Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 SIGFÚS DAÐASON: Dálítið um þýðingar Nikolaj Gogol mun hafa sagt að þýðing þyrfti að líkjast gleri sem væri svo vel gagnsætt, að þeir sem horfðu í gegnum það yrðu þess ekki varir. í þessari setningu er vikið að vandamáli þýðenda á mjög al- mennan hátt. Síðan Gogol var á dögum hefur margt verið ritað um þýðingariðju; þörf fyrir þýðingar og túlkanir hefur margfaldlega aukizt; enn í dag geta menn samt deilt um það hvort þýðing af einu tungumáli á annað sé yfirleitt möguleg. Þá er að vísu einkum og sér í lagi, en varla eingöngu, átt við þýðingar bókmennta og verður ekki heldur fjallað um aðrar greinar þýðinga í þessum línum. Þeir sem tekið hafa málstað þýð- inga hafa auðvitað bent á að fram- kvæmdin hljóti hér eins og ann- arsstaðar að skera úr; rétt eins og hreyfinguna sé auðveldast að sanna með því að ganga, þannig sanni þýðendur með starfi sínu að hægt sé að þýða. í rauninni segja slíkar staðhæfingar ekki ýkja mikið um þann vanda sem þýðandi þarf að fást við. Nær sanni virðast þeir menn fara sem segja sem svo að þýðingar séu að vísu möguleg- ar, en í flestum textum nema hin- um allra einföldustu sé þó eitt- hvað öldungis óþýðanlegt, eitt- hvað sem verður eftir hversu vel sem þýðandinn kann til verks. Hlutverk þýðandans og keppikefli sé það að gera þennan óþýðanlega afgang sem allra minnstan. Og áð- ur en því marki sé náð þurfi að sigrast á mörgum erfiðleikum, sem ekki allir þýðendur hafi kunn- áttu, eða lag, eða þolinmæði, eða tíma til að ná föstum tökum á. Þess er nú sérstaklega að gæta að í orðum Gogols er ekki aðeins fólgin sú krafa að þýðing birti sem réttasta mynd og sem greini- legastan boðskap hins uppruna- lega texta, heldur ekki síður að hún líti eins eðlilega út og hún væri frumtexti, eða eins og sagt er, að ekki finnist að henni „þýð- ingarbragð". Hér sé þá sá gordí- onshnútur sem þýðendur þurfi að reyna að leysa. Raunin mun vera sú að þær þýðingar séu sjaldgæfar þar sem þessari tvöföldu kröfu er fullnægt; oftastnær hallast þýð- endur meira í aðra áttina en hina, leitast annaðhvort við að vera sem trúastir frumtextanum, jafnvel á kostnað eðlilegs málfars, ellegar hafa framar öllu í huga við verk sitt að þeir séu að semja (næstum því) sjálfgilt rit á sinni tungu, og gera sér þá ekki neinar óskaplegar grillur út af því þó verk þeirra séu ekki alveg nákvæm túlkun og eft- irmynd frumtextans. Slíkar þýð- ingar hafa Frakkar stundum kall- að, nokkuð hnyttilega, les belles infídéles (fagrar en ótrúar). Um þær þýðingar, sem vilja leggja meiri áherzlu á trúnað við frumtexta en við eðli þeirrar tungu sem þýtt er á, mætti margt segja ef tóm væri til. Því fer fjarri að þær séu óþekktar á íslenzku, og er nærtækt að minnast á biblíu- þýðingar, en í þeim hefur löngum verið notað „óeðlilegt mál“, til dæmis óeðlileg orðaröð. Þetta hef- ur þó mikið breytzt í nýlegri út- gáfum, og bregður þá svo við að mönnum finnst sem biblíumálið sé orðið óþarflega „eðlilegt". Hóm- ersþýðingar Sveinbjarnar Egils- sonar, sem mér finnst að séu merkilegasta þýðingarverk á ís- lenzku, hafa rnikla sérstöðu: ep- ískt málfar með alveg íslenzku yf- ifbragði, en þó þarf ekki að lesa nema eina línu til að skynja hinn