Tíminn - 05.09.1965, Blaðsíða 2
2
SUNNUDAGUR 5. september 196i
Málverkasýning Freymóðs
„Það er svo margt sem okkur
íslendinga vantar til að geta kall-
azt menningarþjóð. Aillar menn-
ingarþjóðir vita hve stórar þær
eru, en það vita íslendingar ekki.“
Þetta var eitt af mörgu sam Guðm.
prófessor Hannesson sagði, með-
an hann var að mæla mig. En
hvað ætli íslenzka þjóðin viti um
andlega stærð, eða smæð sína?
Það er vafalaust ekki mikið.
Nú er Freymóður Jóhannesson
að sýna málverkin sín. Það gerist
ekki oft. Ætli ísienzka þjóðin hafi
hugmynd um hve ágætan mann
hún á þar sem Freymóður er?
Bókmennta afrek raunsæismann-
anna þekkir hún, þeirra Hann-
esar, Þorsteins, Gesite og Einars
Kvaran. En hvað veit hún um Þór
B. Þorláksson og Freymóð Jó-
hannesson og eru þeir sannarleg
engir eftirbátar á sinni vík.
„Kan er was?“ er haft eftir
Schubert. Það skiptir nefnilega
mestiu máli að kunna sitt starf,
hvert sem það er. En labbakút-
arnir sem ekkert kunna og ekkert
geta, þar af leiðandi, muldra með
ólund: „bara teknik bara kunn-
átta.“•
TÍMINN
Það sem einkennir sýningu
Freymóðs er nú einmitt hans góða
kunnátta samfara alvöru og ein-
lægni, en slífct eru hér fágætir
kostir nú til dags. Sumar myndim
ar bera vott um afburða kunnáttu
og leifcni, svo sem myndin af
manninum við skrifborðið. Ef ein
hver úr liði Þeirra Gylfa og Ragn-
ars kynni, þó ekkí væri nema tí-
undi hiluti af því sem Freymóður
kann, þá held ég, að væri óhætt
að berja bumbur og blása í lúðra.
Freymóður hefur sannarlega
fært óbornum kynslóðum góða
fullitrúa raunsæisstefnunnar með
verfcum sínum, geri aðrir „istar“
slílkt hið sama.
Ásgeir Bjamþórsson.
SETBERG
Framhald af bls. 1
búnað á staðinn strax. Þetta ea
ekki 1 fyrst sinn, sem hátta-
í fyrsta sinn, sem þetta hátta-
lag Slökkviliðsins veldur miklu
umtali, og er stórfurðulegt, að
ekki skyldi farið með allan
útbúnað þess að Setbergi í
• morgun.
Einar bóndi keypti í gær
fimm kýr í viðbót við þær 24,
sem hann átti áður,
vegna þess, að hann átti
óvenju mifeil og góð hey. Einn
gripur var í fjópinu, er eldur
inn kom upp, og kafnaði hann
þar.
Slökkvistarfið mun áreiðan-
lega standa eitthvað fram eft
ir degi og jafnvel fram á nótt
því giæðumar leynast. lengi í
heyi.
SCHWEITZER
Framhald af bls. 1
notaði hann frístundir sínqr
til skrifta. Árið 1912 kvæntist
hann Helene Bresslau, dóttur
þekkts sagnfræðings í Strass-
bourg, og hún hóf nám í
hjúkrun til þess að geta ver
ið við hlið manns síns. Ári
síðar, 1913, fór hann til Gab
on í Mið-Afríku og hóf að
hyggja sjúkrahús í Lambaréné
á bökfcum Ogowe-fljótsins.
Brátt myndaðist stórt þorp um
hverfis sjúkrahúsið, þar sem
Sehweitzer barðist gegn holds
veiki, svefnsýki og fleiri hita
beltissjúkdómum.
Þegar fyrri heimsstyrjöld-
in brauzt út 1914 varð Schweitz
er að hætta störfum við sjúkra
hús sitt, og sat hann um stund
í fangelsi, þar sem hann var
þýzkur. Vann hann þessi ár
við ritstörf, og gaf árið 1923
út tvær bækur, The Decay
of and the Restoration of
Civilization og Civilization and
Ethics. Hann snéri aftur til
Lambaréné árð 1925. Síðan
hefur hann að mestu dvalið í
Lambaréné, nema hvað hann
hefur farið í fyrirlestrarferð
ir um Evrópu. Síðustu áratug
ina hefur hann gefið út marg
ar bæbur, m. a. menningarsögu
í þrem bindum.
