Alþýðublaðið - 27.10.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.10.1931, Blaðsíða 3
AbÞYÐUBbAÐIÐ 3 & Bezta Cigarettan i 20 stb. pokhum sem kosta 1 króim, er: Gommander, Westminster, Cigarettnr. Virainia, ^ ú Fást i ollum verzlunum. 8 I hverjm pakba es* gnUfalleg fsienzk mynd, op fær hver sá, er safnað hefir 50 myndm, eina stækkaða mynd. 288 BIFREIÐ4ST0ÐIN HEKLA, Lækjargötu 4,hefir að eins nýjar og góðar drossiur. Lægst verð. Reynið viðskiftin. Simi 1232. unar, og er sagt frá hvaða að- ferð sé bezt við hverja og <um flestar þeirra úr hvaða landi þær séu upprunalega ættaðar. Bókin er mjög fróðleg. Mistbœnke og Drivhuse eftir sama höfund. 66 bls. með mörg- um myndum. Verð 4,65. Bók þessi er um rétta gerð vermireita og gróðrarhúsa og hvernig búa eigi til hinar ýmsu tegundir þeirra á sem hagkvæmastan hátt. Ýtarleg lýsing á því, hvemig rækta eigi þannig undir gleri ýmsar tegundir, svo sem vínber, steinfíkjur (ferskjur) almennar fíkjur (sem eru mjög lostætar áð- ur en þær verða gráar af elli), rauðaldin, jarðarber, gúrkur, mel- ónur og ýms skrautblóm. Loks er sagt frá hvernig megi koma sér upp „vctrargarði" undir glerþaki, án þess það verði óviðráðanleg- ur kostnaður. Þó bók þessi sé ekki stór, er í henni mi'kill fróð- leikur, sem þarf að verða almenn- ur á íslandi, því það verður hvort eð er ekki svo langt þangað til upp rísa heilar borgir undir gler- þaki kringum hverasvæðin, og ajrðhitinn gefur hundraðfalda upþskeru móts við það, sem fög- ur en máttvana norðurheims-sól getur framkallao undir beru lofti. Því framtíð Islendnga mun verða sú, að vera hitabeitisþjóð við pól- bauginn, með alla kosti hitabeltis- ins til ræktunar, en enga af göiÞ um þess. Góð bók um þessi sömu efni er mér sögð að sé Moderna vaxt- hus eftir Gustaf Lind og R. Abra- hamson (Wahlström & Wid- strands forlag), en ég hefi ekki séð hana. Hún kostar 7 kr. (Frh.) Skuggsjá II. ár, 2. hefti: Ræður og kvæði eftir Krishnamurti. — Reykjavík, 1931. Ritstjóri Aðalbjörg Sigurð- ardóttir. Krishnamurti ritar: „Flestir halda að einhverjar yfirmannieg- ar verur búi til áætlanir fyrir líf marmanna, og að mennirnir hafi ekki annað að gera en að fylgja þeim. Fyrir þá, sem þykjast þekkja þessar áætlanir, er þetta mjög notaleg og viðfeldin kerrn- ing. En það er biátt áfram að neita sjálfu hinu frjálsa, skilyrð- islausa, eilífa lifi, að halda að maðurinn eigi að fylgja áætlun- ium, sem trúarbrögð, prestar, fræðarar og hedmspekikerfi opin- bera honum. Afneitun lifsins hefir í för með sér eymd, harðýðgi, hatur, kúgun, grimd, græðgi og stöðugt nagandi ótta.“ Er sannleiki í þessiu fólginn, en líta má á þetta af öðrum sjónar- hæðum. H. J. Dmgnótaveiðibátm koma nú hingað daglega með góðan afla. Einkum fá þeir mikið af kola i Garðssjónum. Hagfræði og pólitík! Gott dæmi um hagfræðilega speki og skýra pólitíska hugsun eru síðustu greinar Ásgeirs Ásg. í Tímanum og fyrirlestur hans um heimsikreppuna í útvarpið. Vesalings maðurinn er auðsjáan- lega að reyna að slá sér upp og reyna að slaga upp í Jónas frá Hriflu í meðvitund Tímamanna um þessar mundlr. Jónas hafði sem sé fyrir nokkru haldið „fyrir- lestur um heimskreppuna“ í út- varpið í Stokkhólmi, að því er aðdáendur hans hér í bænum segja, til dæmis um það álit, sem hann njóti erlendis! Gott er aö fleiri þjóðir fái að njóta speki Jónasar, þótt vér hér heima verð- um að láta okkur nægja Ásgeir á meðan! í Tímagreininni komst Ásg. að þeirri niðurstöðu, að Bretar hefðu tekið það ráð að láta pundið falla í verði, til þess að bjarga mannkyninu frá böli kreppunnar, til þess að létta af kreppunni! Þetta mun vera mjög frumlegt hjá Ásgeiri. Flestir aðrir hagfræðingar og stjórnmálamenn anniars staðar í heiminum munu vera á þeirri skoðun, að Bretar hafi gert það tilneyddir vegna þess, að enskir hankar sögðu stjórninni að ekkert annað væri hægt að gera, því að bæði enskilr og útlendir kapitalistar væru að flytja gull sitt frá Englandi í stríðum straumum (þrátt fyrir alla enska föðurlandsást og sam- vinnu þjóðanna). Útvarpsfyrirlestri sínum lauk Ásg. Ásg. með þessum or'ðum: „Kreppan er eins og vindurinn. Enginn veit, hvaöan hún kemur eða hvert hún fer! Góða nótt!