Tíminn - 05.09.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.09.1965, Blaðsíða 1
 pjj:: nám viS háskólana í Strass bourg, París og Berlín. Schweitzer varði þrjár dokt orsritgerðir. Þá fyrstu, um trú arheimspeki Kants, varði hann árið 1899, 24 ára að aldri. Þá þegar hafði áhugi hans á lífi Jesú vaknað, og rannsóknir hans leiddu til þeirra sérstæðu trúarskoðgna sem hann hafði fram til hins síðasta. Árið 1901 kom bókin The Mystery of the Kingdom of God, og 1906 kom The Quest of the Histori cal Jesus, sem var eins konar framhald af fyrri bókinni, og sem vann Schweitzer sæti sem leiðandi maður á sviði guðfræði legra rannsókna. Schweitzer hafði, þegar hér var komið, fengið aðra doktorsgráðu sína, að þessu sinni í guðfræði. Árið 1902 hóf Schweitzer, vegna áskorana orgelkennara síns, hins þekkta C. M. Widor í París, að skrifa ritverk um líf og list J. S. Bach. Það verk kom út árið 1905, og var það lofað hástöfum bæði í Frakklandi og Þýzkalandi, og er talið klassískt verk á sínu sviði. En þetta sama ár, 1905, með glæsilega framtíð fyrir sér á hinu akademfska sviði, trúði Schweitzer vinum sínum fyrir því, að hann ætlaði sér að gerast trúboðslæknir. Hann sagði upp starfi sínu sem yfir maður guðfræðideildar Strass bourgháskólans, og hóf nám í læknisfræði og lau-k prófi eftir sex ára nám. Jafnframt Framhald á bls. 2. EJ—Reykjavík, laugardag. Þegar blaðið fór í prentun í dag kl. 16, var talið, að Dr Albert Schweitzer hinn þekkti trúboðslæknir, mannvin-ur og heimspekingur, ætti einungis örfáar stundir eftir. Hefur hann verið rænulaus að mestu undanfarið, en Schweitzer veikt ist á s'unnudaginn. Bandarískur hjartasjúkdómasérfræðingur er við sjúkrabeð hans. Albert Schweitzer, heim spekingur, guðfræðingur, tón listarsérfræðingur, trúboðslækn ir og friðarverðlaunahafi Nób els árið 1952, fæddist 14. jan. 1875. Hann var elzti sonur lúthersks prests í Ka.vsersberg í Efri;Alsace. Hann stundaði Albert Schweitzer að Setbergi KJ—Reykjavík, laugardag, Um klukkan níu í morgun kom upp eldur í fjósinu að Setbergi við Hafnarfjörð sem læsti sig síð- ar í hlöðuna og hey, sem stóð fyrir utan hana. Slökkviliðið í Hafnarfirði murn hafa neitað að senda sinn bezta slökkvibíl á brunastaðinn, og varð bóndinn, Einar Halldórsson, að hringja á Slökkviliðið í Reykjavík til hjálip- ar og var fljótt o-g vel brugðizt við þar. Þeir Einar og vinnumenn hans höfðu nýlokið mjöltun, hleypt kúnum úr fjósinu og voru komn- ir inn í bæ. Sagði Einar við frétta mann Tímans, að hann hefði lagt sig, vegna þess að hann kom seint heim í nótt af fjallskila- fundi. Starx og eldsins varð vart var kallað á Slökkvilið Hafnar- fjarðar. sem kom á staðinn stuttu síðar, en aðeins með tvo ga-mla slökkviliðsbíla, — höfðu skilið hinn nýja og fullkomna slökkvi- bíl eftir á .slökfevistöðinni. Mun skýringin vera sú, að Setberg heyrir ekki Hafnarfirði til, en stendur þó við bæjardyrnar, skammt fyrir ofan steypta Kefla víkurveginn. Þegar Einar ,sá við brögð Slökkviliðs Hafnarfjarðar, sem kom með nógan mannskap á staðinn, hringdi hann til Reykja- víkur og bað um aðstoð slökkvi- liðsins þar. Voru strax sendir tveir dælubíllar á staðinn. Erfitt var um vatn þarna á staðnum, og varð að dæla því neðan úr Hafnarfj arðarlæknum, og flytja I það í segltönku-m á vörubílum og í tankbílum. Eldurinn komst úr fjósinu í hlöðuna, þar sem voru u-m 1200 hestar æf heyi, og úr hlöðunni komst eldurinn í hey stæðu 200—300 hesta sem stóð ré-tt við h-löðudyrnar. Vegna þess j að eldurinn náði að komast í | heyið í hlöðunni varð slökkvistarf ið mjög erfitt eins og alltaf þeg ar um heybruna er að ræða. Vildu margir halda því fram þarna syðra í morgun að auðvelt hefði verið að verja Möðuna fyrir eld inum, ef Slökkvilið Hafnarfjarðar hefði komið með allan sinn út-1 Framh. á bls. 2 Mikið tjón varð í brunanom að Setbergi. KJ tók þessa mynd í gær. Sameinast smásöluverzl- anir um IBM vélabókhald MB-Reykjavík, laugardag. í athugun er nú að koma á sameiginlegu vélabókhaldi eftir IBM kerfi fyrir fjölda smásölu- verzlana hér í borg. Mundi slíkt bókliald auðvelda kaupmönnum stórlega að hafa yfirsýn yfir rekst ur sinn og gera rekstraráætlanir. Knútur Bruun, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, staðfesti þetta er blaðið spurðist fyrir um málið í dag. Hann sagði að þýzkur viðskíptafræðistúdent Peter Moldenhauer, sem kominn var að lokaprófi, hefði fyrir nokkru verið hér uppi á vegum Seðlabankans og Þá unnið fyrir kaupmannasamtökin að ritgerð um þetta mál. Ef. mál þetta nær fram að ganga verður bið full komna kerfi IBM notað og bók- haldsstofnunin sett upp í samráði við fyrirtækin. Knútur kvað hér um gjörbylt ingu að ræða fyrir kaupmenn. Nákvæmt bókhald, sem gerir mönnum kleift að hafa tölfræði lega yfirsýn yfir reksturinn á hverjum tima, er viðamikið og tímafrekt og ofviða smáum verzl unum að koma því á fót, en með því að láta sameiginlega stofnun annast það fyrir fjölda verzlana verður það auðvelt verk. Mun enda svo, að bókhald margra smærri verzlana hefur nær ein- göngu miðazt við hina lögboðnu skyldu, sem mönnum er lögð á herðar vegna skatta og annarra skyldna við hið opinbera, fremur en það að gera rekstraráætlanir, sem þó eru nauðsynlegar hverju fyrirtæki ef vel á að fara. Kiiútur sagði, að nýjustu at- burðir í verzlanalifinu hefðu fært mönnum enn betur heim sanninn en áður um það, hve nauðsynlegt sé að eiga aðgang að nákvæmu bókhaldi. Það mundi auðvelda smásöluverzlunum stórlega að færa sönnur á sitt mál í deilum við verðlagsyfirvöld um verðlagn ingu landbúnaðarvara að geta lagt fram óyggjandi niðurstöður úr slíku bókhaldskerfi. Að lokum sagði Knútur að rit- gerð hins Þýzka viðskiptafræðistúd ents hefði verið mjög vel unnin og hefði hann nú sent EBM fyrir tækinu skýrslu um störf sín og ynni það nú að verklýsingu. SCHWEITZER AÐ KVEÐJA Míkíll brunl } i t i l i I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.