Vélritunar- og hraðritunarskóli
Notið frístundirnar:
Pitman-hraSritun á ensku og íslenzku.
Vélritun — blindskrift, uppsetning og
frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl.
Enska — einkatímar
Dag og kvöldtímar.
Upplýsingar og innritun í síma 19383.
HILDIGUNNUR EGGERTSDÓTTIR - Stórholti 27 ■ Sími 19383
BÆNDUR OG
HÚSEIGENDUR
Við tökum að okkur alls konar viðgerðir og stand-
setningar utan húss og innan, á gömlum og nýjum
húsum. Vanti ykkur menn í eitthvert verk, þá
hringið í okkur. Förum hvert á land sem er, ef
næg verkefni eru fyrir hendi. Þaulvanir menn.
Vinnum í akkorði eða eftir samkomulagi.
ALLI OG ELLI, SÍMI 3‘56-05.
(Geymið auglýsinguna.)
Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð það á Nýbýlavegi 53 í
Kópavogi sem auglýst var í 38., 39.
og 40. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1965 fer fram
á eigninni sjálfri eftir kröfu Veðdeildar
fram á eigninni sjálfri eftir kröfu veðdeildar
Landsbanka íslands miðvikudaginn 8. sept. 1965
kl. 14.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
BIKARKEPPNIN
)
MELAVÖUUR
í dag, sunnudaginn 5- sept. kl. 4 leika
KRb — ÞRÓTTUR a
MELAVÖLLUR:
Á morgun, mánudaginn 6. sept. kl. 6.30 leika
FRAMb — FH
Mótanefnd.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
Einlægni, falsleysi
Einfaldleiki og mikilleiki —
einfeldni og snilld fylgjast að,
geta ekki án hvors annars ver
ið.
LaBrðum og miklum mönnum
skýst oft skýrleikur með því,
að nota fjarlægt og skrúfað
orðalag í tjáningu og fram-
sögn. Og þannig getur speki
þeirra og hugsun misst marks.
En sönn speki, sannarleg snilld,
er ávailt einföld og einlæg í
sjálfu sér. Þannig eru t. d. ljóð
Jónasar Hallgrímssonar og Da-
viðs Stefánssonar. Þannig er
sönn snilld og mikil list alltaf,
sé rótt á litið:
„Veifct og sterfct í streng er
undið
stórt og smátt er saman
bundið."
Þesis kenning er eitt af
sérkennum sannrar kristni, allt
frá því að Kristur hóf Fjall-
ræðu sína með orðunum: „Sæl-
ir eru fátækir í anda.“ En þau
orð munu einhverntíma hafa
verið þýdd: „Sælir eru einfald-
ir.“ Og merkir þá einfaldur:
Barnslegur, ferskur, einlægur
hrékklaus eitthvað af þessu eða
allt þetta eftir aðstæðum eða
eins og Kristur sagði á öðr-
um stað: ,Verið einfaldir sem
dúfur.“ „Verið eins og börnin.“
Eitt bezta dæmi um einfalda
frásögn á listrænan hátt eru
Guðspjöllin sjálf, sögurnar um
Krist, sem hafa orðið svo áhrifa
miklar í veröldinni einmitt af
því að þær eru svo auðskildar,
auðlærðar og einfaldar að allri
gerð.
Heill hverri þjóð, sem hefur
tekizt að ná þessari einfeldni
guðspjallafrásagnanna í þýð-
ingum á sitt tungumál.
Bezta byggingalistin er sýni-
legust með einföldum línum,
litum og formum, sem forðast
allt skraut og yfirlæti. Þannig
er og málfar snilldar, mál og
tungutak hins einlæga og sanna
alþýðumanns. Öll sönn list ein-
kennist af einfeldni, látleysi.
Hið sama gildir um mann-
lega skapgerð. Allar góðar
manneskjur einkennast af
hjartanlegri einlægni — bams-
legri einfeldni, sem raunar er
einnig oft misnotuð og mis-
skilin. Það var nú einmitt þess
vegna, sem sjálfur Krist-
ur bætti við áminningu
sína um einfeldni líkt
og dúfur, orðunum: „En
verið einnig slægir sem
höggormar." Skynsemin verður
líka að vera með í leiknum.
