Morgunblaðið - 25.04.1984, Qupperneq 41
t.oot rtaq« TTTxrr ATTTTVf*TnT>T nrn * ttttxtt ttctott
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984
ftK
41
fólk í
fréttum
Julie Walters
vill ekki verða
stórstjarna
Hún lætur þó ekki glepjast og
segir þeim umbúðalaust hvað
henni fellur ekki í fari þeirra.
Hún vísaði meira að segja
Burt Reynolds á bug en hann
gekk á eftir henni með grasið
í skónum til að fá hana til að
vera með í næstu mynd hans.
Julie er ekki síður hrein-
skilin við sjálfa sig en aðra og
gerir sér engar grillur um
eigið útlit: „Ég er ekkert
kyntákn, síður en svo. Bara
horuð rengla með fílapensla."
Julie sem ólst upp í Birm-
ingham þar sem faðir henn-
ar, sem nú er látinn, var
byggingaverkamaður. Móðir
hennar hafði ekki komið í
kvikmyndahús í 30 ár þegar
hún féllst á að sjá „Educating
Rita“. „Það var allt í lagi með
þessa mynd,“ sagði hún við
dóttur sína á eftir og Julie
segir það vera mesta hrós,
sem hún hafi fengið um
ævina.
+ Ollum ber saman um að
ensku leikkonunnar Julie
Walters bíði mikill frami
innan kvikmyndanna en Julie
segist hins vegar ekki vera
viss um, að hún vilji greiða
það verð, sem frægðin setur
upp. Raunar segist hún vera
alvarlega að hugsa um að
hætta í leiklistinni.
„Ég hef séð hvað þessi
svokallaða frægð getur gert
fólki. Það verður heltekið
metnaðargirnd og græðgi og
ég vil ekki láta það koma
fyrir mig. Það kæmi mér ekki
á óvart þótt ég hætti fljót-
lega. Líklega tæki ég mér þá
eitthvað hversdagslegt fyrir
hendur, eitthvað sem gerði
mér kleift að vera áfram
heiðarleg gagnvart sjálfri
mér og öðrum," segir Julie
Walters.
Bandaríkjamenn eru yfir
sig hrifnir af Julie og hafa
lagt fyrir hana ótal snörur.
+ Bandaríski leikarinn, söngvarinn og dansarinn Fred Astaire er enn
alveg stálsleginn þótt hann sé að verða hálfníræður og ber sig jafn
tiginmannlega og fyrr. Bandaríska kvikmyndastofnunin hélt nú nýlega
mikla veislu á Beverly Hilton-hótelinu og þar mætti Fred ásamt konu
sinni, Robyn, en hún er aðeins 39 ára gömul.
Jerry Lee
Lewis reynir
í sjötta sinn
+ Rokksöngvarinn Jerry Lee
Lewis ætlar að kvænast nú i
vikunni í sjötta sinn en eins og
kunnugt er missti hann
fimmtu konu sína í ágúst í
fyrra. Fannst hún iátin í rúmi
sínu og kom síðar í ljós, að hún
hafði dáið af stórum skammti
af lyfinu methadone. Það er
lyf, sem gefið er heróínsjúkl-
ingum þegar þeir eru að reyna
að losa sig frá eitrinu.
Sjötta konan hans Jerrys
heitir Kerrie McCarver, 22 ára
gömul, en sjálfur er Jerry 48
ára gamall. Kerrie, sem hefur
nokkuð reynt fyrir sér sem
söngvari, hefur að undanförnu
oft verið í fylgd með Jerry.
Hún var með honum í mars sl.
þegar Jerry var lagður inn á
sjúkrahús vegna fíkniefna-
notkunar og hún mætti líka
með honum hjá dómaranum
þegar Jerry þurfti að svara til
saka fyrir skattsvik.
Þremur fyrstu hjónabönd-
um Jerry Lee Lewis lauk með
skilnaði en fjórða eiginkona
hans drukknaði árið 1982 í
einkasundlaug vinafólks
þeirra hjónanna.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem sýndu mér vin-
semd á 75 ára afmæli.
Gísli Gíslason frá Mosfelli.
Vörubifreiða-
eigendur
Verktakar
Eigum á lager margar stærðir af
hjólbörðum, svo sem:
900x20 12 pl F Kr.9.757,-
900x20 14 pl A Kr. 12.202,-
1000x20 14 pl F Kr. 11.856,-
1000x20 14 pl A Kr. 11.856,-
1100x20 14 pl A Kr. 14.203,-
Eigum einnig fleiri stæröir af hjólböröum á hagstæöu
veröi.
Athugiö: Hagstæö greiöslukjör.
BIFREIDADEILD SAMBANDSINS
HJOLBAROASALA
HOFOABAKKA 9 - SlMl 83490
^□0 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORUM
fflVARTA
_ OFURKRAFTUR -
~ ÓTRÚLEG ENDING
BERÐU
SAMAN
VERÐ OG
Eyðirðu stórfé í rafhlöður?
Þá skiptir máli að velja þær
sem endast best.
Hafir þú reynt VARTA
rafhlöður, veistu að þær
endast ótrúlega lengi.
rafhlaðna og
mest seldu,
er verðið á
VARTA rafhlöðum
með því lægsta
sem þekkist.
Vertu viss um
að velja VARTA
rafhlöður - þú færð
ofurkraft, fyrir
lágt verð.
Við erum óhræddir við samanburð -
VARTA vestur þýsk háþróuð framleiðsla
VARTA GÆÐI Á GÓÐU VERÐI
ávallt í leiðinni