Alþýðublaðið - 17.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.11.1931, Blaðsíða 2
I ALPÝÐUBLAÐIÐ ísfiskssala og önnur vandræði. Morgunbla’ði'ð v:ar um daginn vnn kampakátt yfir kosningasiigri íhaldsins í Englandi og birti gleiðgosalega grein u:m verndar- tolla, er vel gæti verið að nú kæmu þar í landi. En nú er komið annað hljóð í Morgunblaði’ð, eftir að frétt er komin um, að enskir togaræig- endur hafi gert samtök sín í mdllum og vilji fá þingið til þess að leggja innflutningstoll á ísvar- inn og frystan fisk, sem veiddur hefir verið af útlendum skipum, og helzt fá bannaðan allan inn- flutning á slíkum nýjum fiski. En sem betur fer ráða brezkir togaraeigendur ekki eins miklu [þar í landi eins og íslenzkir toig- araeigendur hér, svo þetta er svo sem ekki komið á, þó útlitið sé mjög ískyggilegt. Englendingar haf:a fram að þessu fylgt fríverzlunarstefnunni og ekki lagt tolla á þær vörur, sem hægt er að framleiðía í Ijand- inu, en aftur á móti tollað þá vöru, sem flutt er til landsins, en ekki er hægt að framleiða í landinu, og er þó matvara hér undanskilin. Á henni hafa þeir leyft óhindraðan innflutning, og hefir íhaldsflokkurinn enski, þeg- ar hann hefir verið við völd, ekki dirfst að hafa þar aðra stefnu en hinir flokkarnir. Og víst er, að í- haldsmönnum diatt ekki í hug núna fyrir kosningarnar að tolia nýjan fisk. En þeir bjuggust að sönnu heldur ekki við eins stórum kosningasigri og raun varð á, og vafialaust mun hann verða orsök til þess, að þeir nú færa sig nokkuð upp á skaftið. En hvað langt veit enginn enn. Af fregnum frá Engfandi má sjá, að enskir útger’Carmenn s:koða sig sérlega grátt leiknia hvað liandhelgisdómmn viðvíkur. Er hörmulegt til þess að vita, að þeim skuli verða þettia að vopni í kröfum þeirra gagnvart íslienzk- u:m fiski, þar sem hér er um hina imestu fjiarstæðu að ræða, og enn hörmulegra er til þess að vita, að þetta skuli alt eiiga rót sína að rekjia til íslenzkra hlaðar skamma. Því það er ekki nemia von, að enskir útgerðarmenn trúi því, þegar þieir fá í blöðum sínum þýðingar úr tveim stæxstu dag- blöðum landsins (Vísi og Morgun- blaðinu), þar sem er sagt skýrt og skorinort, að gengið sé marig- faldlega á rétt enskria togara, og að yfirmennirnir á íslienzku varð- skipunum viti oft og tíðum ekki nokkurn hlut hvað þeir eru að gera. Og ekki bætir úr þegar þeir fá þýðingu úr stjómarblaðinu, uim að kæxa á hendur ensikum tog- urum byggist stundum á rispum, sem ristar eru með nagla i borð- stokk á bát! Súpum við nú seyð- ið af því, hvernig íhaldið og Framsóknarflokkurinn hafa haft landhelgismálið að aðal-rifrildis- máli sínu, og sérstakliega af því, hvernig íhaldsblöðin svo árum skifti rægðu landvamirnar, en út- dráttur úr því hefir birzt jafnóði- um í enskum sjóimiannia og út- gerðarmianniablöðum. En eins og kunnugt er, þá er landhelgislöggjöf okkar tiltölu- lega væg. f sumum löndum, t JdL Svíþjóð, er togarinn sjálfur gerð- ur upptækiur, ef hann er staðiinn að veiðuln í landhielgi., og þykir gott, ef skipverjar sleppa víð fangelsi. Við erum hér því í margföldu víti: Fyrst að leggja Englendingum til þessar blaða- skammir svo ámm skiftir, en síðan gera ekki nokkum sfeap- aðan hlut til þess að þagga þiessa vitleysu niður í Englandi, held'ur láta hiana magnast ár frá ári. Enginn vafi er á, að hið algerða ininflutningsbann er Framsóknar- stjórnin hefir sfeelt á hér, á móti vilja alls þorra landsmanna, getur átt sinn þátt í því að loka fyrir ofckur markaðnum á isfiski er- lendis. Því ráðstöfun þessi er í, útlöndum skoðuð sem verndar- tollapólitík á hæsta stigi, því út- lendingar átta sig ekki á, að hér sé u:m forn-kínverskan hugsiunar- hátt að ræða hjá landsstjórn vorri. Það er því niauðsynlegt að af- nema innflutningshöfiin þegar í stað, enda eru nógar innlendar ástæður til þess að gena það, þó ekki bætist við ástæðan gagnvart útlöndum. Einnig er bersýnilegt, að nauð- synlegt er að við höldum uppi einhvers konar blaðavörnujn fyrir okkur erlendis til þess að lan.d- helgisgæzlan o. fl. verði ekki not- uð á móti okkur. Má geta þess, að öll ríkl senda út frá sér blaða- fréttir til þess að halda í réth' horfi álitinu á landinu hvað verzl- un og viðsldftum: viðvíkur, e:n það liggur víst engu landi meira á því nú en okkur. Tollastefnan í Englandi. London, 16. nóv. UP.