Alþýðublaðið - 22.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1920, Blaðsíða 1
GefLÖ út ai Alþýðuflokknum. 1920 Miðvikudaglnn 22, september. 217. tölufcl. Mga Reykvíking’ar ekki að íá ódýra rúgmjölið? Verður það selt fyrir uppsprengt verð út um land? Greinin í biaðinu í gær, um það j hvers vegna Morgunblaðið telur það jásinnu að láta verðlagsnefad- ina ná til aíls landsins, vakti sem vqn var mikla eftirtekt, og undr- uðust margir að hr. Vilhjálmur Finsen skyldi geta fengið sig til að láta siíkt koma nafnlaust í blaðinu, sem auðvitað er sama og það hefði kosnið með hans nafni. Að sögn vissi hr. Finsen þó ekk- ert um þetta fyr en það var kom- ið f blaðið, heidur stjórnaði því ein af undirtyllum hans (NB. Ein- ar Arnórsson er ekki Iengur með- al undirtyllanna). Ekki er það kunnugt hvort greinin er eftir þennan hafnfirzka Morgunblaðseig- anda sjálfan, en sennilegast er að hún sé það ekki, því greinin er fremur illa*rituð, og hefir hixm umræddi rúgmjölsspekúlant því að líkindum Iátið einn velþektan eyðu- fylli Mgbls. skrifa greinina, sem með skrúfuðu máli sver sig í ættina. Verði verðlagsœefndin ekki lát- ia ná netna til Reykjavíkur, verða örlög þessara 5000 tunna af rúg- tnjöli vafalaust þau, að verða seld- ar út um land, þangað sem ekk- ert hámarksverð er á því, og er alís eigi ósennilegt að rúgmjöls- spekúlantinn geti, eftir að verð- hækkunin er kornin, komið því oílu út þar, fyrir eitthvað Iftils- háttar minna verð en það kostar þangað komið frá útlandinu, og þó grætt á þessum 5000 tunnum (sem hann mundi selja upp á mán- aðartíma) 50 þús. krónur, eða jafn- mikið og 15 til 20 verkamanna- ^jöUkyldur hafa til þess að lifa á I Reykvíkingar yrðu aftur á móti að kaupa rúgmjölið fuliu verði frá utlöndum. Nái verðlagsnefndin hinsvegar til alls landsins fengi rúgmjöis- spekúlantinn aðeins að taka hæfi- legan ágóða af mjölinu, miðað við það sem það kostaði hann, og nyti almenningur bæði hér og út um land góðs af. Ymsir fjársýslumenn sem mega sfn mikils hjá landsstjórninni, hafa lengi búist við því að sett yrði verðlagsnefnd, og beitt öllum sín- um áhrifum í þá átt, að hún næði aðeins til Reykjavíkur, því með því móti er auðvelt fyrir þá að selja út um land þá vöru sem tækifæri er til þess að okra á — svo gætum við Reykvíkingar lceypt vöruna aftur utan af kndi fyrir uppsprengt verð (ef við þá fyrir náð fengjum að kaupa hana). Það er ekki tilviljun að Alþýðu- blaðið kailar þennan umrædda rúgmjöls- og Morgunblaðseiganda „rúgmjölsspekúiant". Það verður sem sé að gera mjög ákveðinn greinarmun á verxlun og braski með útlendan varning. Verzlun er það þegar heildsali eða kaupmað- ur hefir ákveðnar vörutegundir til sölu, en brask er það þegar þeir verzla aðeins með þá vöru sem þeir sjá sér leik á borði að græða mest á í það og það skifti, en á þanra hátt verzlaði meirihluti heild- salanna á stríðsárunum, eða rétt- ara sagt — braskaði. Háskólarektor var prófessor Guðm. Finnbogason kjörinn í fyrradag í stað Jóns sáluga Aðils. Þör. B. Þoríáksson málari, Viðtal. „Hafið þér málað mikið í sum- ar?" spyrjum vér Þórarinn Þor- láksson málara. „Ónei, ekki get eg nú sagt það", svarar hann. „Eg dvaldi mánað- artíma f Laugardalnum, það var síðari hluta júlí og fyrri hluta á- gústmánaðar, og get eg ekki sagt annað en að eg hafi verið hepp- inn með veður, því þetta var skársti tíminn úr sumrinu." „Þér voruð á Laugavatni. Það hefir verið góð vistin hjá þeim Böðvari hreppstjóra og tngunni húsfreyju." „Jú sei, sei, þetta er mesta myadarheimiii. “ „Hvað máluðuð þér margar myndir?" „Ja það er ekki gott að segja það, hvað rnargar myndir verða úr því. En eg býst við að eg hafi fcngið frumdrætti að 6 til 8 myndum." Vei'kamaimaþing í Fortsmónth. 6. september hófst verkamanna- þing f Portsmouth á Englandi. Alls voru œættir á fundinum 950 fulltrúar fyrir ö1/^ miljón verka- manna og er það 1V4 œiljón fleira en næsta ár á undan. Thomas þingmaður setti þingið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.