Alþýðublaðið - 30.10.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.10.1931, Blaðsíða 3
'AllsÞYÐUBfcáíÐIÐ 8 Verfein tala. Bóndinn í Helgaíellssveit, sem býr í stóra húsinu, er hann bygði meö láni úr Landnámssjóði á litlu jörðinni, purfti að láta 70 dilka i haust til I>ess að standa í siki'lum með vexti og afborganir á lán- inu, er hann tók til pess að byggja húsið fyrir. Þar af lét hann 15 dilka fyrir þann hlutann af húsinu, er hann býr i, en 55 dilka fyrir þaö, sem stendur autt og ónotað. Þess má geta, að alt lánið, siem bóndi þfessi tók, fór í íbúðarhúsið, og ekkert í endurbætur á jörð- inni. Mestur hluti af húsinu stend- ur auður. Hafnarfjorðar. Félag ungra jafnaðarmanna heldur sbemtifund í bæjarþings- salnum í kvöld kl. 8V2. Ýms skemtiatriði — og danz ef fund- urinn verður vel sóttur. ' Skemline.fndin. ilm daglmn og vegltisD. ÆSKU-félagar beðnir að mæta í G.-T.-húsinu kl 7 í kvöld vegna merkjasölunnar. Gœzlumenn. Kvöldskemtun heldur Kvenfélag Grindavíktir annað kvöld í samkomuhúsi sínu þar. Sigurður Skúlason meistari flytur erindi og les upp. Ásta Jós- efsdóttir syngur og Sigvaldi Kaldalóns leikur undir á hljóð- færi. Síðan verður danzað. Mentaskóllnn í Reykjavik. Skýrsla síðasta skótaárs er komin út fyrir nokkru. í upphafi skólaársins voru ■ skrásettir 183 hemendur í skólanum, 76 í gagn- fræðadeild og 107 í lærdómsdeild. Stúdentsprófi máiadeildar luku 31, stærðfræðd- og náttúrufræði- deildar 12. Gagnfræðaprófi luku s. 1. vor 26. Utanskólanemenduí með taldir. — „Sú nýbreytni var tekin upp [í skólanumjá þessu skólaári, að stofnaðir voru svo nefndir áhugaflokkar. Tilgangur þeirra var sá, að veita nemendum tækifæri til þess að kynna sér ýmsar þær greinir, sem ekki eru ^tendar í skólanum. Á öndverðum vetri voru stofnaðir tveir slíkir flokkar, annar um hljómlist, en hinn um bókmentir, og störfuðu þeir síðan til vors, Skólinn iagði til kenslu. Var Páll ísólfsson org- anleikari kennari hljómlistar- flokksins, en Einar öl. Sveinsson magister kennari bókmentaflokks- ins. Síðar á vetrinum var stofn- aður flokkur um esperanto. Þar kendi Þórbergur Þórðarson rit- höfundur.“ Kjósendur í Bietlandi voru árið 1923 21 313 110 og greiddu 14 564 035 þeirra atkvæði. Árið eftir (1924) voru aftur kosn- ingar. Voru þá 21 729 385 kjós- endur á kjörskrá, en 16384 629 greiddu atkvæði. Við kosningarn- ar 1929 voru konur búnar að fá kosningarrétt, og voru samtals 28 943 566 kjósendur á kjörskrá; greiddu 22 639297 þeirra at- kvæði. Þátttaka í kosningum var 1923 68,33o/o 1924 75,43o/o 1929 78,15o/o Við nýafstaðuar kosningar voru um 30 miljónir á kjörskrá, og var tala kvenfólksins 2 milj. um- fram karlmenn. William Coxost. sem var frambjóðandi verka- lýðsins gegn MacDonald, er skólastjóri í East Heddon. Hann er formaður kosninganefndar verikamanna í Seaham-kjördæmi, og fékk skeyti frá MacDonald í júnímánuði að fara að undirbúa kosningar. Coxon fór að gera það af kappi miklu, en þegar Mac Donald gekk á móti flokknum, var hann sjálfur valinn til þess aö vera í kjöri á móti honum, af 200 fulltrúum úr öllu kjör- dæminu. Coxon segir að sér hafi mest gramist, að MacDonald slkyldi setja niður laun kennar- anna, því hann hafi svo oft verið búinn að heyra hann tala um að þau væru of lág. Afmœll áttu í gær Alþýðubiaðið, Sig- urjón Á. Ölafsson og