Þótt barnslegur ferskleiki,
bjartsýni og traust tilfinninga-
lífs megi aldrei hverfa né týn-
ast, þá verður að gæta sín við
umihverfinu. Það getur verið
hættulegt. Kristur hafði ekki
sömu svör við „refinn Herodes"
og Fariseana eins og lærisveina
sína eða fylgjendur hina fátæku
í anda.
En samt stendur hann sem
„hreystinnar heilaga mynd og
hreinskilnin klöppuð úr bergi,"
fer ekki í manngreinarálit,
skríður ekki fyrir neinum, hirð-
ir ekki um neitt hefðarstand,
þegar segja þarf sannleikann.
Hann gengur um meðal fólks
ins, alþýðunnar, tekur þátt í
lífi þess, gleði og hörmum.
Hann fyrirfinnst jafnt í veizlu-
salnum og sorgarhúsinu. Hann
talar það mál og notar þær sög-
ur og líkingar í orðum, sem
hvert barn skilur. Hann sam-
einar barnslega blíðu með guð-
dómlegum myndugleika litillát
ur og höfðinglegur í senn og
þannig verka persónutöfrar
hans ógleymanlega á alla.
Orð hans munu aldrei und-
ir lok líða eins og hann sagði.
En það er vegna þess að fcenn-
ing hans, sögur og svör, Ijöð
hans og hugmyndir voru gædd
þeirri einfeldni sem aðeins
snillingur getur framleitt og
urðu því andleg eign og auð-
æfi lærð og auðskilin hverju
bami, ef svo mætti segja.
Hversu auðskilin er guðs-
mynd háns, föðurhugsjónin
fagra og tigna. Hve einföld er
trú hans, bjargfast guðstraust
hans, hve auðskilið er allt
hans trúarþel og hans trúar-
brögð barnsleg, unz fylgjend-
um hans verður á sú kórvilla
að grafa hans einföidu hugs-
anir og þyrla upp alls konar
moldviðri kreddna og trúfræði
og búa til alls konar flækjur,
sem nefndar eru guðfræði og
trúarbragðakerfi.
Hann sagði, að við værum
næst himnariki, þegar við yrð-
um eins og lítil börn í anda
hjartahrein og sönn. „Sælir eru
hjartahreinir, því að þeir munu
Guð sjá.“ Og þetta er augljós
sannleikur, þeim, sem stendur
við íslenzkan fjörð eða fagurt
fj allavatn á sumarmorgni, því
sléttara og lygnara sem yfir-
borðið er þeim mun betur end-
urspeglar það dýrð himins og
tign fjallanna. Því einlægara,
sem mannshjarta og hugur er,
þeim mun betur skynjum við
nálægð Guðs, náð hans og
speki og finnum í því hamingju
og frið.
Og er þetta ekki eitt hið þýð-
ingarmesta sem nútknamann-
eskja getur lært.
Við þurfum að læra að v-jra
ánægð með lítið, hugsa ekki
hærra en hugsa ber á sviði
daglegrar kröfu og nauðsynja
Á dögum 20. aldar hefur í'jö'.
fólks lokað þessum uppsprctt
um einfalds lífs í sínum eis>
barmi, en leitar lengra c
lengra, meira og meira artn
legrar gleði, gervigleði sem
að vera búin til af öðrum «■-
nefndum skemmtiktöftum
Þannig getur hinn sacm
fögnuður einfalds lífs alveg da
ið burt úr vitund og samféiagt
manna. Starfsgieði, fögnuður
góðrar samvizku, maður hins
fagra getur þannig þokað fyr
ir áhyggjum og öfund. gagn
rýni og frekju.
Heill þeim, sem fínna ánægju
við einfeldni hins daglega lífs,
í vel gjörðu verki, í stofunni
sinni, í garðinum í bókum og
músik, við útvarp eða sjónvarp,
vináttu þjónustusemi og smá-
fórnum og gjöfum hversdags-
leikans. Sæll hver, sem getur
fagnað bamslegum huga hverj-
um nýjum morgni og varðveitt
hæfileikann til að hlakka til
og fagna því fagra, þakklátur
Guði lífsins fyrir allar hans
gjafir og öfundar engan.
Sæll, hvers sem ekki lætur
blekkjast af fagurgala auðs og
ytri gæða, heldur verst boða-
föllum freistinga og þrauta sak
laus, einlægur og hjartahreinn
og veit ekkert um slægð og
brögð heimsins barna, en veit
þá gleði æðsta að varðveita
góða samvizku^ og frið við Guð
og menn. Árelíus Níelsson.