Alþýðublaðið - 26.10.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.10.1931, Blaðsíða 4
4 AlfcÞSÐUBfeAÐIÐ 2 kr., frá ónefndum 2 kr., frá hjónum 5 kr., frá Skúla 5 kr., frá Halli 5 kr. og frá Oddu 3 kr. Samtals 22 kr. — I síðasta blaði átti að standa: Frá Herði Guðmundssyni (ekki Hirði). — Alls komið 519,90 kr. íslenzkar Dg 5 kr. danskar. Með slasaðan mann. kom enskur togari hingað í gær. Hafði maðurixm festst í vindunni. Matsveina- og veitingapjöna-félag íslands heldur fund í „Hótel Skjald- breið“ í nótt kl. 12 á miðnætti. Úthlutun námsstyrks. Mentamálaráð íslands hefir á fundi sínum 16. þ. m. úthlutað styrk þeim, sem veittur er í fjár- lögum ársins 1932, til þess að stunda nám erlendis. Styrkinn hlutu að þessu sinni eftirtaldir 12 stúdentar, hver um sig kr. 833,33: Jón Blöndal, Árni Snæv- ar, Simon Jóh. Ágústsson, Sverr- ir Kristjánsson, Ásgeir O. Einars- son, Björn H. Franzson, Magn- ús Jónsson, Agnar Norðfjörð, Gísli Halldórsson, Gunnar Björns- son, Mafthías Jónasson, Gústay A. Ágústsson. (Tilkynning frá Mentamálaráði Islands til FB. 24. okt.) Silfutbrúðkaup eiga á morgun Soffía Bjama- dóttir og Gunnlaugur Magnússon, Brekkustíg 6 B. Verkakvennafélagið ,,Framsökn“ heldur fund annað kvöld kl. 8V2 í alþyðuhúsinu Iðnó, uppi. Ásmundur Guðmundssion dósent flytur erindi á fundinum. Mullersskólinn. Vegna þess, að mjög mikil að- sókn hefir orðið að námsskeiðum Mullersskólans, verður enn bætt við einu námsskeiði fyrir telpur, 5—8 ára gamlar, og einum kvennaflokki. Taka báðir þessir nýju flokkar til starfa n. k. laug- árdag. Sjá augl.! Dr. Guðbrandur Jónsson er nýkominn sunnan úr Rómi. Kom hann hingað í fyrra kvöld með „Goðafossi“. Gengi erlendra mynta hér í dag: 100 sænskar krónur kr. 131,65 — rnörk þýzk — 132,90 Gengi annara mynta óbreytt frá laugardeginum. íslenzka krónan. í dag er hún í 65,58 gullaurum, eins og á laugardaginn. Útjlutningur ísfiskjar. Togar- inn „Njörður" fór í gær til Vest- fjarða til að taka þar ísfisk til útflutnings. EDISON Bell Odýrar plðtur kr. 1,90: Saknaðarljóð (Elegie) Massenet Mansöngur (Serenade) Schubert. Sunnnudagur selstúlkunn- ar, Bull. Hærra minn guð til pfn. Angels Serenade, Braga. Auld Lang Syne. Tonarne, Sjöberg. Kveldljóð (Abendlied). Draumljóð (Traumerei) Schumann. Volgu- söngurinn. Barkarole, Offenbach, kýs milda Ijós (eftir Card. Newmann, þýð. E. H. Kvaran). Humoreske, Dvorak. An der schönen blauen Donau. Donowellen. Uber den Wellen. Geschiehten aus Wienerwald, Rosen aus dem Siiden. Wiener Volkslieder. Missouri-vals. Bellmann-fantasia. HljóðfærDliiIsið, (inng. um Brauns-Verzlun). Útbúið, Laugavegi 38. öivað er að firétta? Nœturlœknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. Vedrið. Kl. 8 í morgun var 2 stiga hiti í Reykjavík. Otlit við Faxaflóa og Breiðafjörð: Stinn- ingskaldi á norðan þegar líður á daginn. Nokkur snjóél. — Snjó- koma á Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum. Heimilisionuð wfélag tslands hefir lagt stund á það undanfarna vetur, að kenna fólki vefnað og niotfæra sér innlent efni í hann. í vetur ætlar félagið aðallega að kenna húsmæðrum og stúlkum að saumia fatnað. Heldur félagið í því skyn.i tvö námssikieið í vet- ur. Er anniað þeirra byrjað, en hitt hefst eftir nýjár. Er kent í 2 stundir á dag, og mun hvort standa í mánaðartíma. Perlur eru komnar út fyrir nokkru. Er þetta 3. hefti þess? árg. fjölbreytt og ágætt til af- lestrar. Þar er grein um Gunnar Gunnarsson og saga eftir hann, kvæði eftir Stefán frá Hvítadal, grein um Eggert Guömundsson listmálara og margar myndir eftir hann, enn freimur grein eftir Jón- as Sólmundsson um nýtísku hí- býli, með myndum, kvæði eftir Álf frá Klettastíu, Dauði krón- prinzins, saga eftir Dubois, Fin- gall, saga eftir Parker, Börn, smásaga eftir