Sigurður Einarsson. Voru þau 12 ára, 47 ára og 33 ára. F. U. J. Fundur á siunmudag kl. 2 i Iðnó, uppi. Hjálpið máttvana dreng! I gær barst blaðinu til mátt- vana drengsins: Áheit frá Ólöfu 10 kr., frá N. N. 2 kr. og frá Kára 5 kr. Samtals 17 kr. Alls komið 581,90 kr. íslenzkar og 5 kr. danskar. Snjór. Þetta er fyrsti dagurinn á þessu hausti, sem snjór er hér i Reykjia- vik. Bókmentafélag jafnaðarmanna. Aðalbókin, sem þaÖ gefur út í ár, kemur út á morgun, og geta félagar, sem óska að fá hana til Iestrar um helgina, vitjað hennar á morgtín í skrifstofu Al- þýðuprentsmiðjunnar eða í af- greiðslu Alþýðublaðsins í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Þess er óskað, að menn greiði árs- gjaldið, um leið og þeir fá bók- ina. Bókin er eitt af allra-merki- legustu skáldritum heimsbók- mentanna, „Jimmie Higgins, jafn- aðarmaður í heimsstyrjöld“, eft- Beztu egipzku cigarrettunar í 20 stk. pökk- um, sem kostar kr. 1,20 pakkinn, eru Cairó. Aoglýsing. Fréttastofa Ríkisútvarpsins mun í fréttaritun sinni eftírleiðis fylgja þeim reglum, að geta því að eins um bækur, að þær séu henni sendar og því að eins um samkomur og sýnlngar, hvers konar sem eru, að aðgöngumiðar séu sendir. Ríkisútvarpið. MJólk, skyr og rjóma frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur verður á morgun byrjað að selja hjá J, Símonaison & Jónsson á Bræðraborgarsffg 16, sími 2273. Munið, að mjólk og mjólkurafurðir eru ávalt beztar frá Mjólkur- félagi Reykjavíkur. ir ameríska skáldið heimsfræga Upton Sinclair, en þýðingin er eftir séra Ragnar E. Kvaran. Nobels- verðlaimarithöfundurinn frans,ki, Romain RoIIand, hefir komist svo að orði um hana: „Hún er ein af voldugustu bókunum, sem skrifaðar hafa verið um stríðið." Bókarinnar verður annars vænt- anlega getið nánara bráðlega í Alþýðublaðinu. — Önnur ársbók félagsins er í prentun og kemiur út innan skamms. — Félagið leggur sýnilega mjög hug á að auka útgáfu sína, því að þessi eina bók jafngildir að orðafjölda báðum bókum ársins í fyrra, og fengu félagar þó sízt vangoldið tillag sitt þá. Ætti alþýða lands- ins að virða þetta við félagið og styðja það eftir megni, og mun það þá brátt verða henni hið nytsamasta í menningarlegum efnum. íslenzka krónan. Enn hefir hún verið feld. I gar var hún í 65,89 gullaumm. I dag er hún í 65,23 gullaurum. Gengi erlendra mynta hér í dag: Sterlingspund kr. 22,15 Dollúr - 5,72 100 danskar krónur — 125,14 — norskar — — 124,20 — sænskar — — 127,64 — þýzk mörk — 135,78 r I dag vetðnr slátrað fé úr Grafningf, Sviðnir diikahausar iást daglega. Slátorfélagið. Hvai er að frétta? Nœtarlœknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Aðalstræti 9, sími 272, Skarlatssóthir hefir orðið vart í tveimur húsum á Siglufirði. Heilsufar annars gott þar. (FB.) Barnaskólinn á Siglufiroi. Við- bót er verið að byggja við bama- skólann á Siglufirði, stórt stein- steypuhús. Er það nú byrgt og sléttað utan og unnið að innrétt- ingu þess í vetur, en verður eigi tekið til afnota fyrr en næsta haust. Barnaskólinn, sem var bygður 1912, var orðinn mikils til of lítffl. (FB.) Nýja kirkjan á Siglufirði hefir nú verið sléttuð utan að mestu, en innveggjasléttun og annað bíður þar til síðari hluta vetrar. Samskota er nú leitað til að afla

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.