húsum sem reist voru á næstu árum eftir þetta handbragði hans vitni og eiga eftir að gera lengi enn, þó að ekki tíðkist að merkja slík verk höfundi sínum. Þegar Loftleiðir tóku að reisa byggingar sínar á Reykjavíkur- flugvelli tók Einar að sér ýms smíðastörf í sambandi við þær, og raunar einnig við framkvæmdir þeirra á Keflavíkurflugvelli, fyrst í tengslum við almennan rekstur verkstæðis síns, en í vaxandi mæli er frá leið og árið 1970 er hann farinn að vinna fullt starf í þágu félagsins. Árið 1974 er hann síðan fastráðinn húsvörður og umsjón- armaður viðhalds og annarra smíðaframkvæmda við skrifstofu- byggingu félagsins, og því starfi gegndi hann til dauðadags. I starfi sínu var Einar alla tíð samviskusamur og ósérhlífinn svo af bar. Þann tíma sem hann stundaði akstur og kennslu með smíðunum kom að sjálfsögðu ósjaldan fyrir að hann væri við slík aukastörf fram á nótt og flest- ar helgar en það hindraði hann aldrei í að mæta til vinnu á verk- stæðinu á slaginu klukkan átta og skila fullu dagsverki þar. Starfsmaður Loftleiða og síðar Flugleiða, eftir sameiningu flugfé- iaganna, var Einar í fjórtán ár. í starfi sínu þar ávann hann sér traust og vináttu jafnt forráða- manna félagsins og starfsfólks þess annars, enda bar hann hag félagsins fyrir brjósti engu síður en eiginn hag og sýndi það í öllu starfi sínu. í fjölskyldulífi sínu var Einar mikill hamingjumaður. Hann stofnaði heimili með eiginkonu sinni, Gunnþórunni Erlingsdóttur, árið 1933, svo að sambúðin varð hálf öld og ári betur. Börnin urðu þrjú, Kristín Sveinbjörg, fædd 1933, gift norskum manni, Olav Rygg, og búsett í Osló; Hafdís, t Faöir okkar og tengdafaöir, GUÐMUNDUR ÞORKELSSON, húsasmíóameistari, Nýlendugötu 13, Reykjavik, sem andaöist 14. apríl sl. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 13.30. ■nga Guömundsdóttir, Bragi Hólm Kristjánsson, Höröur Hagelund Guöm.son, Maja LAra Atladóttir, Edda Petrína Guömundsdóttir, Þorkell Guömundsson, Sigrún Benedikta Guömundsdóttir. t Hjartanlegt þakklæti flytjum viö öllum nær og fjær sem auösýndu okkur vináttu og samúö viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÓLAFS G. JÓNSSONAR frá Brautarholti í Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Siarún Lúóvíksdóttir, Sjöfn Ólalsdóttir, Trausti Marinósson, Hildur Ólafsdóttir, stefán Guöbjartsson, Eydís Ólafsdóttir, Bergur Jón Þóröarson, Skúli Ólafsson, Bjarni Ólalsson, barnabörn og barnabarnabön. fædd 1935, gift Jóni Ármanni Jak- obssyni, Reykjavík; og Elías, fæddur 1942, kvæntur Ólöfu Eyj- ólfsdóttur, Hafnarfirði. Barna- börnin eru orðin níu. Einar var ástúðlegur og um- hyggjusamur heimilisfaðir og samheldni fjölskyldunnar til fyrirmyndar. Barnabörnin hafa alltaf átt tryggt athvarf hjá afa og ömmu, og hefur einnig sambandið við þau sem erlendis búa alla tíð verið náið og innilegt. Einar hafði sérstakt dálæti á börnum og sýndi óvenjulegan næmleika í umgengni við þau, enda hændust þau að hon- um og dáðu hann sem vin og fé- laga. Við tengdasystkin Einars sökn- um vinar í stað. Ég sem þessar línur skrifa hef lengst af átt heima á öðrum landshornum, en oft átt erindi til Reykjavíkur og einnig fjölskylda mín. Var þá jafnan öruggan samastað að finna á hlýlegu og fallegu heimili þeirra Einars og Gunnþórunnar, líkt og væri maður á eigin heimili. í gest- risni og viðkynningu allri voru þau hjón sem einn maður og trygglynd vinum og venslafólki, svo að gott var hjá þeim að dvelja. Sérstaklega eiga þó yngstu systk- ini mín góðs að minnast frá þeim hjónum, því að á öðru hjúskapar- ári þeirra dó móðir okkar og var þá gott fyrir þau ung og viðkvæm að leita skjóls hjá Tótu systur og Einari mági á Frakkastígnum, enda stutt að fara, því að faðir okkar bjó aðeins steinsnar þaðan, á Grettisgötu 38B. Geyma þau minningarnar frá þeim tíma í þakklátum huga. Starfið átti hug Einars allan. Allra síðustu árin, þegar farið var að draga til þess er verða vildi, þurfti Einar að vera frá störfuin tíma og tíma vegna veikinda. En hugurinn var allur við starfið, og hann var kominn á vinnustað stundum áður en nægur bati var fenginn. Og vikuna áður en hann dó sinnti hann störfum fram að helgi. Hann var fluttur á Land- spítalann fársjúkur á þriðjudag og lést þar á laugardag. — Öllu er afmörkuð stund, seg- ir Prédikarinn, — og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Nú er leiðir skiiur um stund þökkum við Einari Guðmundssyni samfylgd- ina og væntum nýrra samfunda handan móðunnar miklu. Gissur Ó. Erlingsson STIGAR ÞURFA HANDRIÐ! Þeir eru margvíslegir stigarnir og auövitað í stíl við annað frá okkur. -Teiknum og gerum tilboð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.