Alþýðublaðið - 11.11.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.11.1931, Blaðsíða 3
'AfeÞSÐUBfcAÐZÐ B Bezta Gigarettan i 20 stb. pðhknm sem kosta 1 krðnn, er: Commander, M Wesíniinster, Cigarettnr, Vlrginia, ú Fást í ollum verzlunum. I hverjjm pakka er pnllfalleg fslenzk mynd, og fær hver sá, er safnad hefir 50 myndm, eina stækkaða mynd. QOOOOOOOOOOQ<X>CXaOOOOöött Hattar - 5 króna - Hattar. Alla afganga af eldri höttum seljum við fyrii 5 krónnr. Einnig mikið a£ hiifnm og bindnm með sérstokn tækifærisverði. " * Notið tækifærið til að fá góðan, en ódýran hatt. Vognaði frlðnrínn. 1 dag eru 13 ár síðan vopna- hlé varð í heimsstyTjöldinm miklu. En nú er talið, að árlega sé varið 5000 milljðnum dollara til vígbúnaðar í heiminum. Víg- búnaðarútgjöldin eru afskapleg byrði á flestum þjóðum, og svo mun verða áfram meðan stríðs- braskararnir fá að ráða. Símfregn hermir, að í dag, á vopnahlésafmælinu, verði bornar fram í Bandaríkjum Ameríku kröfur fjölda fólks um takmörk- un vígbúnaðar á sjó og landi. Ve$fanestlð. Básndaforinginn mikli, stoð og stytta lands og lýðs, heldur eina af sínum alvöruþrungnu ræðum. Bændur landsins hafa safnast saman til þess að njóta ávaxt- anna af hinni djúptæku andagift. er fellur sem regnskúr á skrælnr aða jörðina: Bændur og búalið! Mér þykir hlýða, nú er heimskreppan er að læsa klónum utan um okkur, sem aðra jarðarbúa, að skýra fyrir ykkur að nokkru hið yfirvofandj ástand. — Svo er málum komið, að afurðir landsins, bæði til sjávar og sveita, má segja að séu óseljanlegar. Verðið er svo lágt, að það borgar ekki fram- leiðslukostnaðinn. — Allar verk- legar fnamkvæmdir verðia því al- gerlega að stöðvast, og ég lít svo á, að hið eina sem getur bjargað okkur yfir erfiðleika þá, sem fram undan eru, sé þáð, að hver búi að sínu og allir verði samhuga um að spara. Sparsemin er það eina sem dugir. — Ég veit, að við höfum haft úr miklum peningum að spilia í uud- anfarandi góðærum, en nú eru allir sjóðir þurausnir; enda höfum við haft í mörg hom að líta. Lánstraustið er líka alveg farið. Svona hefir þá kreppan klófest okkur. —: En ég ætla nú líka að flytja ykkur önnur tíðindi, sem ég veit að muni gteðja ykkur, og ég vona að vegi þó eigi alllítið á móti þeim ömurlegu fréttuim, er ég hefi orðið að kunngera ykkur. — Ég átti eftir í sjóði nokkra tugi þúsunda, sem ég hefi látið prenta fiallega bók fyrir. — Hún er með mörgum myndum. og eru þar sýnd hin miklu mannvirki, er ég hefi látið gera. Veit ég, að þið efist ekki um, að þar er rétt og ráðvandlega með efni farið. Vona ég að hún geti orðið ykkur til mikillar uppörf- unar á komandi tímumi, þegar mest þrengir að. — En um leið og ég afhendi ykkur bókina, vil ég endurtaka fyrri ummæli mín: Að með ráðdeild og sparsemi kemst maður langt. — — Þakklátsemin skein úr aug- um bændannia, er þeir röltu upp á heiðar liandsins, bljúgir í skapi með bókina góðu undir hendinni. Brandur. Akranes. „Hvenær Akranesnnafnið hafi verið löggilt á kauptúninu, er svo heitir?" Þannig er spurt í Alþbl. 3. þ. m. — Er skylt að löggilda eða láta löggilda nöfn kauptúna? Mér er ekki kunnugt að neina sérstaka löggildingu þurfi á svona nöfn. Að minsta kosti hefi ég aldrei rekist á neátt þess háttar. Mun vera látið nægja að láta venjuna löghelga þau án frekari löggild- ingar. Þaninig hafa yafaiaust gömlu kauptúnianöfinin: Eyrar, Grindavík, Básendar, Rif o. s. frv. aldrei verið löggilt með öðru en venjunni. Það má kann ske segja, að ýmsar aðgerðir sveita- stjórna og annara stjórnvalda hafi lögfest ýms þessara nafna, fog í því efni hefir Akranes.