fjarlæga, næstum því annarlega, óm. Ekki er hægt að minnast hér á Sveinbjörn Egilsson svo að þess sé ógetið að eftir hann er sú ljóðþýð- ing sem er einna fullkomnust, ef ekki skilyrðislaust sú fullkomn- asta, á íslenzku. Það er þýðing á Solvitur acris hiemps eftir Hóras, „undir latínska laginu", þar sem á fullkomlega einfaldan hátt og að því er virðist án áreynslu er flutt á íslenzku allt það sem í frumkvæð- inu stendur, og formi frumkvæðis- ins nákvæmlega haldið, að því leyti sem eðli íslenzkunnar leyfir. Þessi þýðing Sveinbjarnar stendur ævinlega sem sú fyrirmynd sem þýðendur og einkum ljóðþýðendur geta haft að mælikvarða, en raun- ar er þó varla hægt að áfellast þýðendur, þó að nokkuð skorti á um þvílíkt jafnvægi sem Svein- björn Egilsson hafði vald á. Hall- dór Laxness þýddi tvö fræg skáld- verk fyrir fjörutíu árum. 1 hinu fyrra lagði hann mikla rækt við nákvæmnina, og greip þá skelfing málfræðikennara, en í hinu síðara var íslenzkunin í fyrirrúmi, svo að sumum mönnum þótti þá jafnvel fullmikið af svo góðu; en hvort- tveggja verkið er lærdómsríkt. Þó að nógu örðugt geti reyndar verið að þýða óbundið mál svo að kröfu Gogols sé fullnægt, er það þó allajafnan hægðarleikur hjá því að þýða ljóð. Við þýðingu ljóða er við enn fleiri þætti að fást held- ur en þegar óbundið mál er þýtt, og mætti kalla það óvinnandi veg að gera þeim öllum jafn-góð skil. Þýðandinn þarf auðvitað að vera trúr beinni merkingu frumtext- ans; hann þarf að varðveita upp- runalega hrynjandi og hátt ef nokkur tök eru til; séu listbrögð frumtextans fólgin í sérkennilegri eða afbrigðilegri orðskipan eða setninga, verður hann að reyna að koma henni einhvernveginn til skila á sínu máli; hann verður að varðveita rökræna byggingu kvæðisins hið ytra og engu síður hið innra; og enn þarf hann oft að sinna því sem er ekki annað en aukaatriði miðað við allt hitt, rím- inu, og stuðlunum ef hann er ís- lendingur. Ofan á allt þetta bætist enn, að sé kvæðið sem verið er að þýða mjög gott, talar það vanalega á næsta torskýranlegan hátt til sálarlífs þeirrar þjóðar sem skáld- ið telst til, er tengt sögu hennar, eða sögulegum tilfinningum, sam- eiginlegri afstöðu osfrv. Og hvað á þýðandinn að taka til bragðs til að gera þessa óbeinu skírskotun skynjanlega sínu fólki. Dæmi um texta þar sem flestar þessar hættulegu gildrur bíða þýð- anda er kvæði nokkurt eftir franskt skáld frá fimmtándu öld, Villon, sem nefnt hefur verið „Ballade des dames du temps ja- dis“. Jón Helgason hefur stælt þetta kvæði og er sú stæling ur varla greind af öðrum en Frökkum, og sagan um „la tres sage Hellois" og „Pierre Esbaill- art“, — getur tilvísunin til hennar slegið rétta strengi í bjóstum manna annarsstaðar en á vinstri bakka Signu? Víst er um það að sá blær sem nöfn hinna gæfulausu elskenda ljá öðru erindinu í kvæði Villons verður ekki vaktur með neinum öðrum nöfnum. Þetta er einmitt þesskonar kvæði sem hlýt- ur að fylla hvern þýðanda örvænt- ingu, og sá sem reynir að flytja það á annað mál veit alltaf að hann tapar í þeim leik. Þetta kvæði er í rauninni jafn-vonlítið að þýða og sumar sonnettur sagt örðugt með að líta á hina ís- lenzku stælingu þess réttu auga. Stælingin á þessu kvæði Villons er án efa einhver