Gústav Wied og framhald sögunnar „Ógnir Öræf- anna“. Forvaxtalœkkun í Finnktndi. Finnlandsbianki hefir ákveðið að lækka forvexti í dag úr 9 0/0 i 80/0. (FB.) Fiskveiðakvikmynd. Bæjar- stjórnin í Esbjerg í Danmörku hefir ákveðið að láta búa til kvik- mynd af fiskveiðum borgarbúa. Er þegar byrjað á henni. Emil Jannings. Mikil samkeppni hefir undanfarið verið milli þýzku leikaranna Emil Jannings og Fritz Kortners, þess, er lék máttlausa rithöfundinn í „Atlantic“. Hefir Jannings orðið undir í þeirri sam- keppni, en nú kvað hann munu ætla að leika í mörgum merkum kvikmyndum, er Þjóðv-erjar ætla að búa til eftir nýjárið. Lítil stúlka brann til dauða í Haderslev í Danmörku nýlega. Kviknaði fyrst í kjólnum hennar, og tókst ekki að slökkva eldimn fyr en hann hafði brent hana til bana. Skipafréttir. „Gullfoss“ fór á laugardagskvöldið áleiöis til út- landa og „Dettifoss" í gærkveldi. Telpukjólar, allar stærðir, úr prjónasilkí og ull. — Kvenpeysur, Kvenundirfatnaður, Vetrarkáp- ur, ódýrara en allstaðar annarstaðar. Hrönn, Laugavegi 19. „Goðafoss“ kom frá útlöndum á laugardagskvöldið, „Botnía" í gær og „ísland“ í morgun. — í fyrri nótt kom olíuskip til Olíu- verzlunar íslands h. f. og í gær kom hingað fisktökuskip frá Háfnarfirði, tekur farm fyrir „Kveldúlf“. Öldungasveit t. R., sem í diag- legu tali er kölluð: „01d-Boys“- flok'kurinn", hélt fund í gær, og var þar rneðal annars ákveðið að byrja fimleikaæfingar aftur í kvöld kl. 6 í fimleikahúsi „í. R.“ við Túngötu, og þangað eiga allir þeir að komia, sem ætla að verða, í fimleikaflokknum í vetur. Enn fremur var kosin sérstök stjórn fyrir flokkinn, og eiga sæti í, henrii: Andr. J. Bertelsen formað- ur, Matthías Einarsson læknir og Helgi Jónasson frá Brennu. En varamenn eru læknarnir Gunn- laugur Einarsíson og Halldór Hansen. — Æfingar verða fram- vegis á mánudögum og fimtu- dögum kl. 6 síðdegis. — Þeir, sem óska að ganga í flokkinn, eiga að tilkynna það formanni flokksins, sem er til viðtals í síma 834, eða í Hafnarstræti 11. Hvar er gullið? Bandaríki Norður-Ameríku hafa nú um helming af öllum gullforða heimsins og Frakkar um fjórða hluta. Kristmann Guðmundsson. Ný- lega er komin út ný bók leftir hann, í Noregi. Heitir hún „Bláa ströndin.“ Gerist hún á Vestur- landi, hér í Reykjavík, á togara og norður á Sigjufirði. Fatabveinsun. Kemisk t'ata- hreinsun, unnin með full« komnustu og nýjustu vélum og efnum. Sérstakt tillit íekið, til tegundar og gerðar fatn- aðarins. — Að eins notuð beztu efni, svo sem tetracl- orkul og trichlortylen, enn- fremur hið óviðjafanlega trilino, sem nú er mezt not- að erlendis. — Nú er fatnað- urinn hreinn, sótthreinsaður og lyktarlaus, og pvi sem nýr. — Viðgerðir alls konar ef óskað er. — V. SCHRAM, klæðskeri, Frakkastfg 16. Sími 2256. — Fatnaðinum er enn fremur veitt móttaka hjá Guðm. Benjamfnssyni, klæðskera, Laugavegi 6, Andrési Pálssyni, kaupm. Framnesvegi 2, og Einari & Hannesi kiæðskerum, Lauga- vegi 21. Ef ykkur vantar hásgðgn ný sem notuð, pá komið f Fornsðluna, Aðaistræti 16* Sfmi 1529-1738. ALFREÐ DREYFUS. Ljósmyndastofa, Klapparstíg 37. Höfum sérstaklega fjölbreytt úrval af veggmyndum með sann- gjörnu verði. Sporöskjurammar, flestar stærðir; lækkað verð. — Mynda- & ramma-verzlun. Sími 2105, Freyjugötu 11. Krónu miðdagur með kaffi í Hafnarstræti 8, annari hæð. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN,. Hverftsgötu 8, sími 1294, tekur að ser alls kon ar tækifærisprentua svo sem erfiljóo, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s, frv., og afgreiðir vinnuna fljótt og við réttu verði. Lifur og hjðrto Klein, Baldursgötu 14. Sími 73. xx>ooooooo<xx Boltar, rær og skrúf ur. V ald. Poulsen, KKpparstíg 29. Sími 24. xxxxxxxxoooc Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.