Alþýðublaðið - 21.09.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.09.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Æeg iií sölu, aðallega kúahey. Hestahey 20—30 hesta. — Uppl. hjá <3ófíantiQSÍ «9í'orðfjör$, Haukastr. 13. ^ími 313. verður settur þriðjudaginn 5. október klukkan 7 síðdegis. Væntanlegir nemendur gefi sig fram við undirritaðan í Bankastr. 11 kl. 5-7 síðd. fyrir 26. þ. m. og greiði skólagjaldið kr. 75,00. Þeir, sem ekki hafa gefið sig fram fyrir þann tíma, geta átt á :: :: :: hættu að fá ekki aðgang að skólanum. :: :: :: Pór. B. Þorláksson. cftarnasfíólinn. JPróf 8 og 9 ára gamalla barna, sem skólanefnd Reykjavfkur hefir boðað, verður haldið í barnaskólahúsinu þessa daga: Fimtudaginn 23, þ. m. fyrir drengi úr Austurbænum (fyrir ofan Lækjargötu og Fríkirkjuveg). Föstudaginn 24. þ. m. fyrir stúlkur úr sama bæjarhluta. Laugard. 25. þ. m. fyrir drengi og stúlkur úr öðrum hlutúm bæjarins. Prófið byrjar kl. 9 árdegis. Þau börn sem eitthvað hafa lært að skrifa, hafi með sér sýnis- horn af skrift sinni. Skólaskyldir drengir, sem eiga að vera í barnaskólanum næsta vetur, en voru ekki í honum í fyrra, komi til prófs í skólahúsinu föstudag 24. þ. m. klukkan 4 síðdegis og stúlkur, sem eins er ástatt um, komi laugardag 25. þessa mánaðar klukkan 4 síðdegis. cfltorten tJCansen. Koli komgar. Eítir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). Þeir, sem reknir voru í burtu, urðu líka að hjálpa tii við það, að útbreiða þekkinguna. Hvar sem þeir fóru urðu þeir að bera boð frá sambandinu og sjá svo um, að félagsskapurinn útbreiddist meðal félaga þeirra. í Barela hafði samúðarverkfall verið hafið — það hafði komið alveg af sjálfu sér, þegar verkamennirnir höfðu frétt, að félagar þeirra í Norðurdalnum höfðu þafið verk- fall. En afleiðingin varð sú, að allmargir voru reknir burtu og voru þeir komnir til Pedro, Fleiri mundu vafalaust koma daginn eftir; þarna var því verk handa brottnumdu nefndinni. Kannske Tim Rafferty vildi t. d. verða eftir í Pedro í eina eða tvær vikur og tala við þá og dreifa út ritlingum og bókum? Tim varð eins feginn boði Hartmans og Jerry Minetti hafði orðið. Framtíð unga írlendingsins var ekki glæsileg þá í svipinn. Sjálfur var hann atvinnulaus, fað- ir hans örkumla og fjölskylda hans í nauðum stödd. Auðvitað varð hún að hröklast burtu frá heimili sínu og engum Rafferty mundi afturkvæmt til Norðurdals- ins. Hvert áttu þau að faral Tim varð að ferðast um og lifa fjarri fólki sínu, sem hlaut að lfða neyð. Og þó hann svelti sjálfan varð hann að senda heim það sem hann vann sér inn. Hailur sá hvað hann hugsaði. Og auðvitað varð hann að leika forsjónina hér, eins og svo vfða endrarnær, þegar jafnilla stóð á. Hann hafði altaf mátt rita nafn föður síns á víxla, en hafði lítið notað sér það hingað til, þó hann nú gerði sér von um að mega nota það, þegar hann lék hlutverk Harun al Raschids eftir að námuslys hafði orðið. En hvernig fór þá fyrir mönnum, þar sem enginn Harun al Raschid var, þegar slys vildi til eða verk- fall mishepnaðist? Iivernig skyldi lára fyrir þeim í Norðurdalnum, sem ekki höfðu orðið vinir hans og ekki höfðu sagt honum ástæð- ur sínar? Hann sá, að með því eina móti gat hann lokið æfintýri sínu, án þess að verða sturlaður, að snúa baki við öllu saman og hverfa á brott um stund. Jú, þessi dásamlega menning, sem var svo fögur á að líta, var ekki ósvipuð kalkaðri gröf eða blóði stokknum vígvelli: Alstaðar, þar sem spaða var stungið niður, rakst maður á skelfingar, sem ómögulegt var að horfa upp á, eða svo mikil fýla og fúalykt gaus upp að manni lá við köfnun. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiöjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.