áhættusamasta glíman sem Jón Helgason hefur þreytt í þýðingum sínum. En ætti ég að nefna það kvæði í fyrra þýð- ingakveri hans, sem ég hygg að mestur vandi hafi verið að fást við, mundi ég telja „Viðkvæma samræðu" eftir Verlaine. Auðvit- að er „Viðkvæm samræða" afaró- lík kvæði Villons og sjálfsagt nær íslenzkri ljóðhefð á fyrri helmingi þessarar aldar. En svo litlu má muna í þessu hárfína ljóði í full- komnustu bók Verlaines, að vand- inn er samt litlu minni. Hér hefur GEFOHLSAMES ZWIEGESPRACH lm alten einsamen park wo es fror Traten eben zwei schatten hervor. Ihre augen sind tot - ihre lippen erblassen - Kaum kann man ihre worte fassen. Im alten einsamen park wo es fror Rufen zwei schatten das ehmals hervor. - Entsinnst du dich unsrer alten minne? - >Was willst du dass ich mich ihrer entsinne?* Dein herz klopft bei meinem namen allein • Siehst du mich noch immer im traume? - >Nein< Ach die tage so schön ■ das glúck so unságlich Wo unsere lippen sich trafen! >Wohl möglich< Wie blau war der himmel - die hoffnung wie gross I - >Die hoffnung entfloh in den finsteren schooss.< Sie gingen hin in den wirren saaten ■ Die nacht nur hat ihre worte erraten. Viðkvæm samræða eftir PAUL VERLAINE Kvæðið er úr bókinni Fétea Galantes; hún kom út 1869 rétt áður en höf- undur varð hálfþritugur. Um afakekktan garð þar sem grasið var tekið að hríma þar gengu tvœr verur í birtu sem aðeins var skima. í augum þeirra var dauði og munnholdið meyrt, þær mæltust við, en svo iágt að naumast varð heyrt. Um afskekktan garð þar sem grasið var tekið að hrima þar gengu tvær vofur með hugann við umliðinn tíma. ‘Hvort manst þú enn okkar unaðarþrungnastan íund?’ ‘Af hverju viltu ég gleymi’ ekki þeirri stund?’ ‘Berst hjarta þitt einlægt ef heyrirðu nafn mitt og biður þú heimsóknar minnar í draumi?’ — ‘Nei, það er nú síður.’ ‘Ó ljúfari dagar en unnt sé með orðum að tjá er okkar varir mættust’. — ‘Svo var kanski þá.’ ‘Hve blár var þá himinninn, voldugur vonanna styrkur!’ ‘Þær vonir hjöðnuðu, týndust í geimsins myrkur.’ Svo liðu þau áfram unz ósýnið hvorttveggja fal, og einungis nóttin fekk hlustað á þeirra tal. COLLOQUE SENTIMENTAL 1 Dans lc vicux parc solitaire ct glacé *, Dcux formcs 2 ont tout á l’hcurc passé. Leurs ycux sont morts et leurs lévrcs sont mollcs, Et l’on cntcnd á pcinc lcurs parolcs. Dans Ic vicux parc solitairc ct glacé, Dcux spectres ont évoqué lc passé. — Tc souvient-il dc notrc extase anciennc? — Pourquoi voulez-vous donc qu’il m’cn souvicnnc? — Ton cccur bat-il toujours á mon seul nom? Toujours vois-tu mon ámc cn rcvc b? — Non. — Ah! les beaux jours dc bonhcur indicible Oú nous joignions nos bouches CI — C’cst possiblc. — Qu’il était blcu, le ciel, ct grand, l’cspoir! — L’cspoir a fui, vaincu, vcrs lc ciel noir. Tcls ils marchaient dans lcs avoines follcs, Et la nuit sculc entendit lcurs parolcs 3 d. A VIÐKVÆMU TALI (PauJ Verlaine) í húmuðum garði með héluð strá tvcim hijóðlátum skuggum fyrir brá. I augunum feigð og angur bjó, og allt þeirra tal á vörum dó. I hljóðiátum garði með hrímuð strá í húmi hins liðna þeim fyrir brá. „Ó, manstu hve fcgin við fúndumst hér?“ - „Hví freistarðu tregans í huga mér'" - ..Býr nafn mitt og svipur cnnþá í þinum unaðar-draumi?'