-nafn- ið ekki orðið útundan,. 1. Síðan árið 1904 eða þar um bil hafa áætlanir landpóstanna (aukapósta) nefnt þorpið Akra- nes, og má finna þetta í B-deild- um stjórnartíðindannia. Fyrir þann tíma er orðalag þessara á- ætlania óvissara í þessu efni. 2. Síðan landssíminn var lagð- ur þangað hefir sömu reglu verið fylgt um nafn kauptúnsins. 3. Póstafgreiðslia var þar stofn- uð 1911 og skipaður póstafgr.- maður 1912 á Aknanesi, sem hlýt- ur að eiga við kauptú'nið, en ekki einhvern annan ótiltekinn stað í hinu meira Akranesi, þriggja hreppa þingi. 4. Árið 1928 staðfestir stjórn- arráðið: Byggingarsamþykt fyrir Akraneskauptún, sem hrepps- nefnd Ytri-Akranesshrepps hefir samþykt. Er þar skírskotaÖ til takmarka kauptúnslóðarinnar samkvæmt skipulagsuppdrætti. Stjt. B.-deild 1928, bls. 167 til 194. Eins ög menn sjá og geta sann- fært sig um á tilvitnuðum stöðum hefir löghelguð venja um Akra- ness-nafnið haldist um fjórðung aldár, og þegar hún var 24 ára, er henni yfirlýst mjög eftirminni- lega af þeim stjórnvöldum, sem þar um eiga að fjalla, um leið og kauptúmð fær fyrsta vísi til borgarréttinda. Þetta er máske ekki löggilding, líkt og um firmaniafn eða vörumerki væri að ræða, en það virðist vera lögfest- ing venjunnar í viðbót við þá, sem áður var komin í stjórn- valdaauglýsingum. P. J. Rajmagns-„verkf\all“. í borg- inni Andernach í Ríniardai hafa íbúarnir alment keypt sér stein- olíulampa, af því þeim finst • okr- að of mikið á sér á rafmagns- verðinu. Athnga^ensd: Herra ritstjóri! Ég leyfi mér virðingarfylst að biðja Alþýðublaðið fyrir þessa stuttu athugasemd. Fyrir 65 árum var móðir mín, frú Valgerður Þórðardóttir í Hraundal í Vestur-Ísaf jarðarsýsilu, skipuð Ijósmóðir fyrir Nauteyr- arhrepp, að nýloknu námi þá hjá Þorvaldi Jónssyni lækni á ísa- firði. í fyrirlestri sínum í útvarpið 6. þ. m. gat ungfrú Laufey Valdi- marsdóttir þess, að laun ljós- mæðra hefði í byrjun verið 60 krónur Jægst. Þetta er ekki rétt. Byrjunarlaun móður minnar voru — segi og skrifa — tuttugu krón- <ur í árslaun fyrstu árin, er hún þjónaði Nauteyrarhreppi, ogmunu hafa þótt af ýmisum þá búbót. A. m. k. er hún lét af störfum tæpum 40 árum síðar, þreytt og slitin, þá fór hún fram á, að sér yrðu veitt eftirlaun, en því var synjað af sýslunefnd Vestur-ísia- fjarðarsýslu. Væri ekki ástæða að bæta frú Valgerði þetta að einhveijju leyti upp, nú þegar hún er orðið bliní og slitið gamalmenni, 83 ára að aldri, og hefir ekkert hlotið sem viðurkenningu fyrir sitt langa og erfiða starf í þágu íslenzkra sængurkvenna? Þessari spurningu leyfi ég mér að benda til hins íslenzka Kven- réttindafélags. Hafnarfirði, 6/11 1931 Ásgeir H. P. Hraundal. Strætisvagnar Reykjavíkur. Sá, er þetta ritar, hefir tvivegis orðið þess var, að þegar bifreið sú, er ekur inn að Kleppi, eign Hf. Strætisvagnafélag Reykjavikur, ekur um götur borgarinnar, eru gluggar opnir, og út um þá gægjast börn sem fullorðnir. Þetta er vara- samur leikur, því að af honum getur hlotist slys. Það þarf t d. ekki annað til þess, að slys verði af, en að það fari bifreið fram hjá það náiægt, að hún snerti þann, er útúr gægist. — Ættu því for- ráðamenn þessara vagna að byrgja gluggana með neti eða rimlum, þannig að ekki komist út hendi eða)haus, T. ó. N.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.