Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 Dálítið um þýðingar á skilið, hefur fundið sinn sér- staka tón, og fáein skáld, hefur stundum verið sagt, finna alveg nýjan tón. Ég veit þó í rauninni ekki hvort þetta er rétt orðað, því að ég held að sá persónulegi tónn sem skáld „finna" sé alltaf nýr. Hinsvegar er tónninn misjafnlega sterkur, misjafnlega „nýr“ og óvæntur. En þó að hann sé veikur getur hann ekki að síður verið persónulegur. Ég hef aldrei algjörlega treyst mér til að mótmæla þeim mönnum sem segja að ekki sé hægt að þýða skáldskap. Það er hægt að komast töluvert áleiðis, en varla alla leið. Mismunur málanna er mikill, og munur tímanna, en varla svo að ekki megi finna samgönguleið. Snjall þýðandi kemst yfir ótrúleg- ar torfærur. Sé aftur vikið að Jóni Helgasyni má segja að hann kom- ist oft mjög langt í að ná flestu því sem í frumtexta stendur. Og samt er oft eins og Jón Helgason sé fyrst og fremst að yrkja sitt eigið kvæði. Getum vér ef til vill sagt að lokum að þýðandi skáldskapar geti komið næstum öllu áleiðis nema hinum „skáldlega tóni“, því að í honum er fólginn sjálfur leyndardómur persónuleikans. Eða eru hér einhverjar undan- tekningar, ef til vill hinir hógváeru og lítillátu eihs og Sveinbjörn Eg- ilsson, sem eru allir vegir færir? Glæsilegur trompetleikur í fremstu röð „Hvað sem um verkið má að öðru leyti segja gerir það óvægnar kröfur til ein- leikarans, en hér var Ásgeir Stein- grímsson aftur mættur á konsertpallinn. Til að gera langa sögu stutta skal það strax tekið fram, að Ásgeir lék þennan konsert á glæsilegan hátt og skilaði hlutverki sínu með hinum mesta sóma, enda ákaft fagnað af hrifnum áheyrend- um. Ásgeir hefur þegar skipað sér í fremstu röð blásara á íslandi." spennandi efnisskrá, hress stjórn- andi, snjall einleikari og hljóm- sveitin í góðu formi. Tónleikarnir hófust á verki Jón- asar Tómassonar „Orgiu". Þó tit- illinn sé glannalegur er músíkin yfirlætislaus, enda segir höfundur sjálfur: „Sú orgia sem hér er flutt er ekki brjálæðisleg svallveisla. Gríska orðið orgia var upphafl- ega notað um athöfn, leynilega helgiathöfn, blót eða fórn.“ Verkið hefst á hógværu hjali fiðlanna, sem síðan halda sínu striki í að- gerðarlítilli kyrrstöðu allt til enda og mynda þann orgiustall, sem hin hljóðfærin blóta tónum sínum á, eða í kringum. Jónas smyr sjaldn- ast þykkt, línur og fleti’r eru skírt mótaðir. Mér virðist þetta verk sverja sig mjög í ætt við ýmis önn- ur verk höfundar, en Jónas hefur samið fjölda verka hin síðustu ár, einkum kammermúsík. Næst heyrðum við sónötur fyrir trompet og strengi eftir Henry Purcell, snoturt lítið verk og ljúft. Einleikari var Ásgeir Stein- grímsson, sem reyndar blés í pic- colotrompet í þessu verki. Ásgeir er mjög góður hljóðfæraleikari. Hann hefur fallegan tón, góða tækni og spilar músíkalskt. Hvað viljið þið hafa það betra? Hann blés þessa sónötu á fágaðan, stílhreinan hátt í góðri samvinnu við strengina, sem lutu stjórn Páls P. Pálssonar þetta kvöld. Við heyrðum einnig fyrir hlé sinfóníu nr. 85 eftir Joseph Haydn. Það býr mikill þokki og fegurð í þessu tæra glaðlega verki. Páll P. Pálsson er ekki í vandræð- um þegar Vínarklassíkin er ann- ars'vegar og stjórnaði hljómsveit- in sannfærandi og markvisst. Það var svo konsertinn fyrir trompet og hljómsveit eftir sov- éska tónskáldið Alexander Grig- orievitsj Arutjunan sem hljómaði fyrst eftir pásuna. Þó verkið sé samið 1950, er yfir því síðrómant- ískur, dálítið yfirborðskenndur glansblær. Stundum minnir tón- amál Arutjunjan nokkuð á frægan landa hans — A. Khatjaturjan —, bæði hvað varðar framsetningu efnis og notkun hljómasambanda. Hvað sem um verkið má að öðru leyti segja, gerir það óvægnar kröfur til einleikarans, en hér var Ásgeir Steingrímsson aftur mætt- ur á konsertpallinn. Til að gera langa sögu stutta skal það strax tekið fram, að Ásgeir lék þennan konsert á glæsilegan hátt og skil- aði hlutverki sínu með hinum mesta sóma, enda ákaft fagnað af hrifnum áheyrendum. Ásgeir hef- ur þegar skipað sér í fremstu röð blásara á íslandi. Tónleikunum lauk svo með tón- aljóði R. Strauss „Til Eulen- spiegel". Þetta er magnað verk og spennandi, vel skrifað, myndríkt og hlaðið óvæntum atvikum, erfitt í flutningi bæði fyrir stjórnanda og hljómsveit, en Páli tókst að mana menn til verulegra átaka. Það var reisn og snerpa yfir flutn- ingnum' á „Til Eulenspiegel". Þetta var góður konsert. Jónas Tómasson Ásgeir Steingrímsson MorKunblaðið/Bjarni. Egill Friðleifsson Háskólabíó 6. desember. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit fs- lands. Einleikari: Ásgeir Steingrímsson. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Efnisskrá: Jónas Tómasson, „Orgia“. H. Purcell, Sónata fyrir trompet og strengi, J. Haydn, Sin- fónía nr. 85 í B-dúr, A. Arutjunjan, Konsert fyrir trompet og hljómsveit, R. Strauss, „Til Eulenspiegel, sin- fónískt Ijóó. Það var ánægjulegt að vera gestur á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói sl. fimmtudagskvöld. Þetta var einn af þeim konsertum, þar sem flest gekk upp. Fór þar saman Ný plata með hinni stórskemmtilegu þjóðlaga- hljómsveit HRÍM. Möndlur, fyrsta plata HRÍM, inniheldur tónlist frá ýmsum löndum auk nokk- urra frumsamdra laga. Á plötunni er að finna m.a. írska ræla, ungversk sígaunalög, sænska polska, drykkjuvísur og hin frumsömdu lög við eigin texta og ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Rauðsendingadans, fær hér einkar skemmtilega meðferð. Troðfull plata af nýjum og ferskum möndlum. gramm .. . Laugavequr 17 FALKINN Tónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.