* — „Nei, fjarri því.** - „Hve sælan var orðiaus og ásrríðan heit í ástarkossunum þá!'* — „Hvcr veit?" - „Hve vonin var há, og hciðríkjan björt!" - „Hún hrundi, sú von, í myrkrin svört ." - Svo hurfú þau framá rökkvaða rein, og rödd þeirra greindi nóttin ein Þrjár þýðingar sama kvæðis Kvæði Verlaines, Collogue sentimental, þýzk þýðing eftir Stefan George, og tvær íslenzk- ar þýðingar, önnur eftir Jón Helgason (t.v.), hin eftir Helga Hálfdanarson. prentuð í Tuttugu erlendum kvæð- um. Þetta kvæði um fallvaltleik- ann er lítið annað en upptalning nokkurra kvennanafna, en það er eigi að síður einn af skírustu eðal- steinum franskrar ljóðlistar frá upphafi til vorra daga. Og þó að listbragð þessa kvæðis sé einfald- leikinn sjálfur, þá er þvi beitt af slíku hyggjuviti að hverjum sæl- kera má vera dillað: endurtekn- ingunum, sem eru séreinkenni kvæðisins, forðað frá einræmi með hárfínum tilbreytingum í setningaskipan og hrynjandi; spurnarformið með sínu móti í hverju hinna þriggja erinda; hrað- inn aukinn eftir því sem líður á kvæðið.spurningin tvítekin í lok þriðja erindis til að gera hana áhrifameiri ... Og músíkinni í öðrum eins hendingum og þessum: „La royne blanche comme lis/ Qui chantoit a voix de seraine", er sannarlega ekki hægt að líkja eftir á neinu öðru máli. Ábendingin til sögulegra atvika sem felst í nafni „Jehanne la bonne Lorraine“ verð- Shakespeares ellegar þá sum ein- tölin í leikritum hans. Eða ætli nokkur viti til þess að mónólóg Hamlets eða ræða Antoníusar yfir líki Cæsars hafi verið þýdd svo að ekki færi mikið forgörðum? Stæling Jóns Helgasonar á kvennakvæði Villons er auðvitað ekki annað en stæling, þ.e. nýtt kvæði þar sem kvæði Villons er haft sem fyrirmynd. En því verður varla neitað að þetta íslenzka kvæði er miklu síðra hinu ódauð- lega kvæði Villons; það er ein- hvernveginn í allt annarri tónteg- und, hugblærinn sem það vekur er annar, hinn óviðjafnanlegi lág- tónn frumkvæðisins er týndur, og. hin dramatíska viðvörun niður- lagsins (l’envoi) hjá Villon verður að hálfgerðu glensi sem er aðeins góðlátlegt. Ég viðurkenni reyndar að þessi mælikvarði kunni að vera ósanngjarn, og að kvæðið um kon- ur liðinna alda muni vera fullgott út af fyrir sig; en sá sem lengi kann að hafa haft þetta kvæði Villons sér til sálubótar á sjálf- þýðanda aftur tekizt svo vel að vart verður á betra kosið, enda fór undirrituðum svo að hann varð dolfallinn þegar hann heyrði þessa þýðingu fyrst flutta fyrir mörgum árum, skömmu áður en hún kom á prent. Þýðing eins og „Viðkvæm sam- ræða“ leiðir aftur athygli lesand- ans að þeim sérstöku vandkvæð- um sem við er að etja þegar þýða skal frönsk kvæði á íslenzku. Það mun mála sannast að andspænis ýmsum þeim kvæðum (þau eru raunar ekki ýkja-mörg) sem þýdd hafa verið úr frönsku á íslenzku grípur lesandann sú tilfinning sem mætti teljast dauðadómur um þýðingar: hann fleygir frá sér bók- inni í vonleysi og hugsar: „Nei, þennan Baudelaire (t.d.) þekki ég ekki; þessi Verlaine hefur aldrei verið til.“ Þeir örðugleikar sem eru á því að þýða ljóð úr frönsku á íslenzku eru til dæmis fólgnir f þvi að franskur skáldskapur yfirleitt hefur löngum farið nokkuð aðrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.