Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 C 3 er é gkominn og halla undir flatt, Ég hef svo margan morgun vakn- að og Komdu og skoðaðu í kistuna mína. Þetta síðasta er raunar þýð- ing. Ef menn rifja þessi kvæði upp fyrir sér, verður þeim fljótt ljóst hversu mjög öll þessi kvæði ein- kennast af lipurð og einfaldleika og ljúflegri hlýju og oft og tíðum góðlátlegri gamansemi og glettni. Páll var mikill smiður ljóða- bréfa, líklega einhver sá mesti sem um getur meðal íslenskra skálda. Mörg ljóðabréfa hans munu týnd og er að því mikill skaði, því að flest þeirra sem til eru, eru bráðskemmtileg og ein- staklega lipur. Sums staðar bregð- ur jafnvel fyrir verulegum tilþrif- um, sem ekki er þó títt að sjá í þess háttar kveðskap. En langkunnastur mun þó Páll vera fyrir lausavísur sínar, en af þeim er hinn mesti aragrúi og þó vafalaust margar tækifærisvísur hans glataðar. Páll orti um allt milli himins og jarðar og mætti æra óstöðugan að gefa sýnishorn af öllum tegundum yrkisefna. Grípum þó rétt niður í ljóðabækur hans til upprifjunar. Vísur til Ragnhildar eru fjöldamargar og sumar gullfallegar. Hver gleymir t.a.m. þessari vísu sem einu sinni hefur heyrt hana? hann reyndist. Hér eru fáein sýn- ishorn af mörgum ölvísum hans: Bakkusar að knjám ég krýp klökkur daga og nætur. Þar ég margan sopann sýp og sofna við hans fætur. Ég drekk nú svona dag og nótt með degi hverjum rúman pott. Og þó að öðrum þyki ljótt þá þykir mér það skratti gott. Brennivín ég ekkert á, á svo bágt með því að ná. Nálega eru fjöll ófær, fær því valdið norðanblær. Nóttin hefur níðst á mér nú eru augun þrútin. Snemma því á fætur fer og flýti mér í kútinn. Við það augun verða hörð, við það batnar manni strax. Það er betra en bænagjörð brennivín að morgni dags. Þegar svo bar undir gat Páll verið meinlegur og skömmóttur og níðskældinn. Er af mörgum þess háttar vísum að taka: Það er ekki þorsk að fá úr þessum firði; þurru landi eru þeir á og einskis virði. Hallgrímur Pétursson Skáldagáfuna átti Páll ekki langt að sækja. Ættir sínar gat hann rakið til Hall- gríms Péturssonar, sálma- skálds, Ólafs Jónssonar á Söndum og Einars í Eydöl- um. Ég vildi ég fengi að vera strá og visna í skónum þínum, því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Og mikill ástarbrími er vissu- lega í þessari stöku: Hvítum, mjúkum, heitum, fögrum handleggjunum vil ég heldur vafinn þínum vera en hjá guði mínum. Að lokum þessi: Ég skal kveða um þig meðan augun kvika, enda hrýtur stöku staka stundum þó þau hætti að vaka. Eins og áður er getið var Páll Ólafsson mikill hestamaður og átti framúrskarandi gæðinga. Um þá orti hann að sjálfsögðu bæði stakar vísur og heila bálka. Hesta- vísur hans hafa löngum verið róm- aðar. Hér koma nokkrar þær kunnustu: Áfram þýtur litla Löpp sem leyftri tundur, jafnt hún brýtur kaida klöpp og klakann sundur. Harla nett hún teygði tá, tifaði létt um grundir. Fallega spretti þreif hún þá, þegar slétt var undir. Folinn ungur fetaði létt fjallabungur, grundir, fen og klungur fór á sprett, fjöllin sungu undir. Ellin hallar öllum leik, ættum valla að státa. Hún mun alla eins og Bleik eitt sinn falla láta. Ég hef selt hann yngra Rauð er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldar auð og vera drykkjumaður. Ekki gleymdi Páll að geta Bakk- usar kóngs í kveðskap sínum, sem varla var von, svo fylgispakur sem Að launa hvað þú laugst á mig Loðmfirðinga-rógur hrykki ekki að hýða þig Hallormsstaðarskógur. Illa fenginn auðinn þinn, áður en Iýkur nösum aftur tínir andskotinn upp úr þínum vösum. Hér er rifist hvíldarlaust, svo hófi engu nemur, vetur, sumar, vor og haust — og verst ef einhver kemur. Engin ástæða er til að efast um að Páll Ólafsson hafi verið trúað- ur maður. Guðstrú hans kemur víða fram í skáldskap hans, sbr.: Leita ég guðs í líknarskjól lúinn eftir daginn, þegar ævi-sígur-sól í svalbrjóstaðan æginn. En honum gat líka þótt nóg um þegar kenningin var í harðara lagi: Að heyra útmálun helvítis hroll að Páli setur. Ég er á nálum öldungis um mitt sálartetur. Eins og áður getur einkennist skáldskapur Páls Ólafssonar af léttleika og einfaldleika. Svo virð- ist sem flestar stökur hans hafi sprottið fram á stundinni nálega fyrirhafnarlaust. Og víst mun hann ekki hafa verið að jafnaði neinn yfirlegumaður eða nostrari í kveðskap sínum. Því er þó ekki að neita, að sum kvæði hans geta naumast hafa orðið til í einu vet- fangi. Til þess eru þau of fáguð. Og ótrúlegt er að eftirfarandi snilldarstaka hafi stokkið alsköp- uð úr höfði hans. En á henni er við hæfi að enda þennan pistil: Rangá fannst mér þykkjuþung, þröng mér sýndi dauðans göng, svangan vildi svelgja lung, söng í hverri jakaspöng. Halldór Laxness Og átin hða íjcigctfeli Unuhúsi Veghúsastíg 5, sími 16837. greinasafn er komin út Verö kr. 951,00 VÖNDUÐ, NYTSÖM, ’ODÝR GJÖF ITÖLSK hönnun í ÚtsölustáÖir óskast um land allt Skúlagötu 61 simi 12987 flfoiOgtiiiMfifetfe Áskriftcirsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.