Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 1
IGlæsilegur trompetleikur/Egill Frið- leifsson skrifar um tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands. — Kammersveit Reykjavíkur/Jón Ásgeirsson skrifar um tónleika Kammersveitarinnar sunnudagur 9. desember Um Kvæði Krístjáns ljóðabók Kristjáns Karlssonar Kvæði 84 eru eftirminnilegar upp- stillingar úr tómleikanum: því lífi sem við röðum í kringum okkur; hvort sem það er nýtt hús eins og hafið, gömul goðsögn eða þjóðsaga, vasi eða hvít krukka sem breytast eftir sólfari, dagur í maí eða einhver annar mánuður sem við hreiðrum okkur í eða úrhelli í Irrawaddy. Allt fellur inní kyrrstæðan tíma sem skáldið veiðir í net sitt. Frá fyrstu bók hans hafa möskvarnir þrengzt og nethimna augans er viðkvæmari en áður. Öll stefnir hugsun skáldsins að einni setningu sem er mikilvægari en hversdagslegt líf okkar: eitt spor á vatni nægði mér. í þessari hugsun felst takmark alls lífs og því einnig allrar ljóðlistar. Það er engin tilviljun að þetta er síðasta setningin í fyrsta ljóðaflokki bókarinnar. í henni birtist andhverfa tómleikans. Vonin um kraftaverk. Tvö kvæði eru eftirtektarverð tengsl við þessa hugsun sem sótt er í guðspjöllin. Þau fjalla bæði um skáld, Einar Benediktsson og Tóm- as Guðmundsson. Einar heldur um silfrið sitt eins og Egill forðum, en kastar því á ljósið. Egill kastaði sínu silfri á myrkrið. En hann átti innri birtu skáldsins og skiptir þá ekki máli hvort hann var einungis söguper- sóna eða af holdi og blóði. Einar lifir af tíma sem hætti að líða 1911. Hugmyndir hans ganga enn á vatni, ekki síður en þau ljóð sem lögð voru Agli í munn. Tómas er á gangi niður Hverfisgötu 1923. Arnarhóll og græn hverf- andi sund undan hendi hans til hægri, en sjálfur er hann einungis kvöldskuggi í grasi. Það er verið að byggja við Hverfisgötu. Planki fellur inní þögnina með hærra bergmáli en boglína Arnarhóls þolir. Þessi planki fellur endalaust inní tímann af því Tómas var þar á gangi: nýr tími genginn í garð, persónugerður í skáldinu. I fylgd með bóðum sínum gengur hann á vatni. I ljóðinu um þriðja skáldið, Dylan Thomas, segir að leiðin liggi um brattar tröppur uppí lífið. Samt kemur ljóð hans úr maga tómsins eins og Kristján segir í kvæði sínu. Þetta er umhverfi okkar. Tóm- leiki í réttum umbúðum. MATTHIAS JOHANNESSEN KRISTJÁN KARLSSON fólLÓLAFSSON Páll Ólafsson var sannkallað alþýðuskáld. Hann var óskólagenginn austfirzkur bóndi, sem aldrei gat á sér setið að færa lífsreynslu sína og daglega atburði i stuðla. MLITIÐ UM ÞYÐINGAR GREIN EFTIR SIGFÚS DAÐASON „Núna ern allir að keppast vera frumlegir“ við að Vafurlogar er heiti á smásagna- safni eftir Indriða G. Þorsteins- son sem Menningarsjóður gefur út nú fyrir jólin. „Það má segja að þetta sé þverskurður af 35 ára sagnaskrifum," sagði Indriði í samtali við blm. „Helgi Sæmundsson tók saman sögur í þessa bók og hafa sumar þeirra birst áður, þær elstu, og endurskoðaði ég þær lítillega. Ég er nú ekki mikið fyrir það að láta aðra vera að vafstra með verk mín, en Helgi er greindur Lappi og kann með þessa hluti að fara, að vísu sleppti hann einni sögu þar sem minnst var á hann. Um ævina hef ég alltaf verið að skrifa eitthvað, hvort sem það hefur verið sem blaðamaður eða annað, enda má segja um menn eins og mig sem ekki hafa neitt sport, í það minnsta yfir vetrarmánuðina, að þá sé gott að setj- ast niður í næði og skrifa. Ég hef aldrei tekið mig sérstaklega alvarlega sem rithöfund, og titla mig ekki sem slíkan nema ef vera skyldi á víxla!" Krtu með eitthvað í smíðum núna? „Ég er nú alltaf með eitthvað í smíð- um en ég er nú kominn á þann aldur að verða að sjá fram úr því sem ég er að gera, en það eru ákveðnir hlutir sem ég þarf að koma frá mér. Annars er alls ráðandi núna að allir verða að vera að gera eitthvað nýtt, og allir eru að keppast við það að vera frumlegir. Það sem vantar hins vegar í verk þeirra höfunda er snerting við líf- ið og lífsreynslan — oft verða þetta dauðir frasar. Lífið hefur ekki tekið neinum grundvallar breytingum í ald- anna rás en eitt einkenni á ungu fólk í dag er að það tekur ekki mið af sögunni og því sem þegar hefur verið gert, það talar eins og ekkert hafi verið gert á undan því. Ég verð að segja að ég skil ekki þessa kröfu um að vera sífellt með eitthvað nýtt. Um daginn heyrði ég alþing- ismann segja niður á þingi að við vær- um búin að „týna föðurlandinu", ef við höfum týnt því, eins og þessi maður hélt fram, er það kannski vegna þessar- ar endalausu kröfu um frumleika. Ef menn vilja í bókmenntum brjótast út úr einhverjum fjötrum gera þeir það með nýjum stíl og frásagnarhætti, þeir geta það ekki með því að yfirgefa lífið sjálft." Þú óttast ekki um stöðu bókarinnar? „Nei ég óttast ekki um hana. Það hafa farið yfir samfélagið ýmsar ný- tískubylgjur undanfarið eins og mynd- • bönd sem hafa keppt við bókina en það líður hjá. Bókin hefur aldrei verið tískufyrirbæri og verður það aldrei, hún hefur alltaf staðið sig vel í allri samkeppni. Útgefendur eru kannski uggandi, en þeir geta sjálfum sér um kennt því þeir hafa undanfarið prentað allt sem þeim hefur boðist og ef fólk er orðið þreytt á því hafa þeir eyðilagt markaðinn sjálf- ir. Bækur eru ekki bisness heldur menningarleg athöfn, núna er hins veg- ar litið svo á að allt sé birtingarhæft, dagblöðin eru gott dæmi um það. Það er viss ládeyða í bókmenntum núna en ef til vill ris upp úr henni eitthvað gott þegar fram liða stundir. Staða rithöfunda hefur líka breyst undanfarið. Áður voru alltaf stórir hópar í kringum góða rithöfunda sem studdu þá hvað sem á gekk, núna eru listamenn hins vegar háðir því opin- bera en ekki í eins miklum tengslum við aðdáendur sína. Svo fá listamenn það alltaf framan í sig að þeir séu ónytjungar á framfæri hins opin- bera, þetta er þeirra niðurlæging. En það verður erfitt að snúa af þessari braut. Höfundar eru ekki eins miklar stór- stjörnur og þeir voru oft áður, og það er ekki neikvætt, því í eðli sínu er þetta starf innhverft, unnið i kyrrþey." Rœtt við Indriða G. Þor- steinsson en Menningarsjóður hefur gefið út smásagnasafn eftir hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.