—FB. Runciman verzlunarráðherra hefir tilkynt neðri málstofunni, að hann ætli að leggja fyrir þingið frumvarp til laga, sem veitir verzlunarráðunieytinu heimild til að leggjia innflutningstoll, sem ekki má niema rneiru en 100%, á vörur þær, sem taldar em upp í frumvarpinu. — Frumvarpið verð- ur lagt fyrir þingið; í dag eða á tmorgun, og er búist við ,að því verði hraðað gegnum þinigið og (konungur staðfesti það þegar, er það hefir náð samþykki þingsins. Kemur frumvarpið því sennilega til framkvæmda innan mjög stutts tima. Félag jámsmiðamma hieldur fund í baðstofu Iðniaðarmanina kl. 8 í kvöld. Morðtilraun við ritstjóra Social-Demokraten í Síokkhölmi. Mánudaginn 2. nóvemher ura morguninn kom bréf nokkurt i póstinum til Arthur Engberg, rit- stjóra Social-Demoknaten í Stokk- hðlmi. Bréfið hafði verið sett í ípóstinn í Södra-Telja. Þegar Eng- berg opnaði bréfið rauk upp úr því einhvers konar dUft og varð honumi það þegar ljóst, að það væri eitur. Hann lofcaði bréfims undir eins og sendi það í efnia- rannsóknarstofu. Við rannsókn íkom í Ijós, að duftið var arsen- ik. Hefir málið nú verið afhent lögreglunni til rannsóknar, en tal- ið er fullvíst að hér hafi svart- liðar staðið á bak við. — Eng- berg er einhver ötulasti foringi sænskrar alþýðu. Artlmr Engberg. Viniiöhraði og slysahætta. Það er ekki nýtt, að Morgun- hiaðið svívirði verkamenn fyrir það ,að þeir séu latir við vinnu, en'da er það vel í samræmi við það, sem Jón Óliafsson alþin.gis- maður og bankastjöri hélt fram í bæjarstjórninni í hiaust. Það er því máske ekki ástæða til þesis að kippa sér upp við það, þó Morg- unblaðið nú taki grieiniarnar um ákvæðisvinnuna, er birtust fyrir nokkrum dögum hér í blaðinu, sem átyllu til þess að svívixðia verkamienn og bregða þeim um slæpingjahátt. Eins og kunnugt er, þá hefir orðið töluvert af slysum hér við höfnina upp á síðkastið og langt- um fleiri en eðlilegt er að yrðu. Munu þessi auknu slys stafa af auknum vinnuhraða. En um á- hrif vinnuhraðans á slysiahættuna mun „Borgari“ sá, er ritar í Morg- unblaðið hafa litla hugmynd, svo heimskan er hér senniliega ofur- lítil afsökun fyrir illgirni hans. Bruggarl tekinn í gærkveldi, I gærkveldii um kl. 8 gerði lög- reglan rannsókn I' húsinu nr. 24 við Vesturgötu. Fann hún þar hjá sænskum manni, siem er 36 ára að aldri, áfengisbruggunaráhöld, hálfbruggað áfengi í kvartélum og brúsum. Var maðurinn hand- tekinn og játaði hann þegar. Kvaðst hann hafa bruggað áfengi í sumar suður í Hafnarfjarðar- hrauni. Veðrið. Hiti 13—6 stig. Útlit á Suðvesturlandi: Allhvass suðiaiust- an eða austan og rigning í dag, ien snýst í suðvestur með skúrum í nótt. Menn og málefni. i. Fjölmargir Iáta svo, sem þeir telji mienn og málefni eitt og hið samia. Er altítt, þegar deilt er um pólitík, að deilan vill s;nú- ast um einstiaka foringja og breytni þeirra, en aðalatriðin eru. óumrædd. Mismunur stjórnmiála- flókka er fólginn í ólíkum skoð- unum á réttu og röngu. Eða m. ö. o. stafar af ólíkum viðhorfum manna gagnvart sannleika og og réttlæti. Þetta er mjög óljóst fyrir fjölda manns. Veldur þar mestu um hversu foringjavaldlð ler alrátt í stjórnmélaflokkunum. f stað þess að hugleiða mismuninn á lífsskoðun og réttiætishugmynd- um stjórnmálafilo'kkanna, þá verður mönnum starsýnt á ein- staka menn, sem náð hafa völd- um í sínar hendur, ýmist inn- an flokks, innan þings eðia í stjórnarráði, sumir samtímis á öl.I— um sviðum. Síðan horfir fjöld- inn upp til þessara manna, fylgist með athöfnum þeirra,, — sem1. flokkurinn reynir að vekja a*- hygli á í ræðu og riti, — og lætur venjulega tælast til að for- dæma alt eða fegra alt. Þessir foringjar verða guðlegir æðstu- prestar og drottnarar yfir Imgs- unum fjöldans. Þeir verðia hlekkir um fætur frjálsrar hugsunar, ef ég roætti komast þannig að orði. tslenzk alþýða er ekki enn vax- in npp úr vitlausri foringjadýrk- un. Hún hefir eigi enn þá losaö sig við arfleifð þeirria tíma, þeg- ar setið var til borðs eftir mann- virðingu, og mcmnvirðingin vsa hnitmiðuð við peninga, fín föt og „mör og kjöt meir en alment gerist“. Frh. Gengi sterlingspunds miöaö- við dollar 3,77. New Yúrk: Gengt steriingspunds er viðskiftum lauk. 3,78 dollars.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.