“ Guðfræðingurinn og hagfræðing- urinn og fjármálaráðherrann geta rólegir farið í sama bólið. Það ætti að vera nóg dagsverk að hafa huggað þjóðina með þessari speki. Því að ekkert er hægt að gera við kreppunni! Sofið þér af yður kreppuna, hr. fjármálaráðherra! En Ásg. Ásg. er vorkunn. Hag- fræðin er erfið fleirum en hon- um. Þegar verklýðsstjórnin féll í Engl. og „þjóðstjórnin“ kom í staðinn, sagði hún að það væri hið stóra hlutverk sitt að „halda uppi pundinu". Þjóðin hefði aldreiver- ið svo hætt stödd síðan 1914. Ef pundið félli úr gullverði, þýddi það bölvun, sem ekki yrði með orðum lýst („an unutterable calamity“). Snowden hélt ræðu í útvarp til þjóðarinnar og kvað „hræðilegan háska“ standa fyrii- dyrum. „Allur iðnaður Bretlands mun falla í rústir og atvinn'u- leysi aukast margfalt,“ sagði ■ hann Hagfræðingar Englands- banka voru sendir í útvarpið til þess að lýsa þeim skelfingmn, sem myndu stafa af falli punds- ins. MacDonald sendi sjálfur út mynd af umslagi með nokkurra milljón marka fríimerkjum á. Þannig hafði þýzka markið far- ið! Átti að fara á sömu leið fyrir pundinu? Nei, þjóðin öll varð að fylkja sér um „þjóðstjórnina", sem þá myndi „frelsa pundið“! og end- urreisa lánstraust Engl. Allir áttu að leggja fram jafna fórn á alt- ari föðurlandsins. 10% af 40 stpd. árslaunum. 3% — 40 stpd. fuTculaunum. 5% — 1000 stpd. vikulaunum. Enski flotinn svaraði með upp- reisn. Þá sló „þjóðstjórnin" af og tók það til bragðs að taka 80 milljón stpd. lán með ca. helm- ingi hærri vöxtum en venjulegir voru á þeim tíma, til þess að end- urreisa lánstraust Englands! Auð- vitað varð alt þetta til að eyði leggja lánstraust Englands. Gull- ið streymdi út úr landinu. Og þá, mánuði eftir að „þjóðstjómin" kom til valda, varð hún að gera einmitt það, sem hún var mynd- uð til að korripi í veg fyrir, hverfa frá gullinnlausn, banna gullútfl., lœkka pundið í stað þess að halda því uppi. Og það undarlega kom fyrir. Með breyttri pólitik kom breytt hagfræði! Enn átti öll enska þjóðin að fylkja sér um „þjóðstjórnina“. Ekki af því að hún héldi pundinu uppi, heldur af því að hún hafði látið það falla. Auðvalds-hag- fræðingamir (City-Editors) fyltu blöðin. Times sagði, að þetta væri „vit- urleg og nauðsynleg ráðstöfun". Dailg Express „að þetta væri bezti atburður síðustu ára; loks- ins erum við lausir við gullgildið — fyrir fult og alt.“ Daily Mail: Það er byrði af okkur létt. Þessi gullkálfur hefir verið tilbeðinn of lengi. Evening Standard: Þetta er pólitík, sem vér höfum prédikað árum saman. Nú mun fjárhagsleg Bannað að flytja inn kvenhatta. Komið þess vegna í tæka tíð og kaupið ykkur hatt í hattaverzlun Maju Ólafsson, Laugavegi 6. endurreisn þessa lands byrja á þessu ári. Fjármálaritstj. News Chmnicle: Nú mun alt fara vel. Snowden í þingræðu: Þótt vér höfum yfirgefið gullinnlausn í bili, mun pundið ekki lækka! Hagspeki ensku „þjóðstjórnar- innar“er þessi: Vegna 10% spam- aðarins á launuin hermanna og atvinnuleysisstyrkjum, framkallar hún uppreisn í flotanum og verð- ur að fresta „sparnaðinum“ i mánuð og taka í þess stað útlent lán, 80 millj. stpd. með vöxtum 6%, sem em okurvextir fyrii Bretland á þessmn tíma. Það lán verður hún að borga að fullu um næstu áramót með verðföllnum pundum, og mun það þá verða orðið ca. 96 millj. stpd. (með núverandi gengi stpd.). Mismurv urinn er meira en nemur himuiD fyrirhugaða ,^parnaði“. Hagfræðileg pólitík! eða pólitísk hagfræði! Von er að fjármálaráðherra Is- ilands rnglist í ríminu, þegar hanrí þarf(!) að tala um heimsfjáitnál Og heimskreppuna hér úti á Is- landi, þegar „oollegum" hians í Bretlandi ber ékki betur saman við sjálfa sig en þetta. Jafnaðarmaður. Stœrsta kvikmgndahús heims- ins var nýlega vigt í París. Hefir það sæti fyrir 